Vikan - 10.09.1953, Blaðsíða 4
HANN LEITAÐI OG LEITAÐI OG LEITÁÐI
að hinni fullkomnu konu!
AÐ ER EKKI OFT sem karlmenn gera svo miklar kröfur til
kvenfólksins, að þeir taki sér fyrir hendur að ala upp stúlku-
börn í þeim beina tilgangi að útvega sér hina fullkomnu eigin-
konu. Þó eru þess dæmi, og hér segir frá einu þeirra.
Maðurinn hét Thomas Day og var uppi í Bretlandi á 18. öld. Hann
var lögfræðingur að menntun og vel efnum búinn. Öllum heimildum
kemur saman um, að hann hafi verið mætur maður á sína vísu —
en undarlegur. Hann var mikill og ósérhlífinn mannvinur, hjálpsamur
og góðgiarn. Hann kenndi mjög í brjóst um olnbogabörn sinnar sam-
tíðar, og svo fór að lokum, að hann gaf mestan hluta eigna sinna til
fátækra.
En hann hafði „flugur í kollinum". Hann þráði að eignast „full-
komna“ eiginkonu, en því höfum við orðið „fullkomna" hér innan
gæsalappa, að sjónarmið Days í þeim efnum var býsna óvenjulegt.
Konan, sem hann byrjaði að leita að strax sem unglingur, átti
vissulega ekki að vera nein skræfa. Hún átti sannast að segja að
vera hugrökk eins og ljón og eftir því sterk. Hún varð að vera þess
aibúin að lifa hinu óbrotnasta lífi, hún átti að ganga í hinum ein-
falda búningi sveitastúlkunnar og ekki
mátti hún kveinka sér, þó að eitthvað
bjátaði á. Hraust átti hún að vera líkam-
lega eins og harðgerðasti Spartverji, og
svo þar á ofan gáfuð, siðsöm og vel
menntuð. Konuefni Days þurfti með öðr-
um orðum að vera stálhraustur dýrling-
ur, reiðubúin til að fórna öllu lífi sínu
fyrir aðra.
Spurningin er, hvernig
skyldi Thomas Day hafa
litist á nútímastúlkurnar,
eins og til dæmis þessa
hérna?
Day gerði sér það fullljóst í upphafi, að slík
kona yrði ekki auðfundin. Þó er svo að sjá sem
hann hafi fundið eina eða tvær um það leyti sem
hann lauk námi: hann bað þeirra að minnsta
kosti. En þá rak hann sig á óvæntan erfiðleika.
Hin fullkomnu konuefni hryggbrutu hann.
Prásagnir samtíðarmanna hans benda þó til
þess, að hann hafi allt eins mátt vera við þessu
búinn. Sannleikurinn var sá, að hann var heldur
ófríður maður og alveg einstaklega kauðalegur.
Göngulag hans var aíkáralegt, líkaminn lotinn,
andlitið alsett örum eftir lcúabólu. Þar við bætt-
ist, að þó að Day færi daglega í ískalt bað til
þess að herða líkama sinn, þá var það eitt af
uppátækjum hans að greiða aldrei hár sitt.
Hvað sem útlitinu leið, þá verður hann samt
ekki sakaður um að gefast upp fyrr en í fulla
hnefana. Það rann upp fyrir honum, að hann
yrði að beita vísindalegum aðferðum til þess að
krækja sér í ,,fullkomna“ konu, og árangurinn
var sá, að hann tók sér fyrir hendur að „búa
hana til.“
Hann byrjaði með því að fara á munaðarleys-
ingjahæli og taka í fóstur tvær tólf ára gamlar
telpur. Önnur var ljóshærð, og hana skirði hann
Sabrinu, hin var dökkhærð, og henni gaf hann
nafið Lucretia. Skyldu nú báðar alast upp í góð-
um siðum og spartverskum lifnaðarhætti, en önn-
ur — og þá auðvitað sú, sem fullkomnari reynd-
ist — síðan verða eiginkona fóstra síns.
Day byrjaði með því að fara með telpurnar til
Frakklands, og var tilgangurinn sá, að engin
utanaðkomandi áhrif skyldu verða til þess að
spilla kennslunni. Svo illa tókst þó til þegar í
upphafi, að samkomulagið fór út um þúfur milli
Sabrinu og Lucretiu, svo að þær rifust látlaust
og af mestu heift.
Þeir, sem um þetta hafa ritað, halda því fram,
að svo gjörsamlega hafi Frakklandsferðin mis-
heppnast, að það hafi aðeins verið dugnaði Days
að þakka, að þrenningin týndi ekki lífinu. Það
bættist á raunir hans, að báðar telpurnar veikt-
ust alvarlega, og svo þegar hann var búinn að
hjúkra þeim vikum saman og koma þeim til
heilsu aftur, þá hvolfdi undir þeim bát á Rón,
svo að hópurinn var nærri drukknaður.
