Vikan


Vikan - 05.07.1956, Qupperneq 7

Vikan - 05.07.1956, Qupperneq 7
hann aðeins ætlað að strá um sig birtu og yl, en var nú orðinn hjónadjöfull í skilnaðarmáli. Kvenpersónan virtist samt sem áður ekki af baki dottin. Hún var upplitsdjörf og hnarreist, og hún horfði fast beint framan í dólginn — gegnum gleraugun. „Segið mér bara að gamni,“ sagði hún, „hvar þið haldið að þið séuð, góðir menn?" „Hvar við höldum við séum?“ sagði dólgur- inn. „Við höldum ekkert um það, hvar við séum. Við erum i íbúð 4A. Og þér eruð frú Silfurs. Og ég er frá spæjarastofnuninni „Vöku“. Og ég starfa samkvæmt fyrirskipunum frá eigin- manni yðar. Finnst yður ekki gaman? Nú getið þér hlegið!" „Það get ég,“ sagði stúlkan. „Hg er ekki frú Silfurs. Hg er ógift. Og þetta er ekki 4A, þetta er 4B." Dólgurinn tók andköf. Hann minnti Tedda á Jósep, frænda sinn, þegar hann gleypti vondu ostruna. Greinilega sama viðbragðið. „Getur það verið, að við höfum ráðizt inn í ranga íbúð?“ sagði hann forviða. „Einmitt það, sem ég er að segja yður.“ „Hanga íbúð?“ „Ranga íbúð.“ Það varð þögn. „Á ég að segja ykkur nokkuð," sagði annar aðstoðarmaðurinn, talsvert snjall náungi, fljótur að fatta. „Við höfum ráðizt inn og verið í rangri íbúð." „Það var og,“ sagði hinn. „I rangri íbúð." Teddi segir mér, að þeir hafi tekið vonbrigð- unum karlmannlega. Þeir tóku hattana að vísu ekki ofan og þeir héldu áfram að reykja vindlana, en þeir héldu til dyra. Og brátt fóru þeir út úr ibúðinni, og til þess síðasta var dólgurinn að halda því ákaft fram, að þetta væru fyrstu mistökin, sem hann hefði gert í tuttugu ár. Og allt þess háttar, á ég við. Þið skiljið, hvað ég á við — ekki satt? Hann fékk nú ekki tækifæri til að koma með söguna yfir melónunum og engiferinu, því að Broddi gamli þurfti heldur betur að hella sér yfir sósíalistapakk, sem hefði ráðizt fruntalega á lávarðadeildina. Þegar kom að kótelettunum og kartöflustöppunni, byrjaði Magga að tala fjálglega um sál Ameríku. Það var sannast að segja ekki fyrr en komið var að kaffinu, að honum tókst að komast að. „Heyrið þið," sagði Teddi og gaut augunum til lávarðarins, „það var nokkuð afskaplega fyndið, sem kom fyrir mig í morgun. Þið deyið af hlátri. Sprengið utan af ykkur lífstykkin." Og þegar hann hafði kveikt sér kæruleysis- lega í sígarettu, hóf hann frásögnina. Hann sagði hana vel. Þegar hann hugsaði til þess, sagðist hann ekki muna til að sér hafi nokkurn tíma tekizt betur með sögu; hann hafi kreist safann úr henni til síðasta dropa, ef svo mætti segja. Hin alvarlegu og eftirtektarsömu andlit áheyrendanna hvöttu hann aðeins til að leggja sig ennþá betur fram. Hann skildi vel sjálfstillingu þeirra. Hann gerði sér ljóst, að þau gerðu sér ljóst, að svona saga var ekki til þess að eyðileggja með flissi. Menn stilla sig þar til þeir skella upp úr í lokin. Og þá skyndilega — hann vissi ekki almenni- lega hvenær — læddist yfir hann sú tilfinning, að sagan fengi ekki eins stórkostlegar undir- tektir og hann hafði vonað. Honum fannst loftið einhvern veginn lævi blandið. Þið vitið hvernig það er að fá veikan hljómgrunn. Broddi gamli leit dáltíið svipað út eins og froskur, sem væri mikið niðri fyrir, og það var undarlegur glampi i augunum á Möggu. Þegar hann hafði lokið sögunni, varð alllöng