Vikan


Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 3

Vikan - 27.06.1957, Blaðsíða 3
Maður brosir en brosið er eintóm látalæti Frá mönnum sem kunna að spila bridge AÐ er haft fyrir satt, að af þeim 32 milljónum manna, sem í Bandaríkjunum spila bridge, hafi 31 milljón ekki hundsvit á spilinu. Það sem meira er: þessar milljónir virðast að auki ekki hafa hugmynd um vankunnáttu sína. Það er áætlað, að á einu bridgekvöldi þurfi spilamaðurinn að leysa svo sem fjögur hundruð bridgeþrautir, það er að segja, að f jögur hundruð sinnum velti á miklu, að hann leggi rétt mat á spil sín í sögnum og úrspili. Húsmóðirin, sem spilar bridge við vinkonur sínar einu sinni í viku, hefur auðvitað ekki hug- mynd um það, en sérfræðingar áætla, að í þriðja hvert skipti' að minnsta kosti reikni hún dæmið skakkt. Bridgekeppendur drýgja þetta frá tíu til tuttugu og fimm stórsyndir á kvöldi, og veltur þar meðal annars á því, hve sterkir þeir eru á taugum og hve góð samvinnan er við skussana, sem eru mótherjar þeirra. En meðal þeirra tíu til tuttugu bridgemanna, sem í Bandaríkj- unum teljast í algjörum sérflokki, þykja tvö framin afglöp af 400 mögulegum gefa ástæðu til að ætla, að viðkomandi spila- maður sé í hraðri afturför. Og því er við að bæta, að hin ofur- mennin munu ekki hika við að segja honum frá þessu. Ósviknir bridgemeistarar eru fátíðir, og það er staðreynd, að þeir eiga bókstaflega ekkert skylt við venjulega bridgespilara. Þeir eru hinir mestu hrokagikkir. Þeir hafa líka ótrúlegt minni. Og stundum er satt að segja engu líkara en þeir séu með reikni- vélar í höfðinu — af fullkomnustu gerð. 1 þeirra heimi er hlutunum alveg snúið við: þeir sofa á dag- inn og spila megnið af nóttinn. Þeir líta á andstæðinga sína sem svarna óvini og þeim er meinilla við að tapa. „Maður brosir þegar maður tapar,“ segir einn þeirra, ,,en brosið er eintóm látalæti." Flestir eru raunar ekkert að hafa fyrir því að brosa. Hver einasti bridgemeistari er sannfærður um, að hann gnæfi yfir alla hina. Sá heitir John Crawford, sem helzt getur kannski um þessar mundir talist stórmeistarinn. Hann náði beztri út- komu á bandarískum spilamótum í fyrra. Hann er rammheiðar- legur spilamaður, en í útliti svo nauðalíkur fjárhættuspilurunum, sem við eigum að venjast í kvikmyndunum, að furðu gegnir. Crawford er 41 árs. Hann er snyrtimenni mikið og fágaður og -elskulegur, þegar því er að skipta, en gjörsamlega tilfinninga- laus við spilaborðið. Hann efast ekki um hæfileika sína sem spilamaður. Þegar hann var spurður að því fyrir skemmstu, hvaða mótspilara hann vildi helzt hafa í keppni, svaraði hann hiklaust: „Annan John Crawford.“ Þegar hann var ennfremur spurður, hvaða andstæðinga hann mundi telja skæðasta, svaraði hann: „Tvo Crawforda í viðbót.“ Og bætti við: „En ég mundi ekki taka þátt í slíkri keppni. Hún yrði of erfið.“ Bridgespilarar, sem eitthvað kveður að. eru sammála um, að enginn verði spilamaður nema hann sé gæddur miklu sjálfs- áliti. Eldgar Kaplan, sem fyrir skemmstu bar sigur úr býtum á einu kunnasta bridgemóti Bandaríkjanna, sannaði að hann var engin undantekning frá reglunni, þegar hann lýsti yfir: „Á mínu máli heitir það að spila rangt að haga sögnum öðru vísi og spila öðru vísi úr spilunum en ég hefði gert undir sömu kringumstæðum. “ Miklir spilamenn þurfa líka að vera gæddir andlegri og líkamlegri hreysti. Á bridgemótum, sem standa yfir í marga daga, er þessi eiginleiki feiknmikilvægur. Það þarf sterkan mann til þess að geta setið við spilaborðið í sex eða sjö stundir samfleytt, án þess að spilagáfan dofni. Charles Goren, sem sigr- að hefur í fleiri bandarískum bridgemótum en nokkur annar meistari, játar, að nú sé snerpan að minnka. Ástæða: Hann er orðinn 56 ára. Hann segir: „Reynsla mín við spilaborðið veldur því, að ég er nú mun betri spilamaður en þegar ég var ungur. En það veltur mikið á úthaldinu, og nú er ég byrjaður að þreytast.