Vikan


Vikan - 24.02.1955, Qupperneq 15

Vikan - 24.02.1955, Qupperneq 15
líka sá, aS þarna var ekki litið á mig sem konu. Ég átti ekkert í eigu minni, alls ekki neitt Þeir leyfðu mér ekki einu sinni að halda nárinu. Imyndaðu þér rúmlega 200 fanga, sem standa í fjórfaldri röð fyrir framan nokkur kofaskrifli. Það er sunnudagur, klukkan er orð- in fimm og verðirnir eru að telja þá. Þeir standa með hendur fyrir aftan bak, hreyfingarlausir. Fyrir framan þá spígspora svartklædir menn í gljáfægðum reiðstigvélum. Númer fanganna eru hrópuð upp og við hvert númer svarar einhver: Hér! Stundum stoppar vörðurinn við númer og skipar fanganum að stiga fram fyrir fylkinguna. Það er daglegur viðburður. Fanginn hefur brotið eitthvað af sér og það á að refsa honum. Svo þegar talningunni er lokið, tínast fangarnir inn í fangageymslurnar, allir nema þeir, sem unnið hafa til refsingar. Þeir eru leiddir fyrir fangabúðastjórann — hinn almáttuga fanga- búðastjóra. Einn hefur stolið brauðmola — matarskammturinn hans er minnkaður í viku. Annar hefur sýnt þrjósku — hann fær þriggja daga dýflissuvist. Sá þriðji hefur verið „latur'1 — hann er færður út á götuna fyrir framan varðstofuna, settur upp á svolítinn tré- pall og látinn standa þar til miðnættis eða lengur. Yfir pallinum er rafmagnsljós og þarna stendur fanginn aleinn og hreyfingarlaus og starir beint fram fyrir sig. Hann veit, að ef hann hreyfir sig, fær hann barsmið." Þetta voru algengustu refsingarnar, þær sem voru i daglegri notkun. En það voru til aðrar aðferðir til þess að refsa óstýrilátum föngum. Mai'y fékk að kynnast þeim flestum. ,,Eg er eins og flestar konur," segir hún brosandi — „svolitið fljótfær! Stundum hafði ég ekki gát á tungu minni, og þá var ekki að sökum að spyrja. „Einu sinni tókst mér meir að segja að vinna til refsingar, þegar ég var að taka út aðra refsingu! Ég man ekki núna, hvað ég hafði brotið af mér, en ég sat I hegningarklefanum rétt einu sinni. Ég var að reyna að sofna, þegar vörðurinn öskraði inn um gægjugatið, að ég mætti ekki leggjast út af. Ég spratt á fætur, þreif húfuna mina og hengdi hana fyrir gatið. Jú, vist vissi ég, að þetta mundi koma mér í koll, en ég var svo fjúkandi reið. Nokkrum mínútum síðar fékk ég að borga fyrir fljótfærnina. Ég var sett í handjárn." Svokallaður „eftirlitsmaður" kom í fangabúðirnar nokkrum dögum síðar. Hann mun að nafninu til hafa átt að kynna sér aðbúnað fang- anna. Hve samviskusamleg sú rannsókn var, má nokkuð marka af því, að ekki virtist honum finnast neitt athugavert við handjárnin. „Svona voru þeir," segir Mary. „Allt varð þetta svosem að vera „löglegt." Þessvegna sendu þeir „eftirlitsmenn" i fangabúðirnar öðru hvoru —- menn sem síðan gáfu hátíðlega yfirlýsingu um það, hve vel jafnvel afbrotamönnum vegnaði undir hinni mildu hendi nasismans." Þessi maður skoðaði meðal annars hegningarklefann, sem Mary sat í, og lagði fyrir hana ýmsar spurningar. Hann þurfti að fá að vita hvaðan hún væri, hve gömul hún væri, fyrir hvað hún hefði verið dæmd o.s.frv. Maður sér í huganum þessa heimsókn. I klefadyrunum stendur maður um þrítugt í svörtum, stífpressuðum einkennisbúningi, með gullspangar- gleraugu á nefinu og mjúka hanska. Andspænis honum stendur 25 ára gömul stúlka. Maðurinn er kominn til þess að kynna sér meðferðina á henni. Og þegar hann fer, veit hún, að frá hans sjónarmiði er allt í stakasta lagi! Manninum finnst það ekkert vítavert, þótt stúlkan sé með handjárn, þótt hún vinni í námu 14 stundir á dag, þótt það sé búið að klippa af henni allt hárið og þótt hún sé í karlmannsbúningi. Er G bað hana að endingu að segja mér í fáum orðum frá deginum, þegar hún varð frjáls aftur. „Þetta bar svo brátt að, að við stóðum eiginlega gjörsamlega ráð- þrota i fyrstu! Við vöknuðmn bara við það einn góðan veðurdag, að verðirnir voru horfnir! Við heyrðum skotdrunur í fjarska. Það er ótrú- legt en satt, að nokkrar klukkustundir liðu áður en við þorðum að opna fangabúðahliðið. Ég held næstum, að við höfum verið hrædd við þetta óvænta frelsi. Dýr, sem lengi hafa verið læst inni, kváðu venjast búr- unum sínum. Þau hræðast hið ókunna hinumegin við grindurnar. Okkur var víst svipað innanbrjóst fyrstu klukkustundirnar. En þegar við loksins áræddum út fyrir hliðið, var eins og ósýnilegir fjötrar féllu af okkur og við hrópuðum af gleði, þeystum eins og