Vikan


Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 2

Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 2
-*$T-PÓSTLRIMIM 1 1 26. tbl. Vikunnar birtum viö \ i (íér í Póstinum visur, sem við E I höfðum tekið upp úr íslenzkum | i ástarljóðum, völdum af Árna Páls- | i syni og voru þar eignuð Vatns- : i snda-Rósu. Skömmu seimia var = | jkkur bent á, að ein af þessum = | vísum: , i Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, : steinar tali og allt hvað er : : aldrei skal ég gleyma þér. i Í sé ekki eftir Rósu, heldur hafi | : Sigurður Ólafsson í Katadal sent = I vísuna í Ijóðabréfi til Porbjargar i i konu sinnar, sem þá var að taka ; : út hegningu sína í Brimarhólmi = í fyrir að hafa verið í vitorði með i i Friðriki, sem drap Natan Ketils- : Í son, og tekinri var af lífi 1830. i í Ljóðabréfið kallaði hann Vetrar- = i kvíða. Mikið má þeim manni liafa '| i þótt vænt um konu sína, sem | | sendir henni slíkar vísur, þegar i i svona stendur á. Nánari frásögn = i if þessum atburðum ásamt ljóða- E i bréfinu öllu er að finna í Sagna- 1 i þættir úr Húnaþingi, sem Theodór i = Arinbjörnsson frá Ósi ritaði. ^IMIIIIMIIMHMIIIIHMMIIIIIIIMMIHHMIIMIIIIHIIIIimMMMim* Ég hef þau leiöinlegu líkamslýti, cf svo mœtti kalla það, að veva loðin á fótum og lœrum, nœrri því eins og karlmaður. Eins hef ég hár á háls- inum Ég er alveg ráðalaus, þvi ég get alls ekki látið sjá mig, farið að synda eða þvi um líkt. Er ekki nokkur leið að eyða þessu hér eða erlendis. Ég hef heyrt að röntgengeislar hafi góð áhrif á þetta. Er það rétt? — Gunna. Ég hef svo mikið þetta svokallaða búkonuskegg og mér finnst það vera Ijótt. Ef ég rakaði það, þá yxi það auðvitað meira, svo að þú sérð að mér líður ekki vel. — Pála. Svör: Oft getur nægt að bleikja hárin, segir í „Fegrun og snyrting“. Hárin eru bleikt með vatnssýringi i 3% upplausn eða smyrsli. En hin svo- nefndu háreyðingarlyf eru smyrsli ýmissa tegunda, sem borin eru þykkt á hörundið. Eftir nokkrar mínútur eru hárin leyst upp, án þess að húð- ina hafi sakað. Nú má strjúka hárin burtu. Fjöldi þessarra lyfja er not- hæfur, svo sem deigsmyrsli úr brennisteinsbarium og brennisteins- kalki, auripigmenti o.s.frv. En allt af má gera ráð fyrir að þegar til lengdar lætur, valdi lyfin ertingu og bólgu í húðinni. Önnur háreyðingar- aðferð til að lima heftiplástur eða bera kollódíum á hörundið. Hárin festast við plásturinn eða kólódíum- storkuna og kippast upp, þegar af er rifið. Árangur þessarar aðferðar er ekld síðri en hinnar fyrrnefndu að- fcrðar, auk þess sem hún ertir húð- ina minna. Hún er þó ekki laus við að valda sársauka. Rakstur örvar hár vöxtinn og kemur því ekki til greina. -..Enn má nefna röntgengeisla, raf- magn þ. e. raflausn eða hátíðar- straum. Röntgengeislun er einhlít að- ferð, en hana má ekki nota við and- lit, með því að tjón getur hlotizt af, þó að ef til vill komi það ekki í Ijós fyrr en löngu síðar. Háreyðingarmeðul í túbum hafa oft fengizt hér i snyrtivörubúðum, en misjafnlega góð, eins og gengur. Viltu birta fyrir mig „Lífið er lokk- andi draumur“. Svar: Textinn er eftir Kristján frá Djúpalæk og sunginn undir lagi eftir Svavar Benediktsson. Lífið er lokkandi draumur, lífið er brennandi kvöl. Ástin er löngum vort yndi, ástin er tíðum vort böl. Konuna hungrar i kossa. Karlmanninn þyrstir í öl. Við lifum í glaumi, göngum í draumi, gjörningum háðir og syngjum við raust: Blóðheita kona, blys minna vona, bros þitt er vor mitt — og haust. 