Vikan


Vikan - 15.04.1954, Side 5

Vikan - 15.04.1954, Side 5
FOKSAGA aLYDIA THOKNE er búin að sitja í fangelsi fyrir að hafa. orðið lög- regluþjóni að bana með vítaverðu gáleysi. Hún er eins og ný og betri manneskja, þegar hún er látin laus, en getur þó ekki bælt niður hatur sitt á O’BANNON, hinum opinbera saksóknara, sem einu sinni hefur haldið henni í faðmi sínum, en síðan talið það skyldu sína að fá hana dæmda. Fyrir áhrif Albees þingmanns, gamals aðdá- anda hennar, kippir fyrirtæki það sem O’Bannon hyggst gerast meðeigandi í, að að sér hendinni og Albee færir Lydiu bréf þar að lútandi. Hún er þá stödd i anddyr- inu, á bak við stúku sína í óperumii. — I^KKERT, þú færð alls ekkert! sagði hún JLj með röddu, sem var hörð eins og stál og það var allur líkami hennar líka. Albee missti kjarkinn. Það var eins og hann hefði misst máttinn í handleggjunum. Hann þorði ekki að gera það, sem hann hafði ætlaS sér — að þrýsta henni að sér, með eða án hennar sam- þykkis. Honum datt allt í einu í hug, að hún væri vís til að æpa á hjálp. —Þessi ómannlega og tilfinningalausa stúlka! hugsaði hann um leið og hann sleppti henni. Hann fann að hún rétti út hendina og tók bréf- ið rólega af honum. Nei, þetta gekk of langt. Hann greip um ulnliðinn á henni, svo hún gat ekki diegiö að sér hendina. En þá opnaðist hurðin og einhver kom inn. — Ertu þarna, Lydia? sagði Bobby. — Já, svaraði Lydia blíðri röddu og alveg eðli- lega. — Kveiktu, Bobby, annars detturðu um eitthvað. Slökkvarinn er þarna hægra megin við Þig- Bobby var ekki lengi að finna slökkvarann og um leið og hann kveikti, sá hann Lydiu og Albee sitja hlið við hlið í sófanum. Lydia hélt á saman brotinni pappírsörk. — Hvers vegna sitið þið hér, meðan verið er að syngja ? spurði Bobby. — Við skulum koma inn og sjá hvernig hún vefur sterka mannin- um um fingur sér. Lydia reis á fætur og stakk bréfinu niður um hið flegna hálsmál á kjólnum sinum, um leið og hún horfðist í augu við Albee. — Slökktu aftur, Bobby, sagði hún. — Ljósið skin út á milli tjaldanna og veldur truflunum. Þau fóru öll þrjú fram í stúkuna, þar sem ung- frá Bennett sat. Það var langt síðan Lydia hafði hlustað á hljómlist og hinir sterku hörpuhljóm- ar í öðrum þætti óperunnar Samson og Delila virtust gera hana jafn órólega og hið væntan- lega þrumuveður gerði Delilu. Svo lengi var hún búin að vera fjarvistum við hljómlist, að hún var jafn móttækileg fyrir hana og barn. Tunglsljósið streymdi frá sviðinu, tón- arnir frá hinum töfrandi duett léku um hana og þegar þættinum lauk með því að Samson fór með Delilu inn í húsið, fannst Lydiu að hún hefði sjálf verið að syngja niðri á sviðinu. Um leið og lófaklappið glumdi við, reis Albee á fætur. Hann beygði sig fyrst yfir ungfrú Benn- ett og síðan Lydiu. — Góða nótt, Delila, hvíslaði hann. Hún svaraði ekki, en hugsaði með sjálfri sér. Þú ert svo sannarlega enginn Samson, Step- hen Albee. Hann var farinn og hún sat eftir með bréfið. t lok þáttarins fór hún inn í bakherbergið og las það. Jú, það var skrifað á pappirsörk með hinum virðulega, íburðariausa bréfhaus Simpsons og Mc Carters. Herra Simpson kvaðst þykja það mjög leitt, en af ófyrirsjáanlegum ástæðum sæi hann sér ekki fært . . . Lydia leit yfir salinn og sá að O’Bannon var að hlægja að einhverju, sem Eleanor hafði sagt. Hún brosti, Hversu skemmtilegt sem umræðu- l/DIA —-- EFTIR ALICE DUER MILLER efni þeirra var, þá vissi hún nú um annað skemmtilegra. — En hvað þú ert falleg, Lydia, sagði Bobby, cem hafði séð hana brosa. — Þú ert alveg eins og madonnumynd, máluð af Apache-indíána. —- Hefurðu nokkurn miða, sem ég get skrif- að á? Bobby reif blað úr skrautlegri vasabók og fékk henni það, ásamt blýanti, sem hékk við úrkeðj- una hans. Hún lagði miðann á vegginn undir einum lampanum, vætti blýantinn á tugunni og skrifaði í flýti: — Ég þarf að tala við yður um mikilvægt málefni. Viljið þér hitta mig i anddyrinu, sem snýr að 39. götu, þegar sýningunni lýkur og leyfa mér að aka yður heim? LYDIA THORNE. Hún braut saman blaðið og rétti Bobby