Vikan - 25.06.1953, Side 14
Bréfasambönd
Birting- á nafni, aldri og heimilisfangi
kostar 5 krónur.
HELGA ÁRNADÓTTIR (við pilta og stúlkur
17—20 ára), GRÉTA ÁRNADÖTTIR (við pilta
og stúlkur 13—15 ára) og ÞÖRHANNA GUÐ-
MUNDSDÓTTIR (við pilta og stúlkur 14—16
ára), allar á stofu 13, Handlækningadeild Land-
spítalans, Reykjavík — GUÐNÝ HAUKSDÖTTIR
(við pilta og stúlkur 12—14 ára), Fjarðarhorni,
Gufudalssveit, Austur-Barðastrandairsýslu (ath.
mynd fylgi helst) — JÓHANNES SCHEVING
(við stúlkur 15—17 ára), Lönguhlíð 9, Reykjavík
— ELIN GUÐNADÖTTIR (við pilt eða stúlku
15—18 ára), Heiðaveg 12, Keflavík — BIRGIR
FRIÐRIKSSON (við pilta eða stúlkur 13—14
ára; mynd fylgi helst), Vallargötu 26, Keflavik.
ANDLÁT edgware lávarðar
Framhald af bls. 6.
— Hann var fljótur að losa sig við þig.
— Já, hann gaf mér sama svarið og hann
hefði gefið blaðamanni, sagði Poirot og skríkti.
— En nú veit ég nákvæmlega hvemig málum er
háttað.
— Hvernig veiztu það ? Ræðurðu það af fram-
komu hans?
— Alls ekki. Sástu ekki að hann var að skrifa
bréf ?
— Jú.
— Eh bien, á mínum yngri árum, þegar ég
vann fyrir belgísku lögregluna, lærði ég, að það
getur verið ákaflega gagnlegt, að kunna að
lesa öfuga skrift. Á ég að segja þér, hvað hann
skrifaði í bréfið? Elskan mín, ég get varla af-
borið þessa löngu bið. Jane, fallegi engillinn
minn, hvernig get ég sagt þér hve mikils virði þú
ert mér? í>ú, sem hefur þjáðst svo mikið. Ég
einn . . .
— Poirot! hrópaði ég hneykslaður.
— Hann var ekki kominn lengra: Eg einn
veit um hið saklausa og yndislega eðli þitt.
Þetta setti mig úr jafnvæginu. Hann virtist
svo ánægður með það, sem hann hafði gert. —
Poirot, hrópaði ég. — Þú getur ekki hegðað þér
svona. Að lesa einkabréf!
— Þú talar eins og fáviti, Hastings. Það er
fjarstæða að segja, að ég geti ekki gert það sem
ég var að enda við að gera.
Eg þagði. Ég gat ekki afborið það, að Poirot
skyldi vera svona léttúðugur í framkomu.
— Það var ekki nauðsynlegt, sagði ég. — Ef
þú hefðir aðeins sagt honum, að þú hefðir farið
til Edgwares lávarðar í erindum Jane Wilkinson
hefði hann komið öðruvísi fram við þig.
— En það gat ég ekki gert. Jane Wilkinson
var skjólstæðingur minn. Ég get ekfc^ talað um
mál skjólstæðinga minna við aðra. Mér eru feng-
in slík störf í trúnaði. Það væri ekki heiðarlegt,
að segja frá þeim.
, — Heiðarlegt!
— Það er einmitt orðið.
■—■ En hún ætlar að giftast honum!
— Það er ekki þar með sagt, að hún eigi engin
leyndarmál fyrir honum. Hugmyndir þínar um
hjónabönd eru ákaflega gamaldags. Nei, ég hefði
aldrei getað gert það sem þú stakkst upp á.
Heiðarleiki er mjög alvarlegt hugtak.
— Jæja, ég býst við að til sé alls konar heiðar-
leiki í heiminum.
ODETTE
Framhald af bls. 12.
inn í klefa hennar. Faðir Paul var í einkennis-
búningi, og hún tók eftir þvi að hann var mjög
fölur í andliti. Hún sat á rúminu og sagði: „Þér
fyrirgefið mér það, Faðir, en ég á ekki gott með
að standa á fætur.“
„Stúlkan mín . . . hvað hafa þeir gert þér?“
Það leið mínúta áður en hún svaraði. Þá sagði
hún:
„Þér eruð þýzkur liðsforingi, og þér hljótið að
vita, að það er ekki leyfilegt að segja frá því
sem gerist í Avenue Foch 84.“
„Ég er prestur."
