Vikan


Vikan - 22.03.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 22.03.1956, Blaðsíða 14
SÚKKULAÐIÐ — þessi freistandi fæða NÝLEGA HEFUR ALLT súkkulaði hækkað í verði, eins og allt annað. En áður en við förum í súkkulaðibindindi, væri kannski ekki úr vegi að athuga hvaða áhrif þessi mjög svo freistandi fæða hefur á okkur eða börnin, sem ekki eru minni sælkerar en fullorðnir. og þá gott súkkulaði. Yfirleitt þola börn súkkulaði vel og þau hafa aðeins gott af því, þar sem það er nærandi og inni- heldur calcium og vitamin. Samt sem áður á aðeins að narta í það og börn, sem eru slæm í maga, ættu að fá sem minnst af súkkulaði. HVAÐ GERIR OF MIKIÐ SÚKKULAÐIÁT? Of mikið súkkulaðiát liefur venjulega ósköp lítilfjörleg áhrif, nema hjá þeim sem þjást af ofannefndum sjúkdómum. Það veldur venjulega bara velgju og í hæsta lagi uppköstum og magapínu. Slíkt læknast venjulega, ef maður borðar bara létta fæðu og hvílir sig, og tekur ef til vill inn ofurlítið af sóda. En fólk ætti að vara sig á að kenna velgju og magapínu um- svifalaust súkkulaðiáti, því bak við þau einkenni getur auð- veldlega falizt botnlangakast. En þó læknar ráði fólki frá ofáti hvers konar fæðu, þá hefur nokkuð stór skammtur af súkkulaði einstöku sinnum engin alvarleg áhrif á heilsuna. Auðvitað að því tilskildu að það komi aðeins örsjaldan fyrir mann að borða þannig yfir sig af því, að ekki sé ofát af öðrum fæðutegundum því sam- fara og að bætt sé fyrir slíkt óhóf með heppilegu matar- æði .... annað hvort á undan eða eftir. ER SÚKKULAÐI NÆRANDI? Vissulega, það er meira að segja mjög nærandi, því 100 gr. af súkkulaði gefa 500 til 600 hitaeiningar. Það inniheldur líka flest af hinum mikilvægari næringarefnum, svo sem eggjahvítu- efni, fitu, sykur, nokkuð af vitaminum og svo steinefnin: fosfór, calcium, járn o. s. frv. Auk þess er í því örlítið af koffeini og skildum efnum, sem hafa örvandi áhrif á hjartað og nýrun. Og það, ásamt sykrinum og steinefnum, gerir súkkulaði að hressandi fæðu, sem hefur , örvandi áhrif. ER SÚKKULAÐI GÖÐ FÆÐA? Já, ef það er góð tegund og maður þolir það vel og neytir þess í hófi. Þó súkkulaði innihaldi svona mörg gagnleg .efni, getur það samt aldrei orðið undirstöðumatur, enda má ekki borða meira af því en 30—50 gr. í einu og ekki meira en 80—100 • gr. á dag. ER SÚKKULAÐI TORMELTANLEG FÆÐ ? Súkkulaði er dálítið þungmelt, eins og allar „auðugar“ fæðu- tegundir, einkum ef borðað er mikið af því. Það getur einkum verið tormeltanlegt, eins og reyndar öll önnur sæt fæða, ef það er borðað á eftir máltíð. Það er því ráðlegra að gefa bömum' svolítinn súkkulaðibita milli mála en í ábæti. Súkkulaði með mjólk í er þungmeltara en mjólkurlaust, og sama er að segja um hnetusúkkulaði, möndlusúkkulaði og súkkulaðimola með kremi innan í eða núgga ÞURFA EINHVERJIR AÐ VARA SIG Á SÚKKULÁÐI? Þó súkkulaði hafi ekki slæm áhrif á lifrina (eins og sumir halda), getur súkkulaði valdið fólki óþægindum, einkum þeim sem eru höfuðveikir (hafa ,,migreni“) eða hafa sjúka gall- blöðru. Þessi óþægindi lýsa sér í höfuðverk, velgju, óþægindum í lifrinni o. s. frv. Fyrir utan slík tilfelli, sem eru sjaldgæf, ættu sumir sjúkl- ingar ekki að borða súkkulaði; t.d. ekki þeir sem eru með sykur- sýki (vegna sykursins), gigt og kölkun (vegna oxalsúra kalks- ins) og hjartasjúkdóma (vegna koffeinsins). Súkkulaði getur líka haft svipuð áhrif og kaffi eða te á þá sem eru mjög taugaóstyrkir, og haldið fyrir þeim vöku. En súkkulaði getur aftur á móti verið gott fyrir böm og fullorðna, sem hafa harðlífi. ER SÚKKULÁÐI