Vikan - 19.04.1956, Side 3
VIJVUM
jvm. 13
Höfundur þessarar greinar komst í kast við dáiítið óvenju-
legan óvin. Hann átti það til að gefa andstæðingum sínum líf
FLUGVÉLIN MlN skalf og nötraði eins og sært dýr, þegar
kúlumar drnidu á henni. Óvinaflugmaðurinn hafði komið
mér að óvömm. Þegar ég leit um öxl, sá ég vélina hans; það
var Messerschmitt 109. Þá vissi ég, að hann var mér ofviða.
Ég var í gamalli Morane-vél og hún þoldi engan samanburð
við hina hraðfleygu og viðbi'agðsfljótu þýzku vél.
Skammt framundan flugu sprengjuflugvélarnar, sem ég hafði
verið að fylgja.. Veður var bjart og stillt.
Þetta var í júní 1940, og ég var staddur yfir Frakklandi.
Skotin höfðu leikið flugvélina mína illa. Hæðarstýrið hafði
fengið sinn skammt og var að heita mátti óvirkt. Ég var
gjörsamlega varnarlaus.
Ég sá óvin minn nálgast eins og gult strik. Hann byrjaði
aftur að skjóta og vélin mín tók aftur að skjálfa og nötra.
Ég bjóst við dauða mínum á hverri stundu, en tók allt í einu
eftir því, að sá þýzki var hættur að skjóta. Hann flaug upp
að hliðinni á mér og ég sá að talan 13 var máluð á flugvélina
hans. Um leið og hann renndi framhjá, vinkaði hann til mín.
Svo hækkaði hann flugið og vaggaði vængjunum í kveðju-
skyni og flaug á brott.
Svona kynntist ég honum, þýzka orustuflugmanninum, sem
hafði töluna 13 fyrir einkennisstafi sína. Ég vissi, að hon-
um var í lófa lagið að drepa mig. Ég gat hreint ekkert gert.
Þó hafði hann kosið að gefa mér líf. Þetta ruglaði mig og ég
vissi ekki, hvernig ég átti að snúast við því.
Mér hafði á barnsaldri verið kennt að hata Þjóðverja, og
það átti auk þess fyrir mér að liggja að hafa til þess góðar
og gildar ástæður. Tæpu ári áður en þessir atburðir gerðust,
höfðu herir nazista ráðist inn í Pólland — landið mitt. Ég
var í flughernum og í þrjár viltur börðumst við pólsku flug-
mennirnir við hinn volduga þýzka loftflota. 1 þeirri viðureign
varð flugvél mín hvað eftir annað fyrir skotum. Svo þrutu
benzínbirgðir okkar og við gátum ekkert aðhafst. Á meðan á
þessu gekk, höfðu loftárás r verið gerðar á Varsjá, og í þeim
árásum hafði skyldfólk mitt ýmist fallið eða misst heimili sín.
Ég tók það til bragðs oirs og ýmsir aðrir að flýja til Rúmeníu.
Þaðan komumst við til Frakklands og gengum í fl'anska flug-
herinn.
Já, ég hafði fyllstu ástæðu til að hata Þjóðverja. En þegar
ég lenti hinni stórskemmdu flugvél minni heilu og höldnu þennan
morgun, var hugur minn í uppnámi. Ég hafði alla tíð litið á
Þjóðverja sem svarna óvrni mína. Og þarna hafði einn þeirra
— númer 13 — þyrmt lífi mínu.
Svo byrjaði orustan um Frakkland og undanhaldið til Eng-
lands og ég var nærri búinn að gleyma númer 13. En tveimur
árum síðar, í marsmánuði 1942, hafði ég fréttir af honum.
Nú var ég í einkennisbúnmgi brezka flughersins. Dag einn
sat ég yfir bjórglasi í liðsforingjaskálanum í Manston. Þá heyrði
ég á tal nokkurra flugmarma. sem voru að ræða um loftorustu,
sem átt hafði sér stað nokkrum dögum áður.
Þýzkar flugvélar höfðu gert árás á Southend. Brezkar
orustuflugvélar fóru til rrr's mð þær. Ein brezku vélanna varð
snemma fyrir skoti. Nú sat. flugmaðurinn þarna og sagði frá.
,,Ég var að velta fyr:r mcr,“ sagði hann, ,,hvað ég ætti að
gera, þegar mér varð íitið í snegilinn og uppgötvaði einn þýzk-
an alveg á hælunum á mér. É^ hugsaði með mér, að nú væru
dagar mínir taldir. En v’t’ð 'úð hvað hann gerði? Hann flaug
upp að síðunni á mér og hann var svo nálægt mér, að ég gat
nærri því snert hann. Fann ’mfði einkennisstafina . . .“
Þegar hér var kom’ð, srreip ég fram í. Ég þóttist vita,
hvaða númer hann hafð’ borið, og breski flugmaðurinn stað-
festi það. „Númer þrettán,“ sa^ði hann. „Alveg rétt.“
Hinn 5. júní 1942 fórum ■,,ið í árásarferð til Lille. Þýzkar
orustuflugvélar buðu okkur í dans. Við dreifðum okkur, brezku
flugmennimir. Við vorum alb'r reynd’r orustuflugmenn og vor-
um staðráðnir í að ná okkur að minnsta kosti í eina óvina-
vél hver.
Ég elti eina nærri hví til jnrðar. Flugmaðurinn hlýtur að
hafa verið órevrd”t- P"-nu f’mig b~;nt, og reyndi ekki
einu sinni að sveigja til hliðar, þótt vélbyssukúlumar mínar
dyndu á honum. Þetta var auðunninn sigur og hann steig mér
sjálfsagt til höfuðs.
