Vikan


Vikan - 24.02.1955, Side 14

Vikan - 24.02.1955, Side 14
HÁDEGISVERÐURINN Framhald. af bls. 11. — Þakka yður fyrir, ekkert annað en ís og kaffibolla. í öngum mínum pantaði ég ís og kaffi handa henni og kaffi handa mér. — Ég er alveg sannfærð um eitt, sagði hún og bragðaði á ísnum sínum með súkku- laðinu, maður ætti alltaf að standa upp frá borðinu með það á tilfinningunni að maður sé ekki saddur. — Eruð þér ennþá svangar? spurði ég veikri röddu. — Nei! Ég hef enga lyst eins og þér sjáið. Ég drekk tebolla á morgnana og bprða heitan mat á kvöldin, en um hádeg- ið borða ég aðeins einn rétt. Ég átti við yður. — Jæja! Nú gerðist skelfilegt atvik. Meðan við biðum eftir kaffinu, kom yfirþjónninn, hræsnisfullur á svipinn og með fleðulegt bros, að borðinu til okkar með kúffulla körfu af stórum plómum sem voru rjóðar í kinnum af blygðun; þær báru þennan hlýja lit ítölsku sveitanna. Hvað skyldu þær kosta, guð minn góður? Ég komst brátt að raun rnn það, því gestur minn, sem var með allan hugann við eintal sitt, tók eina. — Þarna sjáið þér hvað ég á við! hélt hún áfram, Þér eruð svo saddur af öllu þessu kjöti (vesælu litlu kótelettunni minni), að þér getið jafnvel ekki bætt á yður einiun ávexti. En ég, sem aðeins hef nartað í matinn, borða eina plómu með mestu ánægju. Ég fékk reikninginn. Ég gat borgað hann, en aðeins með því að skilja eftir alltof litla drykkjupeninga. Ég sá að augnaráð frú N... hvíldi á þessum ve- sælu þremur frönkum, sem lágu eftir á disknum. Ég skildi það vel, að hún áleit mig nirfil. Þegar ég var kominn út fyrir dyrnar, átti ég eftir. . . að lifa heilan mánuð, án þess að eiga einn einasta eyri í vasanum. — Farið að dæmi mínu, yður er óhætt að trúa mér, sagði gestur minn og þrýsti hendi mína. Látið yður nægja einn rétt um hádegið. — Ég ætla að ganga ennþá lengra én það, svaraði ég um hæl. Ég ætla alls ekki að borða neitt í kvöld. —. Æringi! kallaði hún glaðlega um leið og hún stökk upp í vagninn. Loksins átti ég að fá hefnd. Ég er ekki hefnigjarn maður, því fer fjarri, en þegar hinir ódauðlegu guðir taka mál okkar í sínar hend- ur, þá er það afsakanlegt þó mað- ur virði fyrir sér afleiðingarnar með nokkurri velþóknun. Nú vegur frú N... hundrað og þrjátíu kíló. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: Árgangurinn stendur vinstra meginn á Morg- unblaðinu, þegar við snúum því að okkur, full- orðið fólk hefur 32 tennur og slaufan á karl- mannshöttunum er vinstra megin. Svörin við öllu hinu verðurðu að finna sjálfur. Hafirðu 10 spumingar réttar, er eftirtektargáfa þín i fyrirtaks lagi og þér hættir til að svindla svolítið. 8—9 spurningar sýna, að þú ert skarpur og athugull. 5—7 spumingar er eðlilegt að hafa réttar. Hafirðu færri réttar, ertu alltof utan við þig, en í hæzta máta heiðarlegur. Eva og einræðisherraim.* Framhald af bls. 5. handa en nokkurn tíma höfðu verið unnir. Þýzka- land hafðl búið sig undir þetta meðan hin lönd heimsins höfðu hlegið og leikið sér. Nú skyldu þau læra lcxíuna sína. Framhald l nœsta blaði. 751 KROSSGÁTA VIKUNNAR Ldrétt skýring: 1 matur — 5 steig — 7 hreinsa — 11 verkfæri — 13 festa — 15 bókstaf- ur — 17 lófar — 20 ung- viði — 22 búa klæðum •—- 23 froðuefni — 24 tota —■ 25 greinir — 26 ættfaðir —- 27 sprunga — 29 rúm- fat —- 30 með tölu -— 31 líkamsvökvi — 34 sæti — 35 fengur — 38 fugl — 39 drykkur — 40 gusa — 44 japönsk borg — 48 mynt — 49 mældu þyngd — 51 úrgangsefni — 53 hás — 54 óhreinka — 55 skjól — 57 jarðeign — 58 blessa — 60 veðurlag — 61 dómur — 62 heimska — 64 mannafla — 65 óveður — 67 spyrja — 69 meðlæti — 70 heyleyfar — 71 klæða. Lóðrétt skýring: 1 samningaborg —- 3 drykkur — 4 tölu — 6 missa — 7 ástsæll — 8 forskeyti — 9 biblíunafn — 10 nasi — 12 orkubreytir — 13 afkomendur — 14 fita — 16 fold — 18 fjölda — 19 núa — 21 sælgæti (vöruheiti) — 26 á fæti — 28 huldu- veru — 30 duglegur — 32 gæfu — 33 upphrópun — 34 fangamark sambands — 36 sækja sjó — \j~ bfí 37 samkoma — 41 málmur — 42 andstöðu — 43 vanin — 44 ekki