Vikan


Vikan - 15.04.1954, Síða 6

Vikan - 15.04.1954, Síða 6
PÁSKAEGGID Þýdd barnasaga Laugardaginn fyrir páska keypti Sigga fallegt páskaegg með rauðum borða og sykursvani lianda kennslukonunni. SIGGA litla var yngsta barnið í bekknum. Hún hafði ljósar fléttur og stór blá augu, sem störðu sakleysislega á kennarann, hvort sem hún kunni lexíurnar sinar eða ekki. í>ví miður kom það oftar fyrir, að hún kunni þær ekki. Hún var að vísu nógu iðin, en dálítið seinþrozka og heima var enginn, sem gat hjálp- að henni. Hún átti hvorki mömmu né systkini, pabbi var alltaf önnum kafinn og ráðskonan, hún Guðrún, vildi ekki bæta því starfi á sig. Ef það kom fyrir að Sigga bað hana um að hlýða sér yfir, svaraði hún: — Þegar ég var lítil, urðum við nú að læra hjálparlaust! Og ’ svo hélt hún áfram að skúra, því Guðrún var alltaf að þvo eitthvað og hún gat ekki þolað að Sigga léki sér að neinu, sem „var til óþrifnaðar" og það var æði margt. Siggu fannst því ekki mjög skemmtilegt heima — og þessvegna kunni hún einmitt svo vel að meta skólann, kennarana og krakkana. Eink- um dáðist hún að Steinunni, ungu og rösklegu kennslukonunni, sem kenndi stærðfræði. En því miður var stærðfræðin hennar verr.ta námsgrein og aðdáun hennar var þvi alls ekki endurgoldin. Laugardaginn fyrir páska datt Siggu í hug, að það væri gaman að gefa kennslukonunni páskaegg. Hún tæmdi sparibaukinn sinn og pabbi hennar bætti við peningum, svo hún gæti keypt stórt páskaegg. Hánn sendi meira að segja skrifstofustúlkuna sna út með henni, til að velja það. Hún keypt: páskaegg úr súkkulaði, skreytt með silkip.mpir rauðum borða og hvítum sykursvani. Á þriðjudagsmorguninn lagði Sigga óvenju snemma af stað í skólann. Það var glampandi sólskin og andlitið á henni Ijómaði eins mikið og sólin sjálf. Hún var í svo góðu skapi, því öll dæmin hennar voru líklega rétt og svo hlakkaði hún svo mikið til að ge á kennslu- konunni fallega páskaeggið. Þeg; hún kom inn í kennslustofuna, lagði hún það strax á kennaraborðið, því það átti að vera reikning- ur í fyrsta tíma. Steinunn kennslukona gekk rösklega inn í stofuna og sagði, án þess að líta á kennara- borðið: — Góðan daginn, stúlkur. Jóna, viltu safna saman reikningsbókunum. Hjartað í Siggu litlu var næstum stanzað af skelfingu. Hún hafði hugsað svo mikið um páskaeggið, að hún hafði steingleymt að láta reikningsbókina í töskuna. Hún fór mörgum sinnum í gegnum allar bækurnar í töskunni, en reikningsbókin var þar ekki. — Það vantar eina bókina, sagði Steinunn. — Hver hefur ekki skilað dæmunum sínum? Sigga reis á fætur, Steinunn leit á hana, ströng á svipinn. — Þú veizt að ég líð ekki óreglu og gleymsku. Þú verður að koma með bókina heim til mín í dag. Svo gekk kennslu- konan upp að kennaraborðinu og kom auga á páskaeggið. — Frá hverjum er það? spurði hún brosandi og dálítið undrandi á svipinn, því hún var ekki vön að fá gjafir frá nem- endum sínum. — Frá Sigríði Jónsdóttur, hrópuðu börnin í kór. — Það var fallega hugsað, Sigríður, sagði kennslukonan. — En ég vildi bara, að þú hefð- ir líka munað eftir reikningsbókinni. Hún sagði þetta ails ekki óvingjarniega, en Sigga óskaöi sér niður úr gólfinu. Hún skammaðist sin svo mikið. EFTIR hádegið lagði hún af stað með reikn- ingsbókina heim til kennslukonunnar. — Komdu sæl, Sigríður, sagði Steinunn kennslukona. — Þegar höfuðið er tómt, 'verða fæturnir að koma til hjálpar, er ekki svo? Eigum við nú ekki að ákveða, að þetta verði í síðasta skiptið, sem þú gleymir reiknings- bókinni þinni heima og að þú reynir að herða þig við námið? — Jú, sagði Sigga lágt. Á kommóðunni stóð fallega páskaeggið, sem hún hafði hlakkað svo mikið til að gefa kennslukonunni og nú var ekkert gaman að því, af því að hún hafði gleymt reikningsbókinni heima. Þegar hún sá hvernig silkipappírinn glampaði í sólinni, kom kökkur í hálsinn á-henni og munnvikin fóru að siga. Steinunn var að vísu ströng kennslukona, en henni þótti vænt um börn og hún skildi undir eins hvað amaði að litlu stúlkunni. — Komdu hérna, Sigga mín. Við skulum ræða málið, sagði