Vikan


Vikan - 26.11.1953, Blaðsíða 17

Vikan - 26.11.1953, Blaðsíða 17
TVIFARINN Hann fór að hlusta á meistarann, og svo stóð hann sjálfur á sviðinu __ /0-/9 Copr. 1953, King Fcafurcs Syndicalc, Inc., World rights rcscrvcd. „Það stendur: Ef þér sjáið til að lesa þetta, eruð þér kominn hættulega nálægt." JERZY MXRAKANOFF burstaði slitnu, gömlu kjólfötin sín og setti á sig lausu líningarnar og falska skyrtubrjóstið. Aldrei að deyja ráða- laus, tautaði hann á sínu eigin tungu- máli, þegar hann kom auga á sjálfan sig í speglinum. Nokkrum minútum seinna þaut hann niður tröppurnar með fiðlukassann í fanginu og ákvað að taka strætisvagn, til að koma nógu snemma á litla kaffihúsið, þar sem, hann lék á kvöldin. Auðvitað varð hann að standa alla leiðina, og það sem verra var, beint á móti stórri auglýsingu. Stóð ekki þarna, Staccatowitz með stórum stöf- um ? Jú, hinn heimsfrægi landi móð- ur hans átti að stjórna hljómsveit- inni í Carnegie Hall þetta kvöld. Hann hefði viljað gefa heilt ár æfi sinnar, til að fá að hlusta á þennan mikla meistara. Heilt ár. Kannski þurfti hann ekki að fórna svo miklu. Ef hann hringdi á kaffihúsið frá Carnegie Hall og segðist vera veikur, ætti hann það að vísu á hættu að vera rekinn, en hvað gerði maður ekki til að eyða einu kvöldi í Paradís? Honum hafði oft verið sagt, að hann líktist hinum mikla meistara í útliti, en það var mikill munur á því að vera frægur hljómsveitarstjóri eða fiðluleikari i óþekktu kaffihúsi. Hann mundi auðvitað koma of seint á hljómleikana, og auk þess yrði hann að byrja á því að hringja . . . Hann stökk út úr strætisvagnin- um keypti miða og f lýtti' sér að síma- klefanum, en hann var upptekinn. Um leið og hann sneri við, kom kjól- klæddur maður út úr klefanum og greip í handlegginn á honum. — Meistari, við bíðum! Við vorum farnir að halda, að eitthvað hefði komið fyrir yður. Flýtið yður, klukk- an er orðin fimm mínútur yfir . . . — En yður skjátlast, stamaði Jerzy Mirakanoff með sömu ein- kennilegu áherzlunum og hinn frægi hljómsveitarstjóri. Og þar sem for- stjórinn var ekki i skapi til að hlusta á duttlunga listamannsins, dró hann hann af stað með sér. Og þarna stóð Jerzy Mirakanoff frammi fyrir fullum sal af áheyrend- um, sem tóku honum með miklum fagnaðarlátum. Skjálfandi af hræðslu lyfti hann höndunum, til að stöðva fagnaðarlætin og leiðrétta misskiln- inginn. I örvæntingu sinni sneri hann sér að hljómsveitinni og rétti hendurn- ar biðjandi til hljóðfæraleikaranna. En þá héldu þeir að hann væri reiðu- búinn til að byrja, enda vissu þeir allir, að meistarinn notaði aldrei tón- sprota. Fyrstu tónarnir af fúgu í d- moll eftir Bach hljómuðu um salinn, og litli maðurinn þurfti ekki annað en fylgjast með hljómsveitinni. En í lyftunni á Waldorf Astoria sátu lyftudrengurinn, hinn mikli hljómsveitarstjóri og framkvæmdar- stjóri hans fastir. Þeir æptu af öllum lífs og sálar kröftum, en enginn heyrði til þeirra og enginn varð var við, að ein af hinum fjölmörgu lift- um hótelsins hafði stanzað. Jerzy Mirakanoff komst skamm- laust frá fyrsta hluta hljómleikanna, enda þekkti hann verkið mjög vel. Þó gerði hann nokkrum sinnum skyssur, svo að hljómlistarmennirnir hvísluðust á um það í hléinu, að meistarinn væri utan við sig í kvöld. En þeir voru svo vel æfðir, að þeir létu ekki setja sig út af laginu. Vesa- lings Mirakanoff vissi ekki sitt rjúk- andi ráð. En nú varð ekki snúið aft- ur. 1 hléinu gæti hann spurt, hvað kæmi næst . . . En þegar hléið kom, ætlaði fagnaðarlátunum aldrei að linna. Þegar