Vikan


Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 7

Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 7
manna vona ég, að þetta gæti tekizt hjá mér, og þess vegna kom ég til að leita ráða hjá yður. En það var eins og þessi málaleit- an gufaði upp og samlagaðist áfall- andi húminu. Og gesturinn fann, að hinn virðulegi yfirmaður kirkjunnar tók þessu ekki með neinni upplyft- ingu. Biskup spurði þó að ýmsu, er snerti hag hans og efnalegar ástæð- ur. Eftii' nokkurt samtal varð gest- inum ljóst, að hingað hafði hann einnig 'farið erindisleysu, svo sem í önnur höfðingjahús þennan hinn sama dag. Hann kvaddi því og gekk út úr biskupsstofu talsvert hnuggn- ari en hann hafði stigið þangað inn. l»órður Þ. Grunnvíkingur, frændi Magnúsar og vinur, rímnaskáld. Og' það var tekið fast að rökkva. Magnús Hjaltason gekk nú heim í hús frænda síns og skrifaði eftir- farandi línur: — ,,Ég held helzt, að einhver væri ýrður í skapi, sem eins stæði á fyrir og mér: vera fjarska mikið veikur og eiga sér hvergi víst undir veturinn. Ég veit ekki, hvað bágt er, ef það er ekki það.“ Magnús Hjaltason hafði nú verið átta daga í höfuðstað landsins og reynt sitt af hverju. í>egar hann reis úr rekkju morguninn eftir atvinnu- leitina og heimsóknina til biskupsins, ákvað hann þó að gera nýja tilraun. Hann ætlaði upp á bæi og bjóða sig þar sem matvinnung, ef ekki vildi betur til. Hann lagði síðan af stað gangandi áleiðis upp í Mosfellssveitina. Spurði hann á bæjunum, hvort ekki væri þörf fyrir mann, sem ekki væri kröfu- harður um kaup, vildi jafnvel gefa sig sem matvinnung, ef hann fengi létta vinnu í vetur. En því var ekki að heilsa. Enginn þurfti að bæta við manni, það eru ekki svo stór búin hérna, að maður komist ekki yfir það, sem vinna þarf með þeim hönd- um, sem fyrir eru, sögðu húsbænd- urnir, en vel getur verið, að þú kornist að í Grafai'holti. I Grafarholti var sama svarið, en það var hugsan- legt, að í Lambhaga þyrfti mann. En í Lambhaga þurfti ekki mann til viðbótar, reynandi væri í Ártúnum. Hann sneri því við í Lambhaga og hélt gangandi áleiðis niður að Ártún- um. Þar þurfti ekki heldur mann til neinna verka, að svo stöddu. En þar var honum boðinn matur og gisting, ef hann vildi, því að komið var fram í myrkur. Hann þáði boðið fegins- hendi og hýrgaðist vel yfir mat og drykk, þó að gangan milli bæjanna hefði enn kreppt að þeirri von, að úr myndi rætast. Á bænum var glatt fólk og ræðið. Og fyrr en varði hafði hann hrifizt inn í glaðværðina og tók að yrkja um fólkið, hver fékk sína visu og sumir tvær. Þegar hann gekk til náða, hafði hann ort 12 vísur. En rétt í því er hann var að leggj- ast til svefns, bar þar gesti að garði. Þeir voru allháværir, enda sumir ölvaðir töluvert. Meðal komumanna vai' maður að nafni Jón Einarsson frá Gunnarsholti. Hann var fyrir- ferðamikill og talaði margt, slurk- aður vel. Þegai' hann komst á snoðir um, að þarna i bólinu lægi hagyrð- ingur, sem hefði verið að yrkja um fólkið og skemmta því með kveðskap um kvöldið, sneri hann sér að skáld- inu og sagði, að það væri nú ekki al- deilis kominn háttatími. — Nú byrjar vakan, sagði hann, — fáðu þér bara í gogginn og hresstu þig, og upp með þig, skáld þurfa guðaveigar — ,,því guðaveigar lífga sálaryl“, söng hann. Skáldið vildi ekki súpa á brennivín- inu, en reis upp og hóf samræður við Jón. Að vísu hafði Jón oftast orðið, því að hann var maður, sem bar skyn á hlutina og var ekki alveg að skríða úr skurninni i morgun og skima um þessa veröld i fyrsta sinn, ónei. Svo spurði hann skáldið i þaula um hagi þess, — og skáldið sagði allt af létta. Þá sagði Jón: —- Það er ekki nema sjálfsagt að hjálpa þér úr þessum bölvuðum aumingjaskap, þú ert pilt- ur að mínu skapi. Ég hef verið kaupa- maður hjá óðalsbóndanum Þorvaldi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, og ef þú vilt fara með mér austur, skal ég koma þér fyrir í góðum stað í vetur. Láttu nú sjá, að þú kunnir eitthvað með skáldskap að fara, og gei'ðu um mig ferhendur, sem mér líka. Ég ætla líka að gista hérna í nótt, og svo kemurðu með mér niður í Reykjavik á morgun. Og þú skalt Oddur Guðmundsson, kaupmaður í Bolungarvík, elnn af beztu vinum og styrktarmönnum Magnúsar um langt skeið. sanna og reyna, að það var ekki lak- ara að hitta Jón frá Gunnarsholti og eiga hann að. Þó að Magnúsi litist ekki sem gæfulegast á þennan drukkna og að- sópsmikla mann, þá keypti hann sér til friðar að yrkja um hann nokkrar vísur, er Jón lauk lofsorði á, svo að skáldið varð einnig að yrkja vísur um ákveðið efni, sem Jón