Vikan - 23.02.1956, Síða 4
Luisa Maria Linares
Hver dagur á sitt
levndarmál
OLGA LEZCANO hefur lent í flugslysi og
verið týnd inni í fnunskógum Brazilíu í
fimm ár, eftir að hún giftist Andrési Lez-
cano. Þegar hún kemst loks til Madrid er
maður hennar dáinh, eftir að hafa gifzt í
annað sinn konu að nafni ELENA, sem nú
ætlar að fara að giftast aftur ríkum
Bandaríkjamanni, DICK, en móðir hans er
eiginkona Tamaroffs greifa. Olga fellst á
að leika konu mágs síns, XAVIERS, til að
komast hjá hneyksli, en hún fyrirlítur hann
og hræðist, heldur jafvel að hann hafi
reynt að myrða sig. Einnig óttast hún
FlNU, þjónustustúlku Eienu. PAUL WILL-
IAMS, félagi hennar í útlegðinni vill
giftast henni, og hún hallast helzt að því
að taka honum.
GÓÐA KVÖLDIÐ, kæra litla Olga mín. Það
er maðurinn með illgirnislega augnaráðið,
sem talar.
— Gott kvöld, Xavier. Hvað er þér á höndum?
Þóttu þér rósirnar fallegar?
— Rósirnar?
—■ Já, það var ég sem sendi þær . . .
— Þær eru alveg dásamlegar! Þakka þér kær-
lega fyrir. Þetta hafði komið henni á óvart og
hún vissi ekki hvað hún átti að segja. — Her-
bergið er svo miklu skemmtilegra, þegar það er
skreytt blómum. — Já, mér datt það í hug
(stutt þögn). Fórstu beint heim?
— Nei, ég drakk síðdegiskaffi með Dick. Og
án þess að dvelja lengur við það umræðuefni
hélt hún áfram: Enginn veit neitt um Elenu síðan
í morgun.
— Hafðu engar áhyggjur af henni. Hún kemur
aftur. Hún kemur alltaf aftur.
— Hefur þér liðið vel á skrifstofunni í dag?
— Ágætlega, þakka þér fyrir, svaraði hann
hlægjandi.
— Hversvegna sagðirðu mér ekki frá þessu
starfi þínu um daginn?
, •— Hvenær?
— Þegar þú sagðir mér frá slysinu og ást,
þinni á tónlistinni og ég sagði að þú ættir að
taka þér eitthvað annað fyrir hendur.
— Iss! Þú skalt ekki halda að ég sökkvi mér
ofan í þetta með lífi og sál. Ég vil bara hafa
einhvern stað, þangað sem ég get farið, þegar
mér leiðist of mikið heima. Við virðumst ekki
hafa neitt merkilegt að segja hvort öðru í kvöld,
eða hvað? Ég hringdi bara til að vita hvort þú
værir döpur í bragði.
— Döpur? Því þá það?
— Vegna Pauls. Ertu hrygg?
— Nei, hann kemur aftur.
—- Það var ánægjulegt fyrir þig, er ekki svo?
(Hann andvarpaði). Góða nótt, Olga.
Um miðja nótt hrökk Olga upp úr fasta svefni.
Einhver barði ákaft að dyrum hjá henni. Hún
kveikti á lampanum.
— Hver er þarna?
— Opnið! Þetta var málrómur Fínu. — Opn-
ið í guðs bænum!
Olga hikaði.
— Hvað viljið þér mér, Fína?
— Opnið! kallaði Fína aftur með skjálfandi
röddu. — Elena er farin . . . hún er farin . . .
opnið . . .
Olga smeygði sér í sloppinn sinn og opnaði dyrn-
ar fyrir Fínu, sem kom kjökrandi inn. Hárið
á henni var úfið, augnaráðið æðislegt og grái
kjóllinn hennar allur kryplaður.
—- Hvað hefur komið fyrir?
Olga leit ósjálfrátt á klukkuna. Hún var orðin
tvö. Fína lokaði hurðinni á eftir sér og endur-
tók enn einu sinni:
— Elena er farin!
— Hvert ?
— Hún er farin fyrir fullt og allt . . .
Olga gaf frá sér hljóð. — Hvað eruð þér að
segja?
