Vikan


Vikan - 30.05.1957, Blaðsíða 7

Vikan - 30.05.1957, Blaðsíða 7
SUMIR REYNA AFTUR OG AFTUR Hún var búin aö missa manninn sinn og var fangi í sínu eigin föðurlandi AÐ var á tuttugasta og fimmta af- mælisdeginum mínum sem mér barst tilkynningin um, að maðurinn minn væri fallinn. Sex mánuðum seinna héldu Þjóð- verjar innreið sína í París. Ég man, að það fyrsta sem mér datt í hug, þegar mér barst andlátsfregn mannsins míns, var þetta: Guði sé lof að við skyldum ekki vera búin að eignast barn. Dálítið kulda- leg viðbrögð ef til vill, en þó held ég, að þótt ég hafi ef til vill ekki gert mér það ljóst á þessari stundu, þá hafi ég vitað, hvert svar mitt hlaut að verða. Og eftir uppgjöfina fyrir Þjóðverjum var ég ekki lengur í neinum vafa. Baráttunni var ekki lokið. Þótt maðurinn minn væri fallinn og þótt Frakkland væri fallið, þá var stríð- ið í rauninni aðeins að hef jast. I því stríði varö ég að taka þátt. Ég veit ekki hvers- vegna. Ég veit það eitt, að mér fannst ég ekki mundi geta lifað í landinu mínu, ef ég horfði á það aðgerðarlaus, að allt það yrði að engu, sem maðurinn minn og þús- undir félaga hans höfðu fórnað lífi sínu fyrir. Þessvegna gladdi það mig, að ég skyldi vera barnlaus. Ég hafði óbundnar hendur. Því oftar sem ég hlustaði á hina frönsku fréttaþætti brezka útvarpsins, þvi hnuggn- ari varð ég að sitja í hersetnu landi, að vera fangi í mínu eigin landi. Til Englands varð ég að komast. Þar var búið að stofna franskan útlagaher. Þaðan mundu fransk- ir menn koma gráir fyrir járnum þegar frelsissóknin hæfist. Þar biðu mín verk- efnin. Ég ráðgaðist við kunningja mína. Ég átti heima í Bordaux og vann í verksmiðju. Yfirleitt löttu vinir mínir mig. Þeir gerðu það í góðu augnamiði; enginn þeirra virt- ist hafa trú á því, að mér tækist að kom- ast til Englands, og þeir nefndu dæmi um fólk, sem hafði reynt og sem hafði mis-. tekist og sem nú sat í þýzkum fanga- búðum. „Þetta er betra en fangabúðirnar,“ sögðu þeir og dæstu mæðulega. Svo kynntist ég sjómanninum. Hann var vélstjóri á skipi, sem sigldi til Spánar. Hann var um sextugt. Hann hlustaði á mig þegjandi, virti mig lengi fyrir sér, virtist ánægður og sagði: „Hefur þér nokkurntíma dottið í hug að gerast laumufarþegi. Skip sigla til annarra landa, sjáðu til.“ „En Spánn er engu betri en Frakkland. Heldurðu að spönsku fasistarnir greiði götu okkar, sem viljum til Englands?" „Nei, öðru nær; þeir framselja þá sem þeir ná í. En þeir klófesta ekki alla sem reyna. Og Portúgal er þarna á næstu grösum og Bretarnir eru fjári duglegii' að ferja góða Frakka frá Portúgal til Eng- lands.“ Sjö vikum eftir að þetta samtal átti sér stað, lá ég í hnipri í lest skipsins, sem vélstjórinn vinur minn var á. Ég var með brauð í poka og tvær rauðvínsflöskur. Nokkrum stundum síðar lagði skipið úr höfn. un. Skömmu seinna vaknaði ég við, að einhver laut yfir mig. Ég sá ekki and- lit hans í myrkrinu, en það glampaði á gyllta einkennishnappa. Maðurinn ýtti við mér með fætinum og sagði kuldalega: „Hypjaðu þig upp!“ Ég veit ekki enn þann dag í dag, hver kom upp um mig. En einhver hafði séð mig skjótast um borð í skipið, einhver hafði séð mig fara niður í lestina og þessi maður hafði sagt skipstjóranum frá því, að hann hefði laumufarþega um borð. Skipstjórinn var að vísu franskur, en hann var þýzksinnaður. Annai's hefði hon- um tæpast verið trúað fyrir skipi, sem sigldi til erlendrar hafnar. Hann var óskaplega reiður. Þegar ég kom upp í klefann hans, óttaðist ég að hann mundi slá mig. Hann sagði mér, að hann mundi afhenda mig lögreglunni strax og skipið kæmi aftur til Bordaux. Hann gerði þó aldrei alvöru úr hótuninni. Ef til vill hef- ur hann óttast hefnd skæruliðanna, sem þá voru þegar farnir að láta til sín taka í Frakklandi. Víst er það, að þegar til Bordaux kom aftur, lét hann sér nægja að reka mig í land og hóta mér öllu illu, ef hann sæi mig framar. En þann tíma, sem ég var um borð í skipinu, sat ég lokuð inni i kaðlageymslunni. Það var ill ævi. Ég var víst ekki beisin, þegar ég hitti vélstjórann aftur. Eitt kvöldið þegar ég gekk út um verksmiðjuhliðið, beið hann mín þar. Hann bauð mér inn á dálitla krá í nágrenninu. Hann keypti mér vínglas og horfði á mig þegjandi á meðan ég sötraði úr því. „Jæja,“ sagði ég að lokum og reyndi að brosa, „svona fór um sjóferð þá.