Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 11
Nú tóku Gestapo-böðiarnir fram
pyndingatæki sín... og brátt var
kominn blóðpollur á gólfið. „Svar-
aðu!“ sögðu beir — og hún svaraði:
>•
„Eg hef ekkert að segja “
ODETTE
Ar AVENUE FOCH virtist talsvert meira að
gera en daginn áður. Það var farið með
Odette inn í herbergi á þriðju hæð. 1 þetta sinn
var sent eftir henni næstum alveg strax, og hún
var leidd til yfirheyrslu i sama herbergi eins og
daginn áður. Sami Gestapo-foringinn sat við
borðið, þar sem lágu skrifaðar á pappírsörkina
þær fá'tæklegu upplýsingar sem honum hafði
tekizt að afla. Hann var mjög hraustlegur að
sjá, eins og hann væri nýkominn úr köldu baði,
og hún fann aftur daufan og þægilegan eau-de-
Cologne-ilminn. Hann benti á stól, og hún settist
á hann, sneri andliti að manninum, en baki að
dyrunum. Hann talaði næstum óaðfinnanlega
f rönsku:
„Lise, þér létuð mig eyða miklu af tima mín-
um til ónýtis á yður í gær. Yður verður ekki
leyft að gera það aftur. Það eru þrjár spurn-
ingar, sem ég vil fá svör við. Þetta er sú fyrsta:
Hvar er loftskeytamaðurinn ykkar, sá sem þið
kallið Arnaud?“
,,Ég hef ekkert að segja.“
„Við sjáum nú til. Okkur er kunnugt um að
þér senduð brezka liðsforingjann, Roger, frá St.
Jorioz eitthvað suður á Frakkland. Ég vil fá
að vita, hvert þér senduð hann.“
„Ég hef ekkert að segja."
„Við sjáum nú einnig til með það. Okkur er
einnig kunnugt um að einum eða tveim dögum
áður en þér voruð handtekin, fenguð þér frönsk-
um svikara nákvæmar upplýsingar um skipulag
Gömlu hafnarinnar í Marseille. Þar sem óhugs-
andi er að yður hafi gefizt timi til að senda
Til lesenda
Þegar ákveðið var að birta hér stríðs-
sögu Odette Churchill, var það tekið til
gaumgæfilegrar athugunar á ritstjórn
blaðsins, hvort ekki væri rétt að stytta
eða fella niður þá kafla, sem óneitanlega
eru hryllilegir í allri sinni dýrslegu grimmd.
Það varð úr að birta frásögnina óbreytta.
Hér er þó engan veginn verið að gera
tilraun til að þjóna þeirri stefnu í blaða-
mennsku, sem kennd er við svonefndar
æsifregnir. Hinsvegar er það skoðun þýð-
andans og ritstjórnarinnar, að almenning-
ur megi gjarnan gera sér ljóst, livers kyns
óskapnaður stríð er í raun og veru, og
hvers kyns óskapnaði strið getur af sér.
Þessi lestur getur naumast orðið sárs-
aukalaus því fólki, sem gætt er eðlilegiun
mannlegum tilfinningum. En á meðan
heimur logar í stríði, og að baki okkur
eru stríð, og um víða veröld menn, sem
búa sig undir enn fleiri stríð, þá er það
næstum skylda almennings að þekkja þenn-
an óvætt fyrir það sem liann er, sem er
morð og sadismi og miskunnarleysið nakið
og sálarlaust. — Ritstj.
þessar upplýsingar til Englands, þá vil ég fá að
vita hvar plöggin viðvíkjandi þessu eru niður
komin."
„Eg hef ekkert að segja.“
„Lise, þessar sífelldu endurtekningar merking-
arlausra setninga eru óþolandi. Hér eru spurn-
ingarnar þrjár aftur. Hvar er Arnaud, hvar er
Roger og hvar eru plöggin yfir skipulag hafn-
arinnar í Marseille? Eg gef yður eina mínútu
til að svara þeim.“
Hann leit á armbandsúrið sitt. Odette heyrði
umferðarþysinn af götunni gegnum gluggann.
„Jæja, Lise, nú vil ég fá svörin við spurning-
um mínum."
„Ég hef ekkert að segja.“
„Þetta er mjög heimskulegt af yður. Við höf-
um ýmsar leiðir til að láta yður tala.“
„Ég geri mér fulla grein fyrir því hvaða að-
ferðir þið notið. Haldið þér að við komum til
Frakklands frá Englandi án allrar vitneskju um
það sem þið getið gert við okkur? Þér verðið að
láta okkur njóta sannmælis í einhverju, Mon-
sieur.“
Það var kominn annar maður inn í herbergið.
Hann hafði komið hljóðlaust inn, og hann stóð
rétt fyrir aftan stólinn hennar. Hann þreif hand-
leggi hennar, og hélt þeim saman fyrir aftan
bakið á stólnum. Ljóshærði maðurinn, sem ilm-
aði af eau-de-Cologne, stóð á fætur, gekk til
hennar og fór að hneppa frá blússunni hennar
með kurteislegum handbrögðum. Hún sagði:
„Ég vil ekki hafa það, að þér snertið föt mín.
Ef þér segið mér, hvað ég á að gera, og losið
aðra hönd mína, þá skal ég gera það.“
„Eins og yður þóknast. Hneppið frá blússunni
yðar.“
Hún hneppti frá tveimur efstu hnöppunum.
Maðurinn fyrir aftan hana dró blússuna niður
á bakið, svo að hryggur hennar varð ber að
ofan. Hann rak glóandi eldskörung í þriðja
hryggjarliðinn. Odette hneig fram á við. Varir
ljóshærða mannsins hreyfðust, og hún heyrði
rödd hans eins og úr fjarska.
