Vikan


Vikan - 14.01.1954, Blaðsíða 7

Vikan - 14.01.1954, Blaðsíða 7
Frú McWilliams og eldingarnar JÁ, óttinn við eldingar er einn af verstu veikleikum mannkynsins, hélt McWilliams áfram, því þetta var ekki byrjunin á ræðu hans. — Venjulega leikur hann aðeins kven- fólkið grátt, en öðru hvoru kemur það þó fyrir, að litlir hundar eða jafnvel karlmenn verða fyrir honum. Þetta er hvimleiður veikleiki, þvx hann fer ver með fólk en nokkur annar ótti, og það er hvorki hægt að losna við hann með skynsamleg- um fortölum né fá fólk til að skamm- ast sín nægilega mikið fyrir hann. Kona, sem þyrði að mæta sjálfum fjandanum — eða mús — missir kannski stjóm á sér, ef hún sér eld- ingarglampa. Það er ömurlegt að horfa á skelfingu hennar. Jæja, eins og ég sagði áðan, þá vaknaði ég við þetta niðurbælda hljóð, sem ég vissi ekki hvaðan kom. Mortimer! Mortimer! barst mér til eyma, og strax og ég var búinn að átta mig, rétti ég út hendina i myrkr- inu og spurði: — Evangeline, varst þú að kalla? Hvað er að ? Hvar ertu ? — Eg er inni í fataskápnum. Þú ættir að skammast þín fyrir að liggja og sofa, meðan annar eins stormur geisar. — Hvernig er hægt að skammast sín meðan maður sefur? Þú ert ó- sanngjöm, Evangeline. — Þú reynir það aldrei, Mortimer — þú veizt vel, að þú reynir það ekki. Og nú heyrði ég lágt snökt. Það stöðvaði hið hvassyrta svar, sem var komið fram á varir mínar og breytti því i: — Fyrirgefðu, elskan. Mér þykir þetta mjög leitt. Eg ætlaði alls ekki að hegða mér svona. Komdu aftur upp í og . . . — MORTIMER! — Hamingjan góða! Hvað er að, elskan! — Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú sért ennþá í rúminu. — Jú, auðvitað. — Farðu strax fram úr. Þú ættir að hirða örlítið um liftórima í þér vegna mín og barnanna, þó þér sé kannski alveg sama. ■—- En elskan mín . . . — Talaðu ekki við mig, Mortimer. Þú veizt vel, að enginn staður er hættulegri en rúmið i sliku þrumu- veðri . . . það stendur í öllum bók- um. Og samt ætlarðu að liggja þarna og fóma lífinu af ásettu ráði . . . hamingjan má vita hvers vegna, nema ef vera kynni af því að þú þarft alltaf að þræta og stæla . . . — Jæja, mér er fjandans sama. Evangeline, ég er kominn fram úr. Ég er . . . (Nú kom skyndilegur eldingar- glampi og frú McWilliams æpti af skelfingu, um leið og þruman kvað við). — Þarna sérðu! Ó, Mortimer, hvemig geturðu hegðað þér svona óguðlega ? Að blóta þegar svona stendur á! eftir Mark Twain — Ég blótaði ekki eða að minnsta kosti var þetta ekki afleiðing þess. Þruman hefði komið, þó ég hefði steinþagað. Þú veizt það vel, Evange- line, eða ættir að minnsta kosti að vita það, að þegar andrúmsloftið er þrungið rafmagni . . . — Já, haltu bara áfram að þræta og röfla! Hvernig geturðu talað svona, þegar þú veizt, að ekki er einn einasti eldingarvari á húsinu og veslings konan þín og börnin eiga allt undir forsjóninni? Hvað ertu að gera? Þú ert þó ekki að kveikja á eldspýtu! Ertu orðinn bandvitlaus! — Hvern fjandann gerir það til, kona ? Það er kol niða myrkur hérna . . . — Slökktu á henni undir eins! Ertu ákveðinn í að fórna okkur öll- um? Þú veizt, að ekkert dregur eins að sér eldingar og ljós. (Tzt! Búm- borúm-búm-búm) Ó, heyrðirðu þetta? Þama sérðu hvað þú hefur gert. — Nei, ég