Vikan


Vikan - 23.02.1956, Side 5

Vikan - 23.02.1956, Side 5
henni að ná sér í góða giftmgu, til að geta orðið regluleg hefðarkona. Og þetta hefur orðið úr því. Hún hefur frábærar gáfur til að bera . . . Pína þagnaði. Hún horfði á Olgu, án þess að sjá hana, og hugsaði upphátt: — Svo kom Dick fráfn á sjónarsviðið með öll sín auðæfi, og þér lika. Þér sem gátuð eyði- lagt allt hennar erfiði (hún lækkaði róminn). Það var ég, sem ætlaði að losa okkur við yður. fig er ekki hrædd við að segja það. Það var ég, sem lokaði yður inni í safninu. Já, þann glæp framdi ég fyrir hana. Ég ætlaði meira að segja gera það fyrr . . . . ef Xavier hefði ekki staðið á þvi fastar en fótunum að fara með yður út í sveit, í húsið á árbakkanum. Hann grunaði að hætta væri á ferðum og vildi vernda yðui'. Imyndið yður hvílíkt vopn þér hefðuð getað orðið I hendi hans, til að ógna konunni, sem fyrirleit hann! Það var reglulegur sigur fyrir Xavier að þér skylduð finnast aftur. Hann fór til að sækja yður út á flugvöllinn af ótta við að eitt- hvað kynni að koma fyrir yður. 1 fyrstu ætlaði hann sér að koma með yður hingað á þeirri stundu, sem Elena stæði fyrir framan prestinn og væri að gifta sig .... — Hvernig vitið þér þetta allt? spurði Olga með óstyrkri röddu. — Xavier sagði mér það sjálfur. En ekki veit ég hvers vegna hann skipti um skoðun. Þessi heimskingi, unnusti Elenu, kom ekki á réttum tíma og allt fór öðru visi en ráðgert hafði verið. Þér voru heppnar. Ef þér hefðuð ekki verið svona þagmælsk, þá hefði ég reynt aftur að losna við yður. Framliald á bls. 18. VEIZTU? 1. Maðurinn á myndinni var á ferðinni á Is- landi um jólaleytið. Hver er hann? 2. Er Beljandi í Breiðdalsá? 3. Hvað er biskupsstafur kallaður? 4. Hvernig er áfei'ðin á efninu moire (frb. mú- ar) ? 5. Hvað táknar það, þegar sett er strik yfir rómversku töluna X? 6. Hvaða fugl er stærstur allra spörfugla? 7. Hvaða borg var höfuðborg Rússa á keisara- tímanum ? 8. Hr hverju er terpentína unnin? 9. Hver var það sem sagan segir að hafi lofað að velja á milli biðla sinna, þegar hún væri búin að spinna — og rakti svo upp á nótt- unni það, sem hún hafði spunnið á daginn? 10. Gáta: Hvað er það, sem fer fyrir björg og brotnar ekki, fer í sjó og sekkur ekki, fer í eld og brennur ekki, en verður seinast vargi að bráð? Sjá svör á bls. 18 KOSSINN Smásaga eftir CELIU CAVENDISH MIKAEL er svo hrifinn af þér, hafði Jenný sagt á sinn venjulega barnslega hátt, svo að Rita fann að hún roðnaði. Hve langt var orðið síðan hún og Miltael byrjuðu að dragast hvort að öðru? Hún rifjaði hvern atburðinn á fætur öðrum upp fyrir sér. Daginn sem Fane-hjónin fluttu inn í íbúðina beint á móti hennar hafði Mikael barið að dyrum hjá henni í fyrsta sinn og feng- ið lánað salt. Og þegar Jenný varð veik skömmu seinna, þá hafði hún hvað eft- ir annað farið yfir um til hennar, til að elda matinn handa Mikael. Og í jóla- boðinu hjá þeim árið áður, hafði það verið Jenný, sem hvatti Mikael til að kyssa hana undir mistilteininum. Þarna höfðu þau staðið, köld að sjá og bros- andi, en um leið og varir þeirra mætt- ust hafði farið um hana einhver kyn- legur straumur og hún hafði fundið hvernig hendi Mikaels titraði á ber- um handlegg hennar. Þá höfðu þau orðið ástar sinnar vör, ef þau voru þá ekki bæði búin að vita um hana lengi. En þau höfðu aldrei minnzt á það að- dráttarafl, sem þau höfðu hvort gagn- vart öðru. — En hvað við erum heppin að eiga annan eins nágranna og þig, Rita, Mikael var einmitt að segja það um daginn, sagði Jenný! Stundum hataði Rita hana fyrir það hve barnaleg hún var og alveg örugg um ást Mikaels . . . Nú var aftur kominn sunnudagur. Á sunnudögum var hún alltaf vön að borða kvöldverð með Jenný og Mikael, og á þriðjudagskvöldum bauð hún þeim yfir til sín. Jenný hafði átt hugmynd- ina að þessu. — Það getur verið svo skemmtilegt að þvo upp í öðrum