Vikan


Vikan - 25.06.1953, Qupperneq 4

Vikan - 25.06.1953, Qupperneq 4
\ Geymið þetta blað fram yfir kjördag \ ÝMSAR UPPLÝSINGAR UM KOSNINGAR 'l/'IÐ BIRTUM Á FORSÍÐUNNI myndir af formönnum flokk- anna , ásamt listabókstöfum þeirra- Þeir eru: A — Alþýðu- flokkur, form. Hannibal Valdimarsson; B — Framsóknarflokk- ur, form. Hermann Jónasson; C — Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkur, form. Einar Olgeirsson; D — Sjálfstæðisflokk- ur, form. Ölafur Thors; E — Lýðveldisflokkur, form. Óskar Norðmann; og F — Þjóðvarnarflokkur Islands, form. Valdimar Jóhannsson. Hér fara á eftir ýmsar upplýsingar, sem kjósendur munu hafa gagn og gaman af að hafa við hendina á kjördegi — og að hon- um loknum: Það eru 283 frambjóðendur í kjöri. Við síðustu þingkosningar var tala.frambjóðenda hinsvegar 243, og skiptust þeir þannig á kjördæmin: Reykjavík 64, tveggja manna kjördæmi 96, eins manns kjördæmi 83. 1 þetta skipti eru frambjóðendur í Reykja- vík 96. Tæplega 90,000 manns er á kjörskrá við kosningamar næst- komandi simnudag, eða nákvæmlega 89,236. Fyrir fjórum árum voru 82,481 á kjörskrá, og af þeim hópi greiddu 72,219 gild at- kvæði. Þá var kosningahluttaka á landinu öllu 89%. Við undan- Svona fór síðast! A B c D Reykjavík 4420 2996 8133 12990 Hafnarf jörður 1106 78 390 1002 Gullbr.- og Kjósarsýsla 976 395 700 1860 Borgarfjarðarsýsla .... 453 477 224 782 Mýrasýsla 51 446 121 353 Snæfellsnessýsla 297 504 67 747 Dalasýsla 35 333 14 322 Barðastrandarsýsla .... 158 458 159 522 Vestur-Isafjarðarsýsla 418 336 28 217 ísafjörður 628 67 115 616 Norður-Isafjarðarsýsla 372 94 33 536 Strandasýsla 37 504 108 275 V.-Húnavatnssýsla .... 34 344 66 246 A.-Húnavatnssýsla .... 73 419 50 621 Skagafjarðarsýsla 247 817 116 638 Siglufjörður 500 133 564 418 Eyjafjarðarsýsla 325 1302 331 698 Akureyri 438 1071 706 1292 S.-Þingeyjarsýsla 176 1173 297 268 N.-Þingeyjarsýsla 38 567 61 169 N.-Múlasýsla 29 823 76 367 Seyðisf jörður 123 50 67 173 Suður-Múlasýsla 290 1414 651 393 A.-Skaftafellssýsla 4 295 126 241 V.-Skaftafellssýsla 8 382 52 377 Vestmannaeyjar 282 259 467 765 Rangárvallasýsla 38 749 51 747 Árnessýsla 381 1183 304 911 Allt landið 1949 11937 17659 14077 28546 — — 1946 11914 15429 13049 26428 farnar fimm alþingiskosningar varð þátttaka minnst 5. júlí 1942, eða 80,3%. Þá voru 73,440 á kjörskrá. 1 þingkosningunum 1949 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 39,5% atkvæða, Framsóknarflokkurinn 24,5%, Sósíalistaflokkurinn 19,5% og Alþýðuflokkurinn 16,5%. I sömu kosningum varð kosn- ingaþátttakan í tveimur hreppum á landinu 100%; það var í Fellshreppi í Strandasýslu og Álftavershreppi í Vestur-Skafta- fellssýslu. I þremur hreppum varð þátttakan hinsvegar minni en 75%, og voru þeir allir í Þingeyjarsýslu- Eftir kosningarnar 1949 skiptust þingsætin svo milli flokk- anna: Alþýðuflokkur 7 — Framsóknarflokkur 17 — Sósíalista- flokkur 9 — Sjálfstæðisflokkúr 19. Af frambjóðendum, sem þing- sæti hlutu í þeim kosningum, bjuggu 34 í kjördæmi sínu, en 