Vikan


Vikan - 15.04.1954, Side 13

Vikan - 15.04.1954, Side 13
AÐ REYKJA ER TÓBAKIÐ EINUNBIS TIL LEIÐINDA reykja, þá verðurðu að hugsa um að Þú verður rólegri en áður, og vel liætta. Hugsaðu um það rólega og ofstopa- laust, án ótta eða vonleysis. Margir hafa hætt. Þú getur það líka. Horfðu á þetta andartak í sínu rétta ljósi. Ef þú ert ekki að reykja þessa stund- ina, þá væri kannski bezt að þú tæk- ir fram sígaretturnar eða pípuna og byrjaðir að svæla. Reyndu að gera þér fullkomlega grein fyrir því, hvað þú ert að gera, hvaða bragð þú finn- ur og hvaða lykt. Gleyptu reykinn hægt og rólega, sogaðu hann vel nið- ur i lungun, blástu honum út. Jæja, hve gott var þetta ? Er þetta eins un- aðsleg tilfinning eins og segir í tó- baksauglýsingunum ? Veltu þessu fyrir þér stundarkorn, hvað þú hafir upp úr þessu, hve mikla ánægju það veiti þér í raun og veru — að undanskilinni þeirri neikvæðu staðreynd, að þú sért að slökkva tóbaksþorsta þinn. Hugsaðu svo um, hvernig það væri, að þurfa aldrei að reykja. Þvi að menn, sem hætta að reykja, eru ekki bara að vera strangir við sjálfa sig; þeir uppskera sín laun í ríkum mæli. Sannleikurinn er sá, að launin eru svo margskonar, að þegar þú ferð að kynnast þeim, muntu aldrei vilja hverfa aftur til tóbaksins. Þegar þú hættir að reykja, mun þér finnast allur matur bragðbetri. Lungu þin, kok og nef hætta að vera gegnsýrð af tóbaksreyk og sóti. Þú munt byrja að finna ilminn af um- hverfi þínu. Þegar þú gengur inn í garð, muntu ekki einasta sjá blómin, heldur einnig finna af þeim lyktina. Tennur þínar munu sýnast hreinni, af því þær eru hreinni. Gulu blettirn- ir á fingrum þinum munu hverfa á nokkrum dögum. Þegar þú vaknar á morgnana, verða vit þín ekki full af slimi, og þú munt hvorki þurfa að hósta né ræskja þig eins oft og áður. Þú munt líka verða mun skapbetri og taugasterkari. Þessu eiga margir bágt með að trúa — og fyrstu dagana í bindindinu muntu vera eirðarlaus og „spenntur". Hinna sljóvgandi á- hrifa, sem tóbakið hefur haft á þig árum saman, hættir skyndilega að gæta, og breytingin er feikn tilfinnan- leg. En taugaspennan mun hverfa smátt og smátt. Og þegar þetta er allt um garð gengið, muntu furða þig á því, hvað þú getur gert, án þess að leita þér ,,styrks“ í sígarettu. kann svo að fara, að þér verði meira úr tímanum. Því að þegar þú hættir að deyfa líkama þinn og við- brögð þín með nikótíni, muntu upp- götva nýjan þrótt; þú munt sofa bet- ur og verða ánægðari með tilveruna. Svo að þér mun eðlilega finnast sem þú hafir betri tíma til að sinna vinnu þinni og hugðarefnum. Ef þú ert ekki enn hættur að lesa þessa grein, muntu sennilegast vera farinn að hugsa um i fullri alvöru að ganga tafarlaust í tóbaksbindindi. En dokaðu svolítið við. Hugsaðu um það — á daginn og fáeinar mínútur eftir að' þú ert háttaður. Veltu þvi fyrir þér, eitthvað á þessa leið: Einn góðan veðurdag, þegar þannig liggur á mér, er bezt að ég reyni að liætta og sjái hvað skeður. Þetta verður ein- faldlega tilraun — tilbreyting. BINDINDI Svo skaltu bíða átekta, þar til einn af þessum dögum rennur upp, þegar allt er í sæmilegu lagi og engir meiriháttar erfiðleikar alveg á næsta leiti. Reyndu eklti að hætta um það bil sem erfitt verkefni bíður þín, eða þú ætlar að fara að efna til veizlu, eða þú hefur óvenjulegar áhyggjur. Skjóttu því samt ekki of lengi á frest, eða þar til allur hugur er far- inn úr þér. En einn góðan veðurdag muntu vakna í sérstaklega góðu skapi. Þú munt hafa sofið vel og vera fullur af lífsfjöri og kjarki. Þér kann að detta í hug: Er þetta ekki einmitt tilvalinn dagur til þess að fara í tóbaksbind- indi ? Taktu þá ákvörðunina, og taktu hana af heilum hug! Þetta er sú stund, sem þú hefur verið að bíða eftir, vandlega valin og vel til þess fallin að hefjast handa. Hér koma þá þær þrjár reglur, sem þér er nú hollast að fylgja: Fyrsta ■— Byrjaðu liið nýja líf af eins miklum eldmóði eins og þér er unt. Segðu vinum þínum, að þú sért hættur að reykja. Vertu ekkert hreykinn af sjálfum þér, en segðu fólki óhræddur, hvað þú sért að reyna að gera. Það getur hjálpað þér ótrúlega mikið, því að nú áttu erfitt Framhald á bls. 2. Þessi grein er byggð á bók um reykingar, sem út kom í Bandaríkjunum 1951 og síðan hefur verið endur- prentuð tíu sinnum. Bókin heitir: SVONA HÆTTIK MAÐUR AÐ REYKJA. Utgefendurnir halda því fram, að hún hafi orðið þúsundum manna að liði. I auglýs- ingum um hana bjóðast þeir til að endurgreiða kaup- verð hennar hver jum þeim, sem hún ekki hjálpi. Fram að þessu, segja þeir, hefur færri en tuttugu eintökum verið skilað. Gottsveinn Oddsson ÚRSMIÐUR Laugavegi 10, gengið inn frá Bergstaðastræti. 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.