Vikan


Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 12

Vikan - 12.08.1954, Blaðsíða 12
Hjá 7T 0 3 fi i Mussolinis Claretta Petacci, sem 1 ifði og dó fyrir einræðisherrann EGAR Mussolini kom til Mílanó 17. apríl, bjóst hann við sömu glæsi- legu móttökunum og hann hafði fengið fimm mánuðum áður, er nokkrar þúsundir gallharðra fasista höfðu safnaz't saman til að hylla hann með áköfum fagnaðarlátum. En nú komst hann að raun um, að Milanóbúar voru orðnir honum algerlega fráhverfir, og sýndu þeir honum nú ýmist óvinsemd eða fullan fjandskap, því að þeir óskuðu nú einskis fremur en að gefast upp fyrir Bandamönnum, svo að borginni yrði þyrmt við tilgangslausum bardögum og eyðileggingu. Hann gerði aðallögreglustöð bæjarins að höfuðbækistöðvum sínum, og strax og hann hafði komið sér þar fyrir, kom Claretta þangað að heimsækja hann. Þó að hún hefði að vísu vanizt því að sjá hann illa útlítandi og gamalmennislegan, brá henni þó í brún, er hún sá, hvílík hryggðarmynd hann var orðinn í útliti. Augljóst var, að hann var að þrotum kominn og hafði gert sér ljóst, að spilið var tapað fyrir fullt og allt. Hann talaði í hvíslingum, eins og honum væri mjög erfitt um mál, og hreyfingar hans voru hægfara og yfirvegaðar eins og hreyfingar svefngengils. „Ben, ástin mín, af hverju ferðu ekki norður á bóginn og gefur þig á vald Englendingum og Bandaríkjamönnum", sagði hún við hann í bænar- róm. „Þú munt áreiðanlega sæta hjá þeim góðri meðferð, og heilsufar þitt er svo slæmt, að frekari mótspyrna er verri en 'tilgangslaus". En Mussolini fór ekki að ráðum hennar. Hann hafði þegar beðið erki- biskupinn í Mílanó um að koma í kring fundi með forustumönnum frelsis- hreyfingarinnar, til þess að ræða við þá um friðarkosti, ef hann gæfist upp fyrir Bandamönnum. Hann mætti 25. apríl á umræðufundi hjá erkibiskup- inum, en var þá tjáð, að Þjóðverjar hefðu þegar hafið friðarumræður. Þessar fréttir kveiktu snöggvast nýt't líf í honum, og hann spratt á fætur í bræði og hrópaði, að Hitler hefði svikið sig. Hann skundaði strax til aðalbækistöðva sinna og lofaði að gefa frelsishreyfingunni lokasvar innan klukkustundar. Þegar hann kom til bækistöðvanna, ákvað hann samstundis að yfirgefa Mílanó, því að héldi hann kyrru fyrir, átti hann á hættu að verða leiddur fyrir „alþýðudómstól", sem fnundi næstum því áreiðanlega dæma hann til dauða. Áður hafði hann haft samband við fyrrverandi framkvæmdastjóra dagblaðsins „II Messagero", Pavolini að nafni, en hann hafði lofað að mæta Mussolini í Como með 500 manna liði. Með þessu liði ætlaði hann að freista að brjóta sér leið yfir fjöllin og sameinast Þjóðverjum í Bavariu. Klukkan sex um kvöldið lagði hann af stað í áttina til Como, og voru þrjátíu bifreiðar í förinni. Með honum fóru flestir fasistaforingjarnir, sem Þeð sem á undan er farið Þegar Italir höfðu gefizt upp fyrir Banda- mönnum, lýsti Mussolini yfir stofnun hins nýja ítalska lýðveldis, er halda mundi bar- áttunni áfram, og voru aðalbækistöðvar hans í Gargnano. Claretta kemur þangað til hans. Hann er ekki lengur ástfanginn í henni, en þarfnast ástúðar hennar, því að flestir fylgismanna hans hafa snúið við honum bak- inu. Itakel, eiginkona hans, verður ofsareið og sakar Clarettu um að hafa eyðilagt mann sinn. Mussolini missir alla stjórn á sér, þar eð þær báðar eru sínkt og heilagt að rífast í honum á víxl. Kemur þar að lokum, að Mussolini ryðst heim til Clarettu, miðar á hana skammbyssu og hótar að skjóta hana og sjálfan sig á eftir. „Dreptu mig þá!