Vikan - 10.03.1955, Side 15
Það fæðist einn
á hverri mínútu
Framhald af bls. 11.
þjónusta við örvilnaðar konur
kunni að færa yður einhvern
hagnað — einkum þegar um er
að ræða dóttur amerísks stál-
konungs. En ég hef önnur
áf orm!
Alonzo sló öskuna af síga-
rettunni sinni. — Á ég að skilja
það þannig, að þér neitið að
leyfa mér að leysa út armbönd-
in? spurði hann.
Sidonay kinkaði kolli í ákafa.
— Einmitt, sagði hann. — Arm-
böndin voru fengin að láni hjá
Raymond. Þeim á að skila í
fyrramálið. Ef ungfrú Carna-
way vill heimsækja mig í kvöld
og ræða málið, getur verið að
ég afhendi henni armböndin
fyrir þá upphæð, sem ég lét
hana fá fyrir þau. Annars álít
ég það skyldu mína að fara til
lögreglunnar.
MacTavish reis á fætur. Hann
teygði sig yfir borðið, lagði
lófann yfir andlit Sidonays og
ýtti fast á. Sidonay féll aftur
fyrir sig á stólnum og lenti í
arninum. Alonzo gekk til hans,
tók hann upp með annarri hendi
og kastaði honum á sófann.
— Ég kem í fyrramálið klukk-
an tíu, sagði hann. Ég mun hafa
tuttugu þúsund franka með-
ferðis og þú færð mér arm-
böndin, annars . . . Hann setti
á sig hattinn og reigsaði út.
Það var glaða tunglskin á
svölum Les Palmiers hótelsins,
svo að það myndaðist áhrifa-
mikill geislabaugur um höfuð
hinnar glæsilegu Helenar Carna-
way, þegar hún gekk um með
MacTavish.
— En Alonzo, sagði hún.
— Nú geturðu ekkert gert
meira. Ef Sidonay neitar að
leyfa þér að leysa út armbönd-
in og fer til lögreglunnar á
morgun, taka þeir mig fasta.
Hamingjan má vita hvað pabbi
segir, þegar hann fréttir það.
Af hverju brosirðu?
— Heyrðu, Helen, sagði
MacTavish. — Það er ekki öll
von úti enn. Á morgun klukk-
an níu — um leið og opnað er
— ætla ég til Raymonds. Ég
œtla að kawpa armböndin. Ég
hef verið fjári heppinn síðustu
dagana og ég vil allt fyrir þig
gera. Hann fann að hún þrýsti
handlegg hans. — Svo ætla ég
aftur til Sidonays, hélt hann
áfram. — Ég ætla að biðja hann
um að leyfa mér að leysa út
armböndin. Ef hann neitar, þá
læt ég sækja lögregluna. Vertu
nú ekki að hafa á móti því.
Það verður auðvelt fyrir þig að
borga mér, þegar þeningarnir
þínir koma, og ég vil margt
til vinna, að sigra þennan Sido-
nay. Það er því ákveðið mál.
Hún andvarpaði fegin. — Þú
ert dásamlegur, Alonzo! Og
þar sem munnur hennar var
nokkuð nálægt hans á þessari
stundu, þá notfærði hann sér
það — eða hvað hefðir þú gert?
Klukkan tíu morguninn eftir
kom MacTavish, óaðfinnanlega
klæddur, heim til Sidonays.
Hann sagði stúlkunni, sem kom
til dyra, að hann vildi tala við
veðlánarann undir eins og ef
Sidonay væri með nokkur und-
anbrögð, þá mundi hann teyma
hann á næstu lögreglustöð.
Sidonay kom glottandi fram.
— Ákaflega snjallt, muldraði
hann. — Ákaflega snjallt og
hetjulegt. Ég hef haft samband
við Raymond í morgun, og mér
er sagt að þú hafir keypt arm-
böndin sex fyrir ungfrú Carna-
way. Hann yppti öxlum. — Ég
býst við að þú getir verið
ánægður með sjáfan þig, sagði
hann að lokum, um leið og hann
opnaði skúffu í borðinu sínu og
tók upp armböndin.
MacTavish var í sjöunda
himni, þegar hann hélt til Les
Palmiers hótelsins. Hann var
ákaflega ánægður með sjálfan
sig. Hann hafði bjargað hríf-
andi ungri stúlku, sem var
milljónamæringsdóttir og sem
þar að auki virtist kunna að
meta félagsskap hans. Innan
fárra daga mundi hann fá end-
urgreidda þá peninga, sem hann
hafði lagt út. Og auk þess hafði
hann haft þá ánægju að ergja
Sidonay.
Helen beið hans í anddyri
hótelsins. Hann fleygði arm-
böndunum í kjöltu hennar.
— Svona fór það, sagði hann.
Hún sendi honum töfrandi
bros. — Mér finnst þú alveg
dásamlegur, sagði hún. — Ég
hef góðar fréttir að færa. Pabbi
talaði við mig í síma frá Pitts-
burgh og peningarnir mínir
koma á morgun. Þá get ég borg-
að þér það, sem þú hefur lagt
út fyrir mig, þó ég muni alltaf
vera í skuld við þig fyrir að
bjarga mér frá þessum hræði-
lega Sidonay. Bíddu héma svo-
litla stund, bætti hún svo við.
— Ég ætla að koma armbönd-
unuir. í öryggishólfið.
Eftir tiu mínútna bið reikaði
hann út á svalirnar. Konur eru
■alltaf svo lengi að púðra á sér
nefið, hugsaði hann.
En þá sá hann nokkuð, sem
kom honum til að brosa gremju-
lega. Niður götuna óku tvær
manneskjur í stórum sportbíl
með fulla farangursgeymsluna.
Annað var Sidonay og hitt
ungfrú Helen Carnaway. Og
með þeim fóru 20 þúsund frank-
arnir hans, ásamt demanta-
armböndunum sex.
Þetta sýnir það, að það er
alveg sama hversu snjall mað-
ur er, það er alltaf til einhver,
sem er örlítið snjallari. Þegar
Alonzo stóð þarna eftir, lá við
að hann dáðist að þessari snjöllu
gildru, sem hann hafði gengið
svo auðveldlega í. Hann sneri
aftur inn í hótelið. — Það fæð-
ist einn á hverri mínútu, muldr-
aði MacTavish.
FIX-SO
nál og
þráður
næstu
kynslóðar.
— Sparið tímann, notið FIX-SO —
Fatalímið FEX-SO auðveldar yður viðgerðina.
Mafið ávalt túbu af FIX-SO við hendina.
ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H.F.
Sími 829Jf3 — Laugaveg 23
'A ffC íl Jr\
15