Mirakanoff komst loks- ins fram í búningsklefa sinn hrópaði hann: — Ég vil hafa ró og næði. Eng- inn má ónáða mig. Svo hneig hann niður á legubekkinn, og hinn frægi skapofsi hljómsveitarstjórans dvinaði. Klukkan að verða tíu komu Stacca- towitz og umboðsmaður hans að Carnegie Hall og ætluðu að flýta sér inn, en lögregluþjónn stöðvaði þá. — Þið getið ekki farið inn núna. Hljómsveitarstjórinn leyfir ekki um- gang meðan á hljómleikunum stend- ur. Auk þess er þeim næstum lokið. Heyrið þið ekki Straussvalsinn ? En Staccatowitz vildi ekki sætta sig við þetta. Hann æpti og ætlaði að ryðjast inn, svo lögregluþjónarnir neyddust til að taka hann fastan og fara með hann á lögreglustöðina á- samt umboðsmanninum, sem ætlaði að aðstoða húsbónda sinn. Um leið og þeir óku í burtu, glumdi lófaklappið við inni í salnum. Jerzy Mirakanoff hneigði sig og brosti, því Straussvalsinn þekkti hann svo vel, að jafnvel hinn frægi Staccatowitz gat ekki kunnað hann betur. Hann var vanur að leika hann að minnsta kosti einu sinni á hverju kvöldi í litla kaffihúsinu. Morguninn eftir náði hann í blöð- in. Hljómleikarnir voru kallaðir merkilegur tónlistarviðburður. Engan hafði grunað neitt. Það er þá ekki erfiðara en þetta! tautaði Mirakan- off. Enginn af gagnrýnendunum hafði uppgötvað, að hljómsveitarstjórinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Allan daginn gekk hann um eins og i draumi, og hann vaknaði ekki fyrr en hann rak augun i stóra aug- lýsingu, þar sem auglýst var eftir hljómsveitarstjóranum, sem hafði stjórnað í stað Staccatowitz kvöldið áður. Umboðsmaður hans hafði skýrt frá óförum húsbónda sins, sem end- aði með því, að hinn mikli meistari fékk taugaáfall og lá nú á sjúkra- húsi. NU VILDI umboðsmaðurinn gjarn- an hafa tal á hljómsveitarstjór- anum, sem stjórnað hafði hljóm- sveitinni svo vel, að gagnrýnendurn- ir höfðu ekki getað orða bundizt. Mirakanoff spýtti fyrirlitlega. Að hugsa sér, að hann skyldi þurfa að fara þessa leið til að verða frægur. Það væri engan veginn heppilegt að lýsa því yfir, að hann hefði leikið á þriðja flokks kaffihúsi að undan- förnu. En hann skyldi aftur á móti finna hæfilega fortíð handa nýja hljómsveitarstjóranum. Það hafði verið svo dásamlegt að stjórna stórri hljómsveit og seiða fram réttu tón- ana. Nei, héðan í frá skyldi hann ekki fara á mis við slíka hamingju. Þegar nýi hljómsveitarstjórinn var búinn að skrifa undir samning um að halda áfram hljómleikaferð hins mikla meistara um Bandaríkin, fékk hann íbúð Staccatowitz á Waldorf Astoria hótelinu. Og nú vinnur hann af kappi, til að geta stjórnað næstu hljómleikum af meira öryggi. Og umboðsmaðurinn er í sjöunda himni. 1 stað þess að þurfa að borga háar upphæðir í skaðabætur, vegna þess að hinn frægi meistari fékk taugaáfall og varð að hætta við hljómleikaferðina, lætur hann bara breyta nafninu á auglýsingarspjöld- unum. MANNKYNSSAGAN geymir ótal dæmi um það, hvernig skipt- ing ríkja i tvo eða fleiri parta hefur leitt til styrjalda. Pólland er eitt dæmi af mörgum: stórveldin svokölluðu skiptu því hvað eftir annað, og dugði þó aldrei og endaði alltaf með stríði. Þó virðast stjórnmálamennirnir ekkert hafa lært og öllu gleymt. Til dæmis er Þýzkaland bútað sundur í þrjú hernámssvæði. Þaðan er þessi mynd og gefur nokkra hugmynd um framkvæmd hinnar fáránlegu skiptingar. Það eru Þjóðverjar að tala saman, vinir og ættingjar. En gaddavírinn á milli þeirra hindrar að blandist saman „Austur- Þjóðverjar" og „Vestur-Þjóðverjar". 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.