“ hrópar Claretta. Mussolini verður svo forviða á því, hvernig hún snýst við þess- um dramatísku viðbrögðum hans, að honum fallast alveg hendur og hundskast sneyptur í burtu. I apríl- mánuði 1945 fer Claretta með honum til Mílanó. eftir voru. Einnig fylgdi honum hinn gamli vinur hans. Bombacci. Þegar bifreiðalestin kom til Como, var haldið til lög- reglustöðvarinnar, sem var í þröngu, skuggalegu stræti niður við vatnið. Mussolini gekk þreytulega inn í lög- reglustöðina, þar sem hann ræddi nokkra stund við lög- reglustjórann. Síðan tók hann að skrifa kveðjubréf til Rakelar, konu sinnar. Skriftin var skjálfhent, og var bréfið skrifað með bláum blýanti. Það byrjaði þannig: „Kœra Rakel! Éy er kominn á leiðarenda — siðusta blaðsíðuna í bókinni. Éy skrifa þér þetta bréf, því að ef til vill sjáumst við aldrei framar. Éy bið þiy að fyrirgefa mér allt hið ilia, er ég hef framið gagnvart þér. Það hefur ekki verið mér sjálfrátt. Þú veist, að þú ert eina konan, sem ég raun- verulega hef elskað. Reyndu að komast til svissnesku landamœranna. 1 Svisslandi geturðu hafið 'nýtt lif . ..“ Hann beið í margar klukkustundir árangurslaust eftir fréttum af Pavolini og mönnum hans. Um miðnætti kallaði hann nánustu fylgismenn sína saman á ráðstefnu um, hvað til bragðs skyldi taka. Þeir voru ekki á einu máli. Sumir vildu halda í áttina til svissnesku landamæranna i von um að landamæraverðirnir hleyptu þeim í gegn, en aðrir vildu halda til fjalla og búa þar rammbyggilega um sig í einhverju virkinu. Að lokum ákvað Mussolini að freista að komast yfir svissnesku landamærin með því að fara um Porlezzaskarð. Klukkan þrjú um nóttina lagði bílalestin af stað eftir veginum til Men- aggio. Mussolini var klæddur í leðurjakka og ók með Bombacci og faliegri, Ijóshærðri stúlku um tvítugt. Var almenn't álitið, að stúlka þessi, sem var dóttir einnar fyrrverandi hjákonu hans, væri hans eigið barn. Staðið var við stutta stund í Menaggio, en síðan var haldið áfram eftir bugðóttum fjallaveginum, sem lá yfir skarðið og inn í Sviss. Klukkan tvö var komið til Grandola, og voru þeir þá hálfnaðir til svissnesku landa- mæranna. Hér var numið staðar og fámennur flokkur sendur á undan til að kanna, hvort nokkrar hindranir væri á veginum yfir landamærin. Mussolini og hinir biðu á meðan. Klukkustundu síðar kom einn könnunar- mannanna til baka örmagna og óttasleginn. Hann fleygði sér niður á jörðina og gat stunið því upp, að hinir allir hefðu verið teknir til fanga við Porlezzaskarðið af landamæravörðimum, sem hefðu gengið í lið með frelsishreyfingunni. Mussolini og menn hans vissu nú ekki sitt rjúkandi ráð. Þeim kom sam- an um að snúa við aftur til Menaggio í þeirri fánýtu von, að Pavolini og menn hans myndu koma þangað áður en lyki. Claretta hafði frétt um burtför elskhuga síns frá Mílanó, og ákvað hún þegar í stað að fara á eftir honum. Bróðir hennar og fjölskylda hans voru með henni, og Marcello stakk upp á því, að í varúðarskyni skyldu þau þykjast vera Spánverjar frá spænska sendiráðinu í Róm. Áður en Claretta lagði af stað, skrifaði hún eftirfarandi kveðjubréf 'til Miriam, systur sinnar: „Elsku Mimetta mín! Ég læt skeika að sköpuðu, en örlög hans og mín liljóta að fara saman. Því að framar öllu öðru er það skylda min að standa við hlið hans. Ég mun ekki yfirgefa hann, hvað sem á dynur. Ég vil ekki svíkja loforð mitt um að lijálpa honum, livað sem það kann að kosta. Þú veizt, hvar ég geymi bréfin, sem farið hafa á milli hans og mín. Sjáðu til þess, að sannleikurinn verði sagður um ást okkar, sem var göfug og guðdómleg og ekki af þessum heimi. Ég vil, að engin nema þú geymir þessi bréf, sem ég lief lagt alla sál mína í. Þín að eilífu Claretta“. Marcello náði bifreiðalestinni í Men.aggio. Skömmu seinna birtist Pavolini í brynvarinni bifreið, en án 500 manna liðsins, sem hann hafði lofað að leggja til. Stutt „hernaðarráðstefna" var haldin, og Mussolini fyrirskipaði, að ferðinni skyldi haldið áfram meðfram vatninu í áttina til Colico. Tutt- ugu herflutningabifreiðar mannaðar þýzkum hermönnum slóust í förina með þeim. Mussolini stöðvaði bifreið sína eitt sinn á þjóðveginum og spurði veg- faranda, „hvort nokkrir skæruliðar væru hér um slóðir". Maðurinn svaraði, að skæruliðar væru alls staðar. Mussolini varð svo óttasleginn við þessar 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.