Vikan


Vikan - 08.04.1954, Blaðsíða 2

Vikan - 08.04.1954, Blaðsíða 2
IÐ1LSBUXUM Framh. af bls. 7 — Ef þær vilja ekki giftast ykkur, þegar þið biðjið þeirra, þá verðið þið að giftast þeim fyrst og biðja þeirra svo, sagði hún. — Ég hef lesið um menn, sem kölluðu sig Rómverja, og þá vantaði konur alveg eins og ykk- ur, en íbúarnir — Sabinarnir eða hvað þeir nú hétu — vildu ekki sjá þá. Þá réðust Rómverjarnir nótt eina inn í þorpið þelrra og rændu heilum hóp af konum, sem þeir svo giftust. Úr því einhverjir gamlir, dauðir Rómverjar gátu gert þetta, þá get- ið þið það líka. — En ef konurnar hljóða og leggja á flótta? spurði Hans. — Eg skal sjá um það, þegar þær eru einu sinni giftar. Þær eru allar vitlausar í að giftast, og það eru ekki nógu margir karlmenn í þorp- inu handa þeim öllum. Getur nokkur annar en þorpspresturinn gift ykk- ur? — Já, í nágrenni þorpsins býr far- andprestur. Það vakti ekki svo litla athygli um kvöldið, þegar hin árlega hátíð var haldin í þorpinu, að Pontipeebræð- urnir, sem aldrei höfðu komið þar, gengu inn í salinn með Mitty í broddi fylkingar. Stúlkurnar fuss- uðu, en þegar leið á kvöldið og dans- inn hófst, fóru sumar þeirra að velta því fyrir sér, hvers vegna þær hefðu ekki viljað eiga þessa glæsilegu menn. Um það bil sem gengið skyldi til borðs, hrópaði Mitty. — Eruð þið tilbúnir, drengir ? Og hinir sex ógiftu Pontipeebræður svöruðu ein- um rómi. — Já! Skyndilega voru þeir allir komnir með riffil í aðra hendina og stúlku í hina, en Harry og Mitty héldu fólkinu í skefjum með sínum byssum. Áður en nokkur hafði áttað sig, voru bræðurnir horfnir út um dyrnar með stúlkurnar og búnir að skjóta slagbröndum fyrir að utanverðu. Dyrnar létu ekki undan fyrr en undir morgun — og þegar þorpsbúar litu út, andvörpuðu þeir. Því það var fariö að snjóa, svo þeir sáu ekki handa sinna skil. Snjónum hlóð nið- ur í fjóra daga, og þá var ekki leng- ur fært upp í Pontipee dalinn. Svo þeir áttu ekki annars úrkosta .en að biða vorsins, þegar snjóa leysti. Auðvitað voru rændu stúlkurnar alveg æfar af reiði og sóru að bragða hvorki vott né þurrt, fyr en þeim yrði skilað aftur, en Mitty lagaði kaffi — og fáar konur hafna kaffi- bolla, jafnvel þó þær séu reiðar. Kaffið hlýjaði þeim og þeim fór að líða betur. Þá tók Mitty þær tali. — Mér þykir þetta ákaflega leið- inlegt. Hefði mig grunað þetta, þá hefði ég ekki hjálpað þeim. Þið komizt ekki heim í þessari ófærð, en ég skal sjá um að þið haldið virð- ingu ykkar. Við læsum útidyrunum á kvöldin, og Pontipeebræðurnir geta sofið úti í fjósi. Það ætti að kenna þeim að koma betur fram. Og þeg- ar Mitty vísaði þeim til herbergis þeirra og fékk þeim lykilinn, voru þær sannfærðar um, að hún væri á þeirra bandi. Þannig leið heil vika. Stúlkurnar bjuggu útaf fyrir sig og sáu ekki bræðurna. 1 fyrstu líkaði þeim þetta vel, en svo sá Mitty, að þær voru farnar að gægjast út um gluggana, til að sjá þessum hræðilegu bræðr- um bregða fyrir. Stúlkunum fór að leiðast og þær rifust í sífellu, svo Mitty leyfði þeim að skoða dótið á háaloftinu, þar sem þær fundu sex brúðarkjóla. Mitty skipaði þeim að láta þá vera, en því var ekki hlýtt. Nú fóru þær að rífast um það, hver bræðranna væri myndarlegastur, þvi hverri um sig leizt bezt á þann, sem hún hafði dansað við á ballinu. Að lokum sagði Mitty þeim, að ef þær vildu endilega giftast, þá væri ein- mitt staddur farandprestur á bæn- um. Og þær vildu fyrir alla muni nota tækifærið. Samt sem áður krafðist Mitty þess, að bræðurnir héldu áfram að búa úti í fjósi, þangað til foreldrar stúlknanna gætu lagt blessun sína yfir hjónaböndin. Aðeins þrisvar í viku var þeim boð- ið að borða með þeim. 1 fyrstu var unga fólkið ákaflega hlédrægt, en brátt fóru hjónin að haldast í hendur, þegar Mitty sá ekki til. Og morgun nokkurn, þegar Mitty þreifaði undir koddann sinn, þar sem húslykillinn var geymdur, var hann horfinn. — Jæja, nú get ég átt barnið mitt í friði, hugsaði hún. Þegar snjóinn fór að leysa, kom Hans einu sinni hlaupandi inn til