Vikan - 14.01.1954, Qupperneq 14
BEÉFASAMBÖND
MADLI SVARTVEIT (við pilta 17—22 ára)
og- RAGNHILD RISVELD (við pilta 18—24 ára)
báðar í Hardanger folkehögskule, Lofthus, Hard-
anger, Norge. — GUNNAR GUNNARS (við
stúlkur 14—16 ára), JÓN JÓHANNESSON og
JAKOB ÞÓRARINSSON (við stúlkur 15—17
ára). — RAFNAR GUÐMUNDSSON og GUÐ-
MUNDUR SVERRISSON (við stúlkur 16—18
ára), allir á Héraðsskólanum í Reykholti, Borg-
arfirði. — EYGLÓ SIGFÚSDÓTTIR (við pilt eða
stúlku 11—13 ára), Tjarnargötu 4, Keflavík.
Drengirnir og fjallið
'■ Framhald af bls. 3.
á jafnsléttu, gengum við að hinni hlið
klettsins, en gáfumst upp við að klifra
suðaustur hlið hans.
En þar sem við vorum ungir, vorum
við ákveðnir í að komast upp. Við völd-
um norðvestur hliðina. Þarna gekk okk-
úr vel af stað, því þar var auðvelt að
ná hand- og fótfestu. Þegar við vorum
komnir nokkuð áleiðis, komst ég út á
sillu, sem iá til suðurs, fann auðvelda leið
upp og innan skamms var ég kominn
hálfan annan meter upp fyrir Doug og
var þremur metrum lengra til vinstri en
hann. Skyndilega lét sillan, sem ég stóð
á, undan.
Um leið og hún hrundi, náði ég taki
á góðri sprungu. Þarna hékk ég nú á
höndunum í 60 metra hæð og hrópaði á
hjálp.
Doug lagði undir eins af stað í áttina
til mín, um leið og harin æpti: — Haltu
þér! Ég er að koma! Og ég hélt svo sann-
arlega dauðahaldi. Hver sekúnda virti'st
eins og heil mínúta og hver mínúta eins
og klukkutími.
Ég missi takið, hugsaði ég, og í hug-
anum sá ég urðina fyrir neðan. Hún virt-
i^t draga mig til sín. Ég reyndi að kalla
til Doug, en hljóðið kafnaði í þurrum
hálsinum á mér.
Ég minntist orðanna, sem pabbi hafði
sagt, áður en hann gekk undir uppskurð,
sem leiddi hann til dauða: Ef ég dey,
verður það sæla, en ef ég lifi, verður það
fyrir miskunnsemi. Ég skildi ekki, að
það gæti verið sælt að deyja, en kannski
lifðum við fyrir miskunnsemi einhvers,
sem væri sterkari en bæði ég og Doug.
Ég bað guð að gefa mér styrk til að gera
hið óframkvæmanlega.
Ég fann að einhver ýtti vinstri fæti
Tímaritið SAMTÍÐIN
flytur kvennaþætti, framhaldssögur, smásög-
ur, bókafregnir, getraunir, bráðfyndnar skop-
sögur, víðsjá, ferða- og flugmálaþætti, sam-
talsþætti, frægar ástarjátningar, bridgeþætti,
úrvalsgreinar úr erl. tímaritum, ævisögur
frægra manna o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir
aðeins 35 kr. Póstsendið í dag meðfylgjandi
pöntun:
Nýir áskrifendur fá 1 eldri árgang í kaup-
bæti.
Ég undirrit..... óska að gerast áskrif-
andi að SAMTlÐINNI og sendi hér með ár-
gjaldið, 35 kr.
Nafn .................................
Heimili
Utanáskrift vor er:
SAMTlÐIN, Pósthólf 75, Reykjavík.
mínum upp á við, og heyrði eins og í
draumi rödd Dougs. — Þú hefur fótfestu
5 sm. fyrir ofan vinstri tána á þér. Doug
kom fætinum fyrir á réttum stað. Ég dró
mig upp og lét olnbogana hvíla á sillunni,
sem ég hafði hangið á. Ég rétti úr fingr-
unum og beygði úlnliðina, til að fá líf í
þá aftur.