hún blíðlega. Fyrst gat Sigga engu orði upp komið fyrir gráti, en áð- ur en hún vissi af, var hún farin að úthella hjarta sínu fyrir Steinunni kennslukonu og segja henni frá pabba, sem alltaf átti svo ann- rikt og Guðrúnu, sem ekki vildi hjálpa henni með lexíurnar. Upp frá því hélt Steinunn verndarhendi yfir litlu móðurlausu telpunni. Hún tók hana í aukatíma í stærðfræði og brátt var hún orð- in tíður gestur í hlýlegu, björtu stofunni henn- ar. Og ég er ekki viss um nema Steinunni kcnnslukonu hafi einmitt fundizt hlýlegast þar, þegar sólin skein á ljósu flétturnar henn- ar Siggu. um íburðarmiklu satínsloppum, skreyttum ísaum- uðum fuglum. — Kæra barn, sagði hún. — Þú ættir að vera komin í rúmið fyrir löngu. — Ég er að bíða eftir manni, sem ætlar að koma hingað, Benny. Hann getur komið á hverri stundu og ég býst ekki við, að þú kærir þig um að hitta hann svona klædd . . . Ungfrú Bennett yppti öxlum. — Á minum aldri! sagði hún. — Hvaða gagn er líka að því að eiga fallegan greiðsluslopp, ef enginn fær nokkru sinni að sjá hann — Það er Dan O’Bannon, sem ég á von á, sagði Lydia. — Og ég þarf að tala einslega við hann. — Ætlar O’Bannon að koma hingað? En þú getur ekki tekið ein á móti honum á þessum tíma sólarhringsins, Lydia. Klukkan er að verða tólf! — Hana vantar ellefu mínútur, sagði Lydia og hafði ekki augun af klukkunn'i. — Viltu ekki fara núna, Benny? Ungfrú Bennett hikaði. — Mér finnst það ekki rétt af þér að hitta hann ein. Það er ekki — ekki fallegt. —■ O sei sei jú. Það verður stórkostlegt. — Ég á við, að það sé ekki óhætt. Ef eitthvað kæmi nú fyrir. —- Kæmi fyrir? endurtók Lydia og gamla hrokasvipnum brá fyrir. — Hvað gæti svosem komið fyrir? Ungfrú Bennett fórnaði höndum og lét þær svo falla máttlausar með þessari frönsku handa- hreyfingu, sem átti að tákna, að þær þekktu nú báðar karlmennina. — Hann gæti reynt að sýna þér ástleitni, sagði hún. Um leið og hún sleppti orðunum, óskaði hún þess að hún hefði aldrei sagt þau, því Lydia hleypti brúnum. — Hvað þú lætur þér detta andstyggilegt í hug, Benny! Þessi mannræfill! Lydia þagnaði og bætti svo við — Ég vildi næstum að hann reyndi það, því þá mundi ég drepa hann. I eyrum ungfrú Bennett var þetta ekki annað en orðagljáfur, en Lydiu, sem starði á stóru stál og silfurskærin á arinhyllunni, var alvara. Ung- frú Bennett ákvað að draga sig í hlé. — Líttu inn til mín, þegar þú kemur upp, sagði hún. — Mér kemur ekki dúr á auga fyrr en þú er búin að koma. Svo lyfti hún hinu fyrirferðar- mikla pilsi sínu og fór Eftir að hún var horfin út um dyrnar, fór Lydia aftur að hugsa um það, sem hún hafði sagt. Var hugsanlegt að hann hefði eitthvað því- líkt í hyggju ? Hélt hann að eitthvað byggi und- ir, þó hún hefði beðið hann um að koma á þess- um tíma sólarhringsins? Eða skildi hann, að með því sýndi hún honum aðeins tómlæti — þóttist eiga í fullu tré við hann, hvar og hvenær sem væri ? Hann skyldi bara reyna að sýna henni ástleitni! Höggið yrði ennþá áhrifameira, ef hún greiddi honum það, meðan hann lægi á hnján- um. Litla klukkan sló tólf, hvell högg. Það var ann- ars einkennilegt, að það skyldi reyna meira á taugarnar að bíða eftir því, sem ekki gat brugð- izt en að vera í óvissu. Hún var þó sannfærð um að O’Bannon mundi koma — eða hvað? Mundi hann dyrfast að koma öðruvísi fram? Að láta hana sitja og biða og koma svo kannski ekki ? Hann hafði vafalaust fylgt Eleanoru heim á hótelið. Voru þau kannski núna að hlægja að bréfmiðanum frá henni. . Þangað var hún komin I hugrenningum sínum, þegar hún heyrði daufa bjölluhringingu. Hver taug í líkama hennar fór að titra. Svo var setu- stófuhurðin opnuð og henni lokað að baki O’Bannons. Um leið og hún sá hann standa frammi fyrir sér, hvarf taugaóstyrkurinn og hún fann aðeins til gleði — gleði yfir því, að nú loksins væri stundin komin. Hún beið andartak eftir aí'sökun- arbeiðni hans, og sagði svo eins og fyrirkona, sem veit hvað henni ber, þó hún kvarti ekki. — Þú kemur seint. Framhald á bls. 14. 6

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.