Day komst að þeirri niðurstöðu í Frakklands-
ferðinni, að Lucretia væri „óviðbjarganlega
heimsk" og með öllu óhæft konuefni. Hann gaf
henni því álitlega fjárupphæð og kom henni í
vinnu hjá góðu fólki, og er hún þar með úr sög-
unni. Þess má þó geta, að hún giftist skömmu
síðar, og er ekki annað vitað en hún hafi verið
hamingjusöm í hjónabandinu.
Day sneri nú allri orku sinni að því að kenna
Sabrinu þau lífsviðhorf og þann lífsmáta, sem
mundu gera honum kleift að ganga að eiga hana.
Það kemur ekki á óvænt, að við þá kennslu beitti
hann hinum makalausustu aðferðum. Það var til
dæmis þetta með hugrekkið. Samkvæmt kenn-
ingum lögfræðingsins, átti hin fullkomna kona
helst ekkert að hræðast undir sólinni, og
til þess að innræta Sabrinu slíkt hugrekki, fann
hann meðal annars upp á því að skjóta úr marg-
hleypum í pilsin hennar! En það fór ekki betur en
allt annað. Aumingja stúlkan hljóðaði af hræðslu;
hvernig átti hún að vita, að byssurnar voru
bara hlaðnar púðurskotum?
Hún olli Day líka vonbrigðum á öðrum svið-
um. Til dæmis kveinkaði hún sér eins og hver
önnur skræfa, þegar hann lét heitt innsiglisvax
drjúpa á bera handleggi hennar. Þó mátti hún
eiga það, að hún reyndi eftir mætti að þóknast
honum. Hún þoldi þetta og þessu líkt í heilt ár,
þegar það loks rann upp fyrir kennaranum, að
líka hún væri óhæft konuefni.
Hann gafst upp við kennsluna og sendi vesa-
lings Sabrinu í heimavistarskóla, þar sem hún
dvaldist í þrjú ár. Að þeim tíma loknum, sett-
ist hún að í bænum Lichfield, og þar. bjó hún,
þegar kunningi Days sá hana og varð ástfang-
inn. Endirinn varð sá, að hún giftist honum og
lifði í hamingjusömu hjónabandi upp frá því.
Hvað þá um Day, sem nú var búinn að eyða
í það dýrmætum tíma að ala upp eiginkonur
fyrir aðra menn? Maður skyldi ætla, að hann
hefði verið búinn að fá nóg af þessu. En það
var öðru nær! Maðurinn kunni ekki að gefast
upp, og næst sjáum við hann á biðilsbuxunum í
London, þar sem hann þóttist hafa uppgötvað
alveg óvenjulega girnilegt konuefni. Ungfrúin
hét Elizabeth Sneyd.
Svo einkennilega brá lika við, að Elizabeth var
því ekki alveg frábitin að verða frú Thomas
Day — þó með vissum skilyrðum. Til dæmis
setti hún það upp, að hann byrjaði að kemba.
hár sitt eins og aðrir menn, og ennfremur krafð-
ist hún þess, að hann reyndi að temja sér eitt-
hvað ásjálegri klæðaburð. Day gekk að þessum
kostum.
Hann gekk meira að segja svo langt að bregða
sér enn einu sinni til Frakklands, þar sem hann
fór í skóla hjá ströngustu siðameisturum. Hann
var staðráðinn í að koma heim fágaður herra-
maður, glæsilegur riddari, sem Elizabeth gæti.
orðið hreykin af, Hann fór til bestu klæðskera
og lét þá gera sér skrautleg klæði. Hann lagði það
meira að segja á sig, að sitja í gapastokk tímum
saman, og var það þeirra tíma ráð til þess að
rétta úr bognum fótleggjum. Svo greiddi hann
sér (við verðum að gera ráð fyrir þvi) og hélt
til London á fund unnustunnar. Og átti enn eftir
að verða fyrir vonbrigðum!
Því að þetta var allt unnið fyrir gýg. Day var
að vísu í fallegum fötum, bara var sá hængur ár
að þau klæddu hann eins og afdalastrák í skop-.
leikriti. Hann var jafnvel kauðalegri og skop-
legri en þegar hann gekk um í gömlu fatalörfun-
um. Þar á ofan hafði gapastokksaðferðin reynst
gersamlega gagnslaus; fæturnir voru engu fall-
egri en áður, líkaminn jafn lotinn, göngulagið
Framhald á bls. 14.
4