Vikan - 10.09.1953, Side 11
Hétfvísin gegn Bywafers og Edith Thompson — 1
Ilér hefst sönn sakamálasaga frá Englandi. Þetta er saga um
óhamingjusamt hjónaband, draumlynda konu og kornungan mann,
sem varð elskhugi hennar. Þetta er saga, sem vakti feiknmikla at-
hygli í Englandi á sínum tíma, um afbrýðisemi og ást — og morð.
Þau réttarhöld, sem fylgdu í kjölfar þessara atburða, og niður-
staða kviðdómsins og fullnæging dómsins, allt vakti þetta undrun
og forvitni almennings langt umfram það venjulega. Þetta er eitt
hinna frægari sakamála aldarinnar og mjög umdeilt máí, einfalt og
óbrotið á yfirborðinu og þó svo dramatískt og svo slungið mann-
legum tilfinningum og ástríðum, að lögfróðir menn og rithöfundar
láta það ekki kyrrt liggja enn þann dag í dag, og skrifa um það
ritgerðir og bækur. VIKAN hyggur, að hjá því geti naumast farið,
að sagan um Bywaters og Edith Thompson veki athygli íslenzkra
lesenda.
SNEMMA I JT?NÍ 1921, fór ungur sjómaður í
sjö dag:a frí til Shanklin á Wight-eyju. Hann
var nýkominn frá Ástralíu. Það hafði tala.st svo
til, að í Shanklin hitti hann kunningja slna þrjá,
ung hjón og systir konunnar, en þau voru þar í
sumarfríi. Ungi sjómaðurinn hafði þekkt fjöl-
skyldu systranna lengi.
Hann hét Frederick Bywaters og var aðeins
nitján ára. Hann var laglegur og f jörlegur, nokk-
uð dökkur yfirlitum, með miklar augahrýr, nærri
samgrónar. Hann var að ýmsu leyti mjög ólíkur
eiginmanninum, Percy Thompson. Thompson var
31 árs og hafði fengið lausn frá herþjónustu 1916
vegna heilsubrests. Hann vann í skrifstofu skipa-
félags, og hann hafði ákaflega bláttáfram skoð-
anir um það, hvernig menn ættu að lifa lífinu.
Það má segja, að hann hafi verið svolítið íhalds-
samur. Til dæmis var hann þvi mjög mótfallinn,
að Edith kona hans skyldi endilega vilja halda
áfram að vinna hjá klæðafyrirtæki einu í Alders-
gate-stræti i London. Þarna hafði hún unnið áð-
ur en hún giftist, og þar hafði hún sex sterlings-
punda vikulaun, sem var jafnmikið eða jafnvel
meira en kaup mannsins hennar. Annað olli
Thompson líka vonbrigðum. Hann vildi eignast
börn, hún ekki.
Sannast að segja höfðu þau ekki verið lengi
gift, þegar Thompson uppgötvaði, að kynferðis-
lega áttu þau enga samleið. Það var ástæða til
að líta á hjónaband þeirra sem eitt af þessum
allt of algengu stríðshjónaböndum, sem voru
,,spennandi“ og „rómantísk" á hinum umróta-
sömu stríðsárum, en urðu ósköp hversdagsleg
þegar að því kom, að hjónin skyldu búa sam-
an við rólegt heimilislíf. Percy Thompson hafði
eflaust vonast til þess, að hjónaband hans yrði
laust við allan ,,óeðlilegan“ ys og þys og konan
að sama skapi heimakær og dugleg húsmóðir.
Þessi von brást herfilega.
Hið gjörólika lunderni Edith Thompson kom
fljótlega í ljós. Hún vildi vera sjálfstæð. Hún
hafði alls ekki í hyggju að láta hinar svonefndu
skyldur hjónabandsins skerða frelsi sitt. Hún var
27 ára þetta ár sem hún fór með manni sínum
til Shanklin. Hún naut virðingar húsbónda síns
hjá fyrirtækinu í Aldersgate-stræti, og þar
kynntist hún ýmsu fólki, einkum karlmönnum,
sem komu henni til að trúa því, að það væri
hreint ekki svo lítið í hana spunnið. Af mann-
inum hennar var aðra sögu að segja. „Hér
heima er allt látið reka á reiðanum,“ hafði hann
eitt sinn sagt. „Þú verður að fara að sinna heim-
ilinu. Ég veit ekki til þess, að aðrar giftar kon-
ur séu á þessu sífellda flani dag eftir dag. Þeim
finnst öllum í nógu að snúast heima.“
Edith Thompson var raunar að ýmsu leyti frá-
brugðin öðrum konum. Hún var óneitanlega lag-
leg, og svo dreymin var hún, að það mátti á
augabragði lesa úr svip hennar, hvernig henni
líkaði lífið þá stundina. Þessi snöggu svip-
brigði komu svo greinilega fram á myndum af
henni, að oft var eins og þetta gæti naumast
verið ein og sama manneskjan. Hún gat verið
ákaflega aðlaðandi og óskaplega ábyrgðarlaus;
,hún gat verið undirleit og hljóð eina stundina,
bráðlát og blóðheit þá næstu. Enda þótt hún
byggi yfir nokkurri kýmnigáfu, þá kom hún
aldrei auga á hið spaugilega í sínu eigin fari:
hún var sjálfsánægð kona og sannfærð um það
í hjarta sínu, að henr.ar biði merkilegt hlutverk
í lífinu. Loks var hún — og það er mest um
vert — gædd alveg óvenjulega ríku hugmynda-
flugi, hana dreymdi stærri dagdrauma en venju-
legt er um fólk með hennar menntun.
