Vikan


Vikan - 30.05.1957, Blaðsíða 10

Vikan - 30.05.1957, Blaðsíða 10
EKKERT TIZKUTILDUR A FJOLLUIVI — Bandarísk húsmóðir rabbar um ferðalög og ferðafatnað — JÆJA, nú er sumarið að koma í allri sinni dýrð, og fólk er byrjað að hugsa til ferðalaga. Húsmæðurnar líka. Ég er húsmóðir, „um þrítugt“ og á þrjú börn. Af því ég hef talsverða reynslu af ferðalög- um, langar mig að rabba dálít- ið við ykkur um listina að ferð- ast. Og það er bezt ég taki það fram strax, að það er talsverð list. Ég ætla þá að byrja á því að lýsa yfir þeirri skoðim minni, að ánægðustu húsmæðurnar sem ég hef kynnst, eru með „ferðasýkilinn" í blóðinu. Ég á bágt með að trúa því að það sé eintóm tilviljun. Það er haft eftir læknum, að útivist sé holl, 'Og það leiðir þá af sjálfu sér, að ferðalög um fjöll og fim- indi eru feiknholl. Það er mesti misskilningur (og sorglega algengur) að að- eins ungt fólk geti ferðast. Til að byrja með: hvenær er fólk „ungt“? Fyrir tveimur til þremur áratugum var litið svo á, að fyrir fertugri konu væri farið að halla undan fæti. Nú dettur fáum í hug að neita því, að sé hún við góða heilsu og hafi hún lifað heilbrigðu lífi, þá sé hún upp á sitt bezta um fertugt — eða eigi jafnvel sitt bezta eftir. Ég legg á þetta talsverða áherzlu, af því ég er þeirrar skoðunar, að allar húsmæður sem vetlingi geta valdið, eigi að leggja land undir fót á siunr- in. Eg þekki fimmtugar hús- mæður, sem það gera. Og eina í útilegu upp í Klettafjöll og tóku mig með sér. Þegar ég varð þreytt, sat ég á bakpoka föður míns. Hvernig á maður að ferðast um óbyggðir án þess að sjá eft- ir öllu saman eftir fyrsta dag- inn? Svarið er einfalt: Maður á eða tvær um sextugt. Og eina, sem komin er hátt á sjötugs- aldur! Við hjónin og börnin okkar notum sumarfríið til þess að dusta af okkur borgarrykið. Við förum ekki til annarrar borgar og fáum inni í gisti- húsi. Við förum upp í sveit, þangað sem grasið grær og vindurinn þýtur um trjátopp- ana og lækirnir hoppa og skoppa niður hlíðarnar. Eg hef verið að ferðast síð- an ég var fjögra ára. Þá datt foreldrum mínum í hug að fara Kindakjöt í káli. J.14 kg\ kjöt, 1 lítið hvítkálshöfuð, 3 mat- skeiðar hveiti, % matskeið heill pipar, 1 matskeið salt, vatn. Af kálinu eru tekin ystu blöðin og kálhöfuðlð síðan skorið í f jóra parta. Soðið í lögum þannig að feita kjötið er látið fyrst (neðst) í pottinn, þá lag af káli, þá lag af kjöti o. s. frv. A hvert kjötlag er stráð salti og hveiti. Vatn er látið fljóta vel yfir það, sem i pottinum er. Soðið í 2—2y2 klukkustund. 1 þennan rétt má einnig nota svínakjöt. Soðinn lax. 1 kg. lax. Salt. 1 lárberjablað. 4 plpar- korn. Laxinn er hreinsaður og skafinn, látinn yfir eld í kalt vatn ásamt lárberjablaðinu og pipar- kornunum, soðinn í hálfa klukkustund. Syrjan tekin ofan af pottinum. Laxinn er framreiddur á samanlögðum pentudók, skreyttur með sítrónu- sneiðum. Borðaður með eggjasósu og soðnum kartöflum. Rúgbrauðsbúðingur. 6 matskeiðar þurrt rifið rúgbrauð, rjómi, 50 gr. smjör, 50 gr. sykur, % tesk. st. kanel, 4 eggjahvítur. Rúgbrauðið er rifið mjög smátt og sigtað, síð- an hrært út í svo miklum þeyttum rjóma, að það verði þykkur grautur. Bræddu smjöri, sykri, kanel og eggjahvítunum vel þeyttum er bland- að saman við. Soðið við gufu í 1(4—2 klukku- stundir í vel smurðu búðingsmóti. Framreiddur með þeyttum rjóma. MAT- seðillínn að láta allt tízkutildur eiga sig. Ferðalangur í óbyggðum er útilegumaður. Útilegumenn hafa aldrei haft efni á því heilsu sinnar vegna að klæða sig eftir tízkublöðum. Sama gildir um ferðamanninn. Hann verður að klæða sig