Vikan


Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 13

Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 13
fréttir, að hann flutti sig í hina brynvörðu bifreið Pavolinis, ásamt Bom- bacci og ungu, ljóshærðu stúlkunni. Bílalestin hafði aðeins ekið fáeina kil.ómetra, er hún var stöðvuð af skæruliðum, sem lokuðu veginum með vegtálmunum. Þýzki liðsforinginn, sem var fyrir herflutningalestinni þýzku, bauðst til að ganga á fund skæru- liðanna og freista að semja við þá um að þeim yrði leyft að halda áfram. Það varð löng bið. Ráðherrar og háttsettir embættismenn úr fasisj.a- flokknum komu að bifreið Mussolinis til að spyrja, hvað ylli þessari töf. Skyndilega birtist smávaxin vera í bláum samfestingi með flugmanna- húfu á höfði og stakk höfðinu inn um opinn gluggann á brynvörðu bif- reiðinni. Þetta virtist vera ungur drengur, en er húfan var tekin af höfðinu, liðaðist sítt hárið niður um herðamar, svo að í ljós kom, að þetta var kona. Þeir sem næstir stóðu bifreiðinni, komust ekki hjá því að taka eftir, þrátt fyrir rökkrið, hversu fögur hún var, því að I skýrslum frá atburðinum er talað um ,,hin fögru, ljómandi augu hennar". Þetta var að sjálfsögðu Claretta. Mussolini talaði til hennar ástúðlega og innilega. Skömmu seinna kom þýzki liðsforinginn, sem rætt hafði við skærulið- ana, og hóf að ræða af miklum móð á þýzku við Mussolini. Mussolini þýddi það, sem hann sagði, fyrir Clarettu og aðra nærstadda. „Hann segist hafa fengið leyfi til að halda áfram óhindraður ásamt mönnum sinum. Hann segir, að ég myndi líka sleppa í gegn, ef ég dulklæddi mig sem Þjóðverja.“ Claretta hrópaði strax. „Gerðu það, Duce, flýttu þér. Þú verður að bjarga sjálfum þér.“ Náð var í þýzkan hermannafrakka handa honum og hjálm, og hann klæddi sig í þennan fatnað möglunarlaust og sagði. „Ég fer. Ég treysti Þjóðverjum betur en ltölum“. Hann fór og klifraði upp í einn hinna þýzku herflutningabíla og skildi einkennisbúning sinn eftir í brynvörðu bifreiðinni. Þýzku flutningabílamir voru næst neyddir 'til að nema staðar í Dongo, litlu og ljótu þorpi við efri enda Comovatns, því að skæruliðarnir höfðu byggt vegtálmanir yfir veginn, sem lá inn í þorpið. Bifreiðarnar, sem flutt höfðu hina ítölsku fylgismenn Mussolinis, er handteknir höfðu verið, náðu þeim þama aftur, og þeim var öllum skip- að að fara til ráðhússins. Claretta, Marcello og fjölskylda hans voru ásamt hinum rekin inn I ráð- húsið. Aftarlega í þýzku bifreiðaröðinni virtist þýzkur hemiaður sofa inni í einni bifreiðinni. Frakkakraginn var brettur upp og hjálmurinn var dreg- inn niður fyrir andlitið, og hann var með dökk gleraugu. Hann hafði Bren hríðskotabyssu milli hnjánna. Skæruliði nam staðar og horfði rann- sakandi á hermanninn, sem sat samanhnipraður við hliðina á bílstjóra- sætinu. „Allt í lagi, allt í lagi“, sagði þýzkur liðþjálfi, sem stóð við hliðina á bilnum. „Hann hefur fengið sér dálí'tið of mikið neðan í þvl. Það er allt og sumt.