krakkar í allar áttir, föðmuðumst og kysstumst! „Nicholai kyssti mig eins og hann hafði aldrei áður kysst mig. Ég náði varla andanum! Svo hlupum við af stað og leiddumst — hlupum beint af augum, eitthvað út í buskan. Við fórum um furuskðg. Við héld- um nærri stanslaust áfram þar til birti af degi. Þá lögðumst við til hvildar í útjaðri skógarins. Þar lágum við, þegar þeir komu að okkur — skeggjaðir menn með stálhjálma og byssur. Við vöknuðum við að þeir stóðu masandi yfir okkur. Ég hlustaði andartak — hvaða mál var þetta? Svo stökk ég á fætur. Mennirnir töluðu ensku ■— okkur var borgið!" Mary Brai og Nieholai búa í Frakklandi. Þau eiga fallegt hús skammt frá París. Nicholai hefur góða stöðu, Mary hefur hvað eftir annað verið boðiö hlutverk i kvikmyndum. En hún neitar og segist vilja helga sig heimilinu sínu. Ég spurði hana að lokum, hvort hún væri hamingjusöm og hvort hún hugsaði oft um þjáningarnar, sem hún hafði mátt þola. „Já, ég verð að játa, að mér gengur illa að gleyma þessum árum," segir hún. „Ég er heldur ekki viss um, að ég kæri mig um það. Ég er ósegjanlega hamingjusöm. Og er það ekki staðreynd, að þá hamingju LÍF í EIGIN HENDI Framhald af bls. 7. Ertu svolítill æringi, þegar það á við, gáskafullur, kátur? Eins skiptir það miklu máli frá heilsufarslegu sjónarmiði, hvort þú kannt að hvila þig og „taka lífinu með ró.“ Andlegt heilsu- tjón vofir yfir þeim mönnum, sem ekki geta hætt að hugsa um vinnu sína og vandamál að lokn- um starfsdegi. 8. Hefurðu trú á sjálf- um þér? Þú hefur eflaust kynnst mönnum, sem sífellt segja: ,,Hjá mér fer allt í handaskol- um“ eða: „Það er eins og allt þurfi að koma fyrir mig.“ Þeir þjást af sífelldum kvíða. Svona menn eru í hættu staddir. Þeir vanmeta hæfileika sína sjálfum sér til tjóns. Það er kannski stundum full djúpt tekið í árina að segja að þeir séu andlega veiklaðir, en vissu- lega eru þeir ekki fullkomlega heilbrigðir. 9. Ertu framgjarn, ó- hræddur? Hinn heilbrigði maður hræð- ist ekki lífið og er gæddur nægi- lega miklu sjálfstrausti, til þess að láta til sín taka, þegar svo ber undir. Hann „læðist ekki með veggjum.“ Ég á ekki við, að menn eigi að vera ofstopa- fullir yfirgangsseggir. Ég á við, að þeir eigi að horfast í augu við erfiðleikana, gefast ekki upp. Hinn hlédrægi maður, sem aldrei þorir að beita sér, er engu síður veiklaður en hávaða- maðurinn. 10. Ertu frjálsmannleg- ur? Sá, sem fer mikið einförum, nýtur ekki lífsins í fullum mæli. Frjálsmannleg framkoma er hraustleikamerki. Hinn heil- brigði maður er félagslyndur bæði utan og innan heimilisins. 11. Ertu umburðarlynd- ur? Heilsugóður maður tekur til- lit til annarra og kann að meta kosti þeirra. Umburðarlyndi er hraustleikamerki, alveg eins og hatur og öfund byggist nærri undantekningarlaust á einhvers- konar veiklun. Það er ekki nema mannlegt að reiðast um stundarsakir. En hinn heilbrigði maður veit, áð reiði, sem verður að hatri, er hættuleg. Hún getur auðveld- lega valdið honum heilsutjóni. 12. Ertu fróðleiksfús? Mátuleg forvitni er öllum til góðs. Og sá, sem gæddur er andlega heilbrigði, lætur ekkert tækifæri ónotað til þess að afla sé nýs fróðleiks. Hann viður- kennir fúslega nýjar staðreynd- ir og forðast alla fordóma. í stuttu máli er eftirfar- andi undirstaða góðrar heilsu: líkamleg vellíðan; glögg yfirsýn yfir manns eigin markmið og þarfir; vilji til að lifa lífinu til fulls, án þess að óþarfa kvíði og bölsýni skyggi þar á. Sé maðurinn gæddur þessum eiginleiltum, þarf hann ekki að hræðast það sem framundan er. MUNIÐ NDRA MAGASIN Karl Uölvason Ferjuvog 15 Sími 7939 Bej’kjavík Öll gluggahreinsun fljótt og vel af hendi leyst. — HRINGH) 1 SlMA 7939 — fann ég eiginlega þarna í fangabúðunum? Ég á við, að þar fann ég manninn minn." ' Hún tólc mynd upp úr skúffu og sýndi mér hana. „Ég veit að Nicholai elskar mig,‘‘ sagði hún brosandi, ,,og að hann muni alltaf elska mig. Hvernig get ég efast um það úr því hann e)sk-» aði mig þárna?" Ég' horfði á myndina og skyldi hvað hún átti við. Þetta var mynd af Mary eins og hún hafði verið, þegar hún kynntist Nicholai, mynd af ungri, grannvaxinni stúlku í fangafötum „Bandarikjamennirnir tóku hana daginn sem þeir fundu olckur," sagði hún „Or því hann elskaði mig svona á mig komna, hlýtur hann þá ekki alltaf að elska mig?“ ENDIR. 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.