Vikan


Vikan - 10.09.1953, Blaðsíða 12

Vikan - 10.09.1953, Blaðsíða 12
ins, þá býður hann elskhuganum að dveljast í húsi sínu það sem eftir sé frisins. Frú Thompson — Edith Thompson — hefur eflaust ýtt undir þetta heimboð. Og Bywaters er ekki seinn að þiggja það, enda magnast nú æfintýrið um allan helm- ing. Að hugsa sér annað eins! Þarna er gift kona orðin tryllt af ást til hans, og hann býr undir sama þaki og hún og egnir hana undir nefinu á eiginmanninum! Og hvað um Edith ? Hún er ástfangin, viti sínu fjær af ást. Bækurnar eru að verða að veruleika, persónurnar sem lifa og elska, það er hún sjálf! Hún er eins og prins- essa í álögum, nema hvað nú er prinsessan að vakna, draumarnir — dagdraumarnir — að ræt- ast. BYWATERS bjó á heimili Thompson-hjónanna frá 18. júní til 5 ágúst 1921. Eitt sinn meðan hann dvaldist þar varð hann áhorfandi að hjóna- sennu. Það er að sjá sem Edith hafi verið að sauma og beðið um títuprjón, sem Bjrwaters hafi strax boðist til að sækja. Þessi hjálpsemi -— eða riddaramennska ■— kom hinsvegar eitthvað illa við Thompson, sem hreytti í konuna sina: „Þér hæfði sjálfsagt bezt að hafa mann í bandi, þá gætirðu nú snúið manni fyrir alvöru!" Seinna sagðist Bywaters svo frá: „Eg fór úr húsinu vegna þess að Thompson lenti í rifrildi við frú Thompson og hrynti henni þvert yfir herbergið. Mér fannst þetta dólgsleg framkoma og greip í taumana. Við rifumst, og hann vísaði mér á dyr og ég fór.“ Eins og við nú vitum, var ástæðan fyrir þessu uppistandi miklu veigameiri en ónot í sambandi við einn títuprjón. Percy Thompson var að vísu órómntískur að eðlisfari og kannski heldur leiðinlegur. En hann elskaði ennþá konuna sína. Hugur hennar til hans hafði hinsvegar síst batn- að við komu Bywaters í húsið. Þó að Thompson væri ekki tortrygginn maður, hlýtur það nú að hafa byrjað að hvarfla að honum, að samband- ið milli konu hans og Bywaters væri annað og meira en venjulegur kunningskapur. Honum má því hafa verið það lítt að skapi að skilja Bywaters eftir heima hjá konu sinni á meðan hann sæti í vinnunni á skrifstofunni. Hann hefur að vísu látið þetta viðgangast fyrst í stað, en þungt má honum hafa verið í skapi. Svo verður títuprjónn- inn og viðbragð Bywaters til þess að upp úr sýð- ur, og sjómaðurinn er rekinn út úr húsinu í rétt- látri reiði. Bywaters fluttist heim til ekkjunnar móður sinnar. En hann og Edith héldu áfram að hittast á laun, þó að Thompson hafi naumast getað treyst konu sinni fullkomlega eftir þetta. Enda var síst ástæða til þess. Aðeins nokkrum dögum eftir að Bywaters flutti, skrifaði Edith elskhuga sínum: Iiittu mig á liádegi mánudag, ástin mín. Hann grunar okkur. Peidi. Skip Bywaters lagði aftur úr höfn 9. septemb- er. Ferðinni var á ný heitið til Ástralíu, og við- lcomustaðirnir báru sömu rómantisku, æfintýra- legu nöfnin ■— Marseilles, Port Said, Colombo . .. En fyrir unga sjómanninn mundi þessi ferð ekki verða eins og allar aðrar ferðir. 