“ Sidney Silodor, sem er líka einn af snjöllustu bridgespilur- um Bandaríkjanna, leggur á það mikla áherzlu að þreyta and- stæðinga sína. Hann fer sér lúshægt — þegar það hentar hon- um. Og hirðir þá ekki ögn um það, þó að hann tef ji gang móts- ins fyrir öllum hinum keppendunum. Crawford verður að gæta ýtrustu varkárni, til þess að vera upp á sitt bezta á bridgemótum. Hann hvorki reykir né drekkur og verður að sofa minnst átta stundir á sólarhring. George Rapee, annar bandarískur meistari, virðist hinsvegar alls ekki þurfa að sofa. Hann leikur sér að því að spila fram undir morg- un dag eftir dag. Þegar hann situr yfir, les hann reyfara. Enginn verður framúrskarandi bridgemaður, segja þeir sem vit hafa á, sem ekki er grimmur. Að einn bridgemeistarinn hyggur er það skortur á grimmd, sem veldur því, hve fáar konur verða miklir bridgespilarar. Helen Sobel, sem í 23 ár hefur verið meðal kunnustu bridge- spilara Bandaríkjanna, er undantekning. „Ég er ekkert grimm,“ segir hún blíðlega. „Ég vil bara fá að fleyta rjómann af trog- inu.“ En skrattinn getur hlaupið í hana við spilaborðið. Svo áköf er hún, að hún engist sundur og saman, ef mótspilarinn spilar af sér. Hún spilaði eitt sinn á móti Charles Goren á bridgemóti. 1 einu spilinu vildi hún fá spaða út frá Goren og hugðist þá trompa. Goren lét út tígul í staðinn og Sobel kipptist við. Þegar Goren komst aftur inn og spilaði aftur út tígli, kippt- ist hún svo harkalega við, að hún var nærri dottin af stólnum. Goren lagði spilin sín á borðið. „Helen, þú verður að hætta þessu,“ sagði hann. „Þetta spillir bara fyrir okkur. Og auk þess á ég ekki fleiri spaða.“ Howard Schenken heitir sá af bridgemeisturum Bandaríkj- anna, sem ef til vill er mestur bragðarefurinn, Við spilaborðið sýnist hann meinleysið sjálft: pokalegur, þreytulegur og jafn- vel dauðleiður á öllu saman. En hann er sífellt að villa andstæð- ingana með sögnum sinum og spilamáta. Og gerir þetta með ósviknum englasvip. Crawford er að því leyti alger andstæða hans, að hann bók- staflega leiftrar við spilaborðið. Hann er fljótur, hikar aldrei, sést aldrei bregða og lætur að því liggja með orðum og athöfn- um, að hann beri ekki snefil af virðingu fyrir andstæðingunum. Hann starir svo kuldalega á þá, að þeim fellur á stundum allur ketill í eld. Hinsvegar er hann sérstaklega laginn að umgangast mótspilara sína, er lipur við þá, kurteis og sann- gjarn, og gætir þess ætíð að koma þeim ekki úr jafnvægi. Bridgemeistararnir fylgjast vandlega með látbragði og hreyf- ingum andstæðinganna. Ókænn spilamaður varar sig sjaldnast á því, að sá vani getur lesið ýmislegt úr fasi hans. Þegar sá óvani fær góð spil, er hreint ekkert óalgengt að hann sé sífellt að raða þeim og flytja bau til í hendi sinni; þegar spilin eru slæm, situr hann bara og mænir. Lendi hann í klemmu, hikar hann; og er þar með oft á tíðum búinn að koma upp um það, að hann hafi mikilvægan kóng eða drottningu. Sannir bridgemeistarar eru gæddir næstum því yfimáttúr- legri minnisgáfu. Eftir 26 spila lotu, geta þeir margir hverjir rakið skiptinguna i hverju einasta spili. A1 Roth bridgemeistari tók eitt sinn upp spilin sín og tilkynnti: „Ég hef fengið nákvæm- lega sömu spil áður.“ Það hafði hann reyndar, þremur árum fyrr, og hann mundi líka hvaða spil hinir höfðu haft! Þetta óvenjulega minni nær ekki endilega út fyrir spila- borðið. B. Jay Becker, sem á fáa jafningja í bridge, á erfitt með að muna nöfn. En hitt getur hann munað um manninn, að hann hafi haft drottninguna, gosann og fjarkann í hjarta á bridgemóti í Pittsburgh og spilað óvenjusnjallt úr erfiðu spili. Það eru eflaust til ,,fæddir“ bridgemenn. En enginn verður bridgesnillingur án mikillar þjálfunar. Charles Goren er nærtækt dæmi, en fjórar milljónir eintaka af bridgebókum hans hafa selst og hann er orðinn forríkur. Hann var lögfræðistúdent við McGill háskóla í Montreal þegar hann fékk áhuga á bridge, og var ástæðan sú, að stúlka nokkur gerði gys að vankunnáttu hans. Nokkrum árum seinna hvarf hann frá íögfræðinni og helg- Framhald A hls. 11). VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.