Vikan


Vikan - 02.02.1956, Síða 5

Vikan - 02.02.1956, Síða 5
iim út í safnið um nóttina. Það varst þú, sem lssstir mig þar inni, til að láta mig kafna í eitur- gasi. Það varst þú! Þú! . . . Hún snökkti án þess að nokkur tár sæust. — Þú hefur kannski verið að hlýða skipunum hennar . . . eða lesið leyndustu óskir hennar og ætlað að losa hana með þessu móti við þessa ógæfusömu ungu konu, sem var svo ósvífin að . . . trufla sálarró þinnar heitt- elskuðu . . . Hún greip um hálsfestina, þreif hana af sér með ofsa og fleygði henni fyrir fætur hans. — Hirtu þessa fjandans festi þína . . . Þér tókst ekki að kaupa aðra okkar með henni og þér mun ennþá síður takast að kaupa með henni þögn mína . . . Ég fyrirlít þennan skartgTip . . .ég fyrirlít hann . . . og ég fyrirlít þig líka . . . morðingi! — Hvaða æði hefur gripið þig? Hvaða vitleysu ertu eiginlega að segja? Til hvers ertu að búa þetta til ? —• Eg er ekki að skrökva. Móðir þin bjargaði mér af hreinustu tilviljun. Hún veit allan sann- leikann í málinu. — Móðir mín? Hann hristi hana óþolinmóður. —- Bjargaði móðir mín þér? — Hún eyðilagði ráðagerð þina. Ef hún hefði ekki farið út i safnið um nóttina, væri ég dauð úr gaseitrun. — Þú ert ekki með fullu viti! Þetta er hreinasta vitfyrring! ' Vitfyrring . . . já, ég var að því komin að missa vitið af hræðslu þessa nótt úti í safninu . . . —• Það getur ekki verið að þetta sé satt. Hann virtist vera orðinn alveg jafn æstur og hún, andlit hans var torkennilegt og hann titraði. —• Það hefur enginn getað læst þig inni . . . engum hefði getað dottið þvílíkt í hug. Hversvegna hefurðu ekki sagt mér þetta? —- Nú er nóg komið af þessum leikaraskap! Þú varst engu síður fær um að loka mig inni í safninu, en að flytja mig út í þetta sumarhús við ána og skilja mig þar eftir. Þú hafðir ekkert á móti því að leika þennan fyrirlitlega skrípaleik og látast vera maðuxúnn minn . . . Þú hefðir verið fær um........... — Svo hún hefur dirfst! Þessi norn! Hún hefur dii'fst . . . Olga þorði varla að draga andann, svo hrædd var hún við þennan ofsa, sem hún hélt að beint væri gegn sér. Hún ríghélt sér í borðið, til að hníga ekki niður. I nokkrar mínútur bölvaði Xavier og formælti. Svo sneri hann sér að henni og horfði á hana blóðhlaupnum augum. Hann var alveg búinn að missa stjórn á sjálfum sér. — Og þú hélzt að ég hefði gert það, ha? Hélzt að ég væri glæpamaður? Á rneðan ég uppgötvaði á hverjum degi nýjar, aðdáunarverðar hliðar á þ>ér, þá lagðir þú þig fram um að hata mig, af stöðugum ótta við nýja árás, er það ekki ? Ég er siðlaus ófreskja, sem eltir uppi ungar hjálp- arvana stúlkur . . . Ég er þræll Elenu, sem ég dái . . . Einhver hlýtur að hafa sagt þér þetta, er ekki svo? Jæja! Hann krosslagði handleggina og virt- ist ekki vera með sjálfum sér. — Því skyldi ég ekki nota tækifæi'ið? Við erum hér ein. Enginn getur heyrt til okkar. Því skyldi ég ekki ganga af þér dauði'i í eitt skipti fyrir öll? — Ef þú reynir að hræða mig, þá kalla ég á þjónustufólkið. ■— Þau eru bæði farin með töskurnar. Carson leið miklu betur, svo hann