Vikan


Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 29.11.1956, Blaðsíða 12
F O B S A G A : Gastou faiigavörður segir léttvísiiini stríð á hendur, þegar 21 árs gömul stúllta er sett i dauða- klefa fylkisfangelsisins i Georgíu. Hin rauðliærða Gwen Benson hefur verið dæmd til dauða fyrir að myrða föður simi á eitri. Gaston, sem er sannfærður um að hún sé sakiaus, bjargar henni úr dauðaklefanum nóttina fyrir af- tökudaginn, en getur ekki komið henni út úr fangelsinu. Hann tekur það tii bragðs að dulbúa hana sem karlfanga. Ungur piltur að nafni Bobert Flowers hefur Iátist fáeinum dögum eftir að hann var fluttur til fang- elsisins til þess að afplána tuttugu ára dóm, og með aðstoð tveggja fanga tékur Gwen við nafni hans og hlutverki. Hún veit, að hún er óhult svo lengi sem henni tekst að þrauka sem Bobert Flowers. Hún og David Wint, annar fanganna, sem hafa hjálpað henni, eru send í vinnubúðlr uppi í fjöllum. I»ar verður hún fyrir ásóknum Patricks Shayne, lögfræðingsins sem varið hafði mái hennar. Hann vill fá hana til þess að afsala sér jarð- arskika, sem hún hefur fengið eftir föður sinn. l>egar hún fer að ráðum Gastons og neitar, reynir lögfræðingurinn að beita þvingunum. __ Honum tekst að ganga svo frá hnútunum, að Gwen — eða öUu |l P*ír lieldur „Bobert FIowers“, eins og hún nefnist — er sökuð um f B flóttatilraun og flutt i fangaliúsið i Kcnham tU refsingar. l>ar B M hyggur Shayne, að hann muni eiga auðveldara með að kúga m B hana til hlýðni. Gaston skrifar ritstjóra „Morgunpóstsins“ í m B Kenham og biður hann að kynna sér tildrögin að morðinu, sem m i B Gwen var uppliaflega dæmd fyrir. Nokkrum dögum seinna | skrifar ritstjórinn honum að hann hafi komist yfir mikilvægar upplýsingar. Þegar Gaston flýtir sér tU Kenham, fer hann á mis við ritstjórann. Hinsvegar hittir liann Shayne, sem segir honum, að Gwen hafi réttUega verið dæmd fyrir föðurmorð og býðst tU að fara'með hann í fangahúsið, svo að hann geti heyrt játninguna af henn- ar eigin vörum. Gaston trúir honum ekki, en Gwen kemur honum á óvart með þvi að staðfesta orð lögfræðingsins. Hún tjáir honum ennfremur, að þrátt fyrir þessi málalok, sé hún staðráðin að reyna að þrauka áfram sem óbreyttur fangi. Ástæðan er sú, að i fangelsinu hafa tekist ásttr með henni og einum samfanga hennar, mannl að nafni David Wint. Gaston, sem er í senn vonsviklnn og gramur, ákveður að skipta sér ekki frekar af málinu. Hann yptir öxlum, þegar Gwen kveðst ætla að láta Shayne fá jörðina, enda ætli hann í staðinn að beita sér fyrir þvi, að henni verði hlíft við frekari refsingu fyrir hina meintu flóttatilraun. Shayne stendur við þetta og Gaston er failð að flytja Gwen tU baka tU vinnubúðanna. En áður en af því geti orðið, nær Ware ritstjóri honum og fer með hann á fund læknis að nafni Stephen Klinker. Hann er forfaUinn morfínisti og á snærum Shaynes. Heimsókninni lyktar með því, að Ware tekst með hótunum og bolabrögðum að þvinga læknirinn tU að játa, að Shayne hafi staðið á bak við morðið, sem Gwen var dæmd fyrir. Um Ieið kcmiir f Ijós, hvers- vegná Shayne er svona áfjáður i jarðarskika stúlkunnar. Fyrirhuguð járn- brautarlagning á þessum slóðum veldur þvi, að jörðin er orðin feiknverð- mæt. Auk þess upplýsist nú, hvernig Shayne hefur loks tekist að neyða Gwen Ul nppgjafar og tU þess að játa á sig morðið. Hann hótar ella að ganga & miUl bols og höfuðs á David Wint. TU þess að bjarga honum úr klóm Ulmennanna, verður það úr, að játning læknisins, sem hreinsar Gwen af ailri sök, er lögð tU hliðar í biU og hún og Gaston snúa aftur til vinnubúðanna. 1 nokkra daga biða þau eftir þvi að hið rétta augnablik renni upp tll þess að gera upp sakimar við Shayne. Þegar úrsUtastundin uálgast, er það samkvæmt samanteknum ráðum þeirra, að Gwen gerist sek um svo gróft agabrot, að Mugridge varðstjóri, drykkjusvolinn, sem Shayne hefur mútuð tU fylgis við sig, ærist og varpar henni f skúr þann, sem hann notar til þess að refsa ódælum föngum. Hún fylgir þvi ekki hinum föngiuium til vinnu, daginn sem von er á Shayne með afsallð fyrir jörð konnar. _* M G S A WEN BENSON horföi storkandi á Tom Mugridge. Þaö voru M ~ rauðir flekkir á kinnum hennar eftir höggin, sem haim hafðl ■ greitt henni. Hún hnipraði sig saman á gólfinu og starði á • jl hann, og þótt augun væru full af tárum og niðurbæld sársauka stunda brytist fram á varir hennar, örlaði enn á háðslega bros- inu, sem hafði tryUt manninn og komið honum til að leggja á hana hend- ur. Þannig skildum við við hana, liggjandi í kuðung á moldargólfinu, með stóra rauða bletti í andlitinu eftir barsmíðina og stálhólka handjámanna ■ems og þykkar svartar ólar um úlnliðina. Og ég gat ekkert fyrir hana gert — ekki að svo stöddu. Nóttin var lengi að líða, og það var kurr í föngunum þegar við hleypt- um þeim út úr vögnunum um morguninn. David Wint flýttí sér tU mln, liorfði á mig angistaraugum og h-víslaði: ,,1 guðanna bænum, hvað hef- ur hann gert við hana?