Vikan


Vikan - 25.06.1953, Síða 6

Vikan - 25.06.1953, Síða 6
að hún hafði borgað reikninginn. Að lokum virt- ist hún gefast upp, og eftir að hafa litið á úrið sitt enn einu sinni fór hún. Poirot hleypti hrúnum. — Svo hún átti stefnu- mót við einhvern, sem aldrei kom. Hitti Carlatta Adams þá manneskju seinna um kvöldið? Eða tókst henni ekki að hitta hana og reyndi að hringja til hennar, þegar hún kom heim? Ég vildi, að ég vissi það — ég vildi að ég vissi það. — Hvaða ályktun dregur þú af þessu, Poirot? Hugmyndin um þennan mann bak við hana er eintóm vitleysa. Ég segi ekki, að hún geti ekki hafa verið að blða eftir einhverjum. Það er mjög líklegt, að hún hafi ætlað að hitta einhvem, þegar hún hefði lokið viðskiptum sínum við lá- varðinn. En við vitum hvað gerðist. Hún missti stjóm á sér og rak hnífinn í hann. Hún var þó ekki líkleg til að þurfa langan tíma til að ná aftur valdi yfir sér. Svo hefur hún skipt um gerfi á stöðinni, tekið töskuna sína, farið á stefnu- mótið, en þá komu eftirköstin. Skelfingin yfir því, sem hún hafði gert. Og þegar vinur hennar kemur ekki, er henni allri lokið. Það getur verið, að honum hafi verið kunnugt um, að hún ætlaði til Regent Gate þetta kvöld. Þá verður henni það ljóst, að henni er ekki undankomu auðið. Hún tekur því upp litla gullhylkið sitt með eiturlyf- inu. Of mikið af því getur bimdið endi á öll hennar vandræði. Þá yrði hún að minnsta kosti ekki hengd. Það virðist einföld lausn, Poirot strauk nefið, vantrúaður á svipinn. Svo færðist hendin niður að skegginu og hann sneri varlega upp á það. — Ekkert bendir til þess, að nokkur maður hafi staðið á bak við þetta, sagði Japp og naut þess að hafa yfirhöndina. — Ég er ekki enn bú- inn að fá neinar sannanir fyrir kunningsskap hennar við lávarðinn, en ég fæ þær áreiðanlega. Það er aðeins tímaspursmál. Ég verð þó að við- urkenna það, að ég varð fyrir vonbrigðum I París, En níu mánuðir eru langur tími. Það er enn verið að spyrjast fyrir þar. Það er ekki útséð um, hvort eitthvað kemur í ljós. Ég veit, að þú ert mér ekki sammála. Þú ert gamall þver- haus. — Hefurðu nokkrar skipanir? spurði Japp að lokum og gekk fram að hurðinni. Poirot brosti. — Nei, engar skipanir, en eina uppástungu. — Hvernig er hún? Segðu mér hana. — Ég ætla aðeins að stinga upp á því, að þú látir spyrjast fyrir hjá leigubílstjórunum. Leitaðu að bíl, sem flutti eina, eða öllu heldur tvær, mann- eskjur frá Convent Garden að Regent Gate nótt- ina sem morðið var framið. Klukkuna hefur lík- lega vantað um tuttugu mínútur í ellefu. Japp dró augað í pung, ibygginn á svipinn. Hann líktist slyngum veiðihundi. — Ætlarðu að hafa það svona? sagði hann. — Jæja, ég skal gera það. Það getur ekki skað- að okkur — og stundum veiztu hvað þú syngur. Hann var varla horfinn út úr dyrunum, þegar Poirot reis hvatlega á fætur og byrjaði að bursta hattinn sinn. — Engar spurningar vinur minn. Náðu heldur í blettavatnið fyrir mig. Það fór eggjarauða á vestið mitt í morgun. Ég fékk honum glasið. —- 1 þetta sinn held ég að ekki sé þörf á að spyrja, sagði ég. — Það liggur í augum uppi. Heldurðu í raun og veru að það sé þannig? — Mon ami„ á þessu augnabliki er ég önnum kafinn við að laga mig til. Ef ég má leyfa mér að hafa orð á því, þá líkar mér alls ekki þetta bindi þitt. — Þetta er ljómandi gott bindi, sagði ég. — Það hefur kannski verið það einhvern tíma. En það ber merki ellinnar, eins og