1 borgunum með hinum æfintýralegu nöfnum mundu bíða hans löng og heit ástarbréf frá konunni heima í Eng- landi, sem var gift öðrum manni. Hún skrifaði látlaust. Hún vottaði honum ást sína þúsund sinn- um. Hún faðmaði hann og kyssti með óteljandi ástarorðum. En hér og þar innan um þessi fögru orð og þessa miklu blíðu, voru önnur orð af öðru tagi. Það mátti skilja þau svo sem konan vildi manninn sinn feigan. Það bezta sem hægt er að gefa óvini er fyrirgefning; andstæðingi, þolinmæði; vini, tryggð; barni sínu, gott fordæmi; föður sínum, undirgefni; móður sinni, hegðun, sem gerir hana hreykna; sjálf- um sér sjálfsvirðingu; mannkyninu góð- gjörðasemi. Lord Baffon. ILOK síðustu heims- styrjaldar var Charles de Gaulle hers- höfðingja þakkað það öðrum fremur, að lýð- ræðið hélt velli í Frakklandi. Nokkrum árum síðar litu margir svo á, að hann væri einn skæðasti og hættulegasti óvinur lýðræðisins. Það er sennilegast enginn stjórnmálafor- ingi uppi í heiminum í dag með jafn maka- lausar andstæður í eðli sínu. Charles de Gaulle virðist trúa þvi einlæglega, að einhverskonar æðri máttarvöld hafi kjörið hann til þess að hefja frönsku þjóðina upp úr öllum hennar erfiðleikum. Hann elskar landið sitt af eldheitri ástríðu, en hann ber litla virðingu fyrir þeim körlum, konum og börnum, sem byggja það. Þjóðin er í hans augum ekkert annað en verkfærið, sem endurreisa á hina fornu frægð Frakk- lands og gera það voldugt og sterkt, eins og á tímum Napoleons og Lúð- vigs XIV. Hæfileikar hans eru miklir. Sama má segja um ókostina í fari hans. Hann er slunginn herfræð- ingur, sem margt hefur gert til þess að fullkomna hernað- arlistina. Hann hefur sýnt frá- bæra leiðtogahæfileika, eins og þegar hann eggjaði Frakka til að halda áfram baráttunni, jafnvel eftir að þeir höfðu opinberlega gefist upp fyrir Þjóðverjum. Og þegar herir bandamanna höfðu loks frelsað landið hans, þá var það hann, sem setti á laggirnar sterka lýðræðisstjórn. Þó er þessi maður svo sauðþrár og hrokafullur, að honum hefur tekist á nokkrum árum að vekja gremju og reiði flestra vina sinna — og flestra vina frönsku þjóðarinnar. Þessi hái, hörkulegi maður fæddist í Lille 22. nóvember 1890. Foreldrar hans, sem voru konungssinnar, skírðu hann Charles André Joseph Marie de Gaulle. Hann hlaut menntun sina í St. Cyr, kunnasta herskóla Frakklands. Skólabræðrum hans var lítið um hann, en hann útskrifaðist með ágsétri einkunn og var skipaður liðsforingi í hernum. Það var 1911. Hann særðist tvisvar í fyrri heimsstyrjöld, en hélt áfram að berjast, unz Þjóðverjar tóku hann höndum i orustunni við Verdun 1916. Þeir komu að honum meðvitundarlausum á vígvellinum. Hann gerði fimm árangurslausar tilraunir til að strjúka úr fangabúðunum. De Gaulle hélt áfram hermennsku að stríði loknu og var falin ýms ábyrgðarmikil trún- aðarstörf. Þetta var á þeim árum, þegar frönsku hershöfðingjarnir byggðu allar áætl- anir sínar á hinni „órjúfanlegu" Maginot-línu. Þeir kenndu það, að her, sem hefði búið um sig í „fullkomnum" varnarstöðvum, væri ó- sigrandi. Charles de Gaulle trúði þessu ekki. Hann samdi bók (1934), þar sem hann sýndi fram á, að óvinaher gæti auðveldlega sótt fram hjá Maginot-línunni — fyrir enda henn- ar. 1 bókinni setti han líka fram þá skoðun, að öflugar flug- og skriðdrekasveitir gætu leikið Maginot-línuna grátt. Franska herforingjaráðið hló að honum. Þýzka herforingjaráðið hló hinsvegar ekki. Það athugaði bókina af mikilli gaumgæfni og endurskiplagði þýzka herinn eftir kenningum hins franska hermanns. Þegar herforingjaráð- ið samdi áætlun sxna um innrás í Frakkland, studdist það mjög við ábendingar de Gaulle. Þegar slðari heimsstyrjöldin braust út, var de Gaulle