tiltók. Seint og siðarmeir var gengið til náða, en áður var það fastmælum bundið, að Magnús fylgdi Jóni til Reykjavíkur morguninn eftir og hlýddi Ieiðsögn hans og ráðum. Þetta var laugardagskvöld. Daginn eftir héldu þeir félagar til Reykjavíkur og fundu að máli Þor- vald á Þorvaldseyri. Sagði Jón hon- um frá fundi sínum og þai' með, að hann hefði lofað að útvega piltinum góðan stað í vetur, - og þá kom ég auðvitað til þín, Þorvaldur. Þetta er gáfumaður og skáld, hann ætti að geta tekið við af prestinum og haldið ki'ökkunum við kristindóminn og önnur fræði. Eftir nokkurt samtal varð það úr, að Þorvaldur kvaðst gjarnan vilja taka Magnús og láta hann kenna börnum á heimili sínu, skyldi hann tala við sig nánar eftir tvo eða þrjá daga, en þeir myndu ekki halda aust- ur fyrr en um miðja viku. Magnúsi þótti nú allvel hafa rætzt úr málum og hélt áfram samfylgdinni við Jón. Ætlaði Jón í nokkurra daga kynnisferð suður á Álftanes og suð- ur í Hiaun og skyldi Magnús fylgja honum. Þeir héldu ríðandi suðureftir og léttu ekki fyrr en á Óttarsstöðum, þai' sem Jón átti kunningjafólk. Fengu þeir félagar þar góðan beina, en Magnús stráði vísum i samræð- urnai' og lauk þar við 15, áður en lagt var af stað. Riðu þeir nú fram og aftur næsta dag: fyrst til Hafnar- fjarðar, þaðan út á Álftanes og aftur til Hafnarfjarðar að kvöldi. Að nátt- málum riðu þeir áleiðis til Reykja- víkur. Komið var svarta myrkur og seinfært á veginum, svo að á miðri leið skipaði Jón Magnúsi að halda heim að Kópavogsbænum, beiðast þar gistingar og vera þar til næsta dags með ferðahesta Þorvalds, sjálfur ætl- aði hann til Reykjavíkur um nóttina. Hann var ör af víni og frakkur í tali. Þegar Magnús kom að Kópavogi var fólk fyrir nokkru komið í fasta- svefn. Hann spretti þá af hestunum og hefti þá, en vakti síðan upp. Árni bóndi kom til dyra. Taldi bóndi öll tormerki á því að hýsa mann, hann hefði hvorki rúmflet né fataleppa til að liggja við. Magnús nefndi nafn Jóns frá Gunnarsholti og lét þess getið, að hann hefði vísað sér hingað, enda væru þeir í samfylgd og ætl- uðu austur i vikunni. En bóndi tók að fárast vfir því, að hann gæti ekki gæti ómögulega hýst hann. En þar eð Magnús taldi ófært að halda um nóttina til Reykjavíkur, hélt hann áfram að nauða á bóndanum, þar til hann sagðist geta leyft honum húsa- skjólið, annað hefði hann ekki. Gekk Magnús þá í bæinn. Bóndi vísaði hon- um í afhýsi nokkurt, og sagði, að þarna væri vitlaus kvenmaður. Varð Magnúsi bilt við, en fór þar inn, því að lasleiki, þreyta og svefn ráku eftir, að hann fengi einhverja hvíld. Þegar inn kom, vísaði bóndi hon- um á autt rúm, sem almikið af hálf- þurru fjöruþangi var í; síðan færði hann honum teppi og mælti : — Hér verður þú að vera manni og sýna karlmennskuhug þinn, því annarsstaðar er ekki hægt að lofa þér að vera. Lagðist Magnús fyrir í fötunum, og gripinn mikilli hræðslu vakti hann lengi nætur. Vitfirrta manneskjan var í rúminu á móti honum. Hún svaf, en óvært. Eitt sinn um nóttina vaknaði hún með töluverðum látum. Komu þá bóndi og húsfreyja til þess að stilla hana og gera hreint hjá henni. Eftir það kyrrðist, og Magnús sofnaði. Klukkan á sjöunda timanum um morguninn, þegar Magnús vaknaði, var konan horfin úr þessai’i vistar- veru. Hafði bónd farið með hana á annan bæ, en í Kópavogi hafði hún þá verið fimm daga. Var hún á veg- um hreppsbúa, þannig, að hún var flutt frá bæ til bæjar, en enginn treysti sér til að hafa hana lengur en viku í senn. Sigurbjörn Sveinsson skáld, ástúðar- i’lnur Magnúsar, kemur niikið við sögu. Magnús var heldur illa til reika eftir ferðalagið og þessa órólegu nótt. Þáði hann greiða, áður en hann tók að tygja sig af stað, og borgaði fyrir sig með 6 vísum. Frá Kópavogi hélt hann upp að Ár- túnum með hestana, og kom þeim þar i geymslu að undirlagi Jóns: hélt síðan gangandi til Reykjavíkur. Þar hitti hann Þorvald óðalsbónda við drykkju inni á Hótel Island. Tók Þorvaldur honum vel, bauð honum að drekka með sér og tók að ræða við hann um ráðninguna. Þáði Magnús í staupinu og hýrnaði töluvert. Bundu þeir fastmælum, að Magnús kenndi börnum á Þorvaldseyri næsta vetur, en vnni þó eitthvað fleira, ef þurfa þxtti, og sagði Magnús það sjálfsagt og velkomið. Hann snerist svo kring- um Þorvald þann dag atlan og fór í sendiferöir, því að Jón frá Gunnars- holti, er var fylgdarmaður Þoi valds, var svo ölvaður, að engu tauti varð við hann komið. Um nóttina gisti Jlagnús hjá Guð- mundi móðurbróður sínum. Næsta dag skyldi héfja austurferðina. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.