Vikan


Vikan - 17.03.1955, Qupperneq 15

Vikan - 17.03.1955, Qupperneq 15
Vitið þér hve mikið þér sparið, með því að haf;a enga hjálparstúlku á heimilinu. — Þér hafið líklega aldrei gert yð- ur grein fyrir því, að á 114—2 árum getið þér keypt fyrir þá peningaupphæð, sem þér sparið með því, ÖLJL HELZTU (Ki BEZTU HEIMILISTÆKIN: Kæliskáp Eldavél Strauvél Hrærivél Uppþvottavél Þvottavél Ryksugu Bónvél og auk þess smærri tæki eins og straujám, brauðrist, vöflujárn, hringbakaraofn og hraðsuðuketil. Allt eru þetta tæki af vönduðustu og beztu tegundum, svo sem: „MIELE“, „SIEMENS“, „APEX“, „SUN- BEAM“, „GRAETZ“, „ERRES“, „EMPIRE“ og „INTERNATIONAL HARVESTER“. Komið og skoðið hið glæsilega úrval rafinagns-heimilistækja hjá okkur og kynnið yður um leið afborgunarskilmála. VELA- OG RAFTÆKJAVERZLLMIIM Bankastræti 10 — Sími 2852. OPINBERUN Framhald af bls. 11. ■ úr ánni, þegar ráðskonan kom aftur. — Ég hugsa að ég hafi baun- ir meðfram skógarjaðrinum, sagði hann hátíðlega, meðan hún var að fylla fötuna. Þau skiptust á nokkrum skammaryrðum. Um leið og hún var farin, byrjaði hann aftur á sögunni, en varla var hann byrjaður fyrr en hún var komin aftur. Þannig héldu þau áfram, hann byrjaði á sögunni og þeg- ar hún kom inn, gerði hann einhverja sakleysislega athuga- semd um baunimar. Loks fór hún að leggja á borðið og var svo lengi inni, að hann gafst alveg upp. Þegar hann sá allt í einu að ráðskonan var farin fram, sneri han sér skyndilega að mér. — Helltu svolitlu víni í glösin. Ég ætla að segja þér hvemig þetta fór. Meðan ég hellti víni í glösin, byrjaði hann að segja frá með illkvittnislegri og hásri röddu, sem varla var meira en hvísl: — Einhverjar stúlkur höfðu náð í fötin okkar. Þær stóðu uppi á brúnni, veifuðu buxun- um yfir ánni og hótuðu að sleppa þeim niður í vatnið. Hvað segirðu um það? Við vorum ekki í nokkurri spjör og þær neituðu að láta okkur fá fötin. Hann hélt áfram að segja mér frá því, hvemig þeir urðu smám saman þreyttir og örviln- aðir og loks bálreiðir við stúlk- urnar þrjár, sem veifuðu föt- unum uppi á brúnni, meðan þeim varð alltaf kaldara og kaldara niðri í djúpum millu- læknum, og hvernig hann fór loks upp úr vatninu og hljóp að brúnni, allsnakinn, svo stúlkurnar urðu hræddar, slepptu fötunum og lögðu á flótta. Löngu áður en hann þagnaði, hafði ég veitt því at- hygli, að ráðskonan var komin aftur og stóð og hlustaði með athygli í dymnurn, án þess að Silas frændi sæi hana. — Dro.ttinn minn dýri, þú hefðir átt að sjá hvernig þær slepptu fötunum og hlupu af stað, þegar þær sáu mig. Það er að segja allar nema ein. — Hvað gerði hún? — Hún hljóp af stað yfir engið með fötin mín undir hend- inni. Hvað segirðu um það? — Hvað gerðir þú? — Hljóp á eftir henni! Hann þagnaði, dreypti hægt á víninu sínu, vætti þykkar rauðar varirnar með tungunni, eins og sagan væri ekki búin og hann væri að reyna að muna endirinn. Það færðist einkenni- legur, næstum blíðlegur svip- ur yfir andlit hans, sem var rjótt eftir baðið og af víninu, eins og hann sæi greinilega ána, engið og sjálfan sig hlaupandi í grasinu, allsnakinn, á eftir stúlkunni, sem hljóp á undan honum með fötin hans. — Sú var skrýtin, sagði hann að lokum. — Eg komst aldrei að því hver hún var. Þá kom ráðskonan inn í stof- una, og í þetta eina sinn fór hún svo hljóðlega, að varla heyrðist til hennar, fyrr en hún setti ostafatið á borðið. Það kom frænda svo á óvart, að hann bara sneri sér við og starði á hana. — Komstu aldrei að því? spurði hún. — Nei! Ég var að segja drengnum frá þessu. Það er svo fjári langt síðan. Hún horfði andartak á hann og sagði: — Ég veit hver hún var og það veizt þú líka. Þetta var í eina skiptið, sem ég sá frænda orðlausan og í eina skiptið, sem ég sá hana brosa. Hann stóð þarna og vætti vandræðalega varimar. Það var dauðaþögn, þangað til hún hreytti loks út úr sér jafn hryssingslega og hún átti vanda til: — Hypjaðu þig í fötin, mað- ur! Ég er ekki hlaupin í burtu með fötin þín núna, þó ég hafi gert það þá. Hún fór að hjálpa honum í fötin. Enn hafði hann ekkert svar á reiðum höndum, en með- an hún var að hneppa tölunum aftan á buxunum hans og hann sneri baki í hana, sendi hann mér hálfglettnislegt, en íbygg- ið augnaráð, þrungið illkvittni. Þá fór ég að skilja ýmislegt, sem ég hafði ekki skilið áður. — Já, það ætla égv svaraði Darwent eins og í leiðslu, —- vegna yndis- þokka yðar og gáfna, vegna hinnar aðdáanlegu fegurðar ýðar, en einnig — ég verð að viðurkenna það ■— honum varð litið á bréfið, — í von um blóðug reiknisskil. 1 þetta sinn var það stóri þjónninn, Thomas, sem kom inn. •— Afsakið, lávarður, en Alvanley lávarður bíður niðri í forstofu og óskar eftir viðtali við yður, sagði hann. Húsbóndinn rétti úr sér og svaraði virðulega: — Biðjið Alvanley lávarð að gjöra svo vel að koma hingað upp. ' 16. KAFLI. Óeirðir í óperunni. Á meðan hljómsveitin lék forleikinn að II Ratto di Proserpina, fikruðu Darwent hjónin sig í gegnum myrkrið, að stúku númer fjörutíu og fimm á þriðju svölum. 1 leikhúsinu var hið venjulega skvaldur og auk þess nokkur eftirvænting, vegna þess að' hin nítján ára gamla Gharlotte .prins- esse, — eini afkomandi feita prinsins og hinnar siðvöndu og kiurinalegu Caroline af Brunsvig — átti að koma í fyrsta sinn í óperuna. Framhald í nœéta blaði.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.