eftir veðr- áttunni, en ekki með það fyrir augum að komast í blöðin sem „bezt klæddi ferðalangurinn á fjöllum." Það gefur naumast að líta ömurlegri sjón en þetta sauð- þráa fólk, sem aldrei getur numið þann einfalda sannleika, að fjallabrúnir og borgar- stræti eiga ekkert sameigin- legt. Ég hef séð ungar konur liggjandi á börum í óbyggðum með reifaða fætur. Þær höfðu reynt að ganga á fjöll í svo- kölluðum gönguskóm; nema hvað ,,gönguskómir“ reyndust fremur fyrir augað en fæt- urna. Ég hef mætt fílefldum karl- manni uppi í óbyggðum — fár- veikum, af því hann hafði gleymt að taka það með í reikn- inginn, að maður þarf skjólbetri fatnað hundrað mílur frá næsta gistihúsi heldur en í einhverju aðalstrætinu, þar sem hægt er að skjótast inn í næsta hús til þess að standa af sér skúr. Ég hef séð óteljandi ferðalög fara út um þúfur vegna þess að kvenfólkið að minnsta kosti meðal þátttakendanna var of „fínt“ til þess að sýna sig í ósviknum ferðafatnaði. Jæja, ferðafatnaður er auð- vitað misjafnlega klæðilegur, og því skyldu þær konur forð- ast óbyggðaferðir eins og heit- an eldinn, sem halda að helzti tilgangur slíkra ferðalaga sé að ganga í augun á karlmönn- unum. Það er mesti misskiln- ingur. Maður ferðast til þess að njóta náttúrunnar, til þess að losna við skarkala daglega lífsins, til þess að vera frjáls. Og það er ekki hægt að njóta náttúrufegurðarinnar og frið- sældarinnar og frelsisins skjálf- andi af kulda! Ég lærði snemma að búa mig í óbyggðaferðir. Ég setti mér þessa reglu: Þú verður að hafa með þér þessháttar fatnað, að þér geti liðið sæmilega að minnsta kosti, þótt það rigni eldi og brennisteini. En fullnuma varð ég ekki í listinni fyrr en í Kóreu. Þegar maðurinn minn var kvaddur í stríðið, kom ég baminu okkar (þá var það aðeins eitt) í fóst- ur hjá foreldrum minum og bauðst til að fylgja homun. Ég hafði hjúkrunarkonumenntun, það er of langt mál að segja frá því hvernig við hjónin fór- ur að þessu, en endirinn varð sá, að ég komst til Kóreu fjórum mánuðum á eftir mann- inum mínum. Vetur í Kóreu er enginn barnaleikur, síst þegar til þess er ætlast af mönnum, að þeir hafist við úti á viðavangi, og fyrstu dagarnir voru erfiðir, eftir að hjúkrunarkvennasveit- in, sem ég var í, nálgaðist víg- stöðvarnar. Mér leist ekki á blikuna. Ég vissi það ekki þá, hve mikinn tíma og erfiði bandaríski herinn hafði lagt í það að rannsaka, hverskonar fatnaður væri hentugastur í vetrarhernaði. Sama daginn sem við hjúkr- unarkonurnar komum til hjúki- unarstöðvarinnar fengum við vígvallarbúninga. Síðan átti það fyrir mér að liggja að sofa í tjaldi í grimmdargaddi, að ferðast í öskubyl á opnum vöru- bílum og að lifa í tjaldbúðum þar sem leðjan var upp í ökla vikum saman í vorleysingun- um. Það er skemmst frá að segja, að mér varð aldrei kalt. Fatn- aðurinn, sem herinn fékk mér, miðaðist við svona líf. Það bjargaði ekki einasta lífi mínu, heldur tugþúsunda hermanna. Hvernig áttu að klæða þig í ósvikna óbyggðaferð? Ég skal segja þér, hvemig fatnað við notum í minni fjölskyldu. Ég tek það fram, að hann miðast við það, að við komum ekki til byggða — eða þurfum ekki að koma til byggða — í þrjár til fjórar vikur. Bömin okkar þrjú eru í sterkum vinnufötum, buxum og blússu. Þau eru í reimuðum stígvélum, og við gætum þess vandlega, að þau passi ná- kvæmlega. Auk þess hefur hvert barn olíukápu og gúmmí- stígvél og þykka peysu, ullar- nærfatnað til skiptanna og tvenna sokka. Úr þessu búum við til dálítinn pinkil, sem barnið getur borið á bakinu. Framhald á bls. llt. 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.