Vikan


Vikan - 17.03.1955, Qupperneq 12

Vikan - 17.03.1955, Qupperneq 12
JOHN DICKSON CARR: F Í1 R ^ A R A ' DICK DARWENT erfir skyndUega nmrk- I UllunUn. greifanafnböt og er því sleppt úr fangelsi, rétt áður en á að hengja hann fyrir að hafa drepið Fraoncis Orford í einvigi, en hann segir að sér hafi verið komið meðvitundarlausum fyrir úti á götu ásamt líkinu. CAROLENE ROSS hefur fengið fang- ann til að giftast sér, til að uppfylla skilyrði í erfða- skrá afa síns. Ofstopamaðurinn JACK BUCK- STONE er í fylgd með henni og slær vamarlausan fangann með svipu. Dick skorar hann þvi á hélm og særir hann. Veikri ástmey sinni, DOLLV, kem- ur hann fyrir í húsi eiginkonu sinnar. Þar nær hún sér undir handleiðslu læknisins. Jack Buckstone hyggur á hefndir. LEWIS leit i kringum sig í dauflýstum salnum, eins og til þess að fullvissa sig um að enginn heyrði á tal þeirra. — Okkar á milli sagt eruð þér of hættulegur mótstöðumaður með skammbyssu í hendinni, þessvegna verða ekki notaðar skamm- byssur! Þér eigið eftir að komast í kynni við bezta skylminga- manninn í hópnum. — Ég spyr yður aftur — hver ætlar að skora mig til eirtvígis? —- Anthony Sharpe major úr 7. riddaraliðssveitinni. — Sharpe major ? — Efist þér um sannleiksgildi orða minna? — En Sharpe er heiðarlegur liðsforingi! — Að vísu, sagði Lewis og yppti öxlum. — Það er almennt viðurkennt! En bæði Jemmy Fletcher og Jack Buckstone staðhæfa, að þér hafið komið óheiðarlega fram. Þeir halda því fram, að þér hafið svarið fyrir að hafa nokkurn tíma á ævinni snert skammbyssu og hefðuð enga hugmynd um, hvernig ætti að hleypa af. — Uerra Lewis, sagði Darwent rólega og vingjarnlega. — Ég full- vissa yður um, að þessir heiðursmenn ei^u svívirðilegir lygarar. Lewis reis á fætur. — Lávarður, sagði hann. •— Ég trúi orðum yðar, í fyrsta lagi vegna þess að ég álít yður vandan að virðingu yðar og í öðru lagi vegna þess að.. . Hann sló á vasann, sem hann hafði stungið blaðinu í. — En Fletcher og Buckstone, bætti Lewis við, -— hafa báðir lagt við drengskap sinn, að þeir segi satt og Sharpe major er þess vegna viss um, að þetta sé rétt. Hvað snertir Buckstone sérstaklega.. . -— Getum við ekki sleppt honum? spurði Darwent, en hann vissi núna, að Lewis hafði haft rétt fyrir sér þegar hann sagði, að hann myndi aldrei losna til fulls við þennan þorpara. — Auk þess, sagði Lewis, sem gat sér til um hugsanir Darwents, — er hér um að ræða frama innan hersins. » CiÁLCa A' I BRÚÐURIW 26 — Ég skil ekki hvernig það má vera? — Hertoginn af York er náinn vinur Buckstone, útskýrði Lewis -— Hann er auðvitað ekki lengur yfirmaður hersins, en hann hefur engu að síður mikil áhrif í riddaraliðinu. Sharpe major er ágætur hermaður af góðum ættum, skyldur Kinsmere ættinni i Bucks, en hann er fátækur, stórskuldugur og á engan að, sem nokkurs má sín. — Eruð þér að gefa í skyn, að hertoginn geti haft áhrif á...? —• Að hann fái að minnsta kosti ofursta nafnbót, greip Lewis fram í fyrir honum. -— Það er lægsta borgunin, sem þeir geta veitt fyrir það að sneiða yður niður. Einvígisvottur hans getur komið á hverri stundu, lávarður! Darwent reis á 1’ætur. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var svo grimmilegt og napurt bros um varir hans, að kaldur sviti spratt fram á enni Lewis. — Ég ætla ekki að heyja einvígi við majorinn, sagði Darwent. — Lávarður minn, menn af okkar stétt eiga einskis úrkosta, svaraði Lewis biturlega. — Annað hvort tökum við áskoruninni eða við verðum húðstrýktir á almannafæri til þess að þvinga okkur til þess. Þekkið þér Ned Firebrace, frænda Sharpe majors? — Nei. —■ Ned Firebrace, útskýrði Lewis, — var á sínum tíma í 10. riddara- liðssveitinni —■ sveit sjálfs prinsins. Hann er næstum því eins góður skylmingamaður og frændi hans, og hann er enn slungnari fjandmaður en Buckstone hefur nokkurn tíma verið. Ef þér neitið áskoruninni frá frænda hans, er enginn vafi á þvi, að hann mun húðstrýkja yður, og að fólki muni finnast það ágætt. — Látum hann bara reyna! — Já, en hvaða ástæðu hafið þér til þess að vilja ekki heyja einvígi við frænda hans? — Ástæðuna ætla ég að tilkynna opinberlega. — Ágætt! Það verður kannski betra — en hver er hún? — Að mig langar að minnsta kosti til þess að hlífa einum heiðarlegum manni, sem sé Sharpe major, við því að spillast siðferðilega fyrir áhrif nokkurra tiginna mannhunda, sem þyrftu svo sannarlega að komast í snertingu við frönsku stjórnarbyltinguna. Tillotson Lewis varð náfölur í andliti. — Hamingjan góða ■— haldið yður saman, maður! sagði hann biðjandi. — Þér eruð meiri lýðveldissinni en Tom Paine! — Ég, herra Lewis? Lýðveldissinni ? Nei, aldrei hef ég heyrt annað eins. — Hvað á þá að kalla það? — Góði maður, sagði Darwent vingjarnlega og hallaði sér upp að arin- hillunni, — eigum við að reyna að hugsa svolítið? Allir menn eru ekki skapaðir jafnir eða eins. Það sézt til dæmis á misjöfnum gáfum og hæfi- leikum manna. En eigum við þess vegna að gera svínslega hertoganum af York, heimska hertoganum af Clarence, gjörspillta hertoganum af Cumberland eða hertoganum af Kent með grautarheilann hærra undir höfði en mönnum eins og hinum snjalla herra Fox, sem nú er látinn, eða herra Sheridan, sem er dauðveikur? ■—Lávarður — þetta eru landráð! -— Landráð? endurtók Darwent. — Óhugsandi, þar sem þessir heimsku dónar eru aldir upp í Hannover og síðustu fjórir ættliðirnir hafa ekki haft einn einasta dropa af ensku blóði í æðum! Nei, maður minn, þér getið talað um landráð við mig, þegar við verðum þegnar brezks konungs. — Þér eruð bara hreinn og beinn ... — Jakobini eins og minn ágæti vinur Mulberry? Ég er ekki viss um það. En eitt er ég viss um — að gagnvart lögunum ættu allir að vera jafn réttháir. — Já, nú er ég sammála! — Ef svo er, sagði Darwent rólega, — getið þér hjálpað mér. Mannraunir, hetjudáðir og ástir! Spennandi frá upphafi til enda! 12

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.