Vikan - 14.01.1954, Blaðsíða 6
VÍSINDI OG GRIN
Vísindamenn geta verið gamansamir, segir E. Schelde Möller
og gefur hér nokkur dsmi.
Það er til saga um amerískan lífeðlisfræðing, sem boi-ðaði á matsöluhúsi, þar sem mat-
urinn var mjög vondur. Matseljan var ákveðir. í fasi og vísaði öllum kvörtunum á bug með
fyrirlitningarsvip — hún kvað matinn alltaf nýjan og góðan og ef gestirnir leifðu, voru þeir
mestu hrokagikkir.
Mánudag nokkurn kom prófessorinn með saltbauk að borðinu og saltaði matinn á fatinu.
Þessu hélt' hann áfram alla vikuna. Matseljan gat auðvitað ekki haft neitt á móti þvi — allra
síst næsta laugardag, þegar hún bar ólystuga kássu í brúnni sósu fyrir, gestina. Þá dró lif-
eðlisfræðingurinn lítið tæki upp úr vasa sínum og bar að fatinu. Undir eins heyrðust úr því
undarlegir brestir. Matfélagar hans störðu undrandi á þessar aðfarir, en lifeðlisfræðingurinn
ýtti með viðbjóði frá sér kássunni. Hann sagði, að saltið sem hann hefði stráð yfir matinn
alla vikuna, hefði veriö geislandi og að tækið mældi geislavirkni. Vísirinn á því fór alltaf að
sveiflast, þegar það kom nálægt þessari dularfullu kássu og sannaði þar með, að hún var bú-
in til úr matarafgöngum, sem höfðu safnast saman alla vikuna.
Það getur verið að sagan sé ekki sönn, en hún gæti verið það. Og hún sýnir okkur, að
nútíma vísindamenn eru ekki gersneyddir allri kímni, enda hafa þeir flestir lagt skeggið og
hroka háskólaborgarans á hilluna.
Það er ekki gott að segja hvaða vísindamenn gera mest að gamni sínu, en dýrafræðing-
arnir hljóta að standa framarlega í þessum efnum. Fram að þessu hefur það verið óleyst
gáta, hvernig lífið hefur kviknað á jörðinni. — Líf kviknar af lífi, það vitum við, en við vit-
um ekki af hverju lífið kviknar, sagði frægur prófessor.
Það hefur verið talið öruggt merki um að eitthvað sé lifandi, ef það tímgast. En sviss-
neski vísindamaðurinn Szent-Gyögyi, sem fékk Nobelsverðlaunin 1937 og fann P-vítamínið,
segir, að þá sé ekki hægt að kalla eina kanínu lifandi, því það þarf tvær til að búa til kan-
ínuunga. — Ein kanína er þá alls engin kanína, segir hann, — en tvær kanínur eru aftur
á móti kanína.
Fyrir nokkrum árum flutti prófessor við Harvardháskóla í Bandaríkjunum skyndilega
til Burma. Hann var ástfanginn af leikkonunni Normu Talmadge og hafði flúið land af þeim
ástæðum. En hinn vonsvikni biðill náði sér niðri á stúlkunni. Þegar hann fann nýja tegund
af „fljúgandi sporðdrekum“, skýrði hann þá Scorpio normatalmagensis.
Og þetta er ekkert einsdæmi. Englendir.gar kalla afríkanska antiloputegund ,,Frú Gray“
í höfuoið á konu dýrafræðings nokkurs. Og til heiðurs þýzka''landstjóranum í Vestur-Afríku,
skýrðu Þjóðverjar einu sinni zebradýr i höfuðið á konunni hans og kölluðu það „Frau Gen-
eralgouverneur von Hartman Ber-Zebra.“
Margar skrýtnar skepnur hafa lifað á jörðinni. Ein tegundin af hinum útdauðu risa-
eðlum nafði t. d. tvo heila, annan í höfðinu en hinn í halanum. En þrátt fyrir það hefur
þetta risastóra dýr ekki staðizt próf þróunarinnar og önnur vera, maðurinn, sem aðeins hafði
einn heila, er nú herra jarðarinnar.
Frægur stærðfræðingur og eðlisfræðingur segir, að maðurinn standi öðrum dýrum framar,
af því hann kunni að tala. Danskur ,,heimspekingur“ komst að sömu niðurstöðu og sagði: —
Apinn er að því leyti ólíkur manninúm, að hann kann ekki að tala .Ef hann gæti sagt: Ég
er api! — þá væri hann maður.
