Vikan - 03.11.1955, Page 3
ÁSTINER OKKUR NAUÐSYNLEG
segir líffrœðingurinn og rithöfundurinn Julian Huxley i þessari grein um ástina
JJVAí) ílestum okkar við-
1 kemur er ástin það við-
fangsefni tilverunnar, sem
mest fangar hug okkar. I
þessu eina litla orði felast
ótal merkingar: móðurást
og ást barna á foreldrum
sínum; það .er til bróður-
ást og ást til heimilis og
föðurlands; ást á pening-
um og völdum. Predikarar
hvetja okkur til að elska
guð. Jesús býður okkur að
elska óvini okkar. Orðið
ást nær greinilega yfir
hverja og eina af þessum
merkingum, en sú ást, sem
fangar hug okkar, svo að
við verðum ástfangin, er
I augum flestra okkar hin
æðsta ást.
Ást í sinni fullkomnustu
mynd getur náð yfir ákaflega
margskonar geðhrif og tilfinn-
ingar. Hún getur blandað sam-
an auðmýkt og stolti, geðshrær-
ingu og rósemi, sjálfsvöm og
uppgjöf; hún getur samræmt
ofsafengnar tilfinningar og
blíðu; og hún getur breytt kyn-
ferðilegum þrám í fögnuð og
skilning á hinu fullkomna lífi.
„Að vera ástfanginn" feliu’ í
aér ást í sinni mögnuðustu
mynd, sem séð er á mjög sér-
stæðan hátt frá eigin bæjar-
dyrum. Daglegt orðaval okkar
bendir á þessa staðreynd. Við
tölum um ,,að verða ástfangin,“
eins og það sé eitthvað sem við
séum gripin gegn vilja okkar.
Ást við fyrstu sýn er orðið rót-
gróið fyrirbrigði, sem ekki síð-
ur kemur kynlega fyrir sjónir
sem vísindaleg staðreynd en
sem persónuleg reynsla. Ást-
fangið fólk er gagntekið af
þeirri manneskju, sem það legg-
ur ást á og eignar henni allar
dyggðir og kosti; en utanað-
komandi áhorfendUr þessa fyr-
irbrigðis kalla það „vitfyrr-
ingu“ eð_a „blindu“ hinna ást-
föngnu. Ástfanginn maður finn-
ur fjör sitt færast í aukana og
lífið fá nýtt gildi.
Það gleður sál ástfangins
manns einungis að sjá þá (eða
þann), sem hann er ástfanginn
af; og að snerta hana er æðsta
sæla. En þegar tvær sálir geta
þokast hver inn í aðra, þá eru
töframir jafnvel ennþá meiri.
Sú tilfinning að „fara úr“ okk-
ar eigin sjálfi og yfir í annan
er einn af stimplum þess að vera
ástfanginn.
Það er óskynsamlegt eða að
minnsta kosti ekki skynsamlegt
að verða ástfanginn. Geðhrifin,
sem því fylgja eru svo ofsafeng-
in að þau yfirskyggja skynsem-
ina. En skynsemi og reynsla
geta haft sitt að segja seinna.
Ástfanginn maður getur skyndi-
lega náð þeim áfanga að augu
hans opnist, og að ástin sleppi
taki sínu á honum, eins og hún
fangaði hann einu sinni. Mörg
„yfirbugun,“ mörg unglingsást
hefur fljótt liðið hjá, þó að hún
hafi ef til vill séð óreyndri sál
fyrir nauðsynlegri reynslu.
Til allrar hamingju fyrir
mannkynið velur ástin oft rétt.
Þá skerpa skynsemin og reynsl-
an ef til vill sjón hennar og geta
breytt fallvaltri vitfyrringu í
hina æðstu og haldbeztu heil-
brigði.
Það er greinarmunur á ást
og ástríðu. Ástríðan ein útaf
fyrir sig er losti; og hann er alls
staðar álitinn ósiðsamlegur. En
þegar um sanna elskendur er
að ræða, er það ekki einungis
löngun eftir ánægju heldur eftir
hinni óviðjafnanlegu skynjun
um algera sameiningu, sem
stuðlar að líkamlegu samræði.