skil ekki hvað ég hef gert. Það getur verið að logandi eldspýta dragi að sér eldingar, þó mér sé ekki kunnugt um það, en hún or- sakar þær þó ekki. Það þori ég að hengja mig upp á. Og í þetta sinn dró hún eldinguna svo sannarlega ekki að sér, því ef þessu skoti hefur verið beint að eldspýtunni minni, þá var það fjári léleg frammistaða -— það hefði ekki hitt í milljónasta skiptið, það er ég viss um. 1 Dolly- mount hefði slik hæfni ekki . . . — Skammastu þín, Mortimer. Hér finnum við dauðann nálgast og jafn- vel á slíkri alvörustundu læturðu þér annað eins um munn fara. Þó þú hafir enga löngun til . . . Mortimer! — Hvað nú? — Fórstu með bænimar þínar í kvöld ? — Ég . . . ég ætlaði að gera það, en svo fór ég að reyna að reikna hvað tólf sinnum þrettán væri mikið og . . . (Ftz! Búm-berúm-búm! Bang!) — Ó, það er úti um okkur. Hvern- ig gaztu vanrækt þetta, þegar svona stóð á? — En það stóð alls ekki svona á. Það var heiðskír himinn. Hvernig átti mig að gruna, að það ylli þvílíkum gauragangi, þó mér yrðu aðrir eins smámunir á ? Og mér finnst það held- ur ekki sanngjarnt af þér, að gera svona mikið úr þessu, þar sem það kemur svo sjaldan fyrir. Eg hef ekki gleymt bænunum í eitt skipti síðan ég olli jarðskjálftanum fyrir fjórum árum. — MORTIMER! Hvemig geturðu sagt þetta? Ertu búinn að gleyma gulusóttinni ? — Heyrðu nú, góða mín, þú ert alltaf að kenna mér um þessa gulu- sótt, en það er alls ekki réttlátt. Það er ekki einu sinni hægt að senda símskeyti jafn stutta vegalengd og til Memphis, án þess að það taki óra- tíma, og hvernig gat þá önnur eins smáyfirsjón borizt svona langt? Ég skal taka á mig ábyrgðina af jarðskjálftanum, úr þvi hann varð hér í nágrenninu, en fjandinn hirði það, ef ég tek á mig sökina af hverri fjárans . . . (Tzt! Búm-berúm-búm- búm!) —■ Æ, guð minn góður! Þessi hitti eitthvað, það er ég viss um, Mortim- er. Við sjáum aldrei framar dagsins ljós. Og ef þér er fróun í að minnast þess, þegar við erum horfin héðan, að þessi hræðilegi munnsöfnuður þinn . . . Mortimer!. — Hvað nú ? — Mér heyrðist . . . Mortimer, stendurðu fyrir framan arininn? — Það er einmitt glæpurinn, sem ég er að fremja. — Farðu þaðan undir eins. Þú virð- ist vera alveg ákveðinn í að steypa okkur öllum í glötun. Veiztu ekki, að ekkert leiðir betur eldingar en opið eldstæði? Hvar ertu núna? — Eg er hérna við gluggann. — Ertu búinn að tapa vitglórunni, maður? Færðu þig frá glugganum undir eins. Hvert smábarn veit, að það er hreinasta brjálæði að standa nálægt glugga í þrumuveðri. Æ, ég veit, að ég á aldrei eftir að sjá dags- ins ljós framar. Mortimer! Hvaða þrusk er þetta? — Eg er að leita að opinu á bux- unum mínum. — Kastaðu þeim frá þér! Vertu fljótur! Ætlarðu að fara í buxurnar, þegar svona stendur á? Þú ættir þó að vita, að öllum, sem vit hafa á, kemur saman um, að ullarföt dragi að sér eldingar. Það er ekki nóg að lífi manns sé ógnað af máttarvöldunum, heldur verður þú lika að gera allt, sem í þinu valdi stendur, til að auka hættima. Ekki syngja! Hvernig dett- ur þér annað eins í hug? — Og hvað gerir það til? — Mortimer, ég er hundrað sinnum búin að segja þér, að söngur setur loftið á hreyfingu og það truflar raf . . . Til hvers ertu að opna hurðina ? — Hamingjan