þögn. Magga leit á Brodda gamla. Broddi gamli leit á Möggu. „Ég skil ekki almennilega, Teitur," sagði Magga að lokum. „Þú segist ekkert hafa þekkt þessa stúlku?" „Nú, já,“ sagði Teddi. „Og þú ávarpaðir hana á götunni?" „Nú, já," sagði Teddi. „Einmitt," sagði Magga. „Ég kenndi í brjósti um hana," sagði Teddi. „Einmitt," sagði Magga. „Ég sárvorkenndi henni, satt að segja." „Einmitt," sagði Magga. Broddi gamli dró þungt andann og hálffnæsti. „Er það venja þín, má ég spyrja", sagði hann, „að stofna til kunningsskapar á götum úti við ungar manneskjur af veikara kyninu?" „Þú verður að muna, faðir minn", sagði Magga, með röddu sem hefði getað fengið eskimóa til að hríðskjálfa, „að þessi stúlka hefur sennilega verið mjög falleg. Margar New Yorkstúlkur eru mjög fallegar. Það skýrir auðvitað framkomu Teits." „Falleg! Ekki alveg," hrópaði Teddi. „Þetta var bölvuð náttugla. „Einmitt," sagði Magga. „Ekkert nema gleraugun og vantaði gersam- lega allan kvenlegan yndisþokka." „Einmitt", sagði Magga. „Og þegar ég sá hennar veikbyggða likama vera að kikna undan þessu orkan stóra tösku- bákni. Ég held", sagði Teddi særður, „að þegar þú vissir, hvernig í málinu lægi, mundirðu gleðjast og þakka Guði fyrir að eiga svona hjartagóðan og vildarlegan kærasta." „Einmitt," sagði Magga. Það varð aftur þögn. „Ég verð að fara, faðir minn," sagði Magga. „Ég þarf að fara í nokkrar búðir." ,,Á ég að koma með þér? sagði Teddi. „Ég kýs heldur að vera ein," sagði Magga. „Ég verð að fara," sagði Broddi gamli. „Ég þarf að hugsa." „Hugsa? sagði Teddi. „Hugsa", sagði Broddi gamli, „hugsa alvar- lega. Hugsa mjög alyarlega. Afskaplega alvar- lega. 1 raun og sannleika þarf ég að hugsa mig vel um. „Við lofum Teiti að ljúka við sígarettuna sína,“ sagði Magga. „Já,“ sagði Broddi gamli." Við iofum Teiti að ljúka við sígarettuna sína.“ „En hlustið á mig,“ grátbað Teddi. „Ég get svarið, að hún leit út eins og fugla- hræða,' sem stjómin hafði fengið til að fæla burt krákur af kornökrunum í Minnisóda." „Einmitt," sagði Magga. „Einmitt", sagði Broddi gamli. „Komdu, faðir minn," sagði Magga. Og Teddi greyið varð einn eftir og leið alls ekkert afskaplega vel. Það var venja Tedda — mjög skynsamleg venja ef satt skal segja — að bera á sér, hvert sem hann fór, I bakvasanum litla og ljúfa flösku af hinum eina rétta og áhrifaríka Daggardropavökva. Kunningjar, sem hann hafði kynnzt eftir hann kom til New York, höfðu mælt með þessu og bent á, að menn vissu aldrei nema þeir þyrftu á því að halda. Hans fyrsta verk, þegar skötu- hjúin höfðu yfirgefið hann og bráð hafði dálítið af honum, var þess vegna að taka fram flöskuna og fá sér einn. Áhrifin voru fljótvirk. Sljóleikinn vék fyrir skarpleikanum. Og eftir nokkra litla í viðbót fór brátt aftur að rofa til hjá honum. Hann gerði sér full ljóst, að allt, sem gera þurfti, var að leiða ungfrú 'Jennings fram á sjónarsviðið. Kærustur hafa alveg sérstakar og ákveðnar skoðanir á riddaraskap kærastans við kvenmenn I kröggum. Ef kvenmaðurinn er hversdagslegur, þá er hann góður strákur og á allt hrós skilið. En séu þær laglegar, þá er hann anzvítans óhræsi, sem gjörir svo vel og fær hringinn sinn og ástarbréfin endursend með fyrstu póstferð. Það eina rétta var því bersýnilega að fara aftur til