Hún horfði fast á hann langa hríð án þess
að segja nokkuð. Síðan fór hún að vefja hinar
blóðugu sáraumbúðir af fótum sér. Hann horfði
með hryllingi á það sem við blasti er hún vafði
umbúðirnar af. Að lokum sagði hann, hálfhvísl-
andi:
„Og hendur þínar. Hvað er þetta þarna í lóf-
unum?“
„Eins og þér sjálfsagt skiljið, Faðir, þá kreppi
ég hnefana meðan þeir eru að gera þetta við fæt-
ur mína, kreppi þá þannig að neglurnar stingast
inn í lófana. Ég veitti því enga athygli þegar ég
gerði það. Annars eru þetta engin sár. Þau
hverfa."
Hann stóð upp. Hann horfði á hana fullur
smánar og blygðunar. Síðan beygði hann 'sig
niður og kyssti hana á ennið. Svo gekk hann
þegjandi út úr klefanum.
Nokkrir dagar liðu, meira og minna kvala-
fullir. Einn sólbjartan morgun hljómaði hið
skelfilega kall inn til hennar aftur.
„Tribunal, tribunal . . .“
Odette haltraði eftir pallinum, niður stigana,
gegnum neðanjarðarganginn, og út í garðinn. 1
huga hennar hljómaði stöðugt ein setning, „Ég
hef ekkert að segja . . . Ég hef ekkert að segja.
. . . Ég hef ekkert að segja . .
„Saladfatið" ók inn í borgina gegnum Italíu-
hliðið. Það var sólskin á gangstéttunum, og frjálst
fólk sat þar við veitingaborð undir berum himni.
Það var hlátur í andlitum fólksins. Avenue Foch
nr. 84. Gæfan fylgi yður, ungfrú. Gæfan fylgi
yður.
,JIeraus, heraus. Sclmell, schnell.“
Það var farið með Odette upp á fyrstu hæð.
Tveir SS-menn leiddu hana þar inn í herbergi.
Henni var fenginn stóll að sitja á. Þetta var
allt öðru vísi en áður hafði verið, og hún velti
því fyrir sér hvað framundan væri. Hún þurfti
ekki lengi að bíða. Stórum vængjahurðum var
hrundið upp, og einkennisbúinn þýzkur hermað-
ur hrópaði:
„Frau Churchill."
Verðirnir leiddu hana inn í stórt sólríkt her-
bergi. Þar inni voru nokkrir liðsforingjar fyrir,
og yfir öllu hvíldi mikill hátíðleiki. Herbergið
var ríkmannlega búið húsgögnum, og hafði að
líkindum áður verið notað sem setustofa. Hún
settist niður fyrir framan stórt fundarborð. Liðs-
foringjarnir horfðu á hana útundan sér og fitl-
uðu við blýanta sína. Síðan voru þeir ávarpaðir
stuttlega af hörkulegum manni í borgaralegum
klæðum, sem Odette virtist vera gamalreyndur
Gestapo-maður. Þegar hann hafði lokið máli
sínu, stungu liðsforingjarnir saman nefjum og
ræddust við í hálfum hljóðum. Allt hafði farið
fram á þýzku, og Odette skildi þvi ekkert
af því. En það var auðsætt, að þeir voru
að ráðfæra sig um það, hvernig þeir skyldu
dæma hana. En hvar var verjandi hennar? Hvar
var túlkurinn? Hún leit upp á glæsilega kristals-
ljósakrónuna £ loftinu. Geislar sólarinnar glitr-
uðu á henni. Nú höfðu liðsforingjarnir auðsjáan-
lega komizt að einróma niðurstöðu, því að þeir
kinkuðu kolli hátiðlega hver til annars. Sá þeirra,
sem var í miðið, — ofursti sem skartaði járn-
krossinum á brjóstinu — reis á fætur, ræskti
sig, og sagði fram nokkur orð á þýzku. Treyjan
var of þröng á hann. Hún skildi aðeins tvö fyrstu
orðin, sem voru „Frau Churchill". Er hann hafði
lokið máli sínu, yppti hún öxlum, og tók nú í
fyrsta sinn til máls. Hún sagði á frönsku:
„Ég skil ekki þýzku, Monsieur."
