Vikan


Vikan - 27.06.1957, Page 4

Vikan - 27.06.1957, Page 4
ALAN L E MAY 7 Fyrirheitna landiö Comanchar setjast um bæ Henrys Ed- wards, drepa hann og Mörtu konu hans og syni þeirra tvo og ræna dætrunum, hinni 17 ára gömlu Lucy og Deboruh, sem er á tiunda ári. Amos, bróðir Henrys, safnar liði og veitir morðingjunum eftirför. I»eir eru sjö í eftirfararflokknum, þar á meðal Martin Pauiey, fóstursonur Henrys og Mörtu. Þeir rekja slóð indíánanna og leggja nótt við dag. Þeir draga á þá. En þegar þeir komast í færi við þá og hyggjast láta til skarar skríða, grípa þeir í tómt. Aðalflokkurinn er horfinn, en hefur skilið eftir um f jörutíu stríðsmenn til þess að taka á móti eftirfararmönnum. Það slær í snarpan hardaga og Ed Newby særist illa. Árangurinn er sá, að aðeins |>rír geta haldið áfram leitinni að Lucy og Debbie. Það eru þeir Amos og Mart og svo Brad Mathison, sem nú kemur á dag- inn að hefur verið heitbundinn Lucy á laun. Þ AÐ hafði eitthvað komið fyrir Amos, eitthvað dularfullt og- óhugnanlegt, þess- ar klukkustundir sem hann hafði verið viðskila við Mart Pauley og Brad Mat- hison. Hann reyndi að láta ekki á því bera, reyndi jafnvel að brosa. En brosið varð að hioðalegri grettu það var því líkast sem hann hefði fengið spark í andlitið og félagar lians sáu í gegnum grímuna. Þeim datt jafnvel í hug, að hann væri veikur, eða að hann hefði komist i kast við einhverja indíána einn síns liðs, orðið fyrir skoti og vildi leyna því. „Ertu særður, Amos?" Það var Brad sem spurði, og svipur hans vai- vingjarnlegur, röddin þýð. ,,Nei, ég er ekki særður." Þá gafst Brad upp, gekk þangað sem hnakkurinn hans lá og settist. Þeir voru búnir að spretta af hestunum, ætluðu að sofa þarna undir moldarbarðinu um nóttina. Þeir voru búnir að finna slóð indíánanna aftur. Það vai’ mál að hvíla sig. Mart vafði teppinu utan um sig og lokaði augunum. Brad þokaði sér til hans. ,,Mart," hvíslaði hann, „ég held hann sé orðinn vitskertur, svei mér þá. Sástu augun í honum?" ,,Já. Hvað í ósköpunum getur hafa komið fyiir?" „Það má drottinn vita, Kannski alls ekki neitt. Getur bara allt í einu og svona upp úr þurru hafa orðið vitlaus. Hann virtist varla vita hvað hann var að gera, þegai' við ftrndum hann í dag." „Já." „Jæja, sé hann genginn af vitinu," sagði Brad, „þá er það okkar að halda þessari eftirför áfram. Þú sérð það, er það ekki? Og nú hlýtur að draga að leikslokum hvað úr hverju?" „Hvað viltu gera?" „Það sér minnst á mínum hesti. Ég fer frá ykkur fyrlr birtu á morg- un og leita eins langt og ég get. Þú eltir þegar þú getur." „Hesturinn minn er ekki sem verst farinn," andmælti Mart. „Hlífðu honum. Þú verður að fara á undan, þegar minn byrjar að gefa sig." „Jæja, þá það." Þeir bjuggust aftur til að sofna. Þeir drógu teppin yfir höfuð sér. Þótt þeir hefðu ekki hugmynd um það fyrr en þeir fréttu það löngu seinna, þá var þetta kvöldið sem Ed Newby félagi þeirra vaknaði úr óráðinu, 4 lyfti sér upp á olnbogann, horfði lengi á sundurkraminn fótinn á sér, seildist til skammbyssu sinnar og skaut sig. BRAD MATHISON var farinn fyrir klukkutíma, þegar þeir Amos og Mart vöknuðu. Mart óttaðist, að Amos yrði reiður, þegar hann uppgötvaði, að Brad var farinn á undan þeim, en hann lét það afskiptalaust. Þeir lögðu á hestana og héldu af stað. Landið þarna var öldótt; það skiptust á lágar, skrælnaðar hæðir bg skraufþurrar dældir. Þeir voru orðnir vatnslitlir; þeir mundu verða að grafa eftir vatni bráðlega. Þeim