Þegar við vorum komnir rétt upp fyr-
ir staðinn, þar sem Doug hafði bjargað
lífi mínu, fundum við ágæta leið upp á
tindinn. Það var klettaskora, sem lá næst-
um alla leið upp. Við klifruðum upp á
sokkaleistunum og studdum bakinu og
höndunum ’við vegginn á móti.
Þegar við komum upp, var sólin að setj-
fast. Við vorum kátir og galsafengnir og
ræddum um útsýnið. Við æptum og hróp-
uðum til sléttunnar, sem lá fyrir fótum
okkar. Þennan júlídag á Kloochmantind-
inum kunnum við Doug betur að meta
lífið, af því dauðinn hafði staðið svo ná-
lægt okkur. Það virtist svo dásamlegt að
vera á lífi, draga andann, nota vöðvana,
hrópa og horfa.
IMýtt vopn ...
Framhald af bls. 13.
menn eru ýmsu vanir í útvarps- og sjón-
varpssendingum sínum, og enginn varð
hót hneikslaður. Og það sem var jafnvel
betra: hin nýstárlega aðferð byrjaði strax
að gefa góða raun.
Tveimur mínútum eftir að sjónvarpað
var mynd af einum lögbrjóti, hringdi
húsmóðir nokkur og sagði: ,,Ef þið send-
ið menn á kjötmarkaðinn á Exposition-
götu, þá munið þið finna þann, sem þið
leitið að, bak við eitt afgreiðsluborðið.“
Hálfri stundu síðar var sá eftirlýsti kom-
inn niður á lögreglustöð.
Eftir að sjónvarpað var myndum
tveggja ungra manna, sem brotist höfðu
út úr fangelsi og farið með ráni og rupli
um borgina og nágrenni hennar, var
hringt frá San Fernando dalnum og til-
kynnt, að þeir hefðu sést fara þar um á
norðurleið. Árangurinn var sá, að þeir
náðust samdægurs.
Þjónustustúlka í veitingahúsi, sem að
staðaldri fylgdist með hinum nýstárlegu
sjónvarpssendingum, þóttist kannast við
tvo eftirlýsta menn, þegar hún afgreiddi
þá. Hún skrifaði hjá sér númerið á bíl
þeirra hringdi síðan á lögregluna. Götu-
lögreglan hafði þá mjög fljótlega í sinni
vörslu.
Stundum er þetta eins og í bíóreyfara.
Eftir að lögreglan hafði auglýst eftir
konu nokkurri fyrir ávísanafölsun, hringdi
maður, sem ekki vildi láta nafn síns get-
ið, og sagði að konuna væri að finna í til-
greindu húsi í Hollywood. Þegar lögreglu-
menn fóru þangað í skyndi, sáu þeir
ferðatöskur á tröppunum. Hin grunaða
opnaði sjálf fyrir þeim, þegar þeir
hringdu dyrabjöllunni. Hún átti von á
leigubíl. I staðinn fékk hún ókeypis far í
lögreglubíl.
Ofan á allt þetta, hafa sjónvarpssend-
ingar lögreglunnar oftar en einu sinni
orðið til þess að lögbrjótar hafa sjálf-
viljugir gefið sig henni á vald. Það gerði
til dæmis maðurinn, sem var að horfa á
sjónvarp í anddyri hótels nokkurs, þegar
hans eigin mynd allt í einu birtist á sýn-
ingartjaldinu. Og sömu sögu er að segja
af stúlkunni, sem gerðist félagi forherts
glæpamanns, ruddist inn í verzlun um há-
bjartan dag með byssu í hendi, tókst á
við gjaldkerann og slapp burtu með tals-
verða peningaupphæð. Þegar mynd henn-
ar var sjónvarpað, komu upphringingar
699. krossgáta Vikunnar
Lárétt skýring:
1 ávöxtur — 7 fjall í Asíu — 12 llffæri — 13
nautnalyfi — 15 á flík —• 17 títt — 18 viðdvöl
— 20 einkennisstafir ■— 21 gras •— 23 biblíunafn
— 26 tveir eins — 27 fyrir skömmu — 29 slarka
— 31 sæma tign — 32 þráður -— 34 gap — 36
skammstöfun — 37 band — 38 poka — 39 þrír
eins — 40 tónn — 41 snyrta — 43 ásökun —
45 titill, sk.st. — 46 eyða — 48 miskunna — 50
veður -— 52 starf — 53 æðir — 55 athugaðu
— 57 þynna — 60 vera til — 61 áflog' — 62
gefa frá sér hljóð — 64 hvetji — 66 greinir —
67 kveikur — 69 líkamshluti — 71 mannsnafn,,
þf. — 72 mannsnafn — 75 þagga niður — 77
verkamaður — 78 bærði á sér.
