Vikan - 23.05.1957, Blaðsíða 4
ALAN L E MAY
2
Fyrirheitna
tandið
Henry Kdwárds finnur þáiV á sér, a<> þad cr
<-kki ailt með í'elldu. Hann hefur. lánad nágranna
sínum, Aron Mathison, hróður sinn og fóstur-
son. I»eir eru i liðinu, sem Aron hefur safnað
til þess að eltast við nautgripaþjófa, sem gerzt
hafa ágengir við hjörð hans. Það er þvi fátt
karlmanna heima, og 'eðlishvöt Henry EdWards
segfir honuni, að indíánarnir séu komnir á kreik.
Hann gengur út í ljósaskiptunum að svipast
iim. Heima bíður konan hans, dtetur þeirra, Lucy
og Deborah, og synirnir, Hunter, sem er 18 ára,
og Ben, fjórtán ára. Allt í einu verður Henry
var við eitthvað óvenjulegt. Hann snýr við og
tekur á rás heim að hænum.
MARTIN PAULBY hafði fundist þessi
dagur óvenjulegur allt frá byrjun.
Þeir voru tólf saman að leita að
nautgripaþjófum, sem höfðu gerst
ágengir við Mathison hjörðina; og
það furðulega gerðist, að fimm af þessum tólf
urðu bráðlega algerlega ásammála hinum um,
hvað þeir væru í rauninni að elta.
Aron Mathison, sem orðið hafði fyrir barðinu
á þjófunum, var skeggjaður, stillilegur maður og
átti til Kvikara að telja. Hann var ekki frábitinn
skotvopnum, þrátt fyrir trúrækni sína, en hann
baðst fyrir, þegar því var að skipta, og las bibl-
íuna á hverjum degi. Allt á bænum hans var
tandurhreint. En húsakynni voru þröng og hús-
gögnin fá og fátækleg. Heimili Edwardanna var
rikulegt samanborið við Mathison-bæinn. Aron
notaði hvern eyri sem hann komst yfir til þess
að auka og bæta bústofninn. Fyrir skemmstu
hafði hann keypt tíu afburða nautgripi frá Kansas
City. Þeir höfðu verið í stolnu hjörðinni.
Þeir komust á slóð hjarðarinnar skömmu eftir að birti og fylgdu henni.
Mathisonarnir fóru fyrir, enda voru þeir bezt ríðandi. Martin Pauley dróst
dálítið afturúr. Það lá alls ekki vel á honum. Hann hafði hlakkað til að hitta
Laurie Mathison. Laurie var jafnaldri hans, átján ára -— há og grönn og
hnarreist, falleg satt að segja. Upp á síðkastið hafði Martin fundist sem
hún væri kannski dálítið að gjóta til hans augunum, þegar hann kom i
heimsókn. En ekki aldeilis þennan morgun.
Laurie hafði verið á harðahlaupum allan timann meðan hann staldraði
við, og Harperstrákarnir og Charlie MacCorry höfðu snúist kringum hana
eins og snældur, svo að það var ekki fyrir nokkurn mann að komast nálægt
henni. Martin Pauley var hæglátur ungur maður, dökkur á brún og brá
eins og indíáni, nema hvað augun voru ákaflega ljós. Svo að hann hafði
látið lítið á sér bera og aldrei komið því við að segja neitt við Laurie. Hún
hafði hlaupið út til hans, gripið í ístaðið hans, sagt: „Sæll!" eiginlega án
þess að líta á hann, rekið samloku upp í hendurnar á honum ekkert kaffi
— og verið horfin. Það var allt og sumt.
Martin reyndi stundarkorn að láta sér detta í hug eitthvað smellið, sem
hann hefði getað sagt við þetta tækifæri. Datt bara alls ekkert smellið í
hug. Svo að honum tók að leiðast og sveigði að ástæðulausu út af slóðinni,
rétt eins og hann kærði sig kollóttan um, að hann ætti að heita að vera að
elta bófa, sem stálu skepnum frá heiðarlegu fólki. Hann var ekki að skygn-
ast eftir neinu sérstöku, síður en svo. Og þá rakst hann allt í elnu á dálítið,
sem gerði hann órólegan.
Hann stöðvaði hest sinn, staröi undrandi niður fyrir sig, reið svo þvert
yfir slóð nautgripanna, til þess að athuga verksummerki hinumegin; þá var
Amos kominn þangað á undan honum í sama tilgangi. Amos Edwards var
fertugur, tveimur árum eldri en Henry bróðir hans, stór og þrekinn maður
á stórum kraftalegum hesti. Hann vai- dálítið ólíkur hinu Edwardsfólkinu.
Hann var fámáll og óáreitinn, en þegar hann reiddist, sem raunar var sjald-
an, þá reiddist hann illa. Nú sat hann þarna á hestinum með hendur i vös-
um og sást varla, að hann skipti sér af honum. Martin ræskti sig nokkrum
sinnum og vonaði að Amos tæki til máls, en hann steinþagði.
„Amos frændi," sagði Martin, „finnst þér þessi slóð annars ekki dálítið
skrýtin ?“
..Eins og?"
„Jú. þegar við lögðum af stað, þóltist ég sjá hófl'ör eftir eina. tóll' fimml-
an hesta i r'ekstrinum. Nú finn ég ekki fleiri en t'jóra t'imm. Fyrst da.tt mér
i hug að hinir hefðu farið á undan og kýrnar eyðilagt slóð'þeirra
„Þarna varstu snjall." Amos var að hæðast að honum. „Þetta hefði mér
aldrei dottið i hug."