þú hefur verið svo vingjarnlegur að segja að ég gerði. Gerðu það fyrir mig að skipta um bindi og svo þarftu að bursta hægri jakkaermina. — Erum við að fara í heimsókn til drottningar- innar? spurði ég háðslega. — Nei, en ég las í blöðunum í morgun, að hertoginn af Merton væri kominn aftur heim. Mér hefur skilizt, að hann væri tignasti maður brezku aðalsstéttarinnar. Ég vil þessvegna sýna honum fyllsta heiður. Poirot hefur enga tilfinningu fyrir jafnrétti. — Hvers vegna eigum við að heimsækja her- togann af Merton ? — Mig langar til að hitta hann. Hann neitaði algjörlega að segja nokkuð meira. Þegar Poirot var loksins orðinn ánægður með útlit mitt, lögðum við af stað. 1 Mertonhöllinni spurði þjónninn Poirot, hvort lávarðurinn ætti von á honum. Hann svaraði því neitandi. Þjónninn fór þá með nafnspjaldið hans, en þegar hann kom aftur, sagði hann að hans hátign þætti það mjög leitt, en hann væri önnum kafinn. Poirot settist á næsta stól. — Trés bien, sagði hann. — Ég ætla að bíða. Ég bið í nokkra klukkutíma, ef það reynist nauð- synlegf. Það reyndist þó ekki nauðsynlegt. Stuttu seinna var Poirot beðinn um að ganga inn til manns- ins, sem hann ætlaði að hitta, líklega til að losna við hann á auðveldasta hátt. Hertoginn var um 27 ára gamall, fölur og veiklulegur maður. Það var ekki hægt að segja að hann væri aðlaðandi í útliti. Hann var með einkennilegt þunnt hár og há kollvik, bitran munnsvip og draumlynd ljós augu. I herberginu voru nokkrar krossmyndir og margir katólskir listmunir. 1 stórri bókahyllu virtist ekki vera annað en guðfræðibækur. Hann leit miklu frem- ur út eins og hirðulaus smákaupmaður en hertogi. Ég vissi, að hann hafði hlotið menntun sina heima, þar sem hann hefði verið mjög veikbyggt barn. Þetta var maðurinn, sem hafði orðið Jane Wilk- inson að bráð. Það var í hæsta máta undarlegt. Hann var þumbaralegur í framkomu og tók okk- ur tæplega kurteislega. — Þér kannist ef til vill við nafn mitt, sagði Poirot. — Nei, ég kannast ekkert við það. — Ég rannsaka sálfræðileg atriði í sambandi við glæpi. Hertoginn svaraði ekki. Hann sat við skrif- borðið með hálfskrifað bréf fyrir framan sig. — Hvers vegna vilduð þér tala við mig? Poirot sat á móti honum og sneri bakinu að glugganum. — Ég er sem stendur að fásti við mál Edg- wares lávarðar. Enginn vöðvi hreyfðist í þessu veiklyndislega en þó þrjóskulega andliti. — Jæja? Ég þekkti hann ekki. — En þér þekkið konuna hans, Jane Wilkinson, er ekki svo? — Það er rétt. — Vitið þér, að hún er álitin hafa haft mikla ástæðu til að vilja mann sinn dauðann? — Ég veit ekkert slíkt. — Mig langar til að spyrja hreinskilnislega, yðar náð. Ætlið þér að giftast Jane Wilkin- son í náinni framtíð? — Það verður tilkynnt í blöðimum, þegar ég trúlofast einhverri. Mér finnst spuming yðar ósvífin. Hann stóð upp. — Verið þér sælir. Poirot stóð líka á fætur. Hann hengdi höfuð- ið og leit klaufalega út. Hann stamaði: — Ég ætlaði ekki . . . ég . . . — Verið þér sælir, endurtók hertoginn hærra en áður. Nú gafst Poirot upp. Hann bandaði vonleys- islega frá sér með hendinni og við fórum. Ég sárkenndi í brjóst um Poirot. Hin venjulega orð- snilld hans hafði ekki gefizt vel í þetta sinn. 1 augum hertogans af Merton var þessi frægi leynilögreglumaður sýnilega eins lítilf jörlegur og fluga. Þetta fór ekki vel, sagði ég með samúð. — Maðurinn er mesti spjátrungur. Hvers vegna fórstu til hans? — Mig