Vikan


Vikan - 24.02.1955, Side 8

Vikan - 24.02.1955, Side 8
GISSUR OG RASMÍNA STANDA SAMAN. Gissur: Þessir nýju nágrannar okkar eru sann- arlega forvitin og afskiptasöm hjón. Rasmína: Gissur, komdu snöggvast hingað. Rasmína: Ég sá Matthías og Mattínu fara inn í kjötbúðina. Nú œtla ég að hringja þangað og gera stóra póntun, svo að þau dáist að okkur. Mattína: Ég œtla að fá pund af liökkuðu kjöti. Það vcrður að vera gott kjöt, tvíhakkað. Kjötkaupmaðurinn: Á það ekki líka að vera pakkað í jólapappír? 7- Matthías: Hann sagði Gissur. Kjötkaupmaðurinn: 20 punda kalkúna og 12 lambakótelettur .... Mattína: Hann er nágranni okkar. Þau liljóta að vaða i peningum. Kjötkaupmaðurinn: Ætlið þið ekki að bíða eftir kjötinu? Matthias: Nei, við erum hœtt við að kaupa kjöt. Mattína: Við cetlum að borða hjá vinum okkar. Matthías: Við œtluðum bara að heilsa upp á ykkur. Matthías: Bg vona að við séum ekki að tefja yður frá matnum. Rasmina: Alls ekki! Við œtlum að borða í klúbbn- um í kvöld. Við borðum sjaldan lieima á kvöldin. Mattina: Það var undarlegt. Það hringdi einhver nafna yðar til kjötkaupmannsins meðan við vorum þar. Rasmína: Ö-já, ég var bara að panta mat handa hundinum okkar. Rasmína: Þú hefðir átt að sjá svipinn á þeim, þegar þau fréttu, að hundurinn œtti að fá állt kjötið. Gissur: Þá hafa augu þeirra opnast fyrir því lwe merkar manneskjur við erum. Þau hljóta að halda að við séum milljónamœringar. Copr. 19K King Features Syndicate, Inc., World rifihts rcscrvcd. Matthías: Við erum aftur búin að skipta um skoðun. Mattína: Við œtlum að fá halckaða kjötið. Kjötkaupmaðurinn: Ég er því miður nýbúinn að selja Rasmínu síðasta pundið. En ef þér viljið kjúklinga eða kótelettur, þá var hún einmitt að afpanta það. SPRENGIEFNI, MILLJÓNIR, LISTIR OG VlSINDI ALFRED IMOBEL OG VERÐLAUIMIN HANS A lfred Bernhard Nobel ^ fæddist í Stokkhólmi 21. október 1833. Faðir hans var Immanuel Nobel, mikill athafna- og hæfi- íeikamaður og eigandi blómlegs fyrirtækis, sem annaðist skipasmíðar og aðrar stórframkvæmdir. Alfred var heilsuveill í æsku. Þegar hann var níu ára, fóru foreldrar hans með hann til Rússlands, og þegar heilsa hans leyfði, varð hann lærling- ur í stálsmiðju föður síns í Pét- ursborg. Á aldrinum 16 til 21 árs stundaði hann nám í Þýzka- landi, Frakklandi, Englandi og Bandaríkjunum. Að því loknu hvarf hann heim til Stokk- hólms, þar sem hann sneri sér að sprengiefnarannsóknum. Á þeim dögum var púðrið eina sprengiefnið, en orka þess mjög takmörkuð. Franskir vís- indamenn voru búnir að upp- götva sprengihæfni nitroglycer- ins en það var stórhættulegt í meðferð. Fyrstu tilraunum Alfreds lauk með voveifilegum hætti, þegar Oscar bróðir hans fórst í sprengingu, sem eyðilagði nokkurn hluta Nobel-rannsókn- arstofanna. Eftir slysið, voru sprengiefnatilraunir bannaðar í Stokkhólmi, en Nobel tók feikn- stóran pramma á leigu, reisti á honum rannsóknarstofu og lagði honum við ankeri á vatni einu um tvær mílur frá borg- inni. Tilraunir Nobels báru árang- ur 1866, þegar hann fann upp dynamitið. Tuttugu og þremur árum síðar fékk hann einkaleyfi á framleiðslu reyklauss púðurs. Síðustu tíu árin, sem hann lifði, hafði hann 12,000 manns í þjónustu sinni við framleiðslu sprengiefnis. Hann gíftist aldrei. Hann hafði ótrú á því, að fólk eign- aðist mikinn auð fyrirhafnar- laust, og tjáði skyldfólki sínu þar af leiðandi beint og brota- laust, að það skyldi ekki búast við arfi frá honum. Alfred Nobel andaðist í San Remo á ítalíu þann 10. desemb- er 1896. Hann varð 63 ára. I erfðaskrá sinni mælti hann svo fyrir, að auðævum hans — um 100 milljónum króna — skyldi varið til þess að stofna verð- launasjóð. Skyldi fimm verð- launum úthlutað árlega og sam- anlögð upphæð þeirra nema árs- tekjum sjóðsins. Fjórum verðlaunum skyldi úthlutað til þeirra karla og kvenna, sem á undanförnum tólf mánuðum hefðu skarað fram úr í eðlisfræði, efnafræði, læknavísindum og bókmenntum. Fimmtu verðlaunin skyldi sá maður hljóta, sem drýgstan skerf hefði lagt til friðarmála á sama tímabili. Sænsku vísinda-akademíunni var falið að úthluta eðlis- og efnafræðiverðlaununum, og kýs hún fimm prófessora til starf- ans. Caroline stofnunin í Stokk- hólmi ákveður, hver hljóti læknisfræðiverðlaunin, og Stokkhólms-akademían úthlut- ar bókmenntaverðlaununum. Fimm menn, sem norska þing- ið kýs, velja friðarverðlauna- manninn. IJthlutunarnefndirnar taka við uppástungum um verðlauna- veitingarnar frá „ábyrgum mönnum.