Vikan - 14.01.1954, Page 4
Hér er umrœðuefni handa saumaklúbbnum ÍM“ar
---------------------—-------------------------------------Ef ég skyldi deyja, vil ég
hinsvegar, að maðurinn minn
haldi áfram að vera hamingju-
_ samur.
Kœrastinn hans Stjána
Send úr landi
VÉmm.
mmmm
ÞESSI litla telpa er aðeins sjö
ára, en þó er hún í miklum
vanda. Hún er gri.sk. Fyrir þrem-
ur árum fékk hún dvalarleyfi til
bráðabirgða í Bandaríkjunum,
vegna veikinda, og settist að hjá
frænku sinni í New York, sem
tók henni tveim höndum. Hún
vildi láta Maríu litlu dvelja áfram
hjá sér, og María, sem nú er
batnað, vill ólm vera hjá henni.
En það lítur ekki vel út. Dvalar-
leyfi litlu stúlkunnar er útrunnið,
og þegar síðast fréttist, voru
bandarísku stjórnarvöldin staðráð-
in í að flytja hana úr landi.
HÉR er kindug „kerling“. Það er hinn makalausi Kristján Jörg-
ensen (til vinstri), eða Kristín, eins og hann nú kallar sig.
Eins og menn muna, lét Stjáni, sem er Bandaríkjamaður, gera á
sér einhverskonar uppskurð i Danmörku, og hefur haldið því fram
síðan, að hann væri orðinn ósvikinn kvenmaður. Hinsvegar segja
læknar, að það sé ekki hægt að breyta karlmanni í kvenmann. Stjáni
lætur það samt ekkert á sig fá, klæðist kvenmannsfötum, málar
sig og rakar inn peningum með því að sýna sig í næturklúbbum
vestra. Nýjasta uppátæki þessa þrautleiðinlega — og ógeðslega —
manns er að fá sér einskonar kærasta, og er hann hér á myndinni
til hægri. Sá fugl er listmálari og búinn að gefa Stjána — af-
sakið, Stínu — forláta demantshring!
■ ■ ■
Eftir
Eileen Morris
EF ég skyldi deyja á undan
manninum mínum, þá vildi
ég helzt, að hann gifti sig
aftur.
Margir kunningja minna eru
þó á allt öðru máli. Ein vin-
kona mín orðaði það svona:
,,Ég má ekki til þess hugsa, að
cinhver ókunnug kona fari að
stjórna mínu húsi, taki við
öllum þessum fallegu hlutum,
sem ég hef eignast um dagana,
sofi í mínu rúmi. Tilhugsunin
ein gerir mig bálreiða.11
Flestar konur óska þess í
hjarta sínu, að þeirra ást ein sé
nóg. Þetta er ósanngjarnt. Ég
held því fram, að kominn sé
tími til að losna að fullu og öllu
við andstöðuna gegn því, að
eiginmenn giftist aftur.
Ég er ekki að halda því fram,
að ekkjumaðurinn eigi að grípa
fyrsta kvenmanninn, sem birt-
ist á sjónarsviðinu. En ég er á
móti þeim annarlega hugsunar-
hætti, sem byggist á því, að
ekkjumaður megi ekki giftast
aftur „af tillitsemi við“ hina
látnu konu sína.
Nýlega bar þetta á góma í
húsi, þar sem ég var stödd.
„Það kæmi auðvitað aldrei til
greina með manninn minn,“
sagði ein frúin. „John er orð-
inn 53 ára. Mér kæmi það mjög
á óvart, ef hann færi að gera
sig að athlægi.“
Horfin tíð
En eigum við ekki að horf-
ast 'í augu við staðreyndirnar ?
Sá tími er liðinn, sem eldra
fólkinu var ekki ætlað veg-
legra hlutverk en að húka úti
í horni. Þó að John sé orðinn
53 ára, þá er síður en svo kom-
inn tími til að hann setjist í
helgan stein. Framundan eru
mörg starfsár, margskonar nyt-
samar framkvæmdir, margar
gleðistundir. Hversvegna skyldi
hann þá ekki gjaman vilja
halda áfram að njóta ástar og
félagsskapar góðrar eigin-
konu?
Sú kona, sem hyggst neita
honum um þetta, veit ekki,
hvað ást hins þrt)skaða manns
er. Hún ruglar saman ástinni
og eignaréttinum. Eða er það
ekki einmitt hin sanna ást, sem
setur hamingju hins öllu ofar?
Við skulum hætta að vera
barnaleg, og reyna að líta á
lilutina í sínu rétta ljósi. Það
er bæði eðlilegt og heilbrigt að
lifa í hjónabandi. Það skiptir
engu máli, hve vinsæll ekkju-
maðurinn er; sú staðreynd, að
hann er einn, útilokar hann að
nokkru leyti frá eðlilegu félags-
lífi. Hann verður „aukagestur-
inn“ — „staki maðurinn" í
samkvæminu. Sumir kynnu að
segja, að þetta skipti ekki
miklu máli. En sannleikurinn er
sá, að einmitt þetta gerir hann
ennþá meira einmana en ella;
Sá maður, sem giftist aftur,
er í rauninni að sýna fyrri konu
sinni hinn mesta sóma. Vilji
hann giftast öðru sinni, hlýtur
hann að hafa kunnað vel við
sig í hjónabandinu. Hin and-
stæðan er svo ekkjumaðurinn,
sem aldrei þreytist á því að
lýsa yfir, að aldrei framar muni
hann skipta sér af kvenfólki.
Maður getur naumast annað en
velt því fyrir sér, hvernig hjóna-
band hans hafi í raun og veru
verið.
Ég vildi að maðurinn minn
giftist aftur, svo að hann hefði
að nýju eitthvað takmark í líf-
inu. Ég vildi að hann hefði
einhvern sér við hlið, sem hann
gæti tjáð drauma sína og
sorgir. Góða konu, sem gæti
búið til uppáhalds réttina hans
og hjálpað honum að leita að
bíllyklunum, sem hann sífellt
er að týna.
Ef við eigum eftir að eign-
ast börn, þá er ennþá meiri
ástæða til að hann giftist aft-
ur. Barn þarfnast góðs heim-
ilis og föðurs og móður, sem
þykir vænt um það og um hvort
annað.
(Þýtt og endursagt)
4