Vikan


Vikan - 25.06.1953, Qupperneq 10

Vikan - 25.06.1953, Qupperneq 10
11 HEIMILIÐ II 5 1] RITSTJORI: ELlN PALMADÓTTIR \l r............................................................ Sjötugsaf mæli og fjörutíu ára starfsafmæli Samtal við frú Kristólínu Kragh, kgl. hirðhárgreiðslukonu. Ir SUMAR eru liðin 40 ár síðan frú Kragh setti upp hárgreiðslustofu I Reykjavík. Svo þær eru ekki orðn- ar svo fáar reykvísku konurnar, sem hún hefur greitt, þegar mest lá við, að þær litu vel út. 1 tilefni af þessu merkisafmæli átti ég tal við frúna fyrir skemmstu og bað hana að segja okkur frá þeim breytingum, sem orðið hafa á hárgreiðslu -og vinnuskilyrðum hár- greiðslukvenna, síðan reykvískar stúlkur fóru að láta laga á sér hár- ið. — Já, margt hefur breytzt siðan ég setti upp fyrstu hárgreiðslustofuna 1913 á Klapparstíg 7. Þar hafði ég eitt herbergi. Ég keypti stóla og borð hjá Jóni Halldórssyni í Kompaniinu. Svo hitaði ég vatnið á olíuvél og þvoði hárið upp úr vaskafati. Vatns- fata stóð við hliðina á mér og ég skolaði hárið með því að ausa yfir það með vatnskönnu. Hárið varð ég svo að þurrka með handklæði. Á Klapparstígnum var ég aðeins i nokkra mánuði. Þá flutti ég á Lauf- ásveg 5. Þar hafði ég íbúð og stærsta herþergið var kvistherbergi. Því var skipt og í öðrum helmingnum var hárgreiðslustofa og í hinum setu- stofa. Þar hafði ég vask og gat hitað vatn með gasi. — Voruð þér fyrsta hárgreiðslu- konan í bænum. -—• Nei, frú Karólína Þorkelsson hafði hárlækningu og snyrtingu með höndum í nokkur ár. Og frú Mein- holt var fyrsta reglulega hárgreiðslu- konan. —- Var strax nóg að gera við hár- greiðslu í bænum? —• Já, það var takmarkalaust hvað maður þurfti að vinna. Einu sinni man ég t. d. eftir því, að ég byrjaði klukkan átta um morgun að greiða konunum fyrir stórt brúðkaup og lauk því ekki fyrr en hálftíma áður en veizlan byrjaði. Þó var ég búin að greiða nokkrum konum kvöldið áður. Annars var í fyrstu litið á það sem mesta hégóma, að láta laga á sér hárið. Maður varð að fara í hálf- gerðar felur með það og gæta þess að ætla hverri og einni nægan tíma, svo hún gæti verið farin þegar sú næsta kom. Þegar ég hafði mest að gera, hafði ég hárgreiðslustofu í rúmgóðu hús- næði í Austurstræti 12 og þafðí 13 nemendur í einu. Þá hafði _.ég líka, Frú KRISTÓLlNA KRAGH, kgl. hirðhárgreiðslukona. handsnyrtingu og fótaaðgerðir. Seinna varð ég að hætta við fótaað- gerðirnar vegna anna. Það mun hafa verið um 1929. —- Og hefur tízkan í hárgreiðslu ekki breytzt mikið síðan þér byrj- uðuð ? — Jú, þá þótti hár niður í hnés- bætur mesta prýði einnar konu. Og þá gat stundum verið erfitt að láta lítið fara fyrir miklu hári og koma því fyiir uppi á höfðinu. — Hvað var gert við hárið? — Það var krullað með járnum og lagt með kömbum á þeim, sem höfðu sjálfliðað hár. Með permanent- liðuninni er hárgreiðslan nú orðin miklu auðveldari. Fyrsta tækið, sem við fengum til að létta starfið, var handþurka, en síðan hefur véltæknin og þægindin aukizt á þessu sviði sem öðrum. —- Hefur námstíminn ekki lengst síðan þér voruð að læra? — 1 Kaupmannahöfn voru þá 6—8 mánaða námskeið og þann tíma varð maður að borga með sér. Eftir það var hægt að vinna kauplaust í 1— iy2 ár á hárgreiðslustofu til að fá æfingu. Ég kom strax heim að námskeið- inu loknu, en sigldi svo á hverju ári og fór þá á stutt námskeið, til að fylgjast með nýjungunum. — Nú er námstíminn þrjú ár til sveinsprófs og 3 ár ' 1;il méistara- jéjytinda, Hárgreiðslustöfum hefur líka fjölgað, því það 1 eru starfandi yfir 30 í bænum. íslenzki búningurinn — Mér finnst hörmulegt, að ís- lenzki búningurinn skuli vera að leggjast niður, segir frú Kragh enn- fremur. -— Hvergi í heiminum held ég að séu til fallegri þjóðbúningar. Þvi miður sýnist mér peysufötin vera alveg að hverfa úr sögunni, en fall- egur vöxtur og sítt hár hefur alltaf verið mesta prýðin við þau. Aftur á móti held ég að það sé að færast í vöxt, að konur komi sér upp skautbúningi. Enda lít ég á hann sem hreinasta listaverk, ef efnið og vinnan eru vönduð. Það eru til margir listilega gerðir skautbúning- ar hér á landi og erfitt að gera upp á milli þeirra, en ég held þó að skaut- búningur forsetafrúarinnar sé ein- hver sá fallegasti, bæði hvað snertir balderingu, ísaum og silfur. 