Vikan


Vikan - 26.11.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 26.11.1953, Blaðsíða 3
Enn um fljúgandi diska Hafa þúsundir manna séð sýnir? HÉR í blaðinu fyrir skemmstu var skýrt frá skrítnum atburði, sem kom fyrir í Floiáda í Bandaríkjunum, þegar maður nokkur elti undarleg ljós inn í skógarþykkni og komst þá upp að dularfullum hlut, sem hann er sann- færður um að hafi verið einn hinna svonefndu „fljúgandi diska“. Maður- inn hefur auðvitað ekki getað fært sönnur skýrt frá skrýtnum atburði, sem kom fyrir ara en við keyptum. Hinsvegar er það staðreynd, að bæði Bandaríkjamenn og Kan- -adamenn hafa um undanfarin fjögur ár haft fjölda sérfræðinga til þess að rannsaka fregnir af fljúgandi diskum. Þó að þetta sé í sjálfu sér engin sönnun fyrir tilveru þeirra, verður augum ekki lokað fyrir hinu, hve þessar fregnir hafa verið tíðar, uuk þess sem þeir menn hafa þóttst sjá furðuvélarnar, sem hvorki er hægt að ætla uð fari vísvitandi með rangt mál né séu líklegir til að sjá sýnir. Er þar átt við vís- indamenn og þaulvana flugmenn. FYRSTU tilkynningarnar um fljúgandi diska byrjuðu að berast yfirvöldunum í Washing- ton 1947. 1 fyrstu var lítið mark tekið á þessu. Þó kom að því, að fregnirnar urðu svo tíðar að ástæða þótti til að gefa þeim gaum. Bandaríski flugherinn stofnsetti sérstaka rannsóknardeild í Dayton, Ohio. Hún hefur síðan 1952 tekið til athugunar um 2,000 tilkynningar um fljúgandi diska. Samkvæmt skýrslu hennar hefur sérfræð- ingunum tekist að skýra 62.1% þessara fyrir- brigða. Hinsvegar hafa rösklega 23 af hverju hundraöi tilkynninga verið of óljósar til þess að hægt væri að dæma um sannleiksgildi þeirra, en 14 af hundraði hafa sérfræðingarnir orðið að afgreiða með orðunum: Engin skýring. Sjónarvottar Hér fer á eftir úrdráttur úr nokkrum málum, sem rannsóknardeildin hefur haft til meðferðar: „Flugvél af tegundinni DC-Ji var að ndlgast Norfolk í Virginiu Ui. júlí 1952, þegar úr henni sást til sex „diska‘c. Hraði þeirra var áætlaður yfir 1,000 milur á klukkustund. Þegar þeir sáust fyrst, var efri liluti þeirra rauðglóandi. Þeir liurfu flugmönnunum um stund, en birtust síðan aftur og liœkkuðu sig mjög hratt . . . Athugasemd rannsóknardeildarinnar: Ekki er til þess vitað, að flugvélar hafi verið á lofti þarna á umræddum tíma. Niðurstaða: Engin skýring. Höfuðsmaður í flughernum var staddur í þrýsti- loftsvél í grend við Hermanes í Nýju-Mexico 2Ih ágúst 1952, þegar hann kom auga á tvær „furðu- vélar“. Þœr voru kringlóttar og silfurlitaðar. Hon- um virtist þœr vera í tveggja mílna fjarlœgð. Þœr hurfu. honum þremur mínútum eftir að liann sá þœr fyrst. En um sjö mínútum síðar skaut þeim upp aftur; þá var vél liöfuðsmannsins yfir El Paso í Texas. Tilraunir rannsóknardeildarinnar til að leysa málið, báru engan árangur. Niðurstaða: Engin skýring. Skömmu fyrir hádegi 29 marz 1952 sást óþekkt „vél“ um 20 mílur fyrir norðan Misawa í Japan. Flugmaður í orustuflugvél af tegundinni T-6 sá furðuvélina. 1 grendinni voru tvœr orustuflugvél- ar aðrar að œfingum. Flugmaðurinn sá furðuvél- ina fyrst þegar hún flaug fyrir framan hann og sólarljósið glampaði á hana. Þetta virtist vera lítill gljáandi diskur. Nœst var því líkast sem hann steypti sér yfir aðra œfingaflugvélina. — Diskurinn sveigði ekki frá fyrr en árekstur virtist yfirvofandi. Þegar hann lenti í loftstraumnum frá œfingavélinni, hristist hann til. Flugmaður- inn í œfingavélinni sá hann ekki. Niðurstaða: Engin skýring. 