aðeins höfuðsmaður. En þegar Þjóð- verjar brutust inn í Frakkland í maí 1940, var hann gerður að hershöfðingja og fengin yfirstjórn vélaherfylkis. Þetta herfylki gekk fram af mikilli hreysti og bar að ýmsu leyti af í franska hernum. Þegar sókn Þjóð- verja náði hámarki, kvaddi Paul Reynaud forsætisráðherra de Gaulle til Parísar og skipaði hann aðstoðar- hermálaráðherra. En þá var allt um seinan. De Gaulie var hinsvegar ekki á því að gef- ast upp, og þegar Pétain myndaði leppstjórn sína, tókst hershöfðingjanum að leika á lög- reglu hans og komast með flugvél til Lond- on. Sama kvöld ávarpaði hann landa sína í útvarpi og skoraði á þá að láta ekki hug- fallast. De Gaulle varð sá maður, sem frjálsir Frakkar fylktu sér um. (Pétain lét dæma hann til dauða.) Hann skipulagði skæruliða- sveitir í Frakklandi og nýlendum þess og stjórnaði aðgerðum frá bækistöð sinni í Bret- landi. Skerfur hans til styrjaldar- rekstursins gegn nasistum var stór. En um leið var hann „erfiðasta viðfangsefni" banda- manna sinna. Hann byrjaði að líta á sjálfan sig sem persónu- gerving Frakklands: að móðga hann var að móðga Frakkland. Þegar Roosevelt og Churc- hill buðu honum á ráðstefnuna í Casablanca (1942), neitaði hann að koma. Hann varð móðgaður, þegar hann frétti, að Henri Giraud hershöfðingi, annar franskur andstöðufor- ingi, yrði viðstaddur. Það stóð í miklu stímabi’aki að fá hann til að skipta um skoðun, og ekki kostaði það minni fyrir- höfn að fá hann til að taka upp samvinnu við Giraud. Sömuleiðis reyndi de Gaulle hvað eft- ir annað að taka ráðin af bandamönnum. Eitt sinn lét hann franskar herdeildir vísvitandi óhlýðast skipun frá Eisenhower, æðsta manni vestrænu herjanna. Þegar stjórnir Breta og Bandaríkjamanna fundu að svona framkomu, svaraði de Gaulle venjulegast með því að verða fyrst ofsalega reiður og fara síðan opinberlega í fýlu. Roosevelt hafði megnustu óbeit á honum og Churchill urraði, að þessi langi Frakki væri sinn þyngsti kross. Þó hreyfðu bandamenn engum mótmælum, þegar de Gaulle varð forsætisráðherra frönsku bráðabirgðastjórnarinnar, sem mynduð var 1944. Þeir vissu, að hann var einasti maður- inn, sem Frakkar treystu. 1 lok striðsins myndaði hann svo nýja stjórn, sem allir hinir pólitísku flokkar áttu fulltrúa í. Hann sagði af sér 1946. Honum féll ekki við nýju stjórnarskrána, sem þjóðin þá sam- þykkti. Honum fannst völd þingsins allt of mikil á kostnað forsetans. HANN hefur átt feiknmarga áhangendur. I kosningunum í júní 1951 fékk flokkur hans yfir 4,000,000 atkvæða og var þar með orðinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Síð- ustu tvö árin hefur hann hinsvegar verið að tapa. 1 stjórnarkreppunni í vor kom upp í flokknum alvarlegur klofningur. De Gaulle hafnaði allri samvinnu — nema gengið yrði að skilyrðum hans. Ymsum þingmönnum hans fannst þá, að hér væri of langt gengið. Árang- ui-inn var „uppreisn" f flokknum — og De Gaulle fór í fýlu. Hann leysti flokkinn upp sem þingflokk. En hann heldur áfram að starfa bak við tjöldin. Hann bíður á sveitasetri sínu og sér hvað set- ur. Ýmsir hyggja, að hann hafi sem fyrr bjargfasta trú á því, að með sama áframhaldi hljóti franska þjóðarskútan að kafsigla sig. De Gaulle mun þess þá albúinn að taka við stýrinu. L0NDUM DE GAULLE 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.