Vikan


Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 3
I garðrækt er náttúran sjálf Stjúpmœðrabeð VIKAN heimsœkir garðyrkjumann Calliopsis GRÓÐRARSTÖÐINNI Sólvangi í Fossvogi eru hundruð sýnis- horna af jurtum íslenzkum og útlendum, einærum og f jölærum, til skrauts og neyslu. Jónas Jónsson, sem er eigandi stöðvarinnar, hefur verið þar í sjö ár; hann býr þarna í gulu húsi, og á stóru flæmi i kring- um húsið eru blómin og tréin, og við hliðið inn í garðinn, götumegin, stendur blómahaugur mikill, sem er einskonar ókeypis götuskreyting, auk þess sem hann visar fólki leiðina inn i gróðrarstöðina. Þegar fréttamaður VIKUNNAR fór þarna úteftir til að spyrja Jónas um blóm og blómarækt, voru svo margir viðskiptavinir að spyrja urn hið sama, að varla varð þverfótað. Það var fyrir rösklega tveimur vik- um, og fólk var enn að kaupa í garð- ana sína; það gekk um gróðrarstöðina og skoðaði sýnishorn, spurði um verð, pantaði og keypti. Þó var búinn að vera þarna aragrúi af fólki dagana á undan, sem var meðal annars að mestu búið að kaupa upp stjúpmæðurnar, en þær skiptu þúsundum. Jónas segir, að stjúpmæður séu mest notaðar af öllum blómum í görðum Reykvíkinga, og svo hafi það verið árum saman. Stjúpmæður eru óneitanlega fallegar, og þær virðast semsagt hafa mikið aðdráttarafl á reykvíska garðeigendur. Svo eru neminsíur mjög vinsælar (þær heita fiðrildablóm á íslensku) og ljóns- munni, og auk þess beliis, gyllenlak og morgunfrúr — svo eitthvað sé nefnt. Stjúpmæður eru tvíærar, eins og flestir munu vita, en þó að Jónas vilji að sjálfsögðu selja þær og mæli með þeim í garða, þá er á honum að heyra, að gjarnan mættu garðeig- endur að hans dómi nota meira af fjölærum jurtum. „Þetta er þó mikið að lagast," segir hann, og á við, að notkun hinna fjölæru jurta færist í vöxt árlega. En bætir við: „Þó á fólkið margt ólært í þessum efnum; til dæmis mætti það yfirleitt stæla náttúruna meira en það gerir, enda er hún og verður fullkomnust í þessum efnum.“ Jónas segir, að fallegur garður hljóti óhjákvæmilega að kosta eig- andann nokkurt fé. Þess vegna sé það vitaskuld mikilsvert, að hann eyði þessum peningum ekki meira og minna af handahófi — þreifi sig á- fram áætlunarlaust ár frá ári. Hann leggur áherzlu á nauðsyn þess, að garðeigendur geri rissmynd af skrúðgarði sinum — áður en þeir byrja að bylta til jarðveginum. Enn- fremur finnst honum sjálfsagt, að leitað sé ráða faglærðra manna í þessum efnum, að minnsta kosti til að byrja með. Það útheimtir hreint ekki litla vinnu að búa til fallegan garð — og hafa hann fallegan áfram — og því er nauðsynlegt, að sú vinna fari ekki til spillis fyrir klaufaskap og hringlandahátt. „En það færist líka í vöxt,“ segir Jónas, „að fólk leiti ráða hjá okkur. Stundum kemur það þó ekki fyrr en allt er komið í óefni.“ Hann fullyrðir, að það sé ekki til svo lítið horn, að ekki megi með natni gera úr því fallegan garð. En oft finnst honum þó sem garðeigendurn- ir gangi að þessu með of einstreng- ingslegu hugarfari. Þeim hæt'tir til að hafa linurnar of beinar: skipulagning garðsins ber það með sér um of, að hann hafi verið gerhugsaður frá upp- hafi. Þetta lætur kannski einkenni- lega í eyrum eftir það sem sagt hef- ur verið hér á undan. En hér kem- ur einmitt til kasta hins lærða garð- yrkjumanns, að ganga svo frá grunn- mynd garðsins, að línur hans verði ekki stífar og tilbreytingarlausar. „Flestir garðar," segir Jónas, „hafa gott af svolítilli ringulreið. Að minnsta kosti mega þeir ekki minna mann á hermenn á hersýningu. Líka verður maður að stefna að þvi, að íbúðarhúsið sé raunverulega inni í garðinum — að hann faðmi það að sér, ef svo mætti orða það.