Vikan - 02.06.1955, Blaðsíða 13
- 1 bréfi vðar til mín sögðuð þér, ef ég man rétt, að draugaökumað-
urinn hefði í heilt ár gert usla í Covent Garden og St. Gile’s, að hann
hefði franrið innbrot og annað slíkt fremur af illgirni en til að auðgast
á þvi. Þér sögðuð, að hann þekkti alla í umræddum borgarhluta, vai'
það ekki?
Jú, lávarður! Það er alveg rétt.
— Skilur þú það, Jemmy ? Þú hefur vafalaust þekkt Dick Darwent,
jafnvel þótt hann kallaði sig D’Arvent á útidyraskildinum. Hann var, því
miður, þekktur eins og pestin í Covent Garden. Þú, og líka aðeins pú,
vissir hvar bezt var að kasta líki Pranks Orfords og hinum meðvitundar-
lausa skylmingameistara. Er þetta ekki satt?
Alfred og Thomas tvístigu órólegir við dyrnar. Caroline lokaöi augunum.
Enda þótt Darwent væri að fram kominn af þreytu og verkjaði í
alla vöðva, var hann öruggur og rólegur í tali.
— En þetta er minnsti hlutinn af sönnununum gegn þér, Jemmy. Meðan
ég var í fínni álmu Newgate fangelsisins tapaði ég viljandi stórum pen-
ingaupphæðum fyrir þér í spilum — fleiri hundruð pundum. Ég vildi að
þú kæmir mér á framfæri við hið svokallaða „samkvæmisfólk.” Ég óskaði
þess eindregið að hitta Jack Buckstone.
Darwent varð þungbúinn á svip
— Ég var þá ekki enn búinn að ná jafnvægi og hafði þvi ekki alltaf
taumhald á tungu minni, sagði hann. Þú ert ekki heimskur, Jemmy.
Þú gazt þér þess fljótlega til, að ég ætti enga ósk heitari en þá að korna
Buckstone á kné. Tíu ára gamalt barn hefði getað skilið, að ég ætlaði
mér að hitta hann í einvígi.
Þar var tækifæri fyrir þig, Jemmy. En hversu kænlega sem þú
reyndir að fá að vita meira, sag'ði ég þér ekkert sem neina þýðingu
hafði. Engu síður hafði ég séð herbergið með rauða og gyllta vegg-
fóðrinu og skálina með appelsínunum. Ég hafði séð líkið. Ef að ég hefði
komizt að einhverju um þig eða aðeins sett þig í samband við Frank
Orfoi'd, var úti um þig. Hefði það ekki komið sér afbragðsvel, ef ég hefði
fallið fyrir byssukúlu Buckstones?
Þú verður að fyrirgefa, drengur rninn! stamaði Jemmy, og Town-
send skellihló.
— - Það er allt fyrirgefið, svaraði Darwent kurteislega.
Darvvent var það ljóst, að Jemmy, sem stóð þarna með ólundarsvip,
leit ekki á sjálfan sig sem hræsnara. Hann var vandaður piltur. Hann
hafði aldrei viljað gera neitt illt. Hafi hann verið neyddur til þess að
gera áætlanir um morð, sem honum hryllti við, þegar hann átti að
framkvæma þau — þá var það bara vegna þess, að vesalings Jemmy,
þetta flögrandi fiðrildi, þurfti að fá kröfur sínar til lífsins uppfylltar.
— Þegar þú kynntir Buckstone fyrir mér í Whites klúbbnum . . .
— Það var ekki samkvæmt ósk minni, Dick — það veizt þú?
- Mér þykir leiðinlegt að við höfum ekki nákvæma skýrslu, sagði
Darwent. — 1 hvert sinn, sem þú þóttist vilja stilla til friðar, var það á
þann hátt, að það jók hatur okkar. Þegar ég gekk niður stigann eftir
áreksturinn, komst þú á eftir mér og stöðvaðir mig í dyrunum. Manstu
eftir því ?
Já, ég . . . já, fjandinn hafi það! Hvers vegna skyldi ég ekki
muna það ?
Við stóðum einir í dyrunum, var það ekki ?
Jú, en maðui' hefur þó líklega leyfi til þess að standa í dyrunum
að sínum eigin klúbb?
Þar, hélt Darwent áfram, — sagði ég þér, að ég yrði heima næstu
tvæi' klukkustundirnar -— eða réttara sagt á heimili konunnar minnar
— á St. James torgi númer fjörutiu og átta.
Þú lítur út eins og fuglahræða, Dick. Hvers vegna hefur þú ekki
fataskipti ? Og hvað svo ?
Darwent brosti.
- Þrem stundarfjórðungum síðai', sagði hann, — var skotið á mig
úi' glugga Tillotson Lewis. Jemmy, þú varst eini maðurinn i London,
sem vissir hvar ég var.
Þögnin var mjög þvingandi.
Litli, feiti Townsend, sem hafði fylgst með samtalinu af miklum áhuga,
stangaði úr tönnunum með pennahnif.
Þú telfdir of djarft! sagði Darwent og virti Jemmy vandlega fyrir
sér. — Rétt eins og þegar þú situr við spilaborð. Það var aðeins ör-
lítill möguleiki á því, að þú sæir mig við glugga á bakhlið hússins. En
þú mættii í finum, nýbui'stuðum föturn — þú verðui’ að afsaka að mín
föt eru ekki í góðu standi — með byssu falda undir frakkanum. Hin
hverfula hamingja þín brosti við þér í fyrstu — en spýtti svo á
þig á eftir. Þú hittir ekki.
Framhald í nœsta hlafíi.
Undirritaöur óskar eftir aö gerast áskrifandi
að VIKUNNI
Nafn ............;..................
Heimilisfang ___________
Til Heimilisblaðsins
VIKUNNAR H.F., Reykjavík.
Hinir nýju endurbættu
55oVol
RAFGEVMAR
stærðlr 00—250 ampt. — 6 og 12 volt.
Heildsölubirgðir jafnan fyrirliggjandi.
*
*
Raftækjaverzlun Islands h.f.
Hafnarstræti 10—12 — Símar 6439 og 81785
pessi hotia
fev vétt ab.
Eftir heita baðið, þegar öll öndunarop húóarinnar
eru opin, er gott að bera rækilega NIVEA-smyrsl
ö allan líkamann og nudda síóan — jafnan í
dttina frö hjartanu-. það örvar blóðrósina, og
eucerítið í N IVEA-smyrslunum getur smogið inn
í húðina. Slíkt NIVEA-bað er undursamlega heil-
susamlegt fyrir unga og aldna.
Gott er að nota NIVEA!
13