Vikan


Vikan - 15.04.1954, Page 4

Vikan - 15.04.1954, Page 4
Ljóshærð stúlka í œfintýraleit Maður þarf ekki að vera ríkur til þess að skoða heiminn. En það er gott að vera úrræöagóður og framtakssamur. INA EPTON heitir ung stúlka hjá brezka út- varpinu, sem vakið hefur á sér nokkra at- hygli fyrir þrjár skemmtilegar ferðabækur. Nina starfar hjá Kanadadeild út- varpsins, og í starfssamningi sínum hefur hún gengið svo frá hnútunum, að hún fær þriggja mánaða frí á ári. Það eru þessi frí, sem hafa gert henni kleift að gerast rithöfundur. Því að Nina Epton hefur gert það, sem aðra bara dreymir um að gera — skoðað sig tun í heim- inum. Þó er hún hvorki rík né sérlega vel launuð. Mtmurinn á henni og „draumamönnunum“ virðist eingöngu vera sá, að þar EIGANDI gleraugnabúðarinn- ar var aö segja nýja afgreiðslu- manninum fyrir verkum. „Markmið okkar er auðvitað að hafa sem mest upp úr þessu basli,“ sagði hann. „Þegar við- skiptavinurinn er búinn að setja upp gleraugun og spyr: Hvað kostar þetta? svararðu: Það eru fimm pund. Síðan þagnarðu og aðgætir, hvort honum bregði. Ef hann fölnar ekki einu sinni, þá segirðu: Það er fyrir umgerð- ina. Glerin kosta önnur fimm pund. Þá þagnarðu aftur eitt andar- tak, og ef þú sérð þess enn eng- in merki, að manninum ofbjóði, bætirðu við: Hvort.“ „PABBI, ertu ennþá að stækka?“ „Nei, barnið mitt. Hversvegna spyrðu ?“ „Af því hvirfillinn á þér er byrjaður að ganga upp úr hár- inu.“ „MAMMA, pabbi liggur úti á tröppum, og ég held hann sé meðvitundarlaus," sagði telpan við móður sína. „Hann er með reikning I hendinni, og það ligg- ur hatta-askja ofan á honum.“ „Dásamlegt," svaraði móðirin. „Þá er nýi páskahatturinn minn kominn." sem þeir byggja loftkastala þar lætur hún ekki sitja við orðin tóm. Hún reynir heldur ekki að gera ferðir sínar að þesskonar lúxusreisum, sem nú virðast svo mjög í tízku. Hún ætlast ekki til þess að búa á fínum hótelum og hafa þjón á hverjum fingri. Hún veit ósköp vel, að hún þarf ekki að fara til útlanda til þess að lifa í fínu hóteli — og telur sig raunar ekki hafa efni á því. Miklu æfintýralegra og fróð- legra finnst henni að haga ferðalífi sínu sem mest eftir lífs- venjum þess fólks, sem hún heimsækir. Hún slær tvær flug- ur í einu höggi: kynnist lífinu eins og það er í raun ,og veru •— og ferðast ódýrt. Nina leggur upp í ferðir sínar með bakpoka, sterka skó og hlýjan fatnað — og annað ekki! Aður en hún fer af stað, hefur hún þó kynnt sér sem SKOTTULÆKNIRINN var að selja lyfjablöndu, sem hann full- yrti að gerði menn fjörgamla. „Litið bara á mig,“ hrópaði hann, „stálhraustur og þó yfir 300 ára.“ „Getur þetta verið satt?“ hvíslaði einn áheyrendanna að hinum unglega aðstoðarmanni skottulæknisins. „Ég þori ekkert að fullyrða um það,“ var svarið. „Ég hef aðeins unnið hjá honum í 150 ár.“ —o— NÝJU skrifstofustúlkunni gekk illa að koma í veg fyrir, að allskonar fólk tefði forstjórann með óþarfa heimsóknum. „Það er sama hvað ég segi,“ sagði hún i öngum sínum, „jafn- vel að þér séuð úti; það segist bara mega til með að tala við yður.“ „Jæja,“ sagði forstjórinn, „segið því bara að þetta sé alltaf viðkvæðið." Sama morgun kom virðuleg frú á skrifstofuna og heimtaði að fá að tala við forstjórann. Stúlkan sagði, að það væri alls ekki hægt. „En ég er konan hans,“ sagði frúin. „Það er alltaf viðkvæðið," ansaði stúlkan. „I TUTTUGU ÁR vorum við hjónin ósegjanlega hamingju- söm.“ „Hvað skeði þá.“ „Við hittumst." bezt þá staði, sem hún hyggst heimsækja, af bókum og blaða- gr.einum. I fyrra ferðaðist hún til Spánar og fór fótgangandi um Galicíu, eitt furðulegasta fjallahérað Evrópu. Þar býr fólkið víða enn í moldarhreys- um af svipuðu tagi og í Abyss- iníu. I sumar hefur hún 1 hyggju að heimsækja Jövu og kynna sér þjóðdansa eyjar- skeggja og aðra landssiði. Hún brá sér til Sumatra fyrir skemmstu og fór inn í frum- skógana og heimsótti þorp þar sem íbúarnir höfðu aldrei fyrr séð hvíta konu. Þeim féll þó svo vel við hana, að þeir buðu henni að taka þátt í helgidönsum sín- um, hvað hún og gerði. Hún er ekki viss um, hve vel hún hafi tekið sig út, en kveðst hafa haft hina mestu ánægju af dansin- um. Þeir innfæddu spiluðu fyrir honum á f lautu og sex trommur. Nina er fædd í London. Faðir hennar var skozkur og móðirin spönsk. Hún ferðaðist með þeim víða um lönd, unz hún hóf nám í Sorbonne háskóla í París, þar sem hún lagði stund á sögu og fornleifafræði. Hún hafði hug á að gera þess- ar fræðigreinar að æfistarfi sínu, en þá braust heimsstyrj- öldin út. Móðir hennar strandaði í Frakklandi, en Nina komst með síðasta Englandsskipinu frá Dunkirk. Hún ákvað að bíða móður sinnar í Englandi og gekk í ,,sveitaherinn“ svokall- aða. Stúlkurnar í sveitahernum unnu við landbúnað og hinn op- inberi einkennisbúningur þeirra var skyrta, prjónavesti og reið- buxur. Nina stóð sig vel í land- búnaðarvinnunni og gerði það í hjáverkum sínum að semja lýs- ingu á lífi sínu og vinnufélaga sinna. Hún sendi brezka útvarp- inu handritið — og það sendi her manns til þess að ganga frá dagskrá á staðnum. Upp úr þessu var henni boð- in vinna hjá útvarpinu, en strax í stríðslok greip ferðahugurinn hana aftur og hún hélt til Norð- ur-Afríku. Eins og hennar var vandi, ferðaðist hún óhrædd meðal hinna innfæddu, en í þetta skipti dró það dilk á eftir sér. Hún kynntist arabiskum þjóðemissinnum, með þeim ár- angri, að frönsku yfirvöldin grunuðu hana um að hafa sam- úð með sjálfstæðisbaráttu Framhald á bls. lJf. ÞAÐ er æfagamall siður að gefa ý: páskaegg. Ilinir t-1 stu íor- feður okkar litu á eggið sem tákn heimsins, tálcn sköpunarinnar. 1 bókmenntum Rómverja, Grikkja, Egypta og' Persa er vikið að þvi, hvernig egg voru notuð við lielgi- athafnir þessarra þjóSa, til dæmís á vorhátíðum þeirra, löngu áður en kristnir menn tólcu upp páska- hátíðina. Jafnvel enn þann dag í dag nota frumbyggjar Hawai og Ástralíu egg við helgisiði sína. 1 kristinni trú er eggið tákn uppstigningarinnar, lífsins, sem kveiknar í „dauðum“ hlutum. Ljóst er, að heiðnir menn höfðu sömu hugmyndir um eggið í aðal- atriðum, og enn þann dag í dag lítum við með réttu á cggið sem einskonar kraftaverk. Ur stærstu eggjunum vaxa oft'stærstu dýfin. Brátt eftir að kristnir menn töku við kenningunni um eggið, varð það siður að lita páskaegg rauð, ttl minningar um blóð Krists, sem hann úthellti. Það er mjög gamall siður að. gefa páskaegg. Á miðöldum fóru enskir prestar með egg til kirkju á páskadag. Þegar þeir byrjuðu að tóna, köstuðu þeir eggjunum til kórsins, en söngmennirnir gripu þau á lofti og fleygðu þeim á m’illi sín unz söngnum lauk. Eftir messu var efnt til átveizlu. Foreldrar sendu egg til kirkju og létu blessa þau. Ýmsir eggja- leikir yoru líka í heiðri hafðir á páskunum, og var það að sjálf- sögðu eihkum vegna barnanna. Fullorðna fólkið faldi lituð egg kringum hús sín, en börnin leit- uðu að þeim þegar þau komu frá kirkju á páskadag. Ennfremur var slegið saman eggjum, og sigraði sá, sem braut egg andstæðingsins, en hélt sínu heilu. « T MIÐ-EVRÓPU var það siður JL lengi vel, að elskendur skipt- ust á harðsoðnum eggjum á páskadagsmorgni og veltu þeim saman niður brekku. Það boðaði gott, ef eggin rákust á á leiðinni. Egg voru alltaf harðsoðin, og lengi voru þau aðeins lituð rauð. Stundum var þeim dýft í rautt vax og myndir ristar í vaxið. Að loknum leikjunum, voru eggin ávalt étin. I Transylvaníu fóru ungir menn heim til heitmeyja sinna á annan í páskum með fötu af vatni. Þeg- ar stúlkan kom út úr húsinu, hellti unnusti hennar yfir hana vatni unz hún keypti sig fría með páskaeggjum! 4

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.