En snúum okkur að fleiri vísindamönnum. Þegar fyrst var farið að senda símskeyti 'milli
landa, átti hinn gamansami símstjöri, Peter Faber, að útskýra fyrir Karolínu prinsessu, dótt-
ur Friðriks 6., hvernig það færi fram. Faber útskýrði málið í smáatriðum og prinsessan
hlustaði með vaxandi athygli og virtist fylgjast með. Þegar hann hafði lokið máli sínu, tók
hún brosandi undir handlegginn á honum og sagði: -— Og nú langar mig aðeins til að vita,
hvers vegna símskeytið blotnar ekki, þegar það fer í gegnum sjóinn.
Þýzki atomfræðingurinn Lenard hélt því fram, að Einstein hefði stolið öllum sínum upp-
götvunum frá Þjóðverja að nafni Hanenöhr. Það er þessvegna gaman að heyra, hvað Ein-
stein segir sjálfur um afstæðiskenningu sína: — Ef kenning mín reynist rétt, munu Þjóð-
verjar segja að ég sé Þjóðverji og Frakkar. að ég sé heimsborgari. En ef afstæðiskenningin
reynist röng, segja Frakkar að ég sé Þjóðverji og Þjóðverjar að ég sé Gyöingur.
en nú vissi hún, að hann var það ekki. Henni
fannst hún vera ein og yfirgefin.
Lestin kom til New York klukkan sjö og tveim
tímum seinna hringdi Lydia til Eleanoru og þær
ákváðu, að aka saman heim til hennar út á Long
Island og borða saman. Það var milt veður og
Lydia ók hægt. Þannig sýndi hún Eleanoru, að
henni þætti vænt um að hitta hana.
Stúlkurnar röbbuðu saman eins og skólastelp-
ur. Lydia sagði Eleanoru frá ferðinni til Wash-
ington og hve vel fylkisstjórinn hefði varið mál
sitt. Lengi vel minntist hún þó ekki á annað í
fari hans. En yfir matnum úthellti hún hjarta
sínu og sagði henni alla söguna. Hún var svo
áköf að trúa einhverjum fyrir þessari nýju upp-
götvun sinni, að hún veitti því varla athygli,
þegar Eleanor var kölluð í símann, og hélt áfram
sögunni, þegar hún kom aftur.
Eleanor var góður hlustandi. Hún hvorki sagði
hvað hún hefði gert, ef eins hefði staðið á fyrir
henni, né minntist svipaös atviks, sem hafði kom-
ið fyrir hana sjálfa. Hún hlustaði, en sagði ekk-
ert. Þegar Lydia þagnaði, sagði hún aðeins: —
Ég kenni í brjósti um Albee.
— Trúirðu því þá ekki að hann sé svona?
-—• Jú, ég veit að hann er alveg eins og þú
lýsir honum. En ég kenni í brjósti um fólk með
galla, sem gera það varnalaust og hlægilegt.
Albee er mikill hæfileikamaður. En þér finnst
hann einskis virði, af því hann er ekki fullkom-
inn.
— Ég krefst þess ekki, að karlmenn séu full-
komnir, svaraði Lydia. — En þeir eru heppnir, að
geta elskað, án þess að bera nokkra virðingu fyrir
stúlkunni, en stúlka veður að halda, að maður-
inn, sem hún elskar, hafi einhverja yfirburði,
jafnvel þó það sé aðeins slægðin. Ég vil að
minnsta kosti ekki að gallarnir geri menn lítil-
fjörlega. Þeir verða að vera menn.
— Það virðist samt ekki alltaf falla þér í geð.
— Ertu að hugsa um Ilseboro. En mér geðjað-
ist að Ilseboro.
— Nei, ég var að hugsa um Dan.
Lydia rak upp stór augu, eins og hún hefði
enga hugmynd um hver Dan væri. — Dan?
— Dan O’Bannon. Þér geðjast einmitt ekki að
honum, vegna þess að hann er sterkur og ákveð-
inn, þó þú segist dást að þeim eiginleikum.
— Það sem mér mislíkar er, að þú skulir taka
hann svona alvarlega, og gera þig hlægilega með
því.
— Mér finnst ég ekki gera mig hlægilega,
þakka þér fyrir.
— Ég átti ekki við, að þú tapaðir virðingu
þinni, heldur að það væri hlægilegt, að hafa slík-
ar mætur á ungum írskum sveitalögfræðingi. Ég
vil helzt ekki nefna nöfn ykkar í sömu setning-
unni.
