Vikan - 10.03.1955, Side 6
Bölvaði mikið í!
nahríðinni —
en vœnsta kona
Nelson var ekkert um
en það voru konur í liði hans
ÞAi) er fremur fátítt,
að stúlkurnar, sem nú
eru í brezka flotanum,
fari til sjós. En á dög-
um Nelsons fóru kon-
ur ekki einasta til sjós,
heldur tóku þær þátt í or-
ustum.
Á frægu málverki af
orustunni við Trafalgar
gefur meðal annars að líta
konur, sem eru að hjúkra
særðum sjóliðum.
Nelson dó í fanginu á
einum liðsforingja sinna
eftir hinn fræga sigur, en
það voru konur, sem hjúkr-
uðu honum, þegar hann
fékk banasárið.
Hinn mikli flotaforingi vissi
ósköp vel, að konur höfðu laum-
ast um borð í skip hans, áður
en þau létu úr höfn. En þótt
hann væri andvígur því að hafa
konur um borð, lét hann það
oftast liggja á milli hluta.
Breska flotamálaráðuneytið
lagði blátt bann við því, að kon-
ur héldu til í skipum þess. En
einhvernveginn komust þó allt-
af fáeinar fram hjá vörðunum
— og hver gat verið að amast
við því, eftir að komið var út á
rúmsjó ?
Sumar þessara kvenna voru
giftar sjómönnunum, aðrar áttu
unnusta um borð. Þegar til
orustu kom, tóku þær sér nærri
alltaf stöðu við hlið manna
sinna. Þær klæddust sjóliða-
búningi og margar klipptu af
sér hárið.
Þegar Rodney flotaforingi
lagði til atlögu gegn frönskum
óvinaskipum á Indlandshafi í
apríl 1782, var ein af fall-
byssuskyttum hans kvenmaður.
Hún var gift. Það er sagt, að
hún hafi bölvað mikið meðan á
orustunni stóð. En hún var samt
vænsta kona, bætir heimildin
við.
Nokkrum árum síðar var hún
enn um borð í brezku herskipi,
þegar tvö frönsk skip réðust á
það. Hún var að hjúkra særð-
BETRA SEINT EN ALDREI
FRÆÐSLUSTARFSEMI Sameinuðu Þjóðanna nær víða um lönd.
Það er til dæmis fyrir þeirra tilstilli, að yfirvöldin í Togolandi
(verndargæslusvæði, sem Frakkar fara með umboðsstjórn í) eru
byrjuð mikla herferð í skólamálum. Á myndinni sjást nokkrir
svertingjar, sem eru að læra stafrófið.
um sjóliða, þegar
kallað var niður til
hennar, að maður-
inn hennar hefði
orðið fyrir skoti og
væri að gefa upp
öndina. „Frú Phel-
an,“ segir í dagbók
skipsins, „þaut upp
á þilfar og tók mann
sinn í fang sér. Tár-
in flóðu niður kinn-
ar hennar, þegar
hún hvíslaði að hon-
um, að hann mundi
eflaust lifa. En
naumast var hún bú-
in að sleppa orðinu
fyrr en fallbyssu-
kúla tók af henni
höfuðið. Veslings
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Is
I
I
I
I
Barnabörnin þeirra eru á
'7) ÚSSNESKIR LÆKNAR, sem fyrir
á- skemmstu komu í heimsókn til Bret-
lands, skýrðu starfsbræðrum sínum þar svo
frá, að í Rússlandi væru á lífi menn, sem
orðnir væru yfir 140 ára. Þeir hafa eftir því
verið komnir í heiminn þegar Napoleon hélt
innreið sína í Moskvu. Og sumir þeirra,
sögðu rússnesku læknarnir, eiga barnabörn,
sem komin eru yfir sjötugt.
Hversvegna verða sumir menn fjörgaml-
ir ? Það er óráðin gáta, í Rússlandi sem
annarstaðar. Mikill f jöldi vísindamanna hef-
ur þó glimt við þrautina og gerir það enri.
Fjórir læknar í New York skýrðu nýlega
frá því á læknaþingi, að þeir menn, sem
næðu 75 ára aldri, gætu gert sér talsvert
góðar vonir um að verða 100 ára. Að þess-
ari niðurstöðu komust læknarnir eftir um-
fangsmiklar rannsóknir, sem meðal annars
náðu til 1,000 karla og kvenna á aldrinum
80 til 100 ára.