., nema hvað nú sé ég slóð eftir tvo. senr vissulega fóru ekki á undan.
Þeir sneru við."
„Hversvegna ?“
„Hversvegna ? Amos frændi, hvernig í fjáranum ætti ég að vita það?
Þao er einmitt það sem ég botna ekkert i."
„Gerðu nrér greiða," sagði Amos. „Hættu þessu frændatali."
„Ha ?“
„Ég get ósköp vel verið án þessarar frænda nafnbótar. Þú þar-ft heldnr
ekkert að kalla mig afa. Né heldur Metúsalem. Né eitt né neitt."
Martin gapti. „Hvað villtu að ég kalli þig?"
„Ég heiti Amos."
„Jæja. Amos. Heyrðu, villtu að ég heyri hvað hinir segja?"
„Þú um það.“ Hann var ekki búinn að hugsa þetta mál. Og hann va.r
ekkert að kveða upp neina dóma að óhugsuðu máli.
Það var komið hádegi og þeir voru að brynna hestum sínum í dálitlum
polli, þegar Amos loks lét til sín heyra.
„Aron,“ sagði hann og gætti þess að vel heyrðist til hans, „gaman þætti
mér að vita, hvort öllum viðstöddum er ljóst, hvað það er sem við erum að
elta. Vegna þess að það eru sko engir beljuþjófar. Ekki að minnsta kosti sú
tegundin, sem ég á að venjast."
„Hvað áttu við?“
„Jú, það vill svo til, að við erum á hælunum á indíánaflokki, sem hefur
tekið sig út úr miklu stærri flokki, sem ekki er í neinni skemmtiferð skal ég
segja þér." Hann þagnaði andartak: „Kannski vissirðu þetta. Ef svo var
ekki, þá veiztu það núna. Því að ég segi þér það hérmeð."
Aron Mathison kembdi skeggið með fingrunum og virtist velta þessu
fyrir sér; og nokkrir hinna gripu tækifærið til þess að láta álit sitt i Ijós.
Mose gamli Hai'per vakti athygli á því, að þjófarnir hefðu aldrei riðið sam-
hliða, ekki einu sinni tveir þrír saman, eins og bezt sást á hófförunum.
Þetta talaði sinu máli, sagði Mose. Það væri alkunnugt að indíánar riðu i
oinfaldri röð til þess að hófförin sýndu ekki tölu þeirra, hvitir menn i flokk-
um af því þeir þurfa sífellt að vera malandi. Svo að þjófarnir voru annað-
hvort indíánar eða málleysingjar. Já, indíánar eða mállevsingjar, endurtók
Mose, og þá brostu synir hans.
Charlie Ma.cCorry, sem Martin nú leit hálf óhýru auga vegna hlaupa
hans í kringum Laurie Mathison, tók til máls, og fannst augljóst að hestar
þjófanna væru óvenju smáir, og að auki væru þeir ekki jámaðir. Indíána-
hestar hclt hann. Og Liji Powers gat líka látið ljós sitt skína. Liji var gam-
all vísundabani, sem lifði á því í ellinni að rápa milli bæjanna „í heimsókn-
um.“ Hann sagði, að hann hefði fundið það strax „um leið og við söðluð-
um hestana, piltar" að þetta var eitthvað skrýtið. Og nú sá hann ekki
betui' en þeir væru „sama sem á hælunum á ótindum indíánaskröttum."
Þar með voru þeit búnir að tala, sem voru svipaðs sinnis og Amos.
Aron Mathison leit hinsvegar svo á, að þetta væri ósannað mál. Þeir
væru að elta sömu þjófana núna og um morguninn, eða vildi einhver mót-
mæla því? Stefna hjarðarinnar benti líka til þess, að þjófarnir hygðust
selja hana einhverjum timboðsmanni Indiánaeftirlitsins — kannski í Fort
I
l
|
s
V
E
I
l
T
U
9
1. Hve marga fætur hefur köngurlóin?
2. Hugsum okkur að þú sért að aka bíl eftir
góðum, þurrum, beinum vegi og farir með
45 mílna hraða. Alit f einu verðurðu að
hemla. Hve langt má gera ráð fyrir að
bíllinn renni, áður en hann stöðvast?
3. Guadalcanal kom mjög við sögu Kyrrahafs-
þáttar heimsstyrjaldarinnar. Hverjir eiga
eyna?
4. Hvað heitir eina óperan, sem Beethoven
samdi ?
5. Hvort fer hljóðið hraðar f háloftunum eða
niður við jörðu ?
6. I hvaða landi mundirðu borga reikning með
levum ?
7. Var Júiía fyrsfa ástmey Bómeós?
8. Nefndu þau Evrópulönd þar sem er vinstri
liandar akstur. i
9. Hvert er iengsta fijót f Afrfku?
10. Hvar og hvenær fæddist Davíð skáld Stef-
ánsson ? \
Sjá svör á blft. 1).
'rtiiiiiimTniiiniiiiiMMMMMimmiiiimfMMiiiiiiiimmiiiiimMinifimmimiiimiimiiitiiniinMiiiiiiiitiiiiinfiiiiiitiiiiimMP'
Á
y
4
VIKAN