góða, gerir það eitt- hvað til lika, kona? —• Gerir til? Það getur orðið bani okkar. Hver, sem hefur hugsað nokk- um um þessi mál, veit, að með þvi að auka dragsúginn, býður maður eldingunni inn. Lokaðu hurðinni í snatri, annars er úti um okkur öll. Ó, það er hræðilegt að vera lokuð inni með vitfirringi, þegar önnur eins ósköp ganga á. Mortimer, hvað ertu að gera? — Ekkert. Eg er bara að skrúfa frá vatnskrananum. Það er kæfandi hiti hérna. Mig langar til að væta andlit mitt og hendur. — Þú ert vissulega búinn að missa þessa litlu vitglóru, sem þú hafðir. Eldingum slær fimmtíu sinnum oftar niður í vatn en nokkurt annað efni. Skrúfaðu fyrir. Æ, ég er viss um, að ekkert getur bjargað okkur. Mér virðist helzt . . . Mortimer, hvað er þetta? -—• Það var bölv . . . rnynd sem datt niður af veggnum. Eg kom við hana. — Þá hlýturðu að standa við vegg- inn. Aldrei hef ég heyrt aðra eins óskammfeilni. Veiztu ekki, að ekk- ert leiðir betur eldingar en veggir? Færðu þig undir eins! Auk þess varstu næstum búinn að blóta. Hvernig geturðu verið svona vondur, þegar fjölskylda þín er í annarri eins hættu ? Mortimer, keyptirðu fjaðradýnu, eins og ég sagði þér? — Nei, ég gleymdi því. — Gleymdir því! Það getur kostað þig lífið. Ef þú hefðir fjaðradýnu núna, gætirðu lagt hana á mitt gólf- ið og lagst á hana. Þá væri þér al- veg óhætt. Komdu héma — flýttu þér, áður en þú fremur fleiri heimsku- pör. Eg reyndi, en gat ekki lokað hurð- inni, þegar við vorum bæði komin í skápinn, nema eiga það á hættu að kafna. Ég tók nokkrum sinnum and- köf og ruddi mér svo braut út aft- ur. Konan mín kallaði á eftir mér: — Mortimer, það verður að gera eitthvað til að bjarga þér. Fáðu mér þýzku bókina, sem liggur á arinhill- unni og kerti. En kveiktu ekki á því. Gefðu mér heldur eldspýturnar og þá get ég kveikt á því hérna inni. Það eru leiðbeiningar um þetta efni 1 bókinni. Ég náði í bókina — það kostaði mig einn vasa og nokkra aðra brot- hætta smámuni — konan mín lokaði skáphurðinni og kveikti á kertinu. Nú hafði ég augnabliks frið, en þá kallaði hún: — Mortimer, hvað er þetta? — Bara kötturinn. — Kötturinn! Ó, við erum glötuð! Náðu i hann og lokaðu hann inni í skápnum undir vaskinum. Flýttu þér, góði, kettir eru fullir af rafmagni. Ég er viss um, að allar hættur þess- arar nætur gera mig gráhærða. Aftur heyi'ði ég hálfkæft snökt. Annars hefði mér ekki dottið í hug að leggja út í annað eins æfintýri í myrkrinu. Ég hófst þvi handa — hnaut um stóla og rak mig á alls konar hindranir, sem flestar vom harðar og með hvössum brúnum — og loks tókst mér að króa kisu uppi á kommóðu, eftir að hafa brotið f jögur hundruð dala virði af húsgögn- urn og dóti. Nú heyrðist sagt inni i skápnum: — Hér stendur, að öruggast sé að standa uppi á stól í miðju herberginu, Mortimer. En það verður að einangra stólfæturna. Þú verður því að láta stólinn standa I glösum (Ftz! búm- bang!) Ó, heyrðirðu þetta? Flýttu þér, Mortimer, áður en þær hitta þig. Mér tókst að finna glösin og koma þeim fyrir á réttum stöðum. Það voru síðustu glösin á heimilinu, þvi þá var Framliald á bls. 12. Þegar fyrsta bruman heyrðist, fór frúin inn í fataskáp. Stjórnaði svo hernaðaraðgerðum þaðan! 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.