langaði til að vita, hvort hann ætlaði í raun og veru að giftast Jane Wilkinson. — Hún sagði það. — Aha! hún sagði það. En þú verður að gera þér grein fyrir því, að hún er ein af þeim, sem segja hvað sem er, ef það hentar þeim. Hún hefur kannski ákveðið að giftast honum, þó vesalings maðurinn hafi ekki hugmynd um það. Framhald á bls. 14. Hún var saklaus og blíð — hann var kænn og kaldrifjað- ur. Og þau voru gift. HÚN VAR ALIN UPP í einni af þess- um fjölskyldum, sem lifa einangr- aðar og hafa ekkert samneyti við umheiminn. Slíkt fólk veit ekkert um atburði, sem gerast í stjórn- málaheiminum, þó talað sé um þá við mat- borðið; stjórnarskipti eiga sér stað í svo- mikilli fjarlægð, að talað er um þau eins og atburði úr sögunni, eins og dauða Lúðviks XVI. eða landtöku Napoleons. Siðir og venjur breytast með tímanum og hver tízkan tekur við af annarri, en það fær engan hljómgrunn i þessum rólegu fjölskyld- um, þar sem sömu gömlu siðirnir ríkja ár eftir ár. Allar ósiðsamlegar sögur hljóta eðli- legan dauðdaga um leið og þær koma inn fyrir dyrnar í slíkum húsum. Ef einhverjir hneyksl- anlegir atburðir gerast í nágrenninu, minnast faðirinn og móðirin kannski á það í einrúmi eitthvert kvöldið, en þau hvíslast á — því jafn- vel veggirnir hafa eyru. Faðirinn lækltar röddina og segir: — Hefurðu heyrt um hneykslið í Rivoli- f jölskyldunni ? Og móðirin svarar: — Hvernig átti manni að detta annað eins í hug? Það er hræðilegt! Börnin grunar ekkert og eru eins og blind- ir kettlingar, þegar þau komast til vits og ára. Þau þekkja ekki hið raunverulega líf, vita ekki að fólk hugsar ekki eins og það talar og talar ekki í samræmi við hegðun sína; þau rennir heldur engan grun í, að þau eigi eftir að upplifa stríð eða að minnsta kosti vopnum varinn frið, ásamt öllu mannkyninu; þau þekkja ekki þá staðreynd, að alltaf er leikið á þá einföldu, gert gys að hinum ein- lægu og farið illa með hina góðviljuðu. Sum þeirra lifa þannig alla æfi í blindri tryggð og heiðarleik og eru svo hreinlynd, að ekkert getur opnað augu þeirra. Önnur átta sig án þess að skilja til hlítar, verður á ein- hver skyssa, fyllast örvæntingu og halda að þau séu leiksoppar örlaganna og fórnarlömb- fjandsamlegra afla eða óvenju illa innrættra manna. Savignolhjónin giftu Bertu, dóttur sína, þegar hún var átján ára gömul. Hún giftist Georg Baron, ungum Parísarbúa, sem fékkst við kauphallarviðskipti. Hann var myndarleg- ur, kurteis og auðsjáanlega alveg eins og hann átti að vera. En í hjarta sínu fyrirleit hann þessa gamaldags tengdaforeldra sina, sem hann kallaði „kæru gömlu steingervingana sína“ í eyru vina sinna. Hann var af góðum ættum og stúlkan var rík. Þau settust að í París. Hún varð ein af þessum sveitalegu Parísar- konum og hélt áfram að vera algjörlega fá- fróð um hina stóru borg, félagslífið þar, skemmtanirnar og siðina -— alv.eg eins og hún var enn fáfróð um lifið, leyndardóma þess og undirferli. Hún var svo heimakær, að hún þekkti ekk- ert utan götunnar, sem hún bjó við; og þegar hún hætti sér inn í aðra hluta Parísar, fannst henni hún hafa farið langa og erfiða ferð inn í óþekkta borg. Þá var hún vön að segja um kvöldið við manninn sinn: 1 — Ég fór út á breiðgöturnar í dag. Tvisvar eða þrisvar á ári bauð maðurinn hennar henni í leikhúsið. Minningin um þessi kvöld fölnaði aldrei; og hún talaði um þau 6

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.