Vikan


Vikan - 27.06.1957, Síða 5

Vikan - 27.06.1957, Síða 5
I meir eh mínútu hreyfði Brad hvorki legg né lið. Svo snerí hann aér að hestinum slnum eins og svefnganga, og herti á hnakkgjörðlnni. Amos sagði: „Vertu rólegur! Haltu honum, M6irt!“ Brad stelg á bak og sló 1 hestinn. Hann stefndi að gilinu. Og svo geyst fór hann, að auðséð var, að nú var hann hættur að hugsa um að hlífa hestinum. „Eltu hann! Þú hefur meira lag á honum en ég.“ Mart Pauley var samstundis kominn á bak. Hann reið eins og skepnan komst og tókst þó ekki að draga á Brad. Hann var líka að elta betri hest — og sér betri reiðmann líkast til, hugsaði hann. Brad var fæddur hesta- maður. Nú var hann kominn að hæðinni hjá gilinu. Hann stökk af baki og byrjaði að hlaupa upp hæðina. Mart elti. Hann sá Brad fleygja sér á mag- ann og skríða síðasta spölinn. Svo var hann kominn upp að hllðinni á hon- um og náði varla andanum fyrir mæði. „Hvað villtu mér, Mart?“ „Komdu, maður! Ertu orðinn band sjóðandi vitlaua?" Fyrir neöan þá, í svosem þrjú hundruð metra fjarlægð, voru Comanch- arnir. Þeir létu eins og þelr væru þegar komnir heim til sín. Þeir roru búnir að kveikja marga elda og hestarnir þeirra voru á beit neðar í gilinu. Þess sáust engin merki, að þeir hefðu verði úti. Þeir sátu fiestir við eldana og voru að matast. Þeir hrifsuðu ketbitana úr eldinum. Þeir tóku vel til matar sins. Mart sá Debbie hvergi. Og nú heyrði hann smell, sem sagði honum, að Brad væri að hlaða riffilinn. „Þeir drepa Debbie, svínið þitt!“ „Hypjaðu þig burtu, segi ég!“ Brad bar riffilinn upp að vanganum og miðaði vandlega. Um leið þreif Mart um hlaupið og kippti vopninu að sér. Þeir byrjuðu að berjast um riffilinn þarna á jörðinni, og leikurinn barst óhjákvæmilega undan brekkunni, frá brúninni. Brad rak hnéö í magann á Mart, sneri rlffilinn af honum og sleit sig lausan. Mart varð á undan honum á fætur og fleygði sér á hann. Brad tók báðum höndum um hlaupið, lyfti rifflinum og lét hann riða á honum. Höggið kom á vangann á Mart og hann féll aftur fyrir sig, valt eins og sekkur niður brekkuna og lá kyrr þar sem hann stððvaðist. Brad bölvaði í hálfum hljóðum, þegar hann skreið upp að brúninni aftur. Svo snerist honum hugur og hann mjakaði sér aftur á bak, unz hann var viss um að sjást ekki neðan úr gilinu, stóð á fætur og hljóp boginn í norðurátt. Mart var lengi að rakna úr rotinu, og þegar hann kom til sjálfs sín, vissi hann hvorki hvar hann var né hvernig stóð á því, að -hann lá þarna. Það leið drjúg stund þar til hann byrjaði að sjá. Hann fálmaði í kringum sig í myrkrinu. Næst heyrði hann skothríð og stríðsóp, sem virtust koma úr talsverðri fjarlægð. Hann bar hendurnar upp að höfðinu og snerti storkið blóð. Þá þóttist hann vita, 'að hann hefði fengið skot í höfuðið og væri orðinn blindur, og við það setti að honum ofsahræðslu. Honum tókst einhvernveginn að standa á fætur, slangraði fáeina metra, steyptist fram yfir sig. Fallið var þungt og hann tók andköf. En þegar hann áttaði sig aftur, lá hann kyrr þar sem hann var kominn. Hann var að byrja að fá sjónina aftur, þegar hann heyrði fótatak. Hann sá svartan skugga lúta yfir sig. Hann lést vera dauður og beið eftir því að missa hárið og höfuðleðrið. „Heyrirðu til mín, Mart?“ sagði Amos. Hann fann að Amos kraup á hnén við hlið honum. „Ég er með kúlu í höfðinu,“ sagði Mart. „Ég er blindur." Amos kveikti á eldspýtu og bar logann upp að augum Marts. Mart deplaði augunum og sneri höfðinu frá. „Allt i lagi,“ sagði Amos. „Þú hef- ur fengið höfuðhögg, það er allt og sumt. Hreyfðu þig ekki fyrr en ég kem aftur.“ Hann hljóp burtu. Amos var lengi í burtu. Skothríðin dó út og herópin og alger kyrrð ríkti á sléttunni. Um stundarsakir fannst Mart sem hann fyndi óljósan titring undir sér, eins og margir hestar væru á ferð. Svo hvarf þessi til- finning og honum byi-jaði að verða kalt. En Mart var farinn að sjá stjörn- urnar, þegar hann heyrði aftur í Amos. „Ég sé ekki betur en þú sért að jafna þig,“ sagði Amos. „Hvar er Brad?" Amos var seinn að svara. „Brad kaus að fara einn á móti þeim,“ sagði hann að lokum. „Hann byrjaði að skjóta á þá úr kjarrlnu þarna neðra. Mér er spurn: hversvegna þaðan? Var hann að reyna að teyma þá frá þér?“ „Ég veit það ekki.“ „Hvað kom fyrir? Dattstu af baki?“ „Ætli það ekki.“ „Comancharnir héldu sýnilega, að þeir ættu í höggi við heilan her- flokk. Þeir eru löngu farnir. Nema hvað þeir gáfu sér tíma til að afgreiða hann.“ „Hirtu þeir hárið af honum?" „Hvernig spyi-ðu?" Mart sagði: „Bezt við snúum okkur að þvi að jarða Brad.“ „Ég er búinn að þvi,“ sagði Amos. Og svo bætti hann við kuldalega: „Það sem ég fann af honum." Hestur Marts hafði slegist í fylgd með Comanchastóðinu, en þeir höfðu enn hest Brads og Amosar. Og Comancharnir höfðu skilið eftir nóg af keti handa þeim. Þegar þeir voru búnir að fá fylli sína, sagði Amos: „Hvernig líður þér?“ „Bærilega." Framháld á bla. 1\. Þetta er japanska leikkonan Keiko Ivishi, sem fyrir skemmstu gekk að eiga fransk- an kvikmyndastjóra. Þau ætl- uðu að gifta sig í ró og næði, en yfir 700 óboðnir gestir komu prýðisvel í veg fyrir það. MYNDAFRETTIR Hér er nýjasta nýtt í flug- tækni: sæti, sem þeytir orustu- flngmanninum út úr vélinni, ef hann þarf að losna úr henni í snatri. Þegar flugmaðurinn þrýstir á hnapp, leggst sætið eins og sýnt er á neðri mynd- inni. Svo sér dálitili rakettu- mótor um afganginn! Þá er Sugar Kay Robinson enn einu sinni orðinn heims- meistari. Það er í fjórða skipti sem þessi ódrepaiuli boxari krækir sér í titilinn. Myndin er tekin á 37. afmælisdaginn lians. Með honnm er konan hans. VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.