var sendur til Madrid. Það er enginn til að verja þig. Hvort heldurðu að ég geri nú heldur, drepi þig eða kyssi þig í annað sinn? Ég er líka hræddur við þig, hefurðu ekki gert þér grein fyrir því? Ég hef verið hræddui' við þig frá þeim degi, sem ég sá þig fyrst i fullri dagsbirtu í húsinu á árbakkanum, í peysu og pilsi og á svipinn eins og lítil yfir- gefin stúlka í heimavist. Eg var hræddur, af því að ég skildi þá strax, að ég gæti aldrei fyrir- litið þig. ÞCi varst svo sakleysisleg og hrein- skilnisleg á svipinn. Þegar þú sagðir mér í fyrsta skipti frá Paul, þá varð ég reiður . . . Ég sagði við sjálfan mig: Það getur ekki verið. Þvi hrein- leikinn skein úr augum þínum. Þau voru hrein eins og augu stxilku, sem aldrei hefur notið ást- Framhald á bls. 18. ÁSTIIM SEM HVARF SMASAGA eftir anne maybury. UM LEIÐ og Lynne sá reiðisvipinn á Bill, vissi hún að í dag hefði hún undir engum kringumstæðum átt að gefa gremju sinni lausann tauminn. En hún var búin að halda aftur af sér svo lengi, að þolinmæði hennar var þrot- in, þegar hann tilkynnti við morgun- vcrðarborðið að hann kæmi ekki fyrr en seint heim. — Það er ekkert nýtt! Áður fyrr varstu vanur að eyða einu kvöldi í viku í þessa tómstundaiðju þína, en nú eru þau orðin fjögur. — Nei, heyrðu nú, sagði hann óþol- inmóður. — Það varst þú sem stakkst upp á því að við tækjum okkur vetr- arfrí í ár og færum á skíði. Ég fer að- eins í skíðaklúbbinn, til að geta kennt þér, þegar þar að kemur. — Og finnst það skemmtilegra en að sitja heima hjá mér, sagði hún háðs- lega. — Ég er hræddur um að þú hafir ekki gifzt réttum manni, Lynne. Þú hefðir átt að fá mann, sem skundaði heim á hverju kvöldi til að hella yfir þig ástarorðum. Og þar með fór hann og skellti á eftir sér hurðinni. Nei, þetta hefði ekki átt að koma fyrir í dag! Og henni varð hugsað til Juliens, mannsins sem hún hafði hitt fyrir þremur árum, þegar hún dvaldi á baðstað sér til hressingar eftir veikindi. Julien var hár, laglegur, ríkur og ákaf- lega hrífandi — allt öðru vísi en Bill. Þau höfðu ekið saman um sveitina hlegið, spjallað og farið í skemmtigöng- ur tímunum saman. Áður en hún fór heim, hafði hann tekið andlit hennar milli handa sinna og sagt: — Þú ert alveg dásamlegur félagi. Ég gæti verið hamingjusamur með þér alla æfi. Enn einu sinni komu þessi orð fram í huga Lynne. Því þennan dag fyrir þremur árum höfðu þau einmitt kynnzt. Það var afmælisdagur Juliens, og hann hafði alltaf haldið hann hátíðlegan með því að senda henni stóran blómvönd með ástúðlegri kveðju: — Innilegustu ástarkveðjur, elskan mín! Allt í einu tók Lynne ákvörðun. Ef hann sendi henni blóm í dag, þá hefði ást hans á henni ekki kulnað. Þá ætlaði hún að fara til hans .... Klukkan hálf tólf kom sendill með blómin, stórar hvítar chrysanthemur og gular rósir. Þeim fylgdi lítið ólokað umslag, og utanáskriftin var skrifuð með rithönd Juliens. En umslagið var tómt. Það skipti í rauninni engu máli. Það voru blómin, sem hún hafði verið að bíða eftir. Venjulega hafði hún notið þeirra í nokkra klukkutíma og farið síðan með þau á