1. Er Piper Laurie gift? 2. Á hún bam? 3. Hvernig er heimilisfang hennar? )h Viltu svo líka gefa mér heimilis- fang Toni Curtis? Svar: Það er ákaflega erfitt að segja um það, hvenær kvikmyndaleik- arar eru giftir eða ekki, en nýlega höfum við séð það í amerísku blaði, að Piper Laurie sé ekki gift, en aftur á móti vanti hana ekki biðlana. — Heimilisfang hennar höfum við ekki. En uptanáskrift Toni Curtis er: Universal International Studios, Uni- versal City, California, USA. Okkur hafa orðið á þau alvarlegu mistök, að segja Gloríu de Haven gifta John Payne, þó þau séu skilin og John giftur annarri, að nafni Sandra Curtis. Við biðjum afsökunar á þessari villu. Heldurðu að þú vildir vera svo góð að birta fyrir mig vísuna „Nú ertu fjarri drottning minna drauma“. Svar: Það er að vísu orðið nokkuð langt síðan þú baðst um þennan texta, sem mun vera eftir Friðjón Þórðarson, en við höfum ekki haft hann fyrr. Nú ertu f jarri drottning minna drauma Og dægrin líða sviplaust fram hjá mér. Ég horfi yfir hafsins bláu strauma, því hjarta mitt er bundið einni þér. Og þegar andar aftanblærinn mildi, og aldan ljóðar grænni ströndu hjá. Hve sæll og glaður vitja þín ég vildi, og vera hjá þér allar stundir þaðan frá. Fyrir Önnu birtum við erindið kvöldkyrrð eftir Núma við lag Jóna- tans Ólafssonar. Sigurður Ólafsson hefur sungið það inn á hljómplötu. Þín minning lifir í mínu hjarta þú mesta yndi mér hefur veitt, við áttum framtíð svo fagra og bjarta, en flestu örlögin geta breytt. Og þegar kvöldið er svo kyrrt og hljótt ég kveðju sendi þér, þig dreymi rótt, þín minning lifir, í minu hjarta ég mun því bjóða þér góða nótt. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri óg heimilis- fangi kostar 5 krónur. INGIBJÖRG P. Pálmadóttir (við pilta eða stúlkur 16—20 ára), Jaðri, Reykjadal, S-Þing. — GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, KIRKJUVEG 44 og FRlÐA SIGURÐARDÓTTIR, Kirkju- veg 45 (við pilta eða stúlkur 13—15 ára), báðar í Keflavík — STELLA BJARNAD., HELGA BJARNAD., GYÐA B J ÖRN SDÓTTIR, DAG- BJÖRT GUÐNADÓTTIR, BJÖRG SÖRENSEN, og Friða Guðnadóttir, (við pilta 17—30 ára), allar í Mjólk- urbúi Flóamanna, Selfossi. Píanóharmonikkur 24 - 32 - 48 - 80 - 120 bassa Hljómfagrar Glæsilegar Ödýrar Verð frá kr. 1185.00 Við erum með á nótunum HLJÚÐFÆRAVERZLUN SIGRIÐAR HELGADÖTTUR Lækjargötu 2. — Sími 1815. Sendum gegn póstkröfu. MUMiÐ NDRA MAGASIN KarJ G. Sölvason Ferjuvogi 16 Slmi 7839 Beykjavík. ■ öll gluggahreinsun | fljótt og vel af liendi leyst. — HRINGHE) 1 SlMA 7939. — | Skattskrá Reykjavíkur er til sýnis í Skattstofu Reykjavíkur og Miðbæjar- barnaskólanum frá miðvikudegi 4. ágúst til miðvikudags 18. ágúst, að báðum dögum meðtöldum, kl. 9 til 17 dag- lega. I skattskránni eru skráð eftirtalin gjöld: Tekjuskatt- ur, tekjuskattsviðauki, eignarskattur, eignarskattsvið- auki, stríðsgróðaskáttur, tryggingargjald, skýrteinis- gjald, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald og iðgjöld samkvæmt 112. og 113. gr. laga um almanna- tryggingar. Kærufrestur eru tvær vikur, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24 miðvikudaginn 18. ágúst næstkomandi. Skattstjórinn í Reykjavík, HALLDÓR SIGFÚSSON. !'tgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. —Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.