Á kynþrozkaskeiðinu ryðst
fram kynhvötin — sterk ný og
oft uggvekjandi. Aðalvandamál
unglingsins er þá hvernig hann
geti innbyrt þetta óboðna afl í
sál sína, sem er að þrozkast, og
sameinað ástríðu og ást. Á kyn-
þrozkaskeiðinu stinga róman-
tízkar hugmyndir líka upp koll-
inum; svo það verður annað
viðfangsefni unglingsins að
samræma þær strembnum stað-
reyndum hagnýtra lifnaðar-
hátta.
Kynhvötin lifnar nokkrum ár-
um áður en hjónaband er æski-
legt eða mögulegt. Þetta vanda-
mál hefur ýmiskonar menning
leyst á mismunandi hátt. Á 18.
öld var það viðtekinn siður í
Englandi og Frakklandi að ung-
ir menn úr æðri stéttum tækju
sér ástmeyjar. I Ameríku eru
stefnumót og kjass — 20. aldar
útgáfan af heimsóknunum í
svefnloftin — viðurlcennd mála-
miðlun.
önnur mannfélög fara aðrar
leiðir til að fullnægja ást ung-
linganna. Hjá sumum þjóðflokk-
um búa piltarnir með stúlkun-
um; þau giftast ekki fyrr en eft-
ir nokkur ár, en þá er litið al-
varlegum augum á framhjáhald.
Hjá Botoc Igorot-unum á Fil-
ippseyjum (eins og sumstaðar
meðal sveitafólks í Evrópu
þangað til nýlega) voru ástar-
hót unglinganna nokkurs konar
frjósemispróf. Stúlka gat því
aðeins gifzt, að hún gæti.orðið
vanfær.
Samt sem áður hefur engin
hátt standandi menning leyst
þessa sálrænu misklíð á viðun-
andi hátt, og á okkar nýtízku-
legu tímum er þetta vandamál
mjög aðkallandi. Lauslæti og
agalaus undanlátssemi er sýni-
lega hvort tveggja slæmt —
slæmt fyrir einstáklinginn og
slæmt fyrir þjóðfélagið. En al-
ger niðurbæling kynhvatarinn-
ar er alveg jafn skaðleg og
sama er að segja um blygðun
viðkvæmra unglinga, sem búið
er að ala upp í ýktan næmleika
fyrir syndum, þegar þeir finna
til hennar af því einu að kyn-
hvötin er farin að láta á sér
bæra.
Fyrsti sálræni áreksturinn í
manninum verður milli ástar
hans og haturs. Barn elskar
móður sína óhjákvæmilega sem
undirstöðu vellíðunar sinnar og
öryggis. En það reiðist henni
líka sem því valdi, sem ríkir
yfir því, neitar því um makindi
og stendur á móti tilhneigingum
þess. Þessi ágenga haturstilfinn-
ing barnsins kemst brátt í ofsa-i
lega andstöðu við ást þess, og
einasta ráðið, sem það hefur
handbært til að ráða við þessa
misklíð, er að þröngva hatrinu
niður í undirmeðvitundina.
Árekstur ástar og haturs í
barninu getur af sér fyrstu
sektartilfinninguna, sem verðvu'
hið fyrsta siðferðitæki þess.
Utan um þetta tæki byggist síð-
ar samvizka okkar og réttlæt-
iskennd. Auðvitað leggja skyn-
semi, reynsla, hugmyndir of.
hugsjónir okkur líka sitt lið,
en undirstaða samvizkunnar
heldur samt að miklu leyti á-
fram að vera óafvituð.
Þetta hefur verið sannað með
rannsóknum á börnum, sem alin
voru upp í ópersónulegum stofn-
unum. I mörgmn þeirra bama
þróuðust aldrei samvizka eða
hæfileiki til að elska. Móðurást
er þannig ómissandi til að
þrozka samvizku og tilfinninga-
Framhald á bls. 1S.
Svifléttir balletdansarar
Aðdáunarvert fjaðurmagn og léttleiki og fullkomið öryggi einkennir
dans balletdansaranna Ljúdmilu Bogomolovu og Stanizlaiw Vlassoffs
frá Leikhúsinu mikla í Moskvu, sem um þessar mimdir sýna hér ballet-
dans á vegum MIR, enda hefur rússneslti bíiilattinn í marga áratugi,
haft orð fyrir að eiga beztu ballettdansara í helmi.
3