Vikan


Vikan - 22.03.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 22.03.1956, Blaðsíða 3
Norman Carlisle MYRKUR UM MIÐJAN RAG Það hefði orðið lítið úr vetnisprengju við hliðina á sprengingunni í Alaska NÝ TÍÐINDI STÓRRI ferðatösku var í síðastliðnum mán- uði stoliö úr bíl einum í París. Pjófin- um hlýtur að hafa orðið talsvert hverft við, þegar hann opnaði hana. Hún hafði að geyma þrettán feta langa, bráðlifandi kyrkislöngu. /v NAFN GREINDCR maður í Portland í V-T Bandaríkjunum hringdi fyrir skemmstu á lögregluna og hafði klögumál upp að bera. Hann skýrði svo frá, að einhver hefði hellt tómatsúpu yfir allan bilinn hans — á hverri nóttu í heila viku. rEtOUK, fyrrum Egyptalandskóngur, hafn- aði fyrir skemmstu tilboði frá dönsku hringleikahúsi, sem hauð honum 800,000 krón- ur fyrir að koma fram opinberlega sem fíla- temjarL TU'lTuGU og þriggja ára gömul leikkona var fyrir skemmstu handtekln í Holly- wood fyrir þátttöku f innbrotsþjófnaði. Þjóf- amir brutust inn hjá Ginger Rogers og Kirk Douglas og var þýfið metið á rösklega eina milljón króna. Meðal þeirra, sem næst átti að „heimsækja", voru Merle Oberon, Clifton Webb, Lana Turner og Robert Mitclium. AÐ VAR í JÚNÍ, veðrið var kyrrt og fagurt, klukkan var liðlega fjögur. Tollsnekkjan Manning lá við ankeri á höfninni í Kodiak í Alaska. Perry skip- stjóri var uppi í brú að sleikja sólskinið. Þá varð honum litið til lands. Og hann sá þá sjón sem hann hafði aldrei fyrr séð á ævinni. Háseti, sem stóð við hlið honum gap- andi af undrun, hvíslaði: „Hvað í ósköp- unuim er þetta, skipstjóri?“ Perry hristi höfuðið: „Ég hef aldrei á ævinni séð neitt þessu líkt.“ Nokkrir af íbúum Kodiak höfðu líka komið auga á fyrirbærið, og brátt tók fólkið að streyma út úr húsunum. Fyrir augum þess blasti biksvartur skýstrókur, sem fór hraðhækkandi og virtist að auki nálgast bæinn óðfluga. Andartaki síðar heyrðust miklar drunur. Þær komu frá þessu skýi. Þannig sá og heyrði þetta fólk „fram- hald“ ægilegustu sprengingarinnar, sem átt hefur séð stað í Norður Ameríku, sprengingar, sem var svo ótrúlega öflug, að í samanburði við hana minnir vetnis- sprengjan á sakleysislega púðurkerlingu. Sjaldan í sögu veraldar hafa aðrar eins hamfarir átt sér stað. Tvær indíánafjölskyldur sáu atburðinn frá upphafi. Klukkan þrjú eftir hádegi hinn 6. júní 1912 voru þær sjónarvottar að því, þegar fjallið Katmai sprakk í loft upp. Þótt indíánamir væru í 25 mílna LISTDDM ARAR MARUICE RAVEL tónskáld var glettinn hrekkjalómur. Hann var líka hcilmikill safnari og á heimili hans varð varla þver- fótað fyrir leirmunum, fágætum útskurði, gömlum og verðmætum bókum og allskyns myndum. Vinnuherbergi Ravels var þó biessunarlega laust við þessa gripi. I»ð var 1 því sá grlpur- inn, sem hann kvaðst hafa mestar mætur á — lítil gráleit kúla á málmfæti. Þegar nýjan gest bar að garði, leiddi hann hann undan- tekningariaust að kúlunni og benti hátíðlega á liana. Arangurinn var oftast hinn sami: gesturinn greip andann á lofti, starði hugfanginn og hvíslaði lotningarfullur: „Dásamlegt! Einstakt í sinni röð! Fullkomin fegurð!" En Ravel var best skemmt, ef gesturinn gerðist svo djarfur að spyrja, hvar hann hefði grafið upp hina töfrandi kúlu. „Uað var barnaleikur,“ ansaði hann jafnan. „I»etta er bara ónýt rafmagnspera.