— Fyrir fullt og allt! snökkti Fína og gat
varla talað fyrir geðshræringu. — Hún er ekki
með öllum mjalla . . . hún er ekki með sjálfri
sér ....
Fína var að því komin að fá taugaáfall og
Olga hlustaði agndofa á hinar sundurlausu út-
skýringar hennar.
— Ég skil þetta ekki, Fína. Ég skil ekkert
af því sem þér segið.
— Hypjaðu þig burt úr þessu húsi! Þær
litu við. XAVIEIi stóð í dyrunum.
—- Þér eigið eftir að skilja það. Lesið þetta . . .
það er til yðar. Já . . . hún skildi eftir bréf til
yðar. Ég opnaði það. Mér er alveg sama hvaða
álit þér hafið á mér.
Óttaslegin tók Olga við bréfinu, sléttaði úr því
og las það, sem Elena hafði skrifað með sinni
stórgerðu, en fallegu rithönd:
—- Olga, ég skrifa þér, því þú ert vafa-
laust sú eina af allri fjölskyldunni, sem
ert fœr um að skilja mig. Ég hef oft
heyrt Dick segja, að hver dagur beri í
skauti sínu leyndarmál. Og líf liverrar mann-
eskju á Uka sitt leyndarmál. Það leyndar-
mál, sem lifið hefur geymt handa mér,
kom ekki í dagsins Ijós fyrr en ég hitti
mann. Ég skildi undir eins að honum hafði
hjarta mitt alltaf beðið eftir.
Ég hef hvorki elskað Andrés né Xavier!
Ég tók þann fyrrnefnda fram yfir hinn,
af því að hann hafði skipað sér þann sess
í þjóðfélaginu, sem kitlaði hégómagirnd
mína. Xavier var ekki annað en Ustamað-
ur, sem var að reyna að skapa sér frœgð.
Ég giftist því Andrési, en ég gat ekki syrgt
hann eins og vera bar. Hann kom inn í
líf mitt og livarf þaðan, án þess að skilja
eftir nokkur merki, ekki einu sinni minn-
ingar.
Þú munt eiga auðvelt með að skilja hvl-
líkt aðdráttarafl Tamaroff greifi liefur fyrir
mig, þegar ég hef sagt þér, að alla mína
cefi hef ég barizt við að skapa mér ein-
hverja stöðu í þjóðfélaginu. Þegar þú komst
aftur fram í dagsins Ijós og ógnaðir mér
með því að gera allt, sem mér hafði þeg-
ar tekizt að skapa, að engu fylltist ég
örvœntingu. En samt sem áður hef ég aldrei
óskað þér neins ills. Að vísu óskaði ég þér
heldur ekki neins góðs . . . I mínum aug-
um skiptirðu bara engu máli. Hvorki þú,
Xavier né móðir hans, og ekki Dick lield-
ur. Hann var ekki annað en varða á leið-
inni til sigurs.
Og svona er það nú, Olga. Ég fórna þessu
öllu fyrir mann, sem ég hef aðeins þekkt
í mjög skamman tíma. Hann fórnar Uka
öllu sínu fyrir mig. Við erum sannfœrð
um, að við séum sköpuð hvort fyrir annað.
Þú skalt elcki halda að þetta sé einhver
rómantízkur skáldskapur, því þetta er sann-
leikurinn. Við skildum þetta bceði, um leið
og við sáumst i fyrsta sinn.
Ég er reiðubúin til að mœta hneykslinu
og öllu því, sem þessu getur orðið sam-
fara. Vertu scel, Olga. Það er engin ástwða
til að vorkenna mér, því í fyrsta skipti á
cefi minni er ég fullkomlega hamingjusöm.
Hvílík vitfyrring! Aðeins á þremur dögum!
Alexis Tamaroff! Olga bar hendina upp að enn-
inu. Hún hélt að hún hefði misskilið þetta. Gat
það verið að slikt ætti sér stað í raunveruleikan-
um ? Slík tilfinning . . . . til orðin á nokkrum
klukkustundum?
— Og ég sem hef alltaf hjálpað henni, kvein-
aði Fína. — Ég var hennar bezti vinur. Ég
verndaði hana fyrir karlmönnunum. Ég ráðlagði
4