“ ,,Já,“ sagði hann hæglátlega. Og svo eft- ir nokkra þögn: „Sumir, góða mín, reyna tvisvar. Sumir reyna aftur og aftur.“ „Veistu um einhverja aðra leið?“ spurði ég áköf. Hann hristi höfuðið. „Nei. Ég er sjómað- ur. Sjórinn er mín leið.“ „Hvað áttu við?“ „Á morgun leggjum við aftur af stað til Spánar.“ „Er ekki vörðurinn um skipið miklu strangari en áður?“ „Seisei jú. En einn strákanna minna er veikur. Hann var skráður á skipið i morg- un og fyrir svosem tveimur stundum til- kynnti hann mér, að hann mundi ekki geta farið.“ „Áttu við ... ?“ „Ja, hann segir að þér sé velkomið að nota nafnið hans. Og ég er ekki ennþá búinn að tilkynna skipstjóranum, að okk- ur vanti mann. Mér datt svona í hug . . .“ • „En ég er kvenmaður!“ Hann horfði á mig. Ég var semsagt ný- kominn úr verksmiðjunni, það voru fitu- blettir á samfestingnum mínum, hendurn- ar á mér voru óhreinar og ég var með klút um höfuðið. „Ég held nú samt að þetta gæti lán- ast. Og skipstjórinn þarf aldrei að sjá þig.“ „En hinir? Það eru fleiri menn um borð en þú og skipstjórinn." „Strákarnir mínir þegja og hinir þurfa ekkert að vita.“ „En . . . vinnan?“ „Við hjálpum þér, góða mín.“ Þegar skipið lagði úr höfn, var nýr kyndari um borð. Undirrituð. Ég mokaði kolum og ég bar ösku. Ég var svo þreytt, að ég gleymdi að vera sjóveik. Að öðru leyti bar ekkert til tíðinda. Enginn skipti sér af mér. Hásetana sá ég aldrei og hin- ir kyndararnir létu sem þeir hefðu ekki hugmynd um, að það var kvenmaður um borð. Fyrir mitt leyti gætti ég þess vand- lega að þvo mér aldrei, og eftir nokkra klukkutíma í kolaboxunum efast ég um að faðir minn hefði þekkt mig. Ég þarf ekki að taka það fram, að ég var búin að fóma lokkunum. Þegar til Spánar kom, kvaddi ég vini mína á fýrplássinu og hélt í land. Vél- stjórinn vinur minn fylgdi mér. Við geng- um fram og aftur á bryggjunni, uns færið gafst; þá ýtti hann mér lempilega af stað og hvíslaði: „Gæfan fylgi þér.“ Ég var stödd bak við langa vöruskemmu, fylgdi henni út að þröngu húsasundi og var bráðlega komin af hafnarsvæðinu. Þá settist ég niður og hugsaði ráð mitt. Mér fannst vissast að draga það við mig dá- lítið enn að þvo mér. Þó átti ég erfitt með að neita mér um það; andlitið á mér var orðið stirt af óhreinindum. Það tók mig tíu daga að komast frá Spáni til Portúgal. Ég rataði í ýms ævin- týri. Svo fór að ég bar kolagrímuna í þrjá daga ennþá. Sennilegast var það líka henni að þakka, að ég komst að lokum til Portú- gals og Englands. Þremur dögum eftir að ég yfirgaf skipið, var ég handtekin sem hver annar innrenningur. Það var í litl- um, spönskum bæ. Það hvarflaði áreiðan- lega ekki að lögregluþjóninum, sem tók mig fasta, að hann væri búinn að fanga 25 ára gamla franska stúlku. Það var ekki fyrr en ég var rekin í bað á lögreglustöð- inni sem Spánverjarnir uppgötvuðu, að ég var kvenmaður. Þeir leiddu mig fyrir lög- reglufulltrúann. „Hver ertu?“ Ég þagði. „Hvaðan kemurðu?“ Ég þagði enn. „Hvert ertu að fara?“ Ekkert svar. Hann horfði á mig þegjandi langa stund. Loks sagði hann: „Mér segir svo hugur að þú sért frönsk og að þú sért að reyna að komast til Portúgal.“ Ég kaus enn að þegja. Hann dæsti og ég hugsaði: „Hana, þá cr bessu lokið!“ En mér skjátlaðist. Hann lokaði augun- um andartak, opnaði þau svo aftur og hvessti þeim á mig. „Mér er sagt, að þú hafir verið svört eins og kolamokari, þegar þú varst hand- tekin. Hvemig stóð á því?“ Ég hugsaði mig um andartak. Átti ég enn að þegja, eða átti ég að segja honum sannleikann ? Kannski mundi hann aumkva sig yfir mig, ef ég segði honum allt af létta. Ég ákvað að gera það. „Jú,“ sagði ég hægt, „sjáið þér til, herra fulltrúi, fyrir þremur dögum var ég kola- mokari.“ Þegar ég var búin að segja honum sögu mína, stóð hann á fætur og opnaði dyrnar. Hann sagði ekkert, stóð bara þarna og horfði á mig. Ég stamaði: „Þýðir þetta að . . . ?“ „Gerðu svo vel.“ Og hann benti út á göt- una. „Ég mun láta bóka, að þú hafir verið handtekin í misgripum.“ Þessi góðhjartaði maður greiddi götu Framhald d hls. l-'i. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.