1 bók um fljúgandi diska, sem nú er að koma út i Bandaríkjunum, skýrir höfundurinn, sem er fyrrverandi liðsforingi í strandvarnaliðinu, frá athugunum sínum á fyrirbærinu. Hann segist vera sannfærður um, að hin dularfullu „farar- tæki“ komi „utan úr geymnum". En ekki nóg með það: hann fullyröir, að ýmsir af æðstu mönn- um Bandaríkjanna trúi þessu líka. Hann segir ennfremur, að til séu „sönnunar- gögn“ fyrir því, að hér sé ekki um eintómar mis- sýnir að ræða. 1 því sambandi nefnir hann kvik- mynd, sem manni að nafni Delbert C. Newhouse tókst að ná af „fljúgandi diskum“ 2. júlí í fyrra. Hann var í bíl með konu sinni, þegar hann allt i einu sá hóp af „diskum" í oddaflugi. Það glamp- aði á þá í sólskininu. Newhouse var með kvik- myndavél í bílnum, greip hana og tók mynd á 40 fet af filmu. Síðan framkallaði hann filmuna og sendi rannsóknardeild flughersins hana. Bók- arhöfundur segir, að filman hafi sannfært fjölda vísindamanna um, að fréttirnar um fljúgandi diska væru ekki eintómir hugarórar. Hvað veldur? Þessi filma er til; fyrir því höfum við orð rannsóknardeildarinnar. Hinsvegar hefur flug- herinn bandariski ekki enn tekið opinbera afstöðu til þess, livað hún sanni eða afsanni. Raddir liafa heyrst um það, að það sé til sú skýring á fyrir- brigðinu, að Newhouse hafi séð endurvarp af Ijósi og tekið kvikmynd af því. Aðrir segja, að þetta hafi verið loftbelgir. En svo kemur þriðji liópurinn, og til hans teljast þeir menn, sem styðja kenninguna um það, að fljúgandi diskar hafi verið að heimsœkja jörðina dllt frá því i síðustu heimsstyrjöld. Og þeir segja ekki einasta, að kvikmyndin sanni þetta, heldur varpa fram þessari spurningu: Sé svo ekki, hversvegna í ósköpunum sýnir flughorinn fréttamönnum þá ekki myndina og eyðir þessum sögum í eitt skipti fyrir öll? B ug-meis tarar VIÐ vorum — illu heilli — ekki viðstadd- ir. En þann 5. þessa mánaðar fór fram í Austurbæjarbíói í Reykjavík landskeppni í jitterbug. Það var fyrsta jitterbug-lands- keppnin á voru landi. Húsið var að sjálf- sögðu troðfullt. Og margir urðu frá að hverfa. En sigurvegarar í keppninni urðu Sandgerðingar tveir, ungfrú Anna Er- lendsdóttir og Kristján Ásgeirsson. Okk- ur er ánægja að birta mynd af þeim í blað- inu í dag. Tvær myndir eru það raunar, og báðar á forsíðu. Önnur er tekin í miðri keppni, eins og séð verður við nákvæma athugun. Hin er tekin þegar hið sigursæla par fær verðlaunin. Enska kabarettsöngkonan Linda Lane afhenti verðlaunin. Eins og myndin ber með sér, var hún mjög fáklædd. Við vitum ekki, hvort það var í tilefni af því, að hún var að heiðra jitterbug-meistara. Kannski eru enskar kabarettsöngkonur bara alltaf svona fáklæddar. Hvað um það, bug-meistararnir voru vel að sigri sínum komnir. I frétt í Morgun- blaðinu sagði, að parið hefði hlotið lang- samlegan meirihluta atkvæða. Áhorfend- ur greiddu atkvæði og réðu úrslitum. Og verðlaunin voru hvorki meira né minna en 2,000 krónur. Það tóku átta danspör þátt í þessari meistarakeppni, tvö frá Reykjavík, tvö frá ísafirði, tvö frá Akureyri, eitt frá Sand- gerði og eitt frá Keflavík. Það var mjög sæmileg þátttaka, þegar þess er gætt, að þetta var bara byrjunin. Það má líka vera öllum sönnum dansmönnum gleðiefni, og ennfremur íþróttamönnum. TjVf sannleikurinn er sá, að hér er á ferð- inni íþrótt engu síður en dans. Kannski væri ekki fjarri lagi að segja, að þetta væri sambland af hvorutveggja, þ.e. einskonar hrærigrautur. Kannski mætti líka kalla þetta afbrigði af stangarstökki, og ber þá að líta á annan dansarann sem stöngina og hinn sem slána. Þó ekki, að það skipti neinu máli. Það er nákvæmlega sama, hvort litið er á jitt- erbug sem afbrigði af kringlukasti eða annarskonar kasti. Hitt er aðalatriðið, að það hefur loksins hlotið þá viðurkenningu hér á landi, sem það verðskuldar. Við eig- um, góðir landar, okkar eigin bug-meist- ara! P.S. — Halldór Einarsson tók forsíðumyndirn- ar. Hann tók líka meðfylg-jandi mynd, sem er af einu paranna í keppni. En fyrir landskeppninni stóð Ráðningaskrifstofa skemmtikrafta. Og enn P.S. — Nýyrðið bug-meistari er fengið að láni úr Morgunblaðinu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.