“ Síðan er saminn listi yfir þá, sem til greina koma, og sérfræðingum falið að ganga frá rækilegri skýrslu um afrek þeirra. Þegar á allt er litið, má segja að nefndirnar hafi sloppið til- tölulega vel við gagnrýni, þótt kvartað sé stundum undan því, að of oft verði þeir menn fyrir valinu, sem þegar séu orðnir heimskunnir. Nánir vinir Nob- els hafa löngum haldið því fram, að hann hafi upphaflega stofnað sjóðinn til þess að hjálpa ungum en peningalitlum efnismönnum.Hvað sem því líð- ur, þá er hitt staðreynd, að meðalaldur verðlaunamanna er 66 ár. Nobelsverðlaununum var fyrst úthlutað 1901, þegar Wil- helm Konrad Röntgen fékk eðl- isfræðiverðlaunin fyrir rann- sóknir sínar á „Röntgen-geisl- um“. Frú Curie var fyrsta konan, sem verðlaun hlaut; það var 1903, þegar eðlisfræðiverðlaun- unum var skipt milli hennar, manns hennar og Antoine Henry Becquerel. Átta árum síðar hlaut hún efnafræðiverð- launin fyrir rannsóknir sínar á radíum. Nobel sló því föstu, að ekkert tillit mætti taka til þjóðernis við úthlutun úr sjóð hans. Þeirri reglu virðist hafa verið fylgt. Fyrstu 50 árin voru Þjóðverjar hlutskarpastir, en næstir komu Bandaríkjamenn og Bretar. Frakkar hafa verið drýgstir á bókmenntasviðinu. Alls hafa karlar og konur frá 22 löndum hlotið verðlaunin. Ef ekkert samkomulag næst í nefnd um úthlutun verðlauna, fer engin úthlutun fram það ár. Það lýsir kannski best ástand- inu í heiminum, að friðarverð- launin hafa frá upphafi geng- ið verst út. Auk heimskunnra manna, hafa stofnanir stundum hlotið þau verðlaun. Til dæmis hefur alþjóða rauði krossinn fengið þau tvisvar (1917 og 1944), og í bæði skiptin stóð yfir heims- styrjöld. Verðlaunamenn fá skrautrit- að skjal, þar sem skýrt er frá afrekum þeirra, gullpening og ávísun, sem hljóðar upp á yfir hálfa milljón króna. Verðlaunamönnum er skylt að flytja fyrirlestur um störf sín innan sex mánaða frá út- hlutun, nema óhjákvæmileg at- vik hindri. Úthlutun Nobelsverð- launanna fer fram 10. des- ember ár hvert, á dánar- degi gefandans. Svíakon- ungur er viðstaddur at- höfnina. Um kvöldið efnir Nobelsstofnunin til mikill- ar veizlu, þar sem drukk- ið er minni Alfreds Nobel. GERTRUDE MANNHEIM, 24 ára gömul stúlka í Hamborg, varð fyrir því óhappi í septem- ber í fyrra, að brúðarkjóilinn hennar gereyði- lagðist rétt áður en hún átti að fara til kirkjunn- ar. Brúðkaupinu var frestað. Þegar það kviknaði í nýja brúðarkjólnum tveimur vikum síðar og daginn fyrir giftingardaginn, tók hún til sinna ráða. Hún boðaði unnustann á sinn fund og hvíslaði ein- hverju að honum einbeitt á svipinn 1 fyrstu mótmælti hann, svo yppti hann hlægjandi öxlum. Og þegar þau mættu í kirkjunni daginn eftir, var hann í verksmiðju- fötunum sínmn og hún í vinnugallanum úr fiskiðjuverinu, þar sem hún vann! BLESSAÐ BA 'NIÐ Pabbinn: Ég sé eftir því að liafa bannað konunni minni að kaupa nýjan hatt. Ég hef aldrei séð hana svona reiða. Pabbinn: Ég gct ekki fest hugann við vinnuna. Ég fer lieim. Flóvent: Þú gerir hvort sem aldrei neitt hérna, svo það er eins gott að þú farir. Magg', Fólkið v það flut, LÚli: j heim og ■ sfUtu eiga þessar tómu hattöskjur, Lilli? á lofti hjá mér skildi þcer eftir, þegar a þér fyrir. Ég œtla að fara með þœr iKa mér að þeim. Pabbinn: Ég vona að hún fyrirgefi mér. Ég œtla að leyfa henni að kaupa tvo hatta. Pabbinn: Drottinn minn dýri! Ég býst við að hún hafi cétlað að kenna mér að vera betri eiginmaður. 8 9

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.