Lóðrétt skýring:
1 kuldaáverki — 2 steinefni — 3 tveir sam-
stæðir — 4 gimsteinn — 5 tónn — 6 sigað — 7
tveir samstæðir — 8 flokka — 9 keyr — 10 bók
— 11 seinlegur — 14 fjöldi — 16 fé —- 17 gruna
— 19 vaða — 21 skjótráður — 22 ill — 24 tímabil,
þf. — 25 korti — 28 óhreinka — 30 fugl — 33
dvelja —• 35 greinir ■— 37 lét af hendi — 38
tímabil — 38b gæfa — 40 læknissetur — 42 blíðu-
hót — 44 bætir — 45 tákn •— 47 mark — 49 hús-
dýra — 51 óðagot — 54 flokkaði — 56 svif —
58 fold — 59 = 18 lárétt — 63 vatnadýr — 65
hérað í Noregi — 68 fjörug — 70 raálmur — 71
þrír eins — 73 fangamark skóla — 74 frum-
efnistákn — 75 forsetning — 76 skammstöfun.
Lausn á 698. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1 nýár — 5 ábati — 8 Rúna — 12 aflar
— 14 örður — 15 gil — 16 eta —• 18 gat — 20
ama — 21 an —■ 22 flækingur — 25 dr. — 26
galli — 28 glata — 31 lóa — 32 kná — 34 afi
— 36 volk — 37 klifa -— 39 slor — 40 Adua —- 41
rusk — 42 fals — 44 lumar — 46 Ingi — '48 akk
— 50 fum — 51 sný — 52 skóla •— 54 Danir —
56 op — 57 rafölduna — 60 ek — 62 las — 64 gin
— 65 ugg — 66 aga — 67 grána — 69 aukir —
71 aðla — 72 uglan — 73 mana.
Lóðrétt: 1 naga — 2 ýfing — 3 áll -— 4 ra ,—
6 blak — 7 tign — 8 rr — 9 úða — 10 numda
— 11 arar — 13 rella--14 ötula — 17 tæi ■—
19 agg — 22 flókaskór — 23 iðni — 24 Rafskinna
— 27 alí — 29 til — 30 svífa — 32 klauf — 33
áfram — 35 grein — 37 kul — 38 aur — 43 lak
—• 45 musl —• 47 nýi — 49 klaga -— 51 sanga —
52 sparð — 53 afi — 54 dug — 55 regin — 56
Olga — 58 önug —- 59 dula — 61 kara—• 63 sál
— 66 aka — 68 na — 70 um.
Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5:
1. Red Skelton, kvikmyndaleikari.
2. Fjóra: vömbina, keppinn, lakkann og vinstr-
ina.
3. Montreal.
4. 1881.
5. Pokastrigi. Hún vex mest í óshólmum árinn-
ar Ganges á Vestur-Indlandi.
6. 1940.
7. Fylgdarmaður Garðars Svafarssonar, sem
varð' eftir á íslandi.
8. Verdi.
9. Belgía, Frakkland og Þýzkaland.
10. Herðakistill.
frá nokkrum veitingakrám, þar sem hún
hafði sést. En á meðan lögreglan leitaði
hennar í nánd við þessa staði, gaf hún sig
fram á lögreglustöð.
„Ég get ekki þolað að sjá mynd af mér
í sjónvarpinu," sagði hún.
14