“ Ég Jeit varlega í kringum mig: „Rólegur, maður! Þ6 verður að treysta mér!“ K MJ G G A L G A N S eftir William Gaston jr. Um tíuleytið gaf Mugridge mér leyfi til að líta inn til hennar. „En enga teprulega viðkvæmni," sagði hann í skipunarróm um leið og hann fékk mér lykilinn að skúrnum. „Ég ætla mér að kenna henni að hlýða í eitt skipti fyrir öll.“ Svo bætti hann við og glotti: „Auk þess er tæpast runnið af henni!" Gott. Hann hélt þá ennþá, að hún hefði laumast i vínbirgðirnar til þess að drekka frá sér ráð og rænu! Hann var vissulega lítill mannþekkj- ari. En þetta var ágætt. Sist af öllu kærði ég mig um það á þessu stigi málsins, að óvænt meðaumkunarsemi ræki hann til þess að sleppa Gwen úr prísundinni. Ef ráðagerð okkar átti að heppnast, varð hún einmitt að vera í skúrnum þegar Shayne kæmi uppeftir með afsalsbréfið. Hún lá á gólfinu hjá áhaldastaflanum og hafði breitt pokadruslur yfir sig. Þegar dyrnar opnuðust, settist hún upp, en það tók hana dálitla stund að venjast birtunni og hún bar hendurnar upp að andlitinu, eins og hún þyldi ekki ljósið. Þá fyrst tók ég eftir því, að hún var snöggklædd. Mér brá óþyrmilega. Hún hlaut að vera nær dauða en lifi af kulda. Loks horfði hún upp. „Nú, það ert þú, Gaston.“ Röddin var lág og hljómlaus. Ég kraup við hlið hennar: „Hvar er jakkinn þinn?“ Hún ypti öxlum: „Við urðum víst viðskila í gær. Mér fannst þetta lita betur út, ef ég færi úr einhverju áður en ég lagðist upp i bólið varð- stjórans." ÍÉg sagði ekkert, stóð í flýti á fætur og skundaði út að fangavarða- vagninum. Ég fann jakkann samanvöðlaðan undir rúmi Mugridges. Á skemli undir rúminu sá ég marghleypu. Ég tók hana, opnaði hana, sá að hún var hlaðin og stakk henni á mig. Ég flýtti mér aftur út í skúrinn. Þegar ég fékk Gwen jakkann, minnti hún mig á handjárnin með þvi að lyfta þegjandi höndunum. Ég bölvaði, seildist eftir lyklunum i vasa minum og opnaði járnin: „Hann er ekki að skera það við neglur sér, þessi vinur okkar." Hún stóð á fætur og ég hjálpaði henni i jakkann. Hún hneppti hon- um upp í háls, hristi sig svo eins og blautur hvolpur: „Guð minn góður, hvað mér er kalt!“ „Mér varð ekki heldur svefnsamt í nótt.“ Hún leit snöggt upp og horfði framan í mig, eins og hún skildi ekki, hvað ég ætti við, en svo færðist hlýlegt bros yfir andlit hennar. „Þakka þér fyrir,“ sagði hún lágt. „En hafðu ekki áhyggjur af mér; ég lifi á þrjóskunni!" Ég sagði: „Ég er með kveðju til þin frá David, Gwen.“ Ég roðnaði: „Hann segir — bíddu nú við hann segir, að hjarta sitt sé hjá þér.“ Hún leit andartak undan, en þegar hún sneri sér að mér aftur, brosti hún. „Þá er því kalt, aumingjanu,“ sagði hún hæglátlega og hristi sig aftur. Svo færðist áhyggjusvipur yfir andlit hennar: „Vesalings David! Það er hart fyrir hann að geta ekkert gert.“ Ég ræskti mig: „Gwen . . . við verðum . *. . leyf mér að sjá hendurn- ar á þér aftur.“ Hún horfði spyrjandi á mig og ég sagði vandræðalega: „Mugi'idge er ennþá æfur, og hann varaði mig við því að skipta mér af þér.“ Ég lyfti handjárnunum og bætti við í afsökunarróm: „Við megum ekki eiga neitt á hættu.“ Hún hikaði: „Er þetta alveg nauðsynlegt?“ „Gwen, hann má ekkert gruna. Við megum hvorki gefa honum né Shayne minnstu ástæðu til að ætla að ég líti á þig öðru visi en réttan og sléttan fanga.“ „Jæja þá.“ Hún rétti fram hendurnar og ég brá járnunum aftur uin úlnliði hennar og læsti þeim. Svo stakk ég lyklunum í vasann: „Svona Þá er það í lagi:“ Hún lét hendurnar falla og stóð grafkyrr. Andlit hennar var allt í einu tekið og vonleysislegt og varirnar skulfu. „Er eitthvað að?“ Hún horfði flóttalega í kringum sig. Svo lyfti hún höndunum aftur og stai ði á þær eins og í leiðslu. „Taktu þau af mér!“. hvislaði hún. „1 guðanna bænum taktu þau af mér! Ég . . . mér fiimst ég vera að kafna!“ Hún hörfaði upp að veggnum, hnaut og hefði dottið ef ég hefði ekki þrifið til hennar. It /

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.