Mitty. — Nú koma þeir! Þeir eru allir með riffla, boga og reipi. Hvað eigum við að gera? — Látið þá bara ekki sjá ykkur, drengir — Þetta er verkefni fyrir okkur konurnar. Hún brosti og gaf stúlkunum skipanir. Þegar þorpsbúar komu heim að bænum, stóðu dyr og gluggar upp á gátt, og Mitty kom út með bamið á handleggnum. Mennirnir létu byss- urnar síga og sumir hóstuðu vand- ræðalega. Innan úr húsinu heyrðist rokkhljóð, og einhver raulaði við vinnu sina, annars staðar var verið að stroklía og tvær konur spjölluðu glaðlega saman, og úr eldhúsinu heyrðust skellir í pottum og pönn- um og þar söng önnur konurödd. — Þetta eru dætur ykkar, sagði Mitty. -— Eins og þið heyrið, þá líð- ur þeim vel. Nú er maturinn að verða tilbúinn — ég vona að þið borðið með okkur, áður en þið farið. Og nú komu dæturnar hlaupandi út og þutu upp um hálsinn á feðr- um sínum og allir töluðu i einu, þang- að til Mitty klappaði saman lófun- um og hrópaði: — Komið þið, dreng- ir. Það er víst bezt að kynna ykkur fyrir tengdaforeldrum ykkar, áður en við setjumst til borðs. Fyrir Huldu, Láru, Hallbjörn, Guð- rúnu, Systu o. fl. birtum við hér- með ljóðið „Lukta Gvend". Hann veitti birtu á báðar hendur um bæinn sérhvert kvöld hann Lukta-Gvendur á liðinni öld. Af gráum hærum glöggt var kenndur við glampa af ljósafjöld hann Lukta-Gvendur á liðinni öld. Hann heyrðist ganga hægt og hljótt um hverja götu fram á nótt hans hjartasárin huldi bros á brá. Ef ungan svein og yngismey hann aleinn sá hann kveikti ei en eftirlét þeim rökkurskuggan blá. I endurminning æskutíð hann aftur leit er ástmey blíð hann örmum vafði fast svo ung og smá. Hann veitti birtu á báðar hendur um bæinn sérhvert kvöld hann Lukta-Gvendur á liðinni öld. E. K. E. Svar til Kristrúnar og Jennýar: Það eru aðeins fá blöð af Vikunni, sem fara til þessara landa og þá auðvitað helzt til Islendinga. Þess- vegna er lítil von til þess, að þið getið komizt í bréfasamband við enskar eða amerískar jafnöldrur gegnum þetta blað. Af tilviljun vit- um við þó af tveimur drengjum í Bandaríkjunum, sem í fyrra vildu komast í bréfasamband við Islend- inga. Þeir heita: Thomas Henry (13 ára) 569 Molt St. Schenetairy, New York, U.S.A. og Dick Leebrick (12 ára) 8200 w. 40th, Wheat Ridge, Colorado, U.S.A. Svar til Marsi, Kötu, Siggu, Sjafn- ar, N., Söngelskrar stúlku, Erlu og Heddyar: Dægurlagasöngvarinn vin- sæli Eddie Fisher, sem nú hefur sina eigin þætti í útvarpi og sjónvarpi Bandaríkjanna og hefur sungið inn á 16 metsöluplötur í röð, er alinn upp við hina mestu fátækt og basl, eins og reyndar margir aðrir dáðir dæg- urlagasöngvarar: A1 Jolson, Eddie Cantor, Danny Kay, Johnny Ray og Rosemary Clooney, svo einhverjir séu nefndir. Faðir Eddie Fisher, sem var at- vinnulaus iðnaðarmaður, reyndi að sjá sér og fjölskyldu sinni farboða með því að selja grænmeti á götunni. Þegar skólinn var úti, hjálpaði Eddie honum með því að syngja fullum hálsi og lokka húsmæðurnar út, í von um að þær keyptu þá kannski pund af tómötum um leið. Seinna tókst honum að fá vinnu á nætur- klúbbnum Copakabana í New York, en þegar hann átti að byrja að syngja, kom það í Ijós að hann var ekki orðinn 18 ára gamall og hafði því ekki leyfi til að syngja á nætur- klúbbum. Eigandinn vorkenndi hon- um og sendl hann til vinar síns að nafni Blackstone, sem notaði síðan áhrif sín til að koma honum að á ýmsum stöðum og fékk m. a. Eddie Cantor til að taka hann með sér í söngför. — Eftir nokkur atvinnu- leysistímabil, voru dómar blaðanna farnir að breytast og líktust þvi meira að einhver ættingja minna hefði skrifað þá, segir Eddie sjálfur. Svo varð hver platan sem hann söng inn á, af annarri, metsöluplata, og það dró ekkert úr vinsældum hans meðan hann var í hemum. P.s. Eddie er ekki giftur. Og því miður höfum við ekki mynd af hon- um, en hann er dökkhærður og skarpleitur unglingur um tvítugt. GUITAK- KENNSLUBÓKIN Hljóðfæraverzlun í Sigríðar Helgadóttur s.f. § Reykjavík MLINIÐ NDRA MAGASIN lítgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.