Vikan


Vikan - 08.04.1954, Blaðsíða 10

Vikan - 08.04.1954, Blaðsíða 10
^IIMIIIIIIIIIMIIIII........ 1,, t fi f MMJULL BITSTJÓRI: ELIN PALMADÓTTIB rU ■|llllll■■l■lll■llll■llllll■ll■llll■llll■lllllll■lllll■lll■ll■llllllllllllll■■IIM**MIIII■llll■llllllll•llllllllllllllllllll■llllllll■l■llll■ll■l••llllP'' PÁSKASIÐIR OG PÁSKARÉTTIR HÉR á Islandi er lítið um páskasiði og pástarétti, nema hvað við höfum tekið upp þann sið, sem algengur er víða um heim, að gefa páskaegg. Þessi heiðni siður hefur einhvern veginn bland- ast saman við hina mjög svo kristnu hátíð. Eggið var sem- sagt tákn upprisu í augum heiðinna manna. Á Norðurlöndum eru hænueg'g' mikið notuð til hátíðabrigða á páskunum og þá oft skreytt á mjög hugkvæman hátt. Sumir láta sér nægja að sjóða þau og mála alla vega lit. Síðan er þeim raðað í körfu, sem höfð er á morgunverðarborðinu á páskadag. Aðrir búa til úr eggjunum ljúf- fenga rétti. Danskt páskabrauð. Idönsku blaði er brauð, smurt á eftirfarandi hátt, kallað páskabrauð og ætlað á morgun- verðar- eða kvöldborð: Skorpan er skorin af franskbrauðsneiðum, sem síðan eru steiktar í nægu smjörlíki. Eggin eru harðsoðin og skorin í tvennt. Þegar brauðsneið- arnar eru orðnar kaldar, er hálft egg lagt ófan á hverja sneið, mayonnaisi sprautað I kring og lítil klessa sett á eggið, og ein rækja á toppinn. Þetta lítur ljóm- andi vel út á borðinu, ekki síst ef salatblöðum og tómötum er líka raðað á fatið. Eina fjölskyldu hef ég heyrt um í Danmörku, sem heldur páskana næstum eins hátíðlega og jólin og finnur upp á ýmsu til hátíðabrigða. Meðal annars safn- ast fjölskyldan saman laugardag- inn fyrir páskadag og skiptist á um að hræra í stórri skál með eggjasnapsi, og sá sem hrærir segir sögu. Þegar allir hafa lokið sinni sögu, er snapsinum skipt í glösin (eftir aldri og lyst). Hver bætir svo út í eggjasnapsinn sinn því, sem honum þykir bezt: möndl- um, rifnu súkkulaði, ávaxtamauki, portvíni — eða gömlu rommi. Á páskadagsmorgunn fer hús- bóndinn snemma fram úr og fel- ur lítil páskaegg í silkipappír víðsvegar um stofuna: innan um blómin, bak við útvarpið o. s. frv. — en húsmóðirin skreytir morg- unverðarborðið með páskaliljum, gulum ungum og mislitum eggj- um. Og þegar börnin koma á fætur, fara þau í eggjaleit, hvert með sína körfu. Franskur eggjaréttur. 1r Frakklandi eru egg líka talin sjálfsögð í páskamatinn. Hér er franskur réttur, sem margir nota á páskunum. Hann heitir: Æufs a la Neige, og í hann þarf 6 egg, 1 pott af mjólk, 150 gr. af sykri og salt. Sykrinum er bætt út í mjólk- ina og suðan látin koma upp. Hvíturnar skildar frá rauðunum í eggjunum og þær stífþeyttar. Um leið og suðan kemur upp í mjólkinni, er þeyttri hvítunni skvett út í, einni matskeið í einu. Eggjahvítunum snúið við og suð- an látin koma upp aftur (það tek- ur aðeins 50—60 sek). Þá er heitri mjólkinni hellt yfir eggjarauðurn- ar, salti og vanilludropum bætt í eftir smekk og hún hituð við mjög hægan hita. Hrært í meðan þetta er að þykkna, en það má ekki sjóða. Hellt í skál og þegar rétt- urinn er orðinn kaldur, eru eggja- hviturnar settar ofan á. Kússnesk páskakaka. UM daginn rakst ég i blaði á gamla rússneska páskaköku, sem kemur okkur Islendingum dá- lítið einkennilega fyrir sjónir. Mér er ekki kunnugt um það, hvort hún er enn borðuð í heim- kynnum sínum, en rússneskir út- lagar viða um heim, láta hana aldrei vanta á páskaborðið. Kak- an er kölluð Paskha og er venju- lega búin til í þar til gerðum kassa, sem kræktur er saman á hornunum, en venjulegur blómst- urpottur getur vel komið i stað formsins, ef tvöfalt lag af votu gasefni er lagt inn í hann. Óþörf væta getur þá lekið út um gatið á botni blómsturpottsins. Og svona er þá uppskriftin (á 24 diska): 4% pund af mjúkum osti, 18 eggjarauður, 3 msk. vanilla, 1 y2 bolli sykur, 1 bolli þykkur rjómi, 680 gr. smjör, 225 gr. blandaðir og sykraðir ávextir, 1 bolli af hvítum sundur- skornum möndlum. Gasefni er látið í sigti og diskur undir. Síðan er osturinn látinn standa í 8 klukkustundir í sigt- inu og eitthvað þungt ofan á hon- um. Þegar hann er orðinn þurr, er honum þrýst í gegnum gróft sigti eða kairtöflukvörn. Eggja- rauðurnar hrærðar, þangað til þær eru orðnar léttar i sér, en þá er vanillu og sykri hrært vel saman við. Rjómanum bætt út í og hrært í. Síðan er smjörið brætt við lit- inn hita og kælt. Þegar það er orðið ilvolgt, er það hrært saman við. Ávöxtunum og hnetunum bætt út í. Nú er tvöfalt gasefni sett inn- an í formið (eða blómsturpott- inn), það vætt og deiginu hellt i það. Formið er svo látið standa á diski í ísskápnum í nokkra klukkutíma, en þá er kökunni hvolft á disk og hún skreytt með lituðum brjóstsykri og nýjum blómum, eftir efnum og ástæðum heimilisins. Oft er hafður kross á einni hliðinni og stafirnir XB á annarri. Þeir tákna „Kristos voskresye“ — Kristur er uppris- inn. Venjulega segir heimilisfólkið líka þessi orð hvert við annað, þegar það kemur heim frá mið- næturmessunni og lætur þrjá kossa fylgja. Svarið er: „Hann er vissulega upprisinn“. Og áður fyrr var sezt að íburð- armestu máltið ársins um nóttina, þegar komið var frá messunni. Stundum var þá kakan á mynd- inni borðuð sem ábætir oða hún geymd til næsta dags með síð- degisteinu. Heitt brauð með osti og aspargus. ENNILEGA eigum við fransk- brauð og ost heima um pásk- ana, en þá væri líka gott að eiga aspargusdós í skápnum, ef gestir skyldu koma óvænt. Brauðið er smurt, ostur og aspargus sett of- an á, brauöið vafið upp og stung- ið í það eldspýtu (brennistein- inn verður að brjóta af). Síðan er brauðinu stungið i ofninn svolitla stund. Þá bráðnar osturinn og aspargusinn inn í brauðið. Borið á borð heitt. Það er líka fallegt að stinga kokteilpinnum í brauð- ið í stað eldspýtnanna, áður en það er borið á borð. En nú er ekki hægt að geyma leyfarnar af aspargusnum, eftir að búið er að opna dósina, en þá er ágsett að nota hann í súpu dag- inn eftir. Súpuna má baka upp með soðinu úr dósinni og hafa bitana heila í henni. Kuldi og fjallaloft éru hressandi og lífgandi. Hjartað slær örar, taugarnar endurnærast. Húðin tekur einnig við meiri blóðstraum, en kuldi og væta draga fró henni verðmæt lífefni. Svo sem kunnugt er, hættir henni til að verða grófgerð, rauðleit og sprungin ó þessum tíma órs. Einfaldasta róðið við pessu erað nota NIVEA-CREME, vegna pess að pað inniheldur Eucerit, sem bæði verndar húðina gegn’ utanaðkomandi óhrifum og stælir hana gegn óföllum. U < 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.