FITÁNDI? Þar sem súkkulaði er sætt og nærandi verður auðvitað að ,,‘takmarka það mjög mikið í megrunarfæði og auðvitað á það aldrei að vera aukafæða þeirra, sem vilja grennast. Ein súkku- laðistöng getur auðveldlega bætt við dagskammtinn 80—120 hifaeiningum. Gæði súkkulaðsins fara einkum eftir gæðum og uppruna . kakósins og framleiðsluaðferðinni. Gott súkkulaði á að vera • gljáandi,-jafnlitt, þurrt, mjög fínkornað og hrökkva í sundur. Þaé er þó óhætt að leggja sér til munns súkkulaði, sem orðið er ljósara á yfirborðinu, en það er orðið, gamalt og hefur , misst mikið af sínum upprunalegu gæðum. '* ' ' t ; '• ' : ; M Á GEF Á BÖRNU M SÚ KKU L AÐI ? Það er alveg óhætt að gefa bömum súkkulaði eftir að þáu éru orðin tveggja ára, en aðeins lítið í einu (15—30 gr.) 14 Samanbrotin borðplata, aem hagt er að leggja otan á spilaborð, getur komið í góðar þarfir 1 lítilli íbúð, þar sem ekki rúmast borðstofuborð. Platan, sem sýnd er hér á myndunum er úr þykkum pappa (10 mm.), 120 sm. í þvermál og á samskeytin eru límdir efnis- renningar, svo auðvelt sér að brjóta hana saman. Spilaborðinu og plötunni má svo stinga á bak við eitthvert húsgagn, þar sem það er ekki fyrir, þegar það ekkí er í notkun. IViatseðillinn Fiskbúðingur Saman við hrært fiskdeig er hellt nægilega miklu af þykkum tómata- safa, til að lita það rautt. Breitt aflangt form er nú smurt vel, stráð innan í það raspi og fiskdeigi síð- an smurt á hliðar þess og botn. I miðjuna eru lagðir gufusoðnir samanrúllaðir fiskbitar (af flökuðum fiski), formið síðan fyllt með fisk- deigi og þetta bakað standandi í vatni í ofninum. Ef ekki er lok á forminu, þarf að breiða pergament- pappír yfir það. Búðinginn þarf að baka i að minnsta kosti klukkutíma — og lengur ef formið er mjög stórt — í sæmilega heitum ofni. Búðingn- rnn er síðan hvolft á fat, hann skreyttur með sítrónusneiðum, gul- rótum og steinseljum og tómatsósa borin með. Þessi búðingur er líka góður með sósu, lagaðri úr soði af fiskbeinum og lauk, jafnaðri með hrærðum eggjarauðum og kryddaðri með sí- trónusafa og ,,kapers“. Kjötbúðingur (Aubin) Uppbökuð sósa úr 50 gr. af smjör- líki, 65 gr. af hveiti og 3 dl. af sjóð- andi mjólk. Þegar þetta hefur soðið vel meðan stöðugt var hrært í því, er potturinn tekinn af og látinn kólna ofurlítið, áður en bætt er út í hann 4 eggjarauðum, einni í einu, og hrært vel í á milli. Sósan er krydduð með salti, pipar og svolitlu af papríku og um 200 gr. af soðnu eða steiktu hökkuðu kjöti bætt út í, ásamt stór- um lauk, og loks stífþeyttum eggja- hvítum, sem hrærðar eru varlega saman við. Þetta er síðan sett í vel smurt form, raspi stráð yfir og bak- að i um það bil einn klukkutíma. Nú má ýmist sjóða beinin og svolítið grænmeti og búa til brúna sósu úr soðinu, með örlitlu sherry og papriku, til bragðbætis eða bera með rétt- inum brætt smjör, súrar gúrkur og þessháttar. Eggjabúðingur Og hér kemur svo síðasti búðing- urinn, sem ekki er eins íburðarmik- ill og hinir. 1 hann eru notaðar 10—12 skorpulausar franskbrauð- sneiðar, smurðar með smjöri og með lagi af rifnum osti ofan á. Brauðið er síðan lagt í eldfast fat og hellt yfir það fjórum eggjarauðum, sem búið er að salta og þeyta saman við 1% dl. af soði, sem annað hvort má vera af beinum og grænmeti eða bara vatn með súputeningum í. Ofan á þetta er svo stráð þykku lagi af rifnum osti, nokkrir litlir bitar af smjöri lagðir ofan á og búðingurinn síðan bakaður í ekki alltof heitum ofni, þangað til eggin eru orðin stíf og skorpan gulbrún og stökk.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.