„Hvar er Arnaud?“
„Ég hef ekkert að segja.“
„Þér hagið yður meir en heimskulega." Hann
opnaði sígarettuveskið sitt, og bauð henni. Hann
kveikti á sígarettukveikjara, og litli loginn á
honum minnti hana á altariskerti. Odette hristi
höfuðið. Hann brosti og sagði: „Það er ekkert
að óttast. Ég get fullvissað yður um, að sígarett-
an er ekki eitruð. Þér sjáið, að ég er sjálfur að
reykja eina. Sögðu þeir ykkur fíflin í skólanum
í New Forest, að þið skylduð varast eitraðar
sígarettur ? Þér vitið hverjar spurningarnar þrjár
eru. Eruð þér nú tilbúnar að svara þeim -— eftir
undanréttinn, eða viljið þér kannski fá alla mál-
tíðina?"
„Ég hef ekkert að segja.“
Hann gekk alveg að henni, og stóð þar hálf-
brosandi. Eau-de-Cologne-lyktin var nú mjög
sterk. Hann sagði: „Þér munduð kannski sjálf
vilja taka af yður skóna og sokkana. Ef ekki,
þá get ég fullvissað yður um, að ég hef góða
þekkingu á sokkabeltum og öðrum slíkum út-
búnaði."
„Ég skal gera það sjálf.“
Hún fór úr skónum og sokkunum, og dró
ósjálfrátt pilsið fram yfir hné sér.
„Félagi minn hérna, Lise, ætlar nú að rifa af
yður neglurnar á tánum, eina eftir aðra, og byrj-
ar á litlu tánni á vinstra fæti. Eftir hverja tá,
mun ég endurtaka spurningar mínar. Þér getið
bundið endi á athöfnina hvenær sem þér viljið,
með því að svara þeim. Sumar falla í yfirlið við
þriðju eða fjórðu nögl, en ég held ekki að þér
séuð mjög yfirliðagjörn. En ef það líður yfir
yður, þá getum við alltaf vakið yður til meðvit-
undar aftur með ofurlitlum konjakssopa, og hald-
ið athöfninni áfram. Nú, áður en við byrjum, -—
hvar er Arnaud?“
Þögn.
Maðurinn, sem staðið hafði fyrir aftan hana,
kraup nú fyi'ir framan hana. Þetta var ungur
maður, innan við þrítugt, mjög laglegur og dökk-
ur yfirlitum, og hann leit á hana sínum brúnu
augum. En það var ekki eins og hann væri að
horfa á konu. Augnaráð hans var algjörlega
ópersónulegt, eins og hann væri að fást við til-
raunadýr. Hann tók vinstri fót hennar í vinstri
hönd sína, og klemmdi töngunum fast utan um
framanverða nöglina í litlu tánni. Síðan fór hann
að toga í hana með hægu og kröftugu átaki.
Hálfhringur af blóði þaut út í kvikuna, og fylgdi
nöglinni eftir . . . Hann hristi töngina, og nögl-
in datt á gólfið.
„Munduð þér nú ekki viija segja mér hvar
Arnaud er?“
Hún reyndi að segja orðið ,,nei“, en ekkert
hljóð kom fram á varir hennar. Hún hristi höf-
uðið.
Gestapo-foringinn gaf hinum manninum merki
með höfðinu, og settist sjálfur á borðröndina,, lét
fæturna dingla. Tengurnar klemmdust um næstu
nögl, og síðan var hún rifin hægt af. Holdið
kipptist til baka með hræðilegum kvölum um
leið og nöglin var laus . . . Endurteknar spurn-
ingarnar suðuðu kringum höfuð hennar eins og
mývargur, meðan kvalirnar breiddust út frá einni
tá til annarrar, frá öðrum fætinum til hins. Hún
æpti ekki. Það leið heil eilífð, unz kvalari henn-
ar stóð á fætur með tengurnar í hendinni. Hann
leit á Gestapo-foringjann, og beið auðsveipur
eftir frekari skiprmum. Odette starði á blóðuga
fætur sína og blóðpollinn á gólfinu.
„Jæja, Lise, mig grunar, að yður muni þykja
þægilegra að ganga á hælunum næstu dagana.
Og nú vildi ég gjarnan mega bjóða yður eitthvað
að drekka. Glas af vini, ofurlítið konjak, eða,
það sem bezt er, bolla af te.“ Hann brosti. „Á
Englandi, fósturlandi yðar, er bolli af tei bezta
ráðið við hverju meini. Ég skal panta dálitið
te handa yður. Þér eruð óvenju þrautseig kona,
Lise.“
Líkami hennar skalf, meðan hún drakk teið.
Hann talaði við hana um alla heima og geima,
en hún heyrði varla orð af því sem hann sagði.
Hún hallaði sér aftur í stólnum, og varð allt í
einu gagntekin mikilli fagnaðarkennd, þrátt fyrir
kvalirnar í fótunum. Henni fannst hún geta hrós-
að sigri, miklum sigri yfir fjandmönnum sínum.
En svo áttaði hún sig, og sá sem var að þessi
fagnaðar- og sigurkennd gat verið hættuleg, því
,að einmitt svona mundu Gestapo-mennirnir vilja
að henni liði, þessi sigurkennd í brjósti hennar
gat auðveldlega orðið þeim nytsamara vopn en
tengurnar. Gestapo-foringinn virti hana fyrir sér
eins og köttur. Og nú sá hún hann ekki sem
Gestapo-foringja, né einu sinni eins og mann.
Hún sá hann eins og hann var
í raun og veru, dýr, sem allar
mannlegar kenndir, öll mannleg
samúð, hefur af ásettu ráði verið
slökkt í. Hann var hálfbrosandi.
11