Eleanor rétti úr sér. — Ég á von á honum
eftir nokkrar mínútur.
— Hingað ? Þá fer ég.
— Þú ættir ekki að gera það. Ef þú hittir hann
oftar, mundirðu skipta um skoðun.
— Ef ég hitti hann oftar, móðga ég hann.
Viltu senda eftir bílnum mínum. Eleanor, ég veit
að ég hef rétt fyrir mér í þetta sinn og einhvern
tíma viðurkennirðu það.
— Eða þú fellst á mína skoðun.
Nokkrum mínútum seinna var Lydia á leið
heim. Henni fannst allt vera sér andstætt i dag,
en nú var tækifæri til að létta skapið. Það var
engin umferð á vegunum um þetta leyti og hún
steig fastar á benzínið. Hún var að hugsa um
það, að ef Eleanor giftist O’Bannon, þá mundi
hún missa hana. Það vildi hún koma í veg fyrir.
Hún hefði getað breytt áliti flestra stúlkna með
því að gera manninn hlægilegan í þeirra aug-
um, en Eleanor var ákveðin. Hún fór að velta
því fyrir sér hvort nokkrar líkur væru til þess,
að henni gengi betur, eftir að þau væru gift. Hún
hafði aldrei hatað nokkurn mann eins mikið og
hún hataði O’Bannon. Hún naut þess að vissu
leyti að hata hann. Henni létti í skapi, þegar
bíllinn þaut áfram eftir veginum, sem var nýr
og rennisléttur og hafði þolað vetrarfrostin vel.
Nú var farið að þiðna og yfirborð hans var rakt,
svo bíllinn rann til og varð eins og lifandi vera.
Það jók ánægju Lydiu og í hvert sinn, sem bíll
varð á vegi hennar, greip hún fastar um stýrið.
Þegar hún þaut framhjá hliðargötu, kom hún
auga á lögregluþjón, sem var að stíga á bak
mótorhjóli. Hún horfði nógu lengi til hliðar, til
að fullvissa sig um, að þetta væri rétti lögreglu-
þjónninn. Hún sá, að hann rétti upp hendina og
heyrði, að hann kallaði til hennar að stanza.
-—- Ekki fléiri armbönd, vinur minn, hugsaði
hún og jók hraðann.
Lögregluþjónninn átti sýnilega erfitt með að
komast af stað, því hún heyrði ekki í mótorhjól-
inu á eftir sér. Hún vissi, að rétt áður en hún
kom að næsta þorpi, lá fáfarinn stígur út af
aðalbrautinni, næstum samsíða henni. Ef hún
kæmist þangað, hefði hún beinan veg margar
mílur framundan. En þá yrði hún að snúa bílnum
næstum alveg við, um leið og hún tæki beygj-
una, og það yrði ekki auðvelt á annarri eins ferð.
Nú heyrði hún reglulegt hljóðið i mótorhjólinu,
og sá sem hún átti von á, kom í ljós i speglinum.
Hún beindi allri athygli sinni að því að halda
bilnum á hálum veginum, um leið og hún hugs-
aði: Það er verra fyrir hann á aðeins tveimur-
hjólum, en mig á fjórum. Þetta gerði hana enn
ákveðnari í að láta ekki ná sér og hún var fús
til að hætta á hvað sem var. Samt sem áður færð-
ist maðurinn á mótorhjólinu nær. Bíllinn hent-
ist til, þegar framhjólin fóru yfir ójöfnu á veg-
inum, en hún náði aftur valdi yfir honum. Hún
kunni sem betur fór að aka!
Hún var því fegin, þegar hún kom auga á hlið-
argötuna framundan til hægri. Hún mundi geta
náð beygjunni, jafnvel án þess að draga úr ferð-
inni, ef hún léti bílinn renna til á veginum. Það
gæti maðurinn á mótorhjólinu ekki gert og hlyti
því að þjóta áfram inn í þorpið, svo börn og
hundar yrðu að forða sér í allar áttir. Hún
skemmti sér vel við tilhugsunina um þetta, þó
alvörusvipurinn á andliti hennar breyttist ekki.
Hún tók fastar um stýrið, sveigði til vinstri, steig
á hemlana og bjóst við að finna bílinn renna til
hliðar. 1 þess stað hentist hann til, og hún heyrði
brothljóð í gleri og stáli og einhver æpti.
Framhald í næsta blaði.
6