Vikan - 15.04.1954, Page 11
1
III
eftir
Robert Dedmoit
%
EGAR þessi dagur rann upp, gat Anna ekki neitað sér um þá
ánægju að skilja eftir svolitla kveðju til höfuðsmannsins. Stevens
hafði gefið henni blýantsstubb fyrir nokkrum dögum, og hún
átti í fórum sínum brúnan umbúðapappír, sem hún hafði hirt
í portinu. Hún hafði verið að hugsa um að skrifa Henry bréf,
þó hún raunar hefði enga hugmynd um, hvernig hún gæti komið því til
hans.
En þennan morgun, áður en verðirnir fóru á stjá, tók hún fram blýant-
inn og samdi stutt bréf til höfuðsmannsins. Raunar vissi hún, að það
mundi koma henni í koll síðar. En hún efaðist um, að hún fengi annað
tækifæri betra til þess að glettast ofurlítið við manninn — og framtíðin
yrði að sjá um sig sjálf. Hún settist á klefabekkinn og krosslagði fæt-
urna og skrifaði:
Ég sendi yður hjartanlegar kveðjur mínar og heiti á yður að
bregðast ekki illa við, þótt ég verði fjarverandi um hríð. Læknar
mínir hafa ráðlagt mér að taka mér frí frá störfum um skeið,
en eins og yður er kunnugt, hef ég átt ákaflega annríkt upp á síð-
kastið.
Það er einlæg von mín, að ég valdi yður ekki vonbrigðum með
brottför minni, enda er mér ljúft að votta, að þér hafið í hvívetna
gert yður far um að gera mér dvölina sem minnisstæðasta. Eg
nefni í því sambandi hinar friðsælu vistarverur og óvenjulega upp-
byggjandi tómstundavinnu.
Með vinsemd og virðingu,
Anna Beyers.
P.S. — Hver sigrar á landabréfunum ?
Hún braut blaðið vandlega saman og stakk því undir teppið á bekkn-
um. Hún vissi, að leit yrði því aðeins gerð í klefanum, að hennar yrði
saknað. Ef ekkert yrði úr flótta þennan daginn, gæti hún því tekið bréfið
í sína vörslu strax um kvöldið. Það var engin hætta á, að það kæmi
upp um ráðagerðina.
Hún furðaði sig á því á leiðinni upp á leiðina, hve ókvíðin hún var.
Það var ekki fyrr en hún var komin upp eftir og byrjuð að svipast um
eftir Stevens, að hún fann til svolítillar oítirvæntingar. Eftir stundarkorn
kom hún auga á hanr. i gryfjunni þar sem ofaníburðurinn var tekinn í
veginn. Þegar hann sá hana, kinkaði hann stuttaralega kolli. Hún beið
þess m'eð óþreyju, að vaktstjórinn kæmi út úr varðskúrnum og skipti
verkum með konunum. Hún vissi, að hún yrði með einhverju móti að
ganga svo frá hnútunum, að hún lenti í vinnuflokki Stevens.
Loks kom vaktstjórinn út úr skúrnum og byrjaði að kalla númer
þeirra. Um leið og númer hverrar konu var nefnt, steig hún fram úr
röðinni og beið eftir fyi-irskipunum sínum. Anna var kölluð fram ásamt
þremur öðrum. Hún beið spennt á meðan vaktstjórinn ráðfærði sig við
lista sinn. Hann var mjög lengi að þessu. ,,Bíðum nú við,“ tautaði hann,
„hvað eigum við að gera við ykkur í dag?“
Anna sá, að Stevens gaf þeim hornauga, og sjálf iðaði hún nú af óþreyju.
Þegar það loksins kom, langaði hana til að hlaupa upp um hálsinn á
manninum. Hann merkti á listann með blýanti sínum, sneri sér við og
hrópaði til varðarins í malargryfjunni:
„Masters, hérna koma fjórar!“
Þetta var mesta hundaheppni. Hún hafði búið sig undir að þurfa að
beita allskyns brögðum til þess að komast til Stevens. Henni var það jafn-
vel fullljóst, að það hefði getað orðið henni um megn. Og svo lék lánið
svona við hana!
„Jæja,“ hvislaði hún að Stevens, þegar hún kom til hans, „finnst þér
þetta ekki vita á gott?“
„Þú hefur sennilegast mútað honum með kossi,“ tautaði hann þurr-
lega, sneri við henni bakinu og hélt áfram. að vinna.
Meira sagði hann ekki við hana allan morguninn. Ekki fyrr en á
hádegi, þegar matmálstíminn hófst. Þá sagði hann kæruleysislega:
„Það er kannski bezt við röbbum svolítið saman núna.“
Hún flýtti sér að elta hann, þegar búið var að skammta. Hann halði
sezt undir stein fyrir ofan gryfjuna. Þegar hún kom með matarilát stn,
færði hann sig þegjandi um set og benti henni að setjast.
„Við förum klukkan sex,“ byrjaði hann. „Það gefur okkur klukkutima
forskot. Klukkan tæplega sex meiðirðu þig á fæti. Ég fæ leyfi til að
fylgja þér upp í skúr. Vörðurinn, sem ég sný méj- til, á að fara með okkui,
en hann lætur það undir höfuð leggjast í þetta skipti. Ég styð þig norður
fyrir skúrinn. Ef við komumst ofan í skurðinn bak við skúrinn, getum
við fylgt honum þar til við komumst bak við hólinn þarna framundan
veginum. Síðan kemur, eins og þú sérð, rösklega 200 metra opinn kafti.
Eg hugsa þó, að þýfið skýli okkur. Síðan tekur við sandhryggurinn, og
honum eigum við að geta fylgt óhrædd í hvarf. Þegar þeir sakna okkaj,
verður farið að skyggja."