Sextugasta og níunda strætis, finna stúlkuna Jennings, og leiða hana fyrir Möggu. Hann var sannfærður um, að einungis við að sjá hana, myndi Magga algerlega sýkna hann. Auðvitað varð þetta að gerast með lægni. Ég á við, að menn geta ekki bara farið til tiltölulega ókunnugrar stúlku og beðið hana að koma og hitta kunningja sína, svo að þeir síðarnefndu geti sjálfir, með eigin augum gengið úr skugga um, hvað hún sé frámunalega Ijót og fráhrind- andi. En Teddi, sem nú var fullur af hinum ágæta Ódáinsvökva, kippti sér ekki upp við erfiðið. Allt sem þurfti var dálítil lægni. „Einn, tveir!" sagði Teddi við sjálfan sig. „Áfram gakk!" Og að hans áliti átti það ekki illa við. Það var indælisblíða um kvöldið, þegar Teddi steig inn i leigubifreiðina fyrir utan Ritzhótelið og hélt áleiðis út í borgina. Hann fór úr í Sex- tugasta og níunda stræti og herti sig upp með sýnilegum erfiðismunum og lagði í að klöngrast upp alla himnastiga. Og brátt stóð hann við dyrnar á ibúð 4 B og hringdi bjöllunni. Enginn svaraði. Hann hringdi aftur. Hann barði. Hann gekk jafvel svo langt að sparka í hurðina. En engin sála gerði vart við sig, svo að eftir stundarkorn neyddist hann til að álykta, að kvenmaðurinn Jennings væri ekki heima. Teddi hafði ekki gert ráð fyrir þessum mögu- leika, og hann hallaði sér snöggvast upp að veggnum og fór að íhuga, hvað nú skyldi taka til bragðs. Hann hefði rétt komizt að þeirri niður- stöðu, að ekki væri um annað að ræða en hypja sig burt og líta inn seinna, þegar dyrnar beint Er þau höfðu hlegið hjartanlega að þessu skringilega atviki, fór Teddi og fékk sér leigu- bil og hélt til Fertugasta og sjötta strætis, því að hann ætlaði að borða með Brodda gamla og Möggu á Ritz-hótelinu og var þegar orðinn dá- lítið of seinn. Allan tímann á leiðinni þangað kímdi hann með sjálfum sér, þegar hann hugsaði til þess, hversu bráðskemmtilega sögu hann hefði að segja þeim. Myndi hækka hann í áliti, hugsaði hann. Ef það var nefnilega einhver ljóður á þeim óskipta unaði að vera trúlofaður Möggu P., var það sú staðreynd, að væri hann með henni og föður hennar, fannst honum stundum dálítið erfitt að halda uppi samræðum. Eins og þið vitið, er Teddi fugl, sem getur verið lífið og sálin í samkvæmum, þegar svo ber undir. Gefið honum fáein hanastél og hann segir þær sprenghlægilegustu sögur og óborgan- legustu brandara, sem hugsazt getur. En þar sem þær aðstæður voru ekki fyrir hendi, þegar hann borðaði með Brodda gamla, var hann oft dálítið málstirður við þau tækifæri. Og þar sem menn kæra sig ekki um, að til- vonandi tengdafaðir þeirra sé farinn að álíta þá kjánalega steingervinga, fagnaði hann þessu tækifæri til að sýna, að hann gæti sagt fjör- lega og gáfulega frá. Ef sagan um morgunævintýrið, eins og hann hugsaði sér að segja hana, fengi ekki gamla manninn til að hósta og veltast um að hlátri, þá þætti honum helvíti hart. Og sama átti við um Möggu. Stórkostlegt! Stórkostlegt! Heyrið þér hérna, hr. milljónari. Þetta er tilvonandi tengdasonur minn Teitur Björnes. Afarskemmtilegur ungur maður. Biðjið hann að segja yður söguna um leynilögreglumennina í skökku íbúðinni. Þér mun- uð springa af hlátri. Við höfum öll mjög mikið álit á Teiti Björnes." 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.