“ Fjölæru blómin, bætir hann við, eru einmitt ágæt til slíkra hluta. Þau geta farið geysivel í stórum beðum, þar sem margar blómategundir eru á einum stað. En oftast þarf samt að minnsta kosti í byrjun leiðbein- ingar kunnáttumanns til að vel fari, annars er hætt við að ýmiskonar óhöpp skyggi á gleðina, enda hætt- urnar hreint ekki svo fáar. Enginn vill til dæmis eiga stórt blómabeð, þar sem blómin skarta öll samtímis sínu fegursta skrúði, og visna svo og falla nálega sama daginn. Hér er listin sú, að nota jurtir, sem „leysa hver aðra af,“ ef svo mætti að orði komast, þannig að þegar ein fellur, þá tekur önnur við, og þannig koll af kolli allt sumarið. Húsmæðurnar eru oft einskonar yfir-garðyrkjumenn, segir Jónas, og svo nota þær karlmennina til hinna grófari verka. Vinnan í garðinum er auðvitað hverjum manni holl, ekki slst þeim, sem eru inni við flesta >»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»>;< ►T< ATHLGIÐ IMIJ! Jónas Jónsson, gróðrarstöðinni í Fossvogi, hefur tekið að sér að svara fyrirspurnum um garðrækt frá lesendum VIKUNNAR. Fyrirspiurnir ber að senda beint til blaðsins, og auk þess geta lesendur sent sýnishom af plönt- um, ef um er að ræða t. d. sjúk- dóma, sem spyrjandinn þarfnast upp- lýsinga um. Svör Jónasar munu svo verða birt hér í blaðinu, undir fyrir- sögninni: GRÓÐUR OG GARÐ- RÆKT. Jónas Jónsson nam garðyrkju að Reykjum í Ölfusi, en dvaldist að því loknu þrjú ár við framhaldsnám í Danmörku. Eftir heimkomuna vann hann m. a. við skrúðgarða bæjarins, en gróðrarstöð sína stofnaði hann fyrir sjö ármn. ♦ V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V V »»»»»»»»»»»»»»»»»»»>»»»»»:♦»: Snjóberjarunni daga. Svo er líka eins og blómarækt- in „komist í blóðið“; sá sem einu sinni hefur tekið þann sýkil, losnar ekki auðveldlega við hann. Garðar gætu aðvitað yfirleitt verið talsvert fjölbreytilegri en þeir eru almennt. Almenningur á sínar uppá- halds-jurtir, sem hann notar mikið og ár eftir ár, en er hinsvegar nokk- uð lengi að uppgötva nýjar. Oft er úrvalið í görðum undarlega lítið, þegar þess er gætt, að tegundirnar, sem úr er að velja, skipta bókstaf- lega hundruðum. Sama er að segja um matjurtir; margar fá að vera á hakanum, þó að ræktun þeirra sé einföld og óbrotin. Jónas nefnir í því sambandi jurtir eins og piparrót, graslauk og skarfakál, en þær er ekki einasta hægt að nota í mat, heldur eru þær í þokkabót fjölærar og prýðilega fallegar. Nokkur önn- ur dæmi: Piparmynta (hana er gott að nota í sambandi við niðursuðu), kjörvill (ágætur t. d. í sósur) og sæ- kvönn og ýmsar jurtir aðrar íslenzk- ar. Svo má heita, segir Jónas, að rækt- un þessara nytjajurta sé alveg fyrir- liafnarlaus. Þó sjást þær ekki víða. Fólkið lætur sér nægja algengu teg- undirnar, eins og t. d. kál. Auðvitað er Jónas mjög hlyntur því, að hin- ar algengari matjurtir finnist I görð- um. En ræktun þeirra má samt helzt ekki verða að vana, sem útilokar allar nýjungar og tilraunir. Annars er þessi ræktun enginn barnaleikur lengur, þar sem allskonar sjúkdómar geta gert garðeigandanum lífið leitt. Til dæmis eiga allar krossblómstr- aðar jurtir mjög í vök að verjast fyr- ir kálmaðkinum svokallaða, jurtir eins og kál, rófur, næpur og radísur. Ymis varnarlyf eru að vísu til (Supli- mat, Gessarole, Overside o. s. frv.), en notkun þeirra heppnast misjafn- lega. Enn eru til fleiri pestir, sem garð- eigandinn verður að varast, eins og til dæmis reyni-átan, sem nú gerir vart við sig í sivaxandi mæli. Segir Jónas að gömul tré (og þess vegna Framhald á bls. 4. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.