Ofurstinn hnykklaði brýnnar. Hann sagði á
bjagaðri frönsku:
„Madame Churchill, þér eruð dæmdar til dauða
fyrir tvö sakaratriði. Hið fyrra er að þér eruð
brezkur njósnari, hið síðara að þér eruð frönsk.
Heil Hitler!“
Odette leit á dómendur sína. Þessar hrokafullu
einkennisbúnu fígúrur vöktu kímnigáfu hennar,
og hún var næstum búin að skella upp úr. Þetta
var allt svo hjárænulegt og óraunverulegt. Orð
ofurstans höfðu aðeins verið hljóð . . . og fram-
burður hans á frönskunni hafði verið andstyggi-
legur. Hún óttaðist ekki þessar leikbrúður eins
og hún hafði óttazt Gestapo-mennina uppi á lofti.
Hún sagði brosandi:
„Herrar mínir, þið verðið að velja í milli sak-
aratriðanna. Ég get aðeins dáið einu sinni."
Um kvöldið var komið nýtt merki á klefadyr
hennar. Það var lítið rautt merki, í lögun eins
og kross.
676. krossgáta VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 bylur — 7 ræktunarsvæði — 12 úrkomu —
13 gæfuleg — 15 leyfi — 17 úrgangsefni — 18
greinir — 20 tré — 21 flakk -—■ 23 mjög — 26
persónufornafn ■— 27 ungviði — 29 öfgafull sam-
haldssemi — 31 líkamshlutar — 32 starfa — 34
bein — 36 skammstöfun — 37 fugl — 38 titill
■—■ 39 þrír samstæðir — 40 tveir samstæðir —
41 skyldmenni — 43 lokka — 45 skammstöfun
■— 46 ungviði ■— 48 sigraði — 50 op — 52 á sama
stigi — 53 trúkonur ■— 55 á litinn — 57 gælunafn,
þf. — 60 í húsi — 61 gyltu — 62 engin — 64
hljómað — 66 tveir samstæðir ■— 67 poka — 69
megnaði — 71 sær — 72 fundið að —■ 75 hangs
— 77 farðaða — 78 fiskurinn.
Lóðrétt skýring:
1 fórn -— 2 fangamark, samband — 3 tveir eins
— 4 kæti — 5 hest — 6 á fæti — 7 ónefndur —
8 rotnun — 9 tónn — 10 sækenning, þf. — 11
mál — 14 áreynsla •— 16 sækenning — 17 vatna-
gróður — 19 hjarta — 21 einbirni — 22 greinxr
•— 24 fley — 25 orkan — 28 landslag — 30 haf
— 33 lærði — 35 vond — 37 svif — 38 flík — 38b
undir beru lofti — 40 áflog — 42 gælunafn —
44 miklum — 45 saumspor — 47 dýramál — 49
ræktað land — 51 elska — 54 skot — 56 rýja —
58 = 27 lárétt — 59 veiðarfæri — 63 tortryggt
— 65 feng — 68 dauði — 70 skel — 71 lík — 73
umbúðir — 74 tónn -— 75 = 45 lárétt — 76
mynni.
Lausn á 675. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1 fold — 5 öld — 7 þögn — 11 raus —
13 bera — 15 lem — 17 latmæli — 20 möl — 22
flug — 23 grasa — 24 hali — 25 aur — 26 ana
— 27 kul — 29 nót — 30 alin — 31 atar — 34
Klara — 35 nagar — 38 drög — 39 góss —- 40
sekta —■ 44 krani — 48 reið — 49 auga — 51 sag
— 53 all — 54 nnn — 55 hag — 57 auli — 58
daunn — 60 urra — 61 fró — 62 furstar — 64 ört
— 65 saur — 67 re^n — 69 farm — 70 kið —
71 fáni.
Lóðrétt: 2 ormur — 3 la — 4 dul — 6 luma
— 7 þei — 8 ör — 9 gaman — 10 álfa — 12
sagnir —• 13 blauta —■ 14 glit — 16 elur — 18
trana —■ 19 æskan — 21 ölóð — 26 ala — 28 lag
— 30 alger — 32 ragna •— 33 odd — 34 kös —
36 rói — 37 ess — 41 KEA — 42 tildur — 43
aðlar — 44 kannt — 45 runna — 46 agn — 47
maur — 50 marr — 51 safi — 52 glósa — 55
hrönn — 56 gata — 59 usli — 62 fum — 63 ref
— 66 ar — 68 gá.
14