sjúkrahúsið áður en Bill kom heim af skrifstofunni. I þetta sinn ætlaði hún að skilja þau eftir á borðinu, ásamt bréfi til hans. Með skjálfandi hendi, skrifaði hún: Kæri Bill. — Þú þarfnast mín ekki og þörf mín fyrir nærveru þína fer aðeins í taugarnar á þér. Ég ætla því að fara til manns, sem elskar mig . . . Lynne. Hún hikaði áður en hún stakk bréf- inu inn á milli blómanna. Eftir að hafa lifað í nánum félagskap með einhverj- um í fimm ár, er erfitt að yfirgefa hann. En hún herti upp hugann, skipti um föt, pakkaði niður í tösku og fór rakleiðis til blómabúðarinnar, sem hafði sent blómin. — Juliens Faber sendi mér blóm í dag, sagði hún við afgreiðslustúlkuna. —• Mig langar til að skrifa honum og þakka fyrir þau, en umslagið var tómt. Gætuð þér látið mig fá heimilisfang hans? Stúlkan virti hana fyrir sér, opnaði síðan pantanabókina og sagði: — Já, hérna er það! Frú Elaine Fitsgerald. — Nei, ég heiti frú Kennerley, svar- aði Lynne. — 0, afsakið . . . auðvitað! Mér þyk- ir leitt að við skyldum gleyma að senda kortið frá Faber. Bíðið þér andartak! Stúlkan gekk inn í bakherbergið. Lynne komst ekki hjá að sjá það sem skrifað var í pantanabókina, sem lá opin fyrir framan hana. Undir nafni Juliens las hún: Frú Nadia Fitzgerald, þrjátíu rauðar rósir: frú Venetia Sun, orkideublómvöndur; frú Lynne Kenn- erley....... Stúlkan kom aftur og fékk Lynne lítið umslag. Með skjálfandi fingrum tók hún upp úr því kort, sem skrifað var á með rithönd Juliens: — Kærar þakkir fyrir dásamlegar minningar frá austurrísku Ölpunum. Ástarkveðjur . . . Allt í einu sá Lynne í grimmdarlega skýru ljósi hvernig í öllu lá. Kortin höfðu öll ruglast saman. Julien hafði átt önnur leyfi og lagt ást á aðrar konur. Sennilega hafði hann valið af- mælisdaginn sinn til að senda þeim öll- um blóm. Slegin og örvilnuð gekk hún heim í ausandi rigningu. Bill tók á móti henni í anddyrinu. — Lynne, hvar hefurðu verið? Ég hafði áhyggjur af þér. Lynne leit í flýti á blómavasann. Miðinn var þar ekki. — Ég dauðsá eftir því hve skap- stirður ég var í morgun, Lynne, svo ég kom beint heim af skrifstofunni. Og að þú skulir þurfa að kaupa þér blóm sjálf! Hann tók utan um hana. -— Þú ert blaut og köld. Farðu úr Framhald af bls. 18. VEIZTD? 1. Hvei’ var það, sem gekk undir nafninu Sarah hin guðdómlega ? 2. Er leyfilegt að ráðstafa öllu sínu fé með erfðaskrá, þó maður eigi maka og börn á lífi? 3. Hafa kýr framtennur i efra góm? 4. Hvort er sunnar: Melboux'ne í Ástralíu eða Góðravonarhöfði í Afríku ? 5 Suðar býflugan aðeins þegar hún er ánægð ? 6. Hvernig lestu úr þessum skammstöfun- um a) e.d. b) m.b. c) m.fl. 7. Fi'á hvaða landi koma % af öllu því kaffi, sem notað er i heiminum? 8. 1 hvaða stórborg eru neðanjarðarbrautar- stöðvar skreyttar með listaverkum? 9. Getui’ðu lokið þessai'i setningu, sem höfð er eftir Schopenhauer: „Bækur eru eins og spegill. Ef asni lítur í þær,.“ 10. Gáta: Hangir uppi í heitum bolla allra manna maturinn, margur er sopinn sætur, en enginn bitinn ætur. Sjá svör á bls. 18. 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.