reyndist auðvelt að rekja slóð Brads; hann reið rétt utan við indiánaslóðina. En jóreyk hans sáu þeir ekki allan daginn. Undir sólsetur var Amos auðsjáanlega farinn að hafa áhyggjur af honum, því að hann sendi Mart upp á hæðirnar til norðurs, en þaðan var víðsýnt mjög. En Brad sást hvergi. Og svo skaut honum upp um það bil sem sólin var að hverfa bak við sjóndeildarhringinn. Hann birtist allt í einu uppi á löngu hæðardragi og fór mikinn. „Ég sá hana!" hrópaði hann, þegar hann vai' kominn í kall- færi. „Ég sá Lucy!" „Hvar eru þeir?" „Þeir eru búnir að á í lækjargili þeir eru búnir að kveikja elda ■ þarna, reykurinn sést!" Þeir sáu næfurþunna reykjarslæðu i kvöldlygn- unni handan við hæðirnar í suðurátt. „Það ætti að vera Orustugil," sagði Amos. ,,Er vatn i því núna, segirðu ?" „Heyrirðu ekki hvað ég sagði?" hrópaði Brad. „Ég sá Lucy, segi ég, sá hana með mínum eigin augum ganga um á meðal þeirra!" Rödd Amosar var hljómlaus. „Hve nálægt þeim komstu?" „Ég var ekki nema steinsnar frá þeim. Ég skreið upp á hæðina hérna megin árinnar, og þeir voru beint fyrir neðan mig!" „Sástu Debbie?" skaut Mart inn í. „Nei, en — þeir eru með heilmikinn farangur; það getur vel verið, að hún sé sofandi innan um skranið þeirra. Ég taldi fimmtíu og einn Com- ancha. Hversvegna ertu að spretta af hestinum?" „Þetta er ekki verri staður en hver annar," sagði Amos. „Það er of bjart ennþá. Þegar komið er almennilegt myrkur, fikrum við okkur suð- ureftir og brynnum hestunum einhverstaðai' fyrir neðan gilið. Okkur ligg- ur ekkert á." „Liggur ekkert áf“ „Þeir halda sýnilega, að þeir séu lausir við okkur, að þeir hafi hrist okkur af sér i mýrinni. Þeir halda, að þeir þurfi ekki að skipta sér aftur. Ur því svo er, þurfum við ekki annað en fylgjast með þeim, láta þá vísa okkur á tjaldbúðirnar sínar " „Tjaldbúðirnar? Ertu genginn af vitinu?" „Látum þá bara komast heim til sín, heim til kvenfólksins og krakk- anna og gömlu höfðingjanna. Gömlu höfðingjarnir eru orðnir varkárir. Þeir vilja fá að vera í friði í tjaldbúðunum sínum. Þeim er meinilla við að þurfa að taka sig upp með allt sitt hafurtask. Og þeir vita ekki nema —“ „Heyrðu — heyrðu Brad skorti orð til þess að lýsa tilfinningum sínum. „Lucy er þarna! Ég sá hana heyrirðu það ekki ? Við verðum að ná henni einhvernveginn!" „Brad," sagði Amos, „segðu mér, hvað það var, sem þú sást og sem þú hélst að væri Lucy." „Ég er að segja þér, maður, að ég sá hana ganga „Það veit ég!“ Amos hækkaði röddina og hún var rám núna. „Hvað sástu ganga? Sástu gula hárið hennar?" „Hún var með klút um höfuðið. En „Hún er ekki þarna, Brad." „Pari það í hvítglóandi, ég sá hana, maður! Heldurðu ég þekki hana ekki ?“ „Þú sást indíána i kvenmannsfötum," sagði Amos. „Þeir hafa gaman að svona skripalátum. Þú veist það eins vel og ég." Augun í Brad gneistuðu. Hann kreppti hnefana og byrjaði að skjálfa. Röddin varð að hásu hvísli. „Þú lýgur," sagði hann. „Ég er búinn að segja þér það einu sinni — „En það er dálítið, sem ég á eftir að segja þér," sagði Amos. „Ég fann Lucy í gær. Ég jarðaði hana í teppinu mínu. Með mínum eigin höndum jarðaði ég hana, hjá fjallinu. Mér fannst bezt að þegja yfir þessu meðan ég gæti." Hver blóðdropi hva.rf úr andliti Brads og í fyrstu gat hann ekki komið upp orði. Svo stamaði hann: „Höfðu þeir — var hún —.“ „Þegiðu!" öskraði Amos framan í hann. „Þú dyrfist ekki að spvrja mig, hvað ég sá!“ VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.