18 utan þess. Flestir utanhéraðsmenn eru búsettir í Reykjavík, eða 15 af þessum 18 við kosningarnar 1949. Fjórir flokkar buðu fram í kosningunum 1949, en eru sex núna. 1 kosningunum 1946 voru flokkamir ennfremur fjórir, en í kosningunum þar á undan (18. og 19. okt- 1942) voru þeir fimm, og var þá sá fimmti flokkur þjóðveldismanna. Þjóðveldis- menn buðu einnig fram 5. júlí sama ár, og auk þeirra Frjáls- lyndir vinstri menn. 1 þingkosningunum þar á undan (1937) voru sex flokkar í framboði: Alþýðuflokkur, Bændaflokkur, Framsóknarflokkur, Kommúnistaflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Þjóðernissinnar. Þá skiptust atkvæði svo milli flokka (tala þing- manna milli sviga): Alþýðuflokkur 19,0% (8) — Bændaflokkur 6,1% (2) — Framsóknarflokkur 24,9% (19) — Kommúnista- flokk'ur 8,5% (3) — Sjálfstæðisflokkur 41,3% (17) — Þjóð- ernissinnar 0,2%. I kjördæmum er kosinn 41 þingmaður. 1949 skiptust kjör- dæmakosnir þingmenn þannig milli flokka: Sjálfstæðisflokkur 17 — Framsóknarflokkur 17 — Sósíalistaflokkur 3 — Alþýðu- flokkur 4. Þá var meðaltal atkvæða á þingmann: Sjálfstæðis- flokkur 1679 — Framsóknarflokkur 1038 — Sósíalistaflokkur 4692 — Alþýðuflokkur 2984. Til þess að jafna á milli þingflokka þannig, að hver þeirra hljóti þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu, er úthlutað allt að 11 uppbótarþingsætum- öllum var úthlutað eftir síðustu kosningar, og hlaut Sósíalistaflokkur- inn sex þeirra, Alþýðuflokkurinn þrjú og Sjálfstæðisflokkurinn tVÖ. Blóm Og garðar (framfi.afbls.3) oft þau fallegustu) séu sérstaklega fáeinar jurtir, sem menn mega. næm fyrir átunni, og ráðleggur því gjarnan minnast í sambandi við mönnum að nota reyni mjög hóflega garða sína. Þetta er örlítið sýnis- fyrst um sinn, eða þar til séð verð- horn af þeim aragrúa, sem úr er að ur, hvort gott varnarlyf finnst ekki velja. við sýkinni. Það er líka úr nógu að velja, seg- Þessi blóm fara einkar vel 1 stein- ir Jónas, eða úr óhemjumörgum hæðum °e eru «öiær: Alpafífill, trjátegundum. 1 görðum hér er birk- dvcrgrvör’ skriðnablóm, helluhnoðri,. ið og reynirinn mest notað, en auk ljóshnoðri> berhnoðri- spaðahnoðri, þess má nefna ösp, álm, hegg, hlyn, steÍnahnoðri> burknirót, bláklukka, víðitegundir ýmiskonar og greniteg- camPanela’ eyrarrós, potintilla, blá- undir. Öspin er mjög lík reyni í kollur’ blálilja- kettlingablóm, vero- vexti, en heggurinn verður stór nika (Iá&vaxin aíbri&ði)' blómstrandi runni. Af grenitegund- Þessi eru hávaxin, fjölær og um má nefna sitkagreni, blágreni, hentug í beð: Meistarahumall, vall- rauðgreni, furu o. s. frv. Loks er humall, silfurhnappur, silfursóley, þess að geta, að hér má fá talsvert sporasóley, sveipstjarna, campanela, úrval af blómstrandi runnum og riddaraspori, lúpína, íris, skyldinga- þar að auki nokkrar góðar tegundir blóm, mölvur, blásóley, jakobsstigi, af vafningsviði. biskupsbrá, freyjugras, garðabrúða, Hér skulu svo að síðustu nefndar veronika. 4

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.