“ fjarlægð, fleygði loftþrýstingurinn þeim um koll. En Perry skipstjóra og íbúunum í Kodiak var ókunnugt um þennan atburð, þegar skýið svarta birtist úti við sjón- deildarhringinn og nálgaðist með ofsa- hraða. Nokkrum mínútum síðar var það búið að gleypa bæinn og hinn bjarti dagur varð að koldimmri, kæfandi nótt. Áhöfnin á Manning sá ekki handa sinna skil. Rafmagnsljósin gerðu sáralítið gagn. En það var ekki til setunnar boðið. Glóð- volg aska hlóðst svo ört á skipið, að á- höfnin hafði naumast undan að ryðja henni fyrir borð. Um skeið var allt útlit fyrir, að hún mundi sökkva skipinu. I bænum ríkti ægileg ringulreið. Húsin riðuðu undir öskunni og mörg hrundu til grunna undan þunganum. Perry skipstjóri skipaði mönnum sínum að smala bæjarbú- um niður að höfninni. Suma tók hann um borð í tollsnekkjuna, en aðrir leituðu athvarfs í hinni traustbyggðu vörugeymslu á hafnarbakkanum. I 60 klukkustundir varði þessi niðdimma nótt. Menn sveið í hálsinn af svækjunni. Og svo algert var myrkrið, að þegar eldingu laust niður í loftskeytastöðina, sem stóð nokkur hundr- uð metra frá vörugeymslunni, höfðu menn ekki hugmynd um það, þegar hún brann til kaldra kola. Þegar þessu vítismyrkri loksins létti, blasti við ömurleg og furðuleg sjón. Gras- ið var horfið og tréin. I stað græna sum- arlitsins var komin steingrá eyðimörk. Á víð og dreif í eyðimörkinni húktu hnýpn- ar húsarústir. En íbúarnir í Kodiak höfðu verið lán- samir. Enginn þeirra hafði týnt lífinu. Ennþá ægilegri hörmunsrar höfðu dunið yfir þá, sem nær bjuggu Katmaifjalli. Það vildi til, að þetta var strjálbýlt land. En engu að síður fórust að minnsta kosti 200 í öskunni og reyknum. Laxveiðimaður, sem húkti vamarlaus í kofa sínum, skrifaði hinsta bréfið sitt: Kœra Tania, konan mín/ Við búumst við dauða okkar pá og þegar. Fjall hefur sprungið l loft upp og aska ligg- ur yfir öllu, sumstaðar tiu feta djúp. Það logar á lömpunum dag og nótt. Þetta er hroðalegt og við búumst við að deyja. Við erum vatnslausir. Allar ámar eru paktar ösku. Hér er myrkur og vlti, prumur, brak og brestir. Ég veit ekki hvort það er nótt eða dagur. Ég kveð þig með kossi og bið guð að blessa þig og barnið. Kannski eig- um við eftir að sjást aftur. Guð er líkn- samur. Minnstu okkar í bœnum þinum. Þinn eiginmaður, Ivan Orloff. Víða urðu ægilegir jarðskjálftar. „Jörð- in var á stöðugri hreyfingu í tólf stundir samfleytt," sagði í einni skýrslunni. Strandferðaskipið Dora var á siglingu, þegar yfir það hellti sér svo biksvart myrkur, að skipsmenn sáu ekki einu sinni hafsflötinn. Loftið varð heitt og rammt og eldingar léku um himininn. Dauðum og hálfdauðum fuglum rigndi yfir dekkið. Menn áttu bágt með að ná andanum og tárin streymdu úr augum þeirra. Skipstjórinn gaf skipun um að sigla til hafs. Klukkustundum saman var siglt gegnum þennan kæfandi myrkraheim. Askan féll yfir skipið eins og snjór. Skips- höfnin hafði naumast undan með skóflum sínum og vatnsdælum. Það liðu tólf stundir áður en skipið kom út úr myrkrinu og sigldi inn í furðulegt rautt mistur. Næst tók við gulur heimur. Nokkrum klukkustundum síðar byrjaði loks að birta, uns skipið brunaði út. í glampandi sólskin og stillu. Fregnir af feiknstórum öskumökkum bárust hvaðanæva að úr veröldinni. Sjö dögum eftir sprenginguna, var askan kom- in yfir Norður Afríku í 6,000 mílna fjar- lægð. Þar var mistrið svo þykkt, að vís- indamenn, sem voru að fást við sólarrann- sóknir, urðu að taka sér frí frá störfum. Svo rann upp sá dagur, að fyrsti könn- unarleiðangurinn kom að Katamif jalli — eða réttara sagt leifunum af því. Leið- angursmenn gátu naumast trúað sínum eigin augum. Þarna var kominn nýr heim- ur, furðulegur, óskiljanlegur og ægilegur. Fjallshryggurinn var horfinn, en eftir var feiknstór gígur. Þvermál hans var þrjár mílur, og hann var nærri hálf míla á dýpt. Upp úr þessu gímaldi hafði ask- an og rykið komið — 27 billjón rúm- metrar! Næsta nágrenni fjallsins var einn sjóð- andi pyttur. Þúsundir örsmárra eldhóla spýttu og hvæstu og þeyttu upp úr sér annarlegum gufustrókum. Sprengingin mikla hafði skapað nýtt náttúruundur: Dal hinna óteljandi reykja. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.