Hún lyfti þessu mikla hugmyndaflugi á ennþá
hærra stig með látlausum lestri hárómantískra
bókmennta, algerlega snauðra af öllu bókmennta-
legu gildi, en að sama skapi æsandi fyrir fólk
af hennar tagi. Um eina af þessum bókum átti
hún eftir að skrifa elskhuga sínum:
„Hafðu viína aðferð. Láttu sögulokin
liggja á milli hluta, en lifðu þig inn í per-
sónurnar og atburðina og biiðu til þinn eigin
endir.“
Þegar Edith Thompson ræddi við elskhuga sinn
um bækurnaiv sem hún var að lesa, þá var því
líkast sem persónurnar væru gæddar lífi og blóði,
en ekki aðeins uppfinning heldur ómerkilegra
reyfarahöfunda. Ekkert smáatriði fór framhjá
henni, hún þaullas bækurnar og tók hverja per-
sónu fyrir sig og rannsakaði hana ofan í kjölinn.
f?vo gat hún rætt endalaust um þetta fólk úr
þessum bólium, og þá þóttist hún þess megnug að
skyggnast inn í sál þess og uppgötva hluti, sem
jafnvel skapari þess, höfundurinn, hafði ekki hug-
mynd um. Á því getur ekki leikið nokkur vafi,
að bækurnar, sem hér um ræðir, höfðu djúp
áhrif á Edith Thompson.
Hugsum okkur þá þessa ungu konu, manninn
hennar, systir hennar og Bywaters nýkominn utan
úr heimi, öll saman að skemmta sér í Shanklin.
Hinn dimmi skuggi fyrri heimsstyrjaldar var
nærri horfinn, á baðströndinni urmull af glöðu
fólki að skemmta sér. Það voru hljómleikar á
kvöldin og bjórdrykkja í litlum ölkrám. Það voru
bátar, sem sigldu í tunglskininu, svalar nætur og
bjartar fyrir elskendur. Þarna voru öll skilyrði
til þess að fólk gæti elskast og fellt hugi saman,
ungt ólofað fólk á borð við Bywaters og Avis,
sem var systir Edith og yngri en hún og líklegra
konuefni fyrir sjómanninn. Það voru meir að
segja margir á þeirri skoðun, að úr þessu mundi
verða trúlofun. Við vitum ekki, hvort Bywaters
kom slikum orðrómi á kreik. En hafi hann gert
það, þá hafa kannski legið til þess óvæntar
ástæður.
Því að Edith Thompson, sem var hætt að elska
manninn sinn, var ástfangin í þessum dökkhærða,
lífsglaða nítján ára pilti, sem sigldi um höfin
og kom heim og átti þá þúsund æfintýri frá þeim
stöðum, sem flestir aðrir verða að láta sér nægja
að lesa um í bókum. Hún mundi eftir honum sem
óhörðnuðum stráklingi; það var 1914, um það
leyti sem faðir hans féll í stríðinu. Skömmu
seinna hætti hann í skóla, og 1918 fetaði hann í
fótspor föður sins og fór til sjós. Hann var samt
ekki sjómaður í venjulegum skilningi þess orðs.
Hann var ,,skrifstofumaður“ skipsins, maðurinn
sem sá um hina skriflegu hlið siglingarinnar. En
hann sigldi um heimshöfin engu að síður og
kynntist mörgum furðulegum hlutum, og það
var gaman að hlusta á hann segja frá og ferð-
ast með honum í huganum. Edith Thompson, kon-
an sem gat „lifað sig inn í“ bækur, átti ákaf-
lega auðvelt með að fylgjast með honum á slík-
um ferðum. Hjá henni kom það nærri því af
sjálfu sér, að hún varð þátttakandi i æfintýrinu,
hin vonsvikna eiginkona, sem þráði frelsið. Og
Fredérick Bywaters varð hin rómantíska hetja,
sem mundi frelsa hana, riddarinn sem alveg eins
og í sögunum mundi taka hana í faðm sér og
slíta af henni böndin og halda með hana beint
inn í sólarlagið.
Hvað Bywaters viðvikur, þá er svo ungum
manni það naumast láandi, þótt hann yrði tals-
vert upp með sér yfir þeim auðvelda ástarsigri,
sem hann vann þarna á giftri konu. „Spennandi"
má það einnig hafa verið í augum hans, að
þetta ástaræfintýri var með ekki öllu hættulaust.
Thompson, skrifstofumaðurinn og eiginmaðurinn,
var á næsta leiti, og þótt hann væri meinlaus
maður að eðlisfari, þá mundi hann varla taka
því þegjandi, ef hann kæmist að því, að konan
hans væri í tygjum við annan mann.
Aumingja Thompson! Þarna liggur hann á bað-
ströndinni og keppist við að verða brúnn, og
öðru megin við hann liggur konan hans og
hinu megin elskhuginn hennar! Og svo granda-
laus er eiginmaðurinn, að þegar þessum sjö dög-
um lýkur og öll hersingin heldur til meginlands-
11