Anna sagði: „En ef við komum ekki aftur frá skúrnum, gerir vörður-
inn þá ekki uppsteit?"
„Nei, hann gleymir okkur. Hann fær fimm hundruð pund fyrir að
senda okkur ein upp i skúr, og samkvæmt samningi okkar, á hann líi’.a
að gleyma að fylgjast með því, hvort við komum til baka.“
Anna hrukkaði' ennið: „Fimm hundruð pund,“ tautaði hún. „Fyrir
fimm hundruð. pund bregzt hann skyldu sinni. En verður honum eklú
refsað?“
„Hann missir sennilegast stöðuna." Stevens saup á teblöndunni sinni.
„En fimm hundruð pund eru mikil auðæfi i hans augum. Auk þess býst
hann við því að verða kvaddur í herinn á næstunni hvort sem er.“
„Þetta er gott og blessað,“ sagði Anna, „svo langt sem það nær.“ Hún
var búin að borða og löggst á bakið í grasið. „Við komumst upp úr skurð-
inum og yfir opna svæðið og inneftir. En hvað tekur þá við?“
„Þeir sakna okkar klukkan sjö, i vinnulokin. Þá verður gerður ut
fyrsti leitarflokkurinn. En klukkan átta verður orðið aldimmt, og þeir
vita eins vel og við, að þeir finna okkur ekki nema í björtu.“
„Og hvernig fer þegar birtir?" Anna furðaði sig á þvi, hve rólega og
eðlilega hún sagði þetta. Rétt eins og hún væri að tala um að kaiipa sér
kjól.
„Þá verðum við sloppin ■— vona ég. Við höldum beint vestur á heiö-
ina. Þar er gamall veiðikofi. Hann hefur staðið tómur árum saman. Við
komum þangað um miðnætti.“
Anna gretti sig: „Æ, mig auma! Áttu við að við verðum á hlaupum
í sex tíma, með guð má vita hvað á hælunum?"
„Þér er velkomið að verða eftir.“
„Svona, áfram með söguna!“ Anna settist upp. „Ég hélt ég væri búin
að segja þér það nógu oft . . .“
Stevens hló: „Nú kannast ég við þig!“
Anna hlaut að viðurkenna það með sjálfri sér, að hann væri enginn
heigull. Hann talaði um þetta af fullkominni ró. Þó mátti hann vita, að
fleiri tækifæri fengi hann naumast til þess að komast undan. Ef þessi
flóttatilraun færi út um þúfur, yrði honum ekki einasta refsað, heldvn
yrðu upp frá því hafðar miklu strangari gætur á honum en hingað til.
„Jæja, hvað tekur við í kofanum?"
„Þar taka nokkrir félagar mínir á móti okkur. Þeir verða með tvo
HAnna Beyers flæklst inn í hneykslismál, þegar Fred Stevens, sem hún var vélritunarstúlka lijá, er handtekinn fyrir skjalafölsun. Þetta er i
London í stríðinu. Faðir hennar er látinn fyrir einu ári, kunnur iðjuhöldur, sem þó reynist skuidum vafinn við andlátið. Anna er því — á máli
blaðanna — „góður fréttamatur“. Hér er stúlka sem alin er upp við allsnægtir, allt í einu orðin blásnauð, og komin i kast við lögregluna í
þokkabót. Hún er að vísu sýknuð. Þó er ljóst, að enginn — ekki einu sinni dómarinn — trúir á sakleysi hennar. Hún fer út úr réttarsaln-
um allsiaus og örvingluð. Af hendingu rekst hún á Eastman nokkum, sem ræður hana til vinnu á jámbrautarstöð. Líða svo noklirir mánuðir,
að ekkert narkvert gerist og hún tekur að sætta sig við hina nýju tilveru sína. En kvöld eitt er henni sagt, að lögreglan hafi verið að spyrja
eftir henni. Daginn eftir birtist ungur maður og taiar við hana lengi einslega. Hann segir henni, að Iögreglunni hafi loksins tekizt að klekkja á Fred
Stevens, fyrrverandi húsbónda hennar. Hinsvegar sé hann aðeins verkfæri í höndum annars manns, sem bakað hafi þjóðinni óbætanlegt tjón með starf-
semi sinni. Það er því bón lögrcglumannsins, að hún komist i samband við Stevens og reyni að veiða upp úr honum nafnið á manninum. En eina sjá-
anlega ieiðin tál þess sé sú, að hún gerist lögbrjótur að yfirlögðu ráði — fari í fangelsi eins og Stevens! Hún neitar í fyrstu. En þegar lögreglumað-
urinn lýsir fyrir henni glæpum þessa óþjóðalýðs, sem notfærir sér hörmungar þjóðarinnar til þess að auðgast, ákveður hún að verða við bón Iians.
Viku síðar gengur hún svo frá hnútunum, að hún er „staðin að verki“ við „þjófnaðartilraun“ og dæmd í fangelsi. Þar bakar hún sér af ásettu ráði
óvild liins ómannúðlega fangelsisstjóra, scra brátt refsar henni með því að setja liana í flokk þeirra kvenna, sem beittar eru sama liarðræði og venju-
legir karlfangar og látnar vinna mcð þeim. Þar með er hún komin í samband við Stevens, og gerir hún sér upp frá því alit far nm að endurnýja
kunningsskapinn. Þegar hún veiðir það upp úr honum, að hann Iiyggi á flótta, heimtar liún að fá að fara með. Hún liyggur að það sé eina leiðin tU
þess að veiöa upp úr honum leyndarmálið.
11