Ég gleymdi að minnsta kosti að vera varkár. Ég sveigði
upp á við án þess að hafa fyrir því að líta í kringum mig,
og sprengikúla sprakk rétt fyrir ofan mig. Ég sveigði ósjálf-
rátt frá. Framrúðan mín var mölbrotin og ,,húsið“ horfið ofan
af mér. Vindstraumurinn reif af mér grímuna og heymartólin,
svo að ég gat ekki einu sinni kallað á hjálp.
Ég flaug í ótal króka, en vélin mín var þung og svifasein
eftir skemmdimar. Sá þýzki átti auðvelt með að elta mig og
sveigði sífellt nær mér. Ég hugsaði, að það gæti naumast liðið
á löngu þar til hann sendi mig logandi til jarðar.
En banaskotið kom aldrei. Um leið og Þjóðverjinn flaug
framhjá, vaggaði hann flugvélinni letilega. Ég var ótrúlega
þreyttur og hálf meðvitimdarlaus, en nú greip mig óumræði-
legur fögnuður. Það var eins og að hitta gamlan vin að sjá
þetta númer. Jú, andstæðingur minn bar einkennisnúmerið 13.
En mér leið illa á heimleiðinni. Tvisvar hafði hann þyrmt
lífi mínu, þessi Þjóðverji, sem ég átti þó að hata. Hvernig gat
ég endurgoldið honum, sýnt honum þakklæti mitt?
Og svo bar fundum okkar enn einu sinni saman! Það var
hinn 8. marz 1944. Ég var kominn í fluglið Bandaríkjamanna
og við vorum að fylgja „stórlöxum" — sprengjuflugvélum —
til Berlínar.
Áður en við komumst til Hanover, byrjaði eltingaleikurinn.
Rösklega 40 þýzkar orustuflugvélar réðust gegn okkur og
reyndu að ryðja sér leið að sprengjuflugvélunum.
Við tókum karlmannlega á móti og loftorustan var brátt í
algleymingi. Nú varð hver maður að sjá um sig sjálfur.
Ég skaut eina til jarðar. Skaut á aðra en hæfði ekki. Svo
steyptu þrjár þýzkar sér fram hjá mér. Ég elti. Thunderbolt-
vélin mín dró á þær.
Ég skaut úr öllum byssum mínum á þá, sem dróst aftur
úr. Hún splundraðist í sundur og ég varð að sveigja hart frá
til þess að verða ekki fyrir eldinum og brakinu. Hinar e-v-cer
snerust gegn mér og hrikalegasta návígi ævi minnar^ hófst.
Við flugum lágt. Ég var orðinn ben«ínlítill og ákvað að
reyna að fljúga andstæðinga mín^ o,r mér. Ég flaug eins lágt
og ég mögulega gat, flnugr nndir háspennutaugar, smeygði mér
milli trjánna. Þjoðverjarnir tveir voru ennþá á eftir mér.
Svo byrjaði hreyfillinn minn að hitna. Ég varð að hægja
ferðina og Þjóðverjarnir drógu óðfluga á mig. Ég sá í spegl-
inum, að þeir hækkuðu flugið. Þeir voru að búa sig undir að
renna sér yfir mig skjótandi úr öllum hlaupum. Ég var svo
þreyttur, að mér stóð alveg á sama. Þetta varð ekki umflúið.
Ég beindi vélinni upp á við, og við það dró enn úr hrað-
anum. Ég sá þá byrja að steypa sér, en sveigja frá á síðustu
stundu, eins og hið óvænta uppátæki mitt hefði ruglað þá.
Ég rétti vélina.
Þýzku vélarnar tvær nálguðust mig frá sinnhvorri hlið en
skutu ekki. Þær flugu upp að mér, lokuðu mig inni á milli
sín. Ég hafði ekki einu sinni fyrir því að líta til vinstr’, hví
að ég tók allt í einu eftir því, að vélin á hægri hönd var
númer 13!
Ég gat séð flugmanninn, en súrefnisgríma hans huldi and-
litið. Hann benti til jarðar. Ég skildi að hann var að taka mig
til fanga og gefa mér skipun um að lenda með honum.
Ég var í slæmri klípu. Þó efaðist ég ekki um, að ég cæt.i
einhvemveginn snúið mig út úr þessu. Ég var enn lifandi og
á lofti; ég þurfti bara að hafa nógan tíma til að átta mig.
Ég flaug vél minni nærri ósjálfrátt, en hugsanir mínar sner-
ust allsr um það, hvernig ég gæti komist undan.
„13“ sló vængnum sínum kurteislega á vænginn m’nn og
benti fram á leið. Við vorum að nálgast stóran flugvöll. Ég
kannaðist við staðinn — Vechta. 1 fjarska sá ég röð f'urrvéla
á vellinum, sem augsýnilega voru nýlega lentar. Og í sömu
andrá vissi ég, hvað ég átti að gera.
É°- bvrjaði aðflugið. Þjóðverjarnir eltu hljóðlega o°r é" læ’-k-
aði flugið enn. Ég hafði áður gert skotárás'r á flup-velli og vissi
ósköo vel, hvað mundi ske, þegar ég tæki í gikkinn.
Érr viss’ að loftvamaskyttur skjóta. venjulerrast fyrstu shot-
um sínum fyrir aftan fremstu vélina; ég vissi að mér var óhætt.
Viðbrögðin létu ekki standa á sér. Skothríð minni var sam-
Framhald A bls. 18.
3