vant — 45 hreinsunarmaður — 46 refsa — 47 kross — 50 líkamsefni — 51 heiður — 52 bíltegund — 55 vesælt — 56 flokka — 59 vindur — 62 reykja — 63 mót — 66 jökull — 68 á stundinni. --O-- Lausn á kross- gátu nr. 750. ÁST I MIÐJU VÍTI Framhald af bls. 6. Lárétt: 1 bras —- 4 full — 7 slag — 10 jóð — 11 Olga — 12 teig — 14 as — 15 öfug — 16 Kant — 17 fl. — 19 stag — 20 blá — 21 nótur — 23 böll — 24 slor — 25 aðal — 26 vagn — 27 plóg — 28 raf — 29 laug — 30 hret — 32 sl. — 33 megn — 34 Prón — 35 lo. — 36 geil — 37 gróf — 38 þor — 39 illir — 41 keip — 42 logn ■— 43 nein — 44 snið — 45 vaki — 46 nit — 47 stál — 48 bika — 50 st. — 51 skor — 52 kali — 53 dó — 54 ætíð — 55 hald — 56 ber — 57 elg- ur — 59 sóði — 60 árið — 61 búin — 62 ekla — 63 stal — 64 Dardanella- sundi. Lóðrétt: 1 bjarnarskinnsfeld — 2 rós — 3 að — 4 flug — 5 ugg — 6 la — 7 senn •— 8 lit — 9 ag — 11 ofar — 12 tagl — '13 klár — 15 ötul — 16 Köln — 17 flog — 18 staf — 19 lögg — 20 blót — 22 óðal — 23 baun — 24 slen — 26 vagl — 27 próf — 29 leir — 30 hróp — 31 þorn — 33 mein — 34 frið — 35 logi — 36 glit — 37 geil —- 38 þoka — 40 leit — 41 knár — 42 Laki — 44 stoð — 45 vild — 47 skír — 48 bali — 49 sérð • — 51 stund — 52 kaðal r- 53 deild — 54 ægir — 55 hóll — 56 Bran — 58 lúa — 59 ske — 60 átu — 62 en — 63 ss verkinu miðaði, notaði varðstjórinn — gráhærður, fullorðinn raaöar, sem vel hefði getað verið faðir hennar — tækifærið til að kæra hana fyrir leti. Verkfræðingurinn anzaði eitthvað á þá lund, að þá þyrftí ,,að kenna henni, að þetta er ekki neitt hvildarheimili." Um kvöldið fékk hún boð um að koma niður að skúrnum, sem verðirnir bjuggu í. Þegar hún fór upp í námuna aftur, var hún jakkalaus. „Kennslan" fólst í því, að hún átti ekki að fá jakkann aftur, fyrr en hún „bætti ráð sitt.“ Kuldinn var bezti kennarinn, að dómi verkfræðingsins, Mary var mjög máttfarin, þegar sá dagur loksins rann upp, að fangarnir voru settir upp á vörubílinn og sendir til baka til fanga- búðanna. Ekki bætti það úr skák, að bíllinn bilaði og hinir örþreyttu fangar urðu að ganga í 16 tíma samfleytt. Þeir fóru um nokkur þorp, þar sem íbúarnir horfðu stórum augum á þá út um gluggana. Plestir virtust þeir hafa samúð með þessum aumkunarverðu verum. Þeir hugrökkustu stungu að þeim matarbita, og gömul kona reyndi að gefa Mary skýluklútinn sinn, en var rekin burtu. Á einum stað, þar sem hvílst var stundarkorn, fékk bóndi að bera þeim kaffi. Mary fannst hann vera skömmustulegur á svipinn. Hún reyndi að spyrja hann, hvaða staður þetta væri, en hann leit undan án þess að svara. Nicholai beið við fangabúðahliðið. Það var sunnudagskvöld. Hann þrýsti Mary að sér, hirti ekkert um það, þótt til þeirra sæist. Svo studdi hann hana inn í braggann og lagðist fyrir framan hana á fletið. Þau lágu lengi, án þess að mæla orð. Hann strauk höndunum um vanga hennar undurþýtt. Svo kyssti hann hana, vafði örmunum utan um hana og lagði höfuð hennar að brjósti sér. Hún sofn- aði í fanginu á honum. Það getur enginn hlustað á Mary Brai segja sögu sína, án þess að dást að hugrekki hennar og þreki. Stundum finnst manni það nærri því óskiljanlegt, hvernig hún þraukaði þetta af. En þá renn- ur það upp fyrir manni, að þetta er ekki einasta hörmungasaga og þjáningasaga, heldur er það líka fögur ástarsaga. Og það er einmitt það, sem Mary leggur áherzlu á. „Já, ég endurtek það,“ segir hún, „án Nicholais hefði ég naumast enst lengur. en í fimm sex mánuði. Ég held ég hefði einfaldlega gef- ist upp. Og í þess stað harðnaði ég, ef svo mætti orða það, líkami minn stæltist við hið þrotlausa strit, ég varð í rauninni ótrúlega sterk.“ Mary hló, þegar hún sagði mér frá þessu. Svo sýndi hún mér aftur hendurnar á sér og lófana, sem enn þann dag í dag eru gráir af kolaryki og sem engin sápa getur gert hreina. „En ég mæli samt ekki méð því,“ sagði hún, „að konur safni kroftum á þennan'hátt.“ Svo varð hún aftur alvarleg: „Sannleikurinn er 14

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.