ANDARlSKU LÆKNARNIR kváðust
lita svo á, að „hættuskeið" hvers manns
næði yfir 15 ára timabilið frá sextugu til
75 ára. Menn gætu vænst þess að verða há-
aldraðir, ef þeir kæmust klakklaust yfir
þetta tímabil. „Við deyjum flest áður en við
komumst á hættuskeiðið eða á leið okkar
yfir það.“
Enginn vafi er á því, að vísindin munu
enn eiga eftir að lengja meðalaldur manna.
Hann hefur þegar aukist um rösklega tíu
ár frá aldamótum.
eiginmaðurinn opn-
aði andartak augun, en lokaði fyrir mat sínum. Þegar þeir
þeim síðan fyrir fullt og allt.“ rákust á þær í skipum sínum,
Frú Phelan hafði eignast gerðu þeir þær einfaldlega að
sveinbarn aðeins þrem vikum hásetum, og létu sömu lög ganga
fyrir þennan atburð. Áhöfnin á yfir þær og aðra af áhöfninni.
skipinu ákvað að taka sveininn Anne Chamberlayne hefur
í fóstur. Hann var skírður ekki kallað allt ömmu sína. Um
Thomas, og næst þegar skipið hana segir í skjölum flotamála-
kom í höfn, keyptu sjómennirn- ráðuneytisins: „Maður veit
ir geit, til þess að barnið hefði naumast, hvort er aðdáunar-
nýmjólk að nærast á. verðara — hugrekki stúlkunn-
Thomas litli var ekki eina ar eða hugrekki stráksins, sem
barnið, sem fæddist um borð í giftist henni. Það hefði ekki
herskipi. I orustunni á Indlands- verið heiglum hent að temja
hafi, sem fyrr getur, ól kona hana, ef hún hefði verið óstýri-
barn um borð í skipinu Tremen- lát.“
dous. Það var drengur og hann Eftir orustuna við Trafalgar
var skírður Daniel Tremendous var kunngert, að allir þátttak-
MacKenzie. endurnir yrðu sæmdir heiðurs-
í skjölum flotamálaráðuneyt- merki. Nokkru seinna var þó
isins brezka er getið um ýmsar birt ,,leiðrétting“ — nú áttu ein-
konur, sem fóru til sjós í skip- ungis karlmennirnir að fá orðu.
um þess. Ein hét Mary Lacey. Jane Townsend, ung stúlka,
Hún kom um borð í karlmanns- sem verið hafði háseti á her-
fötum og tókst að dyljast þar skipinu Defiance, heimtaði samt
til skipið var komið úr höfn. sitt heiðursmerki — „og ekkert
Eftir það var hún háseti á múður.“
skipinu mánuðum saman og _ , , , ,
tók þátt í ýmsum orustum. Að lirailgurslaust. Tals-
stríðinu loknu (gegn Napoleon), maður brezku stjórnarinn-
var hún í sjö ár háseti á kaup- ar tilkynnti, að því miður
skipum. Síðan settist hún að yrgj þetta svona að vera.
í Portsmouth sem skipamiðlan. m
Eins og áður er sagt, lagði væ^ malum Uatt-
brezka flotamálaráðuneytið aö> a«-> ef flotinn færi að
bann við því, að konur gegndu
þjónustu um borð í herskipum.
Það leiddi þá af sjálfu sér, að
' þær gátu enga viðurkenningu
hlotið fyrir störf sín.
Þessar flotakonur voru ann-
ars yfirleitt hinir mestu garpar.
Þær vissu hvað þær vildu og
hræddust hvorki guð né menn.
Sterkar hafa þær líka orðið að
vera og duglegar, því að oftast
létu skipstjórarnir þær vinna
heiðra stúlkurnar sinar,
mundi herinn komast í
slæma klípu. Því eins og
allir vissu, væri líka sægur
af stúlkum í hernum, og ef
gefið yrði fordæmi af
þessu tagi, mundu þær
eflaust heimta heiðurs-
merki líka!
— BASIL VALENTINE.
6