“ En nú var skæruliðinn orðinn tortrygginn og opnaði hurðina á flutninga- bílnum. Hann tók gleraugun af hermanninum og ýtti upp hjálminum —, hann sá strax, að þetta var foringinn, Mussolini. „Við höfum náð honum", hrópaði hann. „Þetta er Mussolini"! Mussolini bærði ekki á sér. Máttvana og skjálfandi rétti hann hendumar upp fyrir höfuð, og lét draga sig út úr bilnum. Er hann hafði verið yfirheyrður af borgarstjóranum, var honum skipað að stíga upp í bifreið, og var honum síðan ekið til herbúða landamæra- varða í Germasino. Þar var hann aðeins hafður í haldi nokkra klukkutíma, en síðan var honum aftur ekið til Como. Áður hafði hann beðið liðsfor- ingjann, sem var fyrir gæzluliðinu, um að vera svo vænan og bera kveðju til persónu, sem hefði verið með bílalestinni. Liðsforinginn gekk undir dulnefninu Pedro. Bón hans var samþykkt, og eftir augnabliks hik, nefndi hann nafn sign- oru Petacci. Skæruliðsforinginn fór með skilaboðin áleiðis til Dongo, en Mussolini var settur inn í bílinn, sem hélt til baka 'til Como. Sárabindi var vafið um höf- uð hans, svo að hann þekktist ekki, ef bíllinn yrði að stoppa á leiðinni, og hann var látinn sitja við hliðina á kvenskæruliða, sem var með Rauða- kross-borða bundinn um handlegginn, svo að þannig liti út eins og verið væri að fara með særðan hermann á spítala. Þegar Pedro kom til Dongo, færði hann Clarettu skilaboðin frá Musso- lini. Hún grá'tbað hann á hnjánum um að fara með sig til Mussolini. 1 fyrstu neitaði hann, en hin ákafa þrábeiðni hennar hrærði hann til meðaumkunar með henni í eymd hennar, og hann féllst á að aka henni í hinni hraðskreiðu bifreið sinni og reyna að aka í veg fyrir bifreiðina, sem var með Mussolini á leiðinni til Como. Bifreiðamar mættust á mjórri brú, sem lá yfir Albano- fljótið. Það var komið fram yfir miðnætti og það var úrhellisrigning. Stutt samtal fór fram. „Gott kvöld, yðar hágöfgi". „Ert þú líka komin, signora". „Já, ég bað um það". Síðan var haldið áfram. Claretta var látin sitja i bilnum, sem ók á eftir bifreiðinni, sem flutti Mussolini. Með henni ók skæruliðskafteinn, sem Neri hét. Ekið var greitt eftir rennblautum og bugðóttum veginum. Er þau Framhald, í næsta blaði. nálguðust þorpið Moltrosio, heyrðu þau skyndilega skothrið. Ljóskastara var beint að þeim og "þau vom stöðvuð. Skæruliðar hópuðust að þeim og færðu þeim þær fréttir, að Bandaríkjamenn væru komnir til Como. Stuttar viðræður fóra fram. Umfram allt mátti Mussolini ekki falla í hendur Bandamanna. Ákveðið var að snúa bifreiðunum við og halda til baka. Hvers vegna Aluminíum? Margar skynsamlegar tæknilegar ástæður liggja til þess að aluminíum er heppilegur máltnur í rafleiðslur. Um 85% af öllum háspennulínum í veröldinni eru úr aluminíum, og er það eitt sönnun þess hve málmurinn er heppilegur til þessara nota. Á sarna tíma og flestar vörur kosta margfallt á við það sem var.fyrir stríð, er aluminíum tiltölulega ódýr- ara en það var 1939. Aluminíum rafleiðslur kosta nú að- eins um helming af verði því er slíkar leiðslur kosta úr öðrum efnum. Sparnaðurinn af þessum orsökum, og hag- kvæmni við uppsetningu á slíkum rafleiðslum gerir það að verkum, að aluminíum verður notað til flutnings og dreifingar á rafmagni í æ ríkari mæli. Eiginleikar aluminíum eru: léttleiki, styrkleiki og mótstaða gegn tæringu. Þessir eiginleikar, sem gera aluminíum heppilegt í rafleiðslur, njóta sín einnig í hverskonar annarri notkun á aluminíum. Má nefna al- mennar byggingaframkvæmdir, húsbyggingar, flutn- ingaiðnaðinn og margar aðrar iðngreinar. Rannsóknar- stofur okkar vinna stöðugt að endurbótum á framleiðslu málmsins, svo og leiðum til víðtækari notkunar alumin- íum í hverskonar formi. ALUMINIUM UNION LIMITED THE ADEUPHI, STANDARD — LONDON C. C. 2 Umbjóðendur: €»M€l&g REYKJAVÍK

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.