vaski einu sinni í viku, hafði hún sagt og hlegið. Þannig hafði þessi siður kom- izt á. Héðan í frá yrði alveg ómögu- legt að fella hann niður, án þess að bera fram fullgilda ástæðu. Rita horfði rannsakandi á spegil- mynd sína. Það var eins og hún þyrfti alltaf að setja upp grímu, áður en hún hitti Mikael. Varnargríma hennar varð líka að vera alveg örugg. Hún horfði á dökkt hárið, sem fór svo vel við hvíta húðina, rauðmálaðar varirnar og augun, sem ekkert varð lesið úr. Hvernig gat nokkurt andlit dulið svona vel það sem inni fyrir bjó? Þegar Hugh dó fimm árum áður, hafði hún haldið að hún mundi aldrei framar kynnast ástinni. En samt var hún nú gripin þessari tilfinningu, sem næstum bar hana ofurliði. Því í ósköpunum þurfti það að verða Mikael, sem aftur vakti hjá henni þess- ar tilfinningar? Mikael, sem var svo tryggur og góður, þó hann væri bund- inn Jenný, sem alltaf mundi verða sama indæla og svolítið erfiða barnið. Mikael, sem var alltof mikill riddari, til að reyna að draga konu út í leyni- legt ástarmakk. Rita dáðist mest að honum fyrir þá eiginleika hans, sem stíuðu þeim í sundur. Aldrei hefði hún getað borið ást til manns, sem hún ekki dáðist jafnframt að. EGAR hún hringdi dyrabjöllunni, kom Mikael fram. — Sæl, Rita! Gjörðu svo vel. Hún sá að liann virti hana með aðdáun fyrir sér, um leið og hún steig inn úr dyrunum. — Hvar er Jenný? spurði hún. — Hún er hjá systur sinni, þessari sem á von á barni. Fáðu þér sæti við arininn. Ritu fannst málrómur hans dálítið annarlegur, en þegar hún leit á hann, sneri hann baki í hana og var að hella í glös handa þeim. Hún varð dauðskelkuð. Þetta var ein- mitt það, sem þau höfðu alltaf forðast: að vera ein. Það var alltof hættulegt. — Er systir hennar nokkuð veik ? spurði hún. — Jenný heldur að hún sé bara taugaóstyrk. Maðurinn hennar þurfti að bregða sér úr landi alveg óvænt. Viltu sherry, Rita? — Þakka þér fyrir! Hún tók við glas- inu. Hann hallaði sér upp að arinhill- unni og horfði á hana. Hún leit í kring- um sig og veitti því þá fyrst athygli, að stofan var ekki alveg eins og venju- lega. I fyrsta lagi var betur tekið til í henni, svo hafði sófinn, sem hún sat í, verið dreginn nær arninum og auk þess var standlampinn með skæra ljós- inu, sem Jenný notaði þegar hún var að sauma, horfinn. í hans stað stóð lít- ill borðlampi, sem gaf daufa birtu, úti í horni. — Ég hefði ekki komið, ef ég hefði vitað . . . Jenný nennir áreiðanlega ekki að fara að elda mat, þegar hún kemur. — Það gerir ekkert til. Það er kald- ur matur á borðinu. Við getum borð- að hvenær sem við viljum. Hann þagn- aði og Ritu fannst hún heyra sinn eig- in hjartslátt. Svo sagði Mikael lágt. — Rita, við hvað ertu hrædd? Nú leit hún í fyrsta sinn beint fram- an í hann. Hún hafði alltaf vitað að svona mundi fara, ef þau væru ein. Til hvers var að vera með látalæti? — Við þig, Mikael, og við sjálfa mig. Ég held ég ætti að fara strax, Mikael. — Vertu ekki með þessi látalæti, Rita. Við verðum að ræða málið. Höf- um við kannski ekki vitað þetta lengi? — En það er ekkert um það að segja. Það var annarlegur hljómur í rödd hennar. — Ertu viss um það? Hann sett- ist. við hlið hennar og hélt áfram án þess að líta á hana. — Erum við ekki búin að kvelja hvort annað nógu lengi? Hún gat engu svarað, þegar hann sat svona nálægt henni. Allt í einu sneri hann sér að henni, tók um axlirnar á henni. — Skilurðu það ekki, elskan, að við getum ekki haldið svona áfram. Líttu framan í mig! Hvernig geturðu farið núna? Hún fann andardrátt lians á kinn sinni og handleggi hans utan um sig. Með hálflokuðum augum sá hún hann beygja sig niður að henni og fann var- ir hans .... Skyndilega reyndi hún að rífa sig lausa. — Mikael, hættu þessu! Við get- um ekki hegðað okkur svona. Jenný gæti komið að okkur. Framhald á bls. 18. 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.