1 seinni tið hef ég haft töluvert mikið að gera við að skauta konum, áður en þær fara í stórveizlur. Mér finnst það tilheyra starfi hár- greiðslukvenna að kunna að skauta og ég hef boðið formanni hárgreiðslu- kvennafélagsins að kenna öllum hár- greiðslukonum, eldri sem yngri, það endurgjaldslaust. Það er að vísu erfitt að festa höfuð- búnaðinn, ef hárið er mjög stutt, en ef það nær niður á axlir má auðveld- lega skauta. Auk þess er enginn vandi að nota laust hár. Kgl. hirðhárgreiðslukona — Ég man alltaf eftir því þegar ég var búin að skauta hennar hátign drottningunni 1930, virti konungur- inn hana fyrir sér með aðdáun og sagði: ■— Þetta er reglulegur drottn- ingarbúningur. — Var það ekki þá, sem þér voruð gerðar að konunglegri hirðhár- greiðslukonu ? — Jú, drottningin var svo elskuleg, að sæma mig þeirri nafnbót fyrir að- stoðina. Auk þess sendi hennar há- tign mér brjóstnál með fangamark- inu, kórónu setta demöntum. Árið 1937 var ég á hárgreiðslukvenna- þingi í Kaupmannahöfn og þá sendi hennar hátign mér boðskort, svo ég gæti verið viðstödd kirkjuathöfn konunglegs hirðbrúðkaups. Hárgreiðslukvennafélag íslands — Eruð þér ekki formaður Hár- greiðslukvennafélagsins ? — Nei, en ég var það fyrstu fimm- tán árin og auk þess fulltrúi félagsins I iðnráði og á ellefu iðnþingum. Okkur gekk í fyrstu illa að fá iðn- greinina lögverndaða, en mér fannst það óréttlátt, þar sem hárskerar áttu ekki við neina erfiðleika að etja í þessum efnum. — Rekið þér enn hárgreiðslustofu ? — Nei, en stofan er enn rekin und- ir mínu nafni. Ég var búin að vinna í möi'g ár við leiksýningar í Iðnó, þegar ég sá að ég gat ekki unnið bæði á daginn og kvöldin. Ég seldi því tveimur ágætum nemendum mín- um hárgreiðslustofuna, sem unnið höfðu hjá mér í mörg ár og ég treysti til að reka hana framvegis. — Hvað álítið þér að hárgreiðslu- konur eigi fyrst og fremst að temja sér ? — Fyrst og fremst að gæta fyllsta þrifnaðar og vandvirkni. Auk þess þurfa þær að vera snyrtilegar og hafa prúðmannlega framkomu. Hár- greiðslukona verður líka að vera smekkleg og sjá hvað klæðir hvert andlit. Það skiptir ekki svo litlu máll, hvernig umgjörðin um andlitið er. — Ég hef alltaf verið með nemend- ur og haft elskulega viðskiptavini. Frú Kragh er ekki alveg af baki dottin, þó hún sé að verða sjötug og eigi 40 ára erilsamt og erfitt starf að baki sér. Hún sér um hárgreiðslu leikaranna í Þjóðleikhúsinu og þar fáum við á hverri sýningu að sjá árangurinn af smekk hennar. 40 ára þjálfuðum 'k ★ 'k ★ k MATSEÐILLINN Appelsínuhlaup. 6—8 appelsínur, 3 dl. af vatni, 12 blöð matarlím og sykur. Appelsínurn- ar eru flysjaðar mjög þunnt og börk- urinn soðinn í ca. 10 mínútur, en þá er hann sigtaður frá. Appelsínurnar eru pressaðar og safinn látinn drjúpa í soðið af berkinum (það eiga að vera nógu margar appelsínur til að úr þeim fáist allt að % 1. af safa). Síðan er sykri bætt út í og matarlíminu, sem áður hefur verið linað I nokkru af safanum. Kökuform er skolað með köldu vatni og safanum hellt i það. Hlaupinu hvolft úr forminu, þegar það er orðið stíft og borið á borð með kremsósu. Appelsínubarkarkaka. y2 kg. af appelsinuberki er hakkað í kjötkvörninni og soðið í einn klukkutíma með 1/4 kg. af sykri og 3 3/4 dl. af vatni. Síðan er þaö látið standa í lokuðu íláti í tvo daga. Þá er bökuð sandkaka úr 1/4 kg. af smjörliki, 1/4 kg. sykri, 4 eggjum, 1/2 kg. hveiti og geri. Nú er appel- sínumaukinu bætt varlega út i deigið og e. t. v. 100 gr. af grófthökkuðum möndlum. Bakist í 1 y2 tíma við hæg- an hita. —- Ur þessu magni fást tvær hringkökur, sem síðan eru skreytt- ar með húð úr flórsykri og sítrónu- safa. Bezt er að geyma kökurnar í nokkra daga í lokuðum blikkkassa, áður en þær eru borðaðar. Þær geymast mjög vel. Egg í kjötdeigi. Þetta er skrautlegur og góður réttur. Fjögur egg eru soðin í ca. fjórar minútur og skurnið tekið utan af þeim. Síðan er þeim velt varlega upp úr kjötdeigi úr 300 gr. af kálfskjöti, þannig að eggin verði inni í bollunum. Bollurnar eru siðan steiktar i ca. átta minútur við væg- an hita og skornar í tvennt. Þær eru bornar á tómötum. borð méð grænmeti og ¥ * . * ■* 10

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.