það. — Viltu fara með þetta bréf til O’Bannons og bíða eftir svari ? - Til O’Bannons ? sagði Bobby. — I-Iefur nokk- uð komið fyrir? — Vcrtu svo vænn að spyrja mig ekki núna, Bobby. Farðu bara með bréfið fyrir mig, sagði Lydia og ýtti honum af stað. — Vertu eins fljót- ur og þú getur, kallaði hún svo á eftir honum. Og hann var sannarlega fljótur. Það liðu að- eins nokkrar sekúndur áður en hún sá, að tjöld- in í stúkunni á móti voru dregin frá og Bobby kom fram í hana. Hann sagði nokkur orð við Eleanoru, og síðan fékk hann O’Bannon bréfið, svo litið bar á. Þeir risu báðir á fætur og gengu fram í bakherbergið, úr augsýn hennar. Hvað var að gerast þar? Var O’Bannon á leiðinni til hennar? Nú leið löng stund. Ungfrú Bennett kallaði framan úr stúkunni. Er einhver að berja að dyrum ? En það var bara Lydia, sem hafði stappað óþolinmóð í gólfið. Um leið og ljósin fóru að dofna aftur kom Bobby — einn. Hann fékk henni bréf. Kæra ungfrú Thorne: Ég get því miður ekki ekið heim með yður, en ég mun koma snöggvast við heima hjá yður klukkan hálf tólf eða í síðasta lagi þegar hana vantar 15 mín. í tólf, ef það er ekki of seint. D. O’B. Lydia brosti aftur. Þetta var ennþá betra. Heima í sinni eigin setustofu gæti hún tekið eins langan tíma og hana lysti, til að útskýra málið fyrir honum. Hún var svo niðursokkin í að hugsa um vænt- anlegt samtal, að hún heyrði varla söngin í næsta þætti og sá tæplega niðurlægingu Samsonar. Meðan verið var að dansa ballettinn í siðasta þætti, sá hún Eleanoru rísa á fætur og ganga út ásamt O’Bannon. Hún reis i skyndi á fætur, þrátt fyrir mótmæli ungfrú Bennett. — Ætlarðu ekki að bíða þangað til hofið hryn- ur? Það er svo skemmtilegt. Ungfrú Bennett þótti alltaf gaman að horfa á karlmenn vinna hreystiverk. Lydia hristi höfuðið, en gaf enga skýringu. i Klukkan var næstum orðin hálf tólf, þegar þær komu heim. Ungfrú Bennett, sem hafði geisp- að alia leiöina, gekk beint að stiganum. Morson hafði falið einni þjónustustúlkunni að bíða þeirra, og hún fér nú strax að slökkva ljósin og læsa útihurðinni. Lydia stöðvaði hana. — Viltu ná i vatnsglas handa mér, Fríða? sagði hún. — Það er vatnsglas uppi í herberginu þínu, góða mín, kallaði Benny ofan úr stiganum, en hún stanzaði þó ekki og var brátt horfin úr aug- sýn. Þegar stúlkan kom aftur, sagði Lydia. — Fríða, ég á von á manni hingað eftir nokkrar mínút- ur. Þú mátt fara upp til þín, þegar þú ert búin að hleypa honum inn. Er eldur í arninum í setu- stofunni? Viltu þá kveikja upp. Eldurinn logaði brátt glatt í arninum og bjarminn frá honum lýsti upp stofuna. Þegar Lydia var orðin ein, fór hún hægt og varlega úr kvöldkápunni, eins og hún væri hrædd um að heyra ekki i bjöllunni, ef hún gei'ði nokkurt þrusk. Allt var orðið hljótt og umferðarþysinn á götunni næstum þagnaður. Öðru hvoru heyrði hún þó strætisvagninn aka framhjá, eða skell í bilhui'ð, þegar einhver af nágrönnum hennai' kom heim. Hún vermdi hendurnar við eldinn. Þær voru ískaldar. Það hlaut að stafa af kuldanum úti en ekki taugaóstyrk, því henni fannst hún vera full- komlega róleg. Hún sneri skrautlegu klukkunni, sem var öll lögð skelplötu og rínarsteinum, svo hún gæti séð hana. Ætlaði hann að láta hana bíða lengi ? Hún hrökk við, því hurðin opnaðist hægt. Ung- frú Bennett kom inn. Hún var i einum af þess- VEIZTU -? 1. Hver er þetta? 2. Hvers vegna geta páskarnir aldrei ver- ið fyrr en 22. marz og ekki seinna en 25. apríl ? 3. Hver er lengsta á í Afríku? 4. Hvers vegna þreytast fuglarnir ekki af að sitja á trjágreinum? 5. Hver er formaður atómorkunefndar Bandaríkjanna ? 6. Hvað þýðii' orðið lýr? 7. Hvenær var páskasunnudagur í fyrra, og hvenær verður hann næsta ár? 8. Hvar er stærsti sigurbogi í heimi ? 9. Hvaða frægum listamanni var það ljóst, að Columbus var ekki kominn til Ind- lands, þegar hann sá land í Ameríku ? 10. Eftir hvern er þessi vísa: Dreg ég út á djúpið þitt, því dætur áttu og sonu, gamli heimur greyið mitt gefðu mér nú konu. Sjá svör á bls. 14. 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.