Vikan


Vikan - 15.04.1954, Blaðsíða 3

Vikan - 15.04.1954, Blaðsíða 3
H E I M S I IM S MESTI APAKÖTTUR H/ERNIG litist þér á að hafa apa fyrir heima- gang? En er það nokk- ur leið? mun einhver spyrja. Hlyti ekki api að leggja heimilið í rúst? Og eru apar ekki skapillir og bráðir? Hér segir frá apa, sem er sann- kallaður sóma-api. Hann er bú- settur í Oukara á Hollensku Nýju-Guineu, býr þar hjá holl- enskri fjölskyldu sem „einn af fjölskyldunni.“ Og það er síður en svo, að hann sé búinn að leggja heimilið í rúst. Þessi api heitir Rotterdam, og húsbændur hans halda því fram, að hann sé gáfaðasti ap- inn í öllum heiminum. Hann féll í mannahendur sex mánaða gamall, þegar móðir hans var drepin. Hann er nú 11 ára, þ. e. á bezta aldri, því að meðalaldur heilsuhraustra aþa af hans kyni er 45 ár. Hjónin, sem tóku Rotterdam í fóstur, eiga tvö börn, 15 ára strák og 17 ára stúlku, sem loðni kavalerinn er sérstaklega hændur að. Þótt fjölskyldan hafi tvær þjónustustúlkur, er Rotterdam enginn slæpingi. Eins og bezt kemur í ljós hér á eftir, reynir hann eftir megni að vera til gagns. Hann sefur á sumrin í kofa í garðinum, en á veturna flytur hann í lítið, hlýtt herbergi næst eldhúsinu. Hann fer á fætur við sólar- upprás og byrjar á því að tensa sig til, enda með afbrigðum hreinlegur api. Að því loknu bíður hann þolinmóður eftir morgunverði sínum. Stundmn kann húsbóndinn að sofa svolít- ið lengur en venjulega, og þegar þannig stendur á, bankar Rott- erdam kurteislega á svefnher- bergisgluggann, svona til þess að minna á sig. Að morgunverði loknum, taka skyldustörfin við. Rotterdam fer út að kaupa blöðin! Þessi hollenska f jölskylda les ógrynni af blöðum. Börnin, Dora og Poeck, láta það vera sitt fyrsta verk á morgnana að ,,segja“ Rotterdam, hvaða myndablöð hann eigi að kaupa í dag. Þau sýna honum einfald- lega eintök af blöðunum, sem þau vilja fá hverju sinni. Þegar þau þykjast viss um, að hann hafi skilið þau, fá þau honum peninga fyrir blöðunum í lítilli buddu. Til gamans má geta þess, að Rotterdam neitar harðlega að láta hengja budd- una um hálsinn á sér. Hann ber hana í munninum. Hamingjusöm í fyrra en ... VIÐ BIRTUM í fyrra mynd af Susan Hayward og frásögn af hinu hamingjusama hjónabandi hennar. Það lítur út fyrir, að við höfum verið heldur fljót á okkur. Susan skildi fyrir skemmstu við manninn sinn með miklu knalli. Þegar skilnaðarmál þeirra var tekið fyrir, varð dómarinn hvað eftir annað að áminna hjónin um að gefa ekki allt of ófagrar lýsingar af framferði hvors annars — af tillitssemi við hina ungu syni þeirra, sem voru viðstaddir. Susan bar manni sínum (Les Barker kvikmyndaleikara) það meðal annars á brýn, að hann nennti ekki að vinna fyrir sér. I blaðaturninum, þar sem hann gerir innkaup sín, er hann auðvitað mjög vel kynnt- ur. Auk myndablaðanna, verzlar blaðasalinn með sælgæti, svo að börn koma að sjálfsögðu oft i búðina til hans. Sérstaklega reyna þau að vera viðstödd, þegar Rotterdam kemur, því að hann er mikill vinur þeirra. Rotterdam hleypur niður strætið og inn í búðina og byrj- ar þegar í stað að velja mynda- blöð húsbænda sinna. Að því loknu brýtur hann þau saman og fær kaupmanninum budduna. Kaupmaðurinn tekur gjaldið fyrir blöðin, en Rotterdam bíður á meðan við búðarborðið með hönd undir kinn og gýtur aug- unum í sælgætiskrukkurnar. Hvað skyldi maðurinn gefa hon- um í dag ? Brjóstsykur kannski ? Ef þetta tekur lengri tíma en venjulega, byrjar Rotterdam stundum að ókyrrast. Hann trommar með fingrunum á af- greiðsluborðið og horfir þung- lyndislega á hina viðskiptavin- ina, til þess að vekja athygli á raunum sínum. Hann veit ó- sköp vel, að hann er búinn að gera sína skyldu; nú er röðin komin að búðarmanninum. Þegar hann er búinn að fá rétti sínum framgengt, tekur hann upp blaðaböggulinn og budduna og röltir af stað heim- leiðis, tyggjandi sælgætið sitt af hjartans lyst. Þegar heim er komið, dreifir hann blöðunum mjög vandvirknislega. Það bregst aldrei, að hver maður fái sitt blað. Fyrir kemur, að Rotterdam tekur sér far með strætisvagni. Flestir farþegarnir þekkja hann og eru alveg óhræddir við hann. Eitt sinn, þegar hann var sendur með böggul til læknisins, tók hann strætisvagn. Vagn- stjórinn gerði það að gamni sínu að krefja hann um far- gjald. Honum og farþegunum til mikillar furðu, rétti Rotterdam fram budduna! Svo vildi samt til, að hún var tóm. Stundum grípur þunglyndi þennan gáfaða apa. Þá tekur liann oftast til þess ráðs að opna fyrir útvarpið og leita sér að fjörugri jazzmúsík! Enda þótt hann kæri sig lítið um söng, hafa menn nokkrum sinnum komið honum að óvörum við út- varpið, þar sem hann hefur set- ið háalvarlegur og hlustað á sálmasöng. Eitt kvöld gerðu húsbændur hans það að gamni sínu að taka útvarpið úr sambandi. Rotter- dam sat lengi á gólfinu og klór- aði sér undrandi í höfðinu. Svo spratt hann allt í einu á fætur, greip rafmagnssnúruna og setti útvai-pið í samband. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir, hefur eigendum Rotterdams ekki tekizt að útvega honum eiginkonu. Það er þessvegna lcannski engin furða, þótt aum- ingja piparsveinninn sjáist stundum horfa löngunaraugum til kvenfólksins! Hvað sannar auðvitað, að ap- ar eiga sínar sorgir, engu síður en mennimir. (Úr World Digest). ÞETTA ER TIL FYRIRMYNDAR FLESTUM kemur saman um, að Bandaríkjamenn beri að ýmsu leyti af á sviði fram- leiðslu og tækni. Pæstir átta sig þó á því, að þetta er ekki eingöngu auði þeirra að þakka. Hitt er ekki síður mildlsvert, hve lagnir stjórnendur þeir eru, röskir og hugmyndaríkir. 1 fá- um löndum fær dugnaður bet- ur notið sín heldur en i Banda- ríkjunum. A síðustu árum hafa Banda- ríkjamenn mjög tekið vísindin í sína þjónustu við val á verk- stjórum sínum og forstjórum. Hæfnispróf, sem fram fara í verksmiðjunum sjálfum, ráða því, hverjir fá ábyrgðarstöð- urnar -— ekki kunningsskapur og skyldleiki, eins og víða vill brenna við. Árangurinn er enn aukin framleiðsla, aukin sala, aukin velmegun. En fyrirtækin láta jafnvel ekki þar við sitja. Þau gera út menn til þess að leita að verk- stjóraefnum. Þegar þeir finna röska, greinda menn, sem ekki eru hræddir að taka til hönd- unum, bjóða fyrirtækin þeim að kosta þjálfun þeirra og út- vega þeim vinnu á meðan. Sumir eru jafnvel sendir í dýra framhaldsskóla á kostnað at- vinnurekendanna. Einn af forstjórum General Electric (sem hefur 230,000 manns í þjónustu sinni) lýsir þessu svona: „Þeir dagar eru liðnir, þeg- ar menn voru valdir eftir út- liti stnu, eða eftir því í hvaða skóla þeir höfðu gengið, eða hvaða klúbbum þeir tilheyrðu. Við erum búnir að snúa þessu öllu við. Nú skiptir það ekki máli hvern þú þekkir, eða jafn